Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 34

Morgunblaðið - 18.04.1998, Side 34
34 LAUGARDAGUR 18. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Er grunnurinn heilbrigður? Á ALÞINGI hefur verið lagt fram stjórnarfrumvarp um gagna- gnmna á heilbrigðissviði. Safn upplýsinga um heilsufar þjóðarinn- ar hefur lengi verið mikilvægt tæki til að miðla upplýsingum, bæta heilsufar og til þess að stýra stór- um hluta ríldsútgjaldanna skyn- samlega. Knýjandi er að verja framlögum til heilbrigðismála sem best, en til þess þarf sem fyllst og aðgengilegast safn þeirra upplýs- inga sem aflað er í heilbrigðiskerf- inu. Nú er vel framkvæmanlegt að koma upp slíkum tölvuvæddum gagnagrunni og þegar hann er kominn í gagnið getur hann örugg- lega leitt til þess að heilbrigðis- þjónusta verði hagkvæmari og betri. Stóri þröskuldurinn er að koma upp gagnagrunninum, til þess þarf milljarða króna. Þær er vart hægt að sækja í ríkissjóð, a.m.k. ekki ef aðrar leiðir eru fær- ar. Ríkisstjórnin hefur komið auga á leið sem birtist í áðumefndu laga- frumvarpi, en þar er líka ýmislegt sem vekur spurningar: 1) Hver á að kosta gagnagrunn- inn? 2) Hver á að hafa gagnagrunninn með höndum? 3) Er verj- andi að safna miklu af persónuupplýsingum í einn stað? 4) Eru mannréttindi brotin með framsali á per- sónuupplýsingum? 5) Er hægt að veita einkaleyfí á upplýsing- um í þjóðareign? 6) Utilokar einkaleyfi að aðrir fái eðlilegan að- gang að upplýsingum um heilsufar, t.d. Ólafur S. vegna mikilvægra vís- Andrésson indarannsókna? Margt af þessum spurningum og þeim svörum sem heyrst hafa er byggt á misskilningi eða á getgát- um um atriði sem bíða þess að verða útfærð hjá heilbrigðisráðu- neyti og tölvunefnd. En lítum á hverja spurningu íyrir sig: 1) I reynd er það ríkisvaldið sem kostar gagnagrunninn með því að framselja upplýsingar og í staðinn er byggt upp kerfi sem gætir nafnleynd- ar þegar höndlað er með upplýsingar frá einstaklingum. Ríkis- valdið er ekki réttur aðili til að markaðs- færa ónafntengdar upplýsingar um sjúk- dóma o.fl. Það er verk- efni sérhæfðra fyrir- tækja í samvinnu við ríkisvaldið. 2) Það er ekki meg- inatriði hver starfræk- ir gagnagrunninn heldur hver hefur að- gang að honum og hvemig eftirliti er háttað. I frumvarpinu eru sett ströng skilyrði um hvernig gagna- grunninum verður háttað. Frekari útfærsla og eftirlit verður í hönd- um þeirra aðila sem best geta gætt réttar almennings og einstaklinga, tölvunefndar og vísindasiðanefnd- ar. Færa má rök fyrir því að þeir sem eiga hlutfallslega mestra hags- muna að gæta, þ.e. fyrirtækið sem ISLEIVSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 949. þáttur NOKKRAR breytingartillög- ur með innskotum og útúrdúr- um: 1) I stað þess að segja „inni- bera“ komi fela í sér. Dæmi: Kenningin felur það í sér, en ekki: Kenningin? inniber. Hið síðara er hrá danska. Enn vitna ég til Halldórs Klljans Laxness sem sýndi fram á ótrúlega mikil skandínavísk áhrif á mál okkar nú síðustu áratugi. Og sam- kvæmt kenningu hans eru ís- lendingar orðnir svo vondir í dönsku að þeir vita ekki hvenær þeir sletta henni. Halldór sagði að um síðustu aldamót hefðu all- ir íslenskir blaðamenn verið svo góðii* í dönsku, að þeir vissu hvernig átti að varast hana og slettu henni ekki. 2) í stað „eignaraðilar" fs- lenskrar getspár, komi eigendur í.g. Þetta þarfnast ekki skýr- inga. Menn hljóta að sjá hvað hið síðara er fallegra. 3-4) Með sömu rökum breytist „sóknaraðilar“ og „varnaraðilar“ í sækjendur og verjendur. 5) „Innkoma" breytist í tekj- ur. Á skömmum tíma hefur út- lenda orðið „innkoma" í þessari merkingu breiðst út með ógnar- hraða. Tekjur og gjöld höfum við sagt og dugir vel. Eigum við kannski að stíga sporið til fulls og segja ?innkoma og ?útkoma? Því má bæta við, að orðið inn- koma er ekki félegt í beygingu. Hvernig er eignarfall fleirtölu? Við getum vandræðalaust talið okkur eitthvað til tekna og rætt um mismun gjalda og tekna. En teljum við okkur eitthvað til ?innkoma, eða ?innkomna. Er mismunur ?innkomna og út- gjalda? 6) Koma breytist í vera, þegar skýrt er frá uppruna fólks. Ey- steinn Jónsson var frá Djúpa- vogi, því að þar ólst hann upp. En því aðeins „kom“ hann frá Djúpavogi, að hann væri á ferð þaðan. Hans van den Broek er frá Hollandi, en „kemur“ ekki þaðan, nema sérstaklega standi á. 7) Öðruvísi er atviksorð og krefst framhalds. Það er rangt að segja að þetta sé „öðruvísi ferð“ og sleppa en hvað. í stað hins er rétt að segja sérstæð eða óvenjuleg. 8) Við förum ekki „niður til Evrópu“. Við erum í Evrópu. En við gætum sem best farið suður á meginland Evrópu (megin- landið). 9) í stað sagnarinnar að „funda“ sem er í stíl við að „hesta“ eða „bíla“ skulum við segja hittast, þinga, ræðast við eftir atvikum. Netanyahu og Arafat hittust að máli. 10) í staðinn fyrir að „skíða“ samber „hesta“ og „bíla“ getum við sagt margt, eftir því hver skíðaíþróttin er. í skíðagöngu ganga menn, skíða ekki. í bruni bruna menn eða renna sér, skíða ekki. í svigi renna menn sér, skíða ekki. í skíðastökki stökkva menn, skíða ekki, og hvernig væri annars í sambandi við svigið að búa til annaðhvort sterku sögnina svíga - sveig - svigum - svigið eða veiku sögn- ina sviga - svigaði - svigað? Eða nota jafnvel sveigja? Að fara á skíðum styttir stund, stúlku fríða spenna mund, sigla um viði húna hund, hesti ríða slétta grund. (Hagkveðlingaháttur) Höfundur þessarar vísu hefði aldrei stytt sér stundir við að „hesta“, né heldur „skíða“. ★ Samruni (contaminatio) Kæra Tryggvina, tefðu nú grátinn, þó hann Týri í Brekku sé látinn eða riðinn á Kjalveg, því kannski hefði hann alveg yfirgefið þig eina upp á bátinn. (Steinvör á Keldum) ★ tír prófunum. Ritgerð á landsprófi undir fyrirsögninni Hrognkelsi. Leturbreytingar hefur umsjónarmaður gert: „Hrognkelsinn er meindýr af skolpdýraættinni. Hann hefur einn maga, en út úr honum ganga níu botnlangar. Þegar hann verður fyrir árás spýr hann frá sér dökkleitum vökva, og verður þá óvinurinn svartur í framan.“ ★ Við notum orðið skopstæling um það sem heitir á grísku par- odeia. Það hefur verið skilgreint á ensku: „A song sung alongside another," það er „söngur sung- inn meðfram eða til hliðar við annan.