Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Samráð í heilsugæslu Alþjóðadagur hjúkr- unarfræðinga, fæð- ingardagur Florence Nightingale, er að þessu sinni helgaður „Samráði í heilsu- gæslu“ - heilbrigði er allra hagur. Florence Night- ingale gerði sér þegar í upphafi ljóst mikil- vægi heilsuverndar. Hreint loft, hreinlæti “og góð næring var það sem skipti máli fyrir heilsu hermann- anna í pestarbælinu í Skútarí í Krímstríð- inu. Andlegri heilsu- vernd sinnti hún ekki síður. Þegar hljótt var orðið á kvöldin gekk hún á milli þeirra með lampann sinn til að hlusta á þá, hvað þeir hugsuðu og hvemig þeim leið, enda kölluð „konan með lampann". Upphafið að skipulagðri heilsuvernd á ís- landi má rekja til ársins 1915, þeg- ar Hjúkrunarfélagið Líkn var stofnað. Tilgangur félagsins var að beita ■ sér fyrir því að sjúklingar gætu fengið faglega hjúkrun í heima- húsum og vinna að bættu heilsu- fari og heilsuvernd. Fyrsta ís- lenska lærða heilsuverndarhjúkr- unarkonan var Oddný Guðmunds- dóttir. í upphafi starfaði hún hjá Hjúkrunarfélagi Reykjavíkur, sem stofnað var 1902 til að sinna Bergljót Lindal Kristbjörg Þórðardóttir heimahjúkrun, síðar hjá Berkla- varnarstöð Reykjavíkur, sem var fyrsti vísir að heilsuverndarstöð á landinu. Af þessu má sjá að heilsuvernd og heimahjúkrun á sér langa sögu og hefur fylgt mönnum gegnum tíðina með einum eða öðrum hætti. Líkn annaðist heimahjúkr- un frá upphafi, ung- og smábarna- vernd frá 1927 og mæðravernd frá 1928. Bæjaryfirvöld gerðu sér grein fyrir hve mikilvægt starf Líknar var og skipaði nefnd til að gera tillögur um fyrirkomulag „full- kominnar heilsuverndarstöðvar í Reykjavík“ eins og segir í fundar- gerð. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur Brúðhjón Allur borðbúnaður Glæsileg gjdfavara Briiðarhjóna lislar fyðe/b&N&X-, VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. Frábær fyrirtæki 1. TÍskuverslun miðsvæðis á Laugaveginum með mikið af góðum umboðum m.a. umboð frá stórri verslunarkeðju sem vill opna hérvinsæla verslun. Gott verð. 2. Lítil hverfisverslun full af vörum með um 4 millj. kr. mánveltu. Gott starf fyrir einstakling eða hjón. Laus strax af sérstökum ástæðum. Mjög gott verð. 3. Blóma- og gjafavöruverslun. Sér kæli- og skreytingaherbergi. Frábær aðstaða til allra hluta. Með stærri blóma- og gjafavöru- verslunum landsins. Miklir möguleikar og frábær staðsetning. Mikil aukning í veltu frá einum mánuði til annars enda staðsett á einum fjölmennasta stað landsins. 4. Rótgróinn söluturn miðsvæðis og mjög snyrtilegur. Stuttur opn- unartími. Hagstæð húsaleiga. Mikil íssala á sumrin. Spilakassar sem borga ríflega leiguna. Miklir möguleikar. 5. Smurbrauðsstaður sem selur eingöngu eftir pöntunum í veislur og samkvæmi. Góð aðstaða en selstvegna veikinda. Mjög gott verð. 6. Ein glæsilegasta sælgætisverslun landsins á frábærum stað. Engin venjuleg búð. Mörgum klössum fyrir ofan hina. Húsnæðið gæti einnig verið til sölu. 7. Heilsustúdíó sem er mjög í tísku í dag. Mikil aðsókn og mikil vinna. Góð staðsetning og ódýr húsaleiga. Ný tæki. 8. Veitihgarstaður með matar- og kaffisölu. Staðsettur á vinnu- svæði og búinn að vera þar lengi. Sæti fyrir yfir 60 manns. Lokað kl. 17 á daginn, laugardaga og sunnudaga. Borðbúnaðarleiga. Veislueldhús. Nokkuð sem margir eru búnir að vera lengi að leita. Öll tæki sem þarf. 9. Leikföng — ritföng —- föndurvörur — bækur. Glæsileg verslun með nýjum innréttingum og stöðugri aukningu. Sú eina sinnar tegundar á stóru svæði. Mikið um uppákomur framundan. Frá- bært tækifæri fyrir þá sem vilja skapa sér sjálfstæða og skemmti- lega atvinnu. 10. Ert þú að leita að góðu tækifæri? Heildverslun og framleiðsla á sérstakri vöru sem ekki þarfnast sérþekkingar en tengist smíði og sölumennsku. Nýlegar vélar sem gefa mikil tækifæri til aukn- ingar og fjölbreytni. Hafið samband, þú sérð ekki eftir því. Ath. Höfum góða kaupendur að heildverslunum og framleiðslufyrirtækjum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. SUÐURVE R I SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRlMSSON. tók til starfa í desember 1953, tók við starfsemi Líknar jafnframt því sem hún færði út kvíarnar. A Heilsuverndarstöðinni var sinnt heilsuvernd og heimahjúkr- un og færustu sérfræðingar ráðn- ir til starfa á hverju sviði. En hugsunarhátturinn breyttist, farið var að leggja megináherslu á fjöl- skylduna og alhliða þjónustu og að heimilislæknar og hjúkrunar- fræðingar ynnu saman. Það var fyrst og fremst með þetta í huga að sett voru lög um heilsugæslu- stöðvar og tóku þau gildi 1. janúar 1974. Heilsugæslan skyldi vera horn- steinn heilbrigðisþjónustunnar, vera fyrsti tengