Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 15 AKUREYRI Nýtt stjórnskipurit Kaupfélags Eyfírðinga tekur gildi Félaginu skipt upp í ilnim svið Þórarinn E. Sveinsson ráðinn aðstoðarkaupfélagsstjóri NÝTT stjórnskipurit fyrir Kaupfé- lag Eyfírðinga tók gildi á fbstudag en það felur í sér umtalsverðar breytingar á yfírstjóm félagsins. Því hefur verið skipt upp í fímm svið: verslunarsvið, mjólkuriðnaðar- svið, kjötiðnaðarsvið, iðnaðarsvið og fjármálasvið, en framkvæmdastjór- ar hafa verið ráðnir að hverju sviði og bera þeir ábyrgð á því gagnvart kaupfélagsstjóra. Hann mun jafn- framt hafa aðstoðarkaupfélags- stjóra og aðalfulltrúa sér til aðstoð- ar. Utan sviðanna fimm standa þrjár einingar, þ.e. starfsmanna- stjóri, markaðs- og kynningarstjóri og upplýsingadeild. Þórarinn E. Sveinsson hefur ver- ið ráðinn aðstoðarkaupfélagsstjóri og er hann staðgengill kaupfélags- stjóra í fjarveru hans og ráðgjafí um innri og ytri matvælafram- leiðslu KEA. Hann vinnur einnig að gæða-, nýsköpunar og þróunarmál- um í samvinnu við framkvæmda- stjóra mjólkur- og kjötiðnaðarsviða og hefur með höndum könnun á nýjum mörkuðum og viðskiptatæki- færum. Undir aðstoðarkaupfélags- stjóra heyrir einnig starfsemi sölu- deildar KEA. Sigurður Jóhannesson gegnir áfram starfi aðalfulltrúa og mun hann verða kaupfélagsstjóra til að- stoðar og ráðgjafar um innri mál- efni féiagsins jafnframt því að sinna sérverkefnum er varða innri starf- semi og uppbyggingu félagsins. Undir hann heyrir starfsemi launa- deildar, viðhaldsdeiidar, bifreiða- deildar og Birfreiðaverkstæðis Dal- víkur. Ekki hefur verið ráðið í stöð- ui’ starfsmannastjóra og markaðs- og kynningarstjóra. Undir verslunarsvið fellur starf- semi matvörudeildar, bygginga- vörudeildar, raflagnadeildar og apó- teka og hefur Sigmundur Ofeigsson verið ráðinn framkvæmdastjóri þess og Hannes Karlsson aðstoðar- framkvæmdastjóri, en þetta er stærsta svið félagsins. Aukin ábyrgð framkvæmdastj óra Hólmgeir Karlsson er fram- kvæmdastjóri mjólkuriðnaðarsviðs, en undir það fellur mjólkursamlag, safagerð, smjörlíkisgerð og rekstur tankbíla. Helgi Jóhannesson er framkvæmdastjóri kjötiðnaðarsviðs en undir því er starfsemi sláturhúss og kjötiðnaðarstöðvar. Úlfar Hauksson hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri iðnaðarsviðs en undir því er starfsemi brauð- gerðar, fóðurvöradeildar, Efna- verksmiðjan Sjöfn og Kaffibrennsla Akureyrar. Tvö þau síðasttöldu era sjálfstæð hlutafélög í eigu KEA, Úlfar verður framkvæmdastjóri Kaffibrennslunnar og Aðalsteinn Jónsson verður áfram fram- kvæmdastjóri Sjafnar. Árni Magnússon er fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs, en undir það heyrir starfsemi fjár- máladeildar, innkaupadeiidar, bók- halds- og áætlanadeildar, hagdeild- ar, Hlutabréfasjóðs KEA og rekstr- ardeildar. Sett hefur verið á laggirnar fram- kvæmdanefnd KEA sem í eiga sæti níu menn og er meginverkefni hennar að taka ákvarðanir, marka stefnu og markmiðssetning til lengri og skemmri tíma í málefnum KEA. Eiríkur S. Jóhannsson kaupfé- lagsstjóri kynnti nýja skipuritið á fundi á föstudag og sagði hann meg- inmarkmið þess að skapa skýrari og virkari vettvang fyrir ákvarðana- töku innan félagsins. Nýja skipurit- ið feli í sér aukið vald og aukna ábyrgð framkvæmdastjóra félags- ins. Sagði hann það marka upphaf nýrrar sóknar félagsins og boða breytta tíma í rekstri þess. , Morgunblaðið/Kristján EIRIKUR S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfírðinga, kynnir nýtt sljórnskipurit KEA. H 1 á I ni j a tf e* ws og því vandaðri því betri. Bandarísku TREK hjálmarnir eru með þeim betri. Vapor tjrek Fyrir unglinga og fullorðna, með öryggisskyggni, stillanlegri hnakkaspennu og hraðstillismellu fyrir festibönd. Litir: Svart, blátt og hvítt Kr. 3.252,- stgr. Inertia tkek Fyrir fullorðna, með öryggisskyggni, 15 loftræstigötum, stillanlegri hnakkaspennu og hraðstillismellu fyrir festibönd Litir: Blátt, mango-gult Kr. 4.376.- stgr. HVAÐ METUR t»U MEST? Tempest Fyrir fullorðna, með öryggisskyggni, 15 loftræstigötum, stillanlegri hnakkaspennu, hraðstillismellu fyrir festibönd. Litur: Gult Kr. 6.455.- stgr. Scribble tjfuek * Fyrir börn og unglinga, með öryggisskyggni, stillanlegri hnakkaspennu og hraðstillismellu fyrir festibönd. Kr. 2.993.- stgr. Racing Stripe Fyrir börn og unglinga, með öryggisskyggni, stillanlegri hnakkaspennu og hraðstillismellu fyrir festibönd. Kr. 2.993,- stgr. Stillanleg Hnakkaspenna heldur hjálminum mun stöðugri á ferð og truflar því ekki stýrigetu. Tg*EM€ ** Flowers (mynd) og IVactors Fyrir ungbörn. 47-50cm/51-54 cm. Einstaklega djúpir og verja því allt höfuðið mjög vel. Tvær stærðir tveir litir. Kr. 2.993,- stgr. Opið laugardaga frá 10-16 hjálmarnir eru ekki aðeins með CE öryggisstímpil heldur einnig ASTM, sem tryggir enn frekar gott öryggi að margra mati. ÖRNINNL SKEIFUNNI 1 1 • SÍMI 588 9890 VERSLAÐU VIÐ FAGMANNINN - ÞAÐ BORGAR SIG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.