“ Ég held að það sé best að sýna þetta strax með dæm- um. Ég lít í anda liðna tíð sem leynt í hjarta geymi. Sú ljúfa minning, létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi. (Halla Eyjólfsdóttir á Laugabóli) Églítíandaliðnatík sem lést úr miltisbrandi. Sú Ijósmórauða loðna tik, hún lenti út í Bolungaivík og lifði í hundastandi. (Okunnur skopstælandi) Þetta nýtur sín enn betur sem „song sung alongside another". Eða þá: Við hafið eg sat fram á sævar-bergs stall Og sá út í drungann, Þar brimaldan stríða við ströndina svall og stundi svo þungan. (Steingr. Thorsteinsson) Við hafið ég sat fram á sævar-bergstall og smámeyjan hjá mér. Þá kom upp úr hafinu há-há-hákall og át hana frá mér. - Og stundi svo þungan. (Okunnur stælandi) Beri menn svo að síðustu Geggjaðan ástaróð Birgis Svans Símonarsonar saman við Ljóða- ljóðin: tennur þínar einsog röð hvítra fólk- svagna hörund þitt einsog eftir hvítan storm- sveip augu þín tær einsog lakk á nýbónuðu tryllitæki fætur þínir smart hannaðir bijóst þín einsog ís í brauði ást mín heit einsog nýsteiktur hamborg- ari kossar þínir sætari en kók skaut þitt einsog sæti í Citron delux Tryggir vinir þessa þáttar þreyta sína ferð. Ýmist dagar eða náttar; er sú skipan gerð. Gleðilegt sumar, og þökk fyr- ir veturinn. Gagnagrunnurinn ásamt möguleikum á tengingum við erfða- upplýsingar, segir Olaf- ur S. Andrésson, mun efla vísindastarf á heil- brigðissviðinu. útvegar fjármagnið, muni best reka gagnagrunninn. 3) Gagnagrunnurinn verður ekki notaður til að afla upplýsinga um einstakar persónur, upplýsingam- ar eru ekki tengdar nöfnum. Einmitt þess vegna er verjandi að safna saman upplýsingum um stór- an hluta þjóðarinnar. Þar að auki mun almenn notkun á dulkóðunar- tækni strax við fyrstu tölvuskrán- ingu auka persónuvemd frá því sem nú er. 4) Engar nafntengdar upplýs- ingar verða færðar í gagnagrann- inn. Hver og einn mun eftir sem áður geta óskað eftir að engar upp- lýsingar um sig verði framseldar. Menn geta jafnframt velt því fyrir sér hvort það er ekki siðferðileg skylda einstaklingsins að veita heilbrigðisyfirvöldum upplýsingar sem geta varðað almannaheill, a.m.k. undir nafnleynd. 5) Einkaleyfið takmarkast við það sem um semst við heilbrigðis- ráðuneyti og heilbrigðisstofnanir og hlýtur að miða við það sem hægt er að markaðsfæra, hvort sem það er hluti af upplýsingum eða hugbúnaður gagnagrannsins. Sala upplýsinga er notuð til að kosta gagnagranninn. Hætt er við að sú sala geti verði endaslepp ef samkeppnisaðilar geta selt sömu upplýsingar fyrirhafnarlítið. Þannig er einkaleyfið ekki á upp- lýsingunum heldur á sölu þeirra eða hluta þeirra. 6) I framvarpinu kemur skýrt fram að aðgangur annama að heil- brigðisupplýsingum verður ekki skertur, nema hvað varðar leyfi til sölu á upplýsingum. Þvert á móti mun aðgangur stjómvalda og þeirra sem stunda vísindarann- sóknir verða betri að upplýsingum gagnagrannsins en persónutengd- um upplýsingum sem vistaðar era á ótalmörgum stöðum. Ekki verður annað séð en að gagnagrannurinn ásamt möguleik- um á tengingum við erfðaupplýs- ingar muni efla vísindastarf á