Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 15
AKUREYRI
Nýtt stjórnskipurit Kaupfélags Eyfírðinga tekur gildi
Félaginu skipt
upp í ilnim svið
Þórarinn E. Sveinsson ráðinn aðstoðarkaupfélagsstjóri
NÝTT stjórnskipurit fyrir Kaupfé-
lag Eyfírðinga tók gildi á fbstudag
en það felur í sér umtalsverðar
breytingar á yfírstjóm félagsins.
Því hefur verið skipt upp í fímm
svið: verslunarsvið, mjólkuriðnaðar-
svið, kjötiðnaðarsvið, iðnaðarsvið og
fjármálasvið, en framkvæmdastjór-
ar hafa verið ráðnir að hverju sviði
og bera þeir ábyrgð á því gagnvart
kaupfélagsstjóra. Hann mun jafn-
framt hafa aðstoðarkaupfélags-
stjóra og aðalfulltrúa sér til aðstoð-
ar. Utan sviðanna fimm standa
þrjár einingar, þ.e. starfsmanna-
stjóri, markaðs- og kynningarstjóri
og upplýsingadeild.
Þórarinn E. Sveinsson hefur ver-
ið ráðinn aðstoðarkaupfélagsstjóri
og er hann staðgengill kaupfélags-
stjóra í fjarveru hans og ráðgjafí
um innri og ytri matvælafram-
leiðslu KEA. Hann vinnur einnig að
gæða-, nýsköpunar og þróunarmál-
um í samvinnu við framkvæmda-
stjóra mjólkur- og kjötiðnaðarsviða
og hefur með höndum könnun á
nýjum mörkuðum og viðskiptatæki-
færum. Undir aðstoðarkaupfélags-
stjóra heyrir einnig starfsemi sölu-
deildar KEA.
Sigurður Jóhannesson gegnir
áfram starfi aðalfulltrúa og mun
hann verða kaupfélagsstjóra til að-
stoðar og ráðgjafar um innri mál-
efni féiagsins jafnframt því að sinna
sérverkefnum er varða innri starf-
semi og uppbyggingu félagsins.
Undir hann heyrir starfsemi launa-
deildar, viðhaldsdeiidar, bifreiða-
deildar og Birfreiðaverkstæðis Dal-
víkur. Ekki hefur verið ráðið í stöð-
ui’ starfsmannastjóra og markaðs-
og kynningarstjóra.
Undir verslunarsvið fellur starf-
semi matvörudeildar, bygginga-
vörudeildar, raflagnadeildar og apó-
teka og hefur Sigmundur Ofeigsson
verið ráðinn framkvæmdastjóri
þess og Hannes Karlsson aðstoðar-
framkvæmdastjóri, en þetta er
stærsta svið félagsins.
Aukin ábyrgð
framkvæmdastj óra
Hólmgeir Karlsson er fram-
kvæmdastjóri mjólkuriðnaðarsviðs,
en undir það fellur mjólkursamlag,
safagerð, smjörlíkisgerð og rekstur
tankbíla. Helgi Jóhannesson er
framkvæmdastjóri kjötiðnaðarsviðs
en undir því er starfsemi sláturhúss
og kjötiðnaðarstöðvar.
Úlfar Hauksson hefur verið ráð-
inn framkvæmdastjóri iðnaðarsviðs
en undir því er starfsemi brauð-
gerðar, fóðurvöradeildar, Efna-
verksmiðjan Sjöfn og Kaffibrennsla
Akureyrar. Tvö þau síðasttöldu era
sjálfstæð hlutafélög í eigu KEA,
Úlfar verður framkvæmdastjóri
Kaffibrennslunnar og Aðalsteinn
Jónsson verður áfram fram-
kvæmdastjóri Sjafnar.
Árni Magnússon er fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs, en
undir það heyrir starfsemi fjár-
máladeildar, innkaupadeiidar, bók-
halds- og áætlanadeildar, hagdeild-
ar, Hlutabréfasjóðs KEA og rekstr-
ardeildar.
Sett hefur verið á laggirnar fram-
kvæmdanefnd KEA sem í eiga sæti
níu menn og er meginverkefni
hennar að taka ákvarðanir, marka
stefnu og markmiðssetning til
lengri og skemmri tíma í málefnum
KEA.
Eiríkur S. Jóhannsson kaupfé-
lagsstjóri kynnti nýja skipuritið á
fundi á föstudag og sagði hann meg-
inmarkmið þess að skapa skýrari og
virkari vettvang fyrir ákvarðana-
töku innan félagsins. Nýja skipurit-
ið feli í sér aukið vald og aukna
ábyrgð framkvæmdastjóra félags-
ins. Sagði hann það marka upphaf
nýrrar sóknar félagsins og boða
breytta tíma í rekstri þess.
, Morgunblaðið/Kristján
EIRIKUR S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Eyfírðinga,
kynnir nýtt sljórnskipurit KEA.
H 1 á I ni j a tf e* ws
og því vandaðri því betri. Bandarísku TREK
hjálmarnir eru með þeim betri.
Vapor tjrek
Fyrir unglinga og fullorðna, með
öryggisskyggni, stillanlegri
hnakkaspennu og
hraðstillismellu fyrir festibönd.
Litir: Svart, blátt og hvítt
Kr. 3.252,- stgr.
Inertia tkek
Fyrir fullorðna, með öryggisskyggni,
15 loftræstigötum, stillanlegri
hnakkaspennu og hraðstillismellu
fyrir festibönd
Litir: Blátt, mango-gult
Kr. 4.376.- stgr.
HVAÐ METUR t»U MEST?
Tempest
Fyrir fullorðna, með
öryggisskyggni, 15
loftræstigötum, stillanlegri
hnakkaspennu, hraðstillismellu
fyrir festibönd.
Litur: Gult
Kr. 6.455.- stgr.
Scribble tjfuek *
Fyrir börn og unglinga, með
öryggisskyggni, stillanlegri
hnakkaspennu og hraðstillismellu
fyrir festibönd.
Kr. 2.993.- stgr.
Racing Stripe
Fyrir börn og unglinga, með
öryggisskyggni, stillanlegri
hnakkaspennu og hraðstillismellu
fyrir festibönd.
Kr. 2.993,- stgr.
Stillanleg Hnakkaspenna
heldur hjálminum mun stöðugri á
ferð og truflar því ekki stýrigetu.
Tg*EM€ **
Flowers (mynd) og
IVactors
Fyrir ungbörn. 47-50cm/51-54 cm.
Einstaklega djúpir og verja því allt
höfuðið mjög vel. Tvær stærðir tveir litir.
Kr. 2.993,- stgr.
Opið laugardaga frá 10-16
hjálmarnir eru ekki aðeins
með CE öryggisstímpil
heldur einnig ASTM, sem
tryggir enn frekar gott öryggi
að margra mati.
ÖRNINNL
SKEIFUNNI 1 1 • SÍMI 588 9890
VERSLAÐU VIÐ FAGMANNINN - ÞAÐ BORGAR SIG