heil- brigðissviðinu. Ríkisstjórnin hefur sýnt þá framsýni að leggja grann að framföram í heilbrigðisþjón- ustu, stjómsýslu og vísindum með tillögum að rammalöggjöf um gagnagranna á heilbrigðissviði. Nú er það löggjafans að gera fram- kvæmdavaldinu kleift að breyta möguleikanum í veruleika. I kjölfar lagasetningar taka við vandasöm verk sem munu taka drjúgan tíma og þau þarf að hefja sem fyrst. Höfundur vinnur að rannsóknum við Tilraunastöð HÍ í meinafræði á Keldum. Lax og lærdómur ENN einu sinni berast fregnir af lax- veiðikostnaði ríkis- bankanna. Nú kemur í ljós, ef allt er með talið og eftir nokkuð óöiyggi í útreikning- um bankastjóra, að laxveiðikostnaður hjá Landsbankanum ein- um hafi verið rúmlega 8 milljónir króna að jafnaði sl. 5 ár. Fjárveitingar til menntamála Til samanburðar hafði Þróunarsjóður grannskóla menntamálaráðuneyt- isins 8,3 milljónir til ráðstöfunar fyi-ir skólaárið 1996-1997. Úr sjóðnum vora veittir styrkir til 24 þróunarverkefna sem samtals 28 skólar og fleiri aðilar stóðu að. Ný- lega fékk Rannsóknastofnun upp- eldis- og menntamála um 5 millj- ónir til að vinna nánar úr TIMSS- könnununum, en ekki voru ætlað- ar neinar fjárveitingar til verksins. Fyrir 8 laxveiði-milljónir hefði ver- ið hægt að fá ritþjálfasett og kennslugögn í 10 skóla eða kaupa margmiðlunartölvur í öll bókasöfn í grunnskólum Reykjavíkur auk margmiðlunarefnis. TIMSS og hvað svo? Hvernig hefði staðan verið eftir nokkur ár hefðum við ekki fengið niðurstöður úr TIMSS-könnun- inni? Niðurstöður komu þó fæstum á óvart. Nokkur sveitarfélög hafa bragðist skjótt við. Sum hafa sett fram áætlanir og boðið upp á end- urmenntun í stærðfræðikennslu fyrir grannskólakennara og önnur hafa sent skólastjóra til að kynna sér hvemig aðrir náðu góðum ár- angri í könnuninni. Vonandi verð- ur miklum fjármunum varið til að bæta stöðuna og veitir þá heldur ekki af að kanna hvaða aðferðir gefa bestan árangur. Forgangsröðun fjár- muna Nú þegar dregur að sveitarstj órnarkosn- ingum kemur það óneitanlega upp í hug- ann hvernig stjórn- málamennimir, sem við kjósum, fara með skattpeningana okkar. Þeir geta að vísu ekki skammtað sér digra sjóði til að fjárfesta í námi eins og banka- stjóramir gerðu í laxi Örn en það skiptir máli Guðmundsson hvemig þeir forgangs- raða þeim fjármunum sem þeir hafa til ráðstöfunar. Þó mikið sé látið með það af hálfu sveitarfé- lagsins Reykjavík að fjárátlát til grannskólans séu einn stærsti Opinber útgjöld til fræðslumála eru með því lægsta sem gerist í Evrópu, segir Örn Guðmundsson, þrátt fyrir að á Islandi búi ein yngsta þjóð Evrópu. málaílokkurinn þá era opinber út- gjöld til fræðslumála samt með því lægsta sem gerist í Evrópu þrátt fyrir að á íslandi búi ein yngsta þjóð álfunnar. Er ekki kominn tími til að við breytum forgangsröð- inni? Sveitarstjómarmenn - það er í ykkar höndum hvemig fjár- munum til skólamála er varið. Ef vel tekst til eru miklar líkur á að bankastjórar framtíðarinnar geti reiknað rétt út hina ýmsu kostnað- arliði bankanna. Höfundur á sæti ísijórn SAMFOKS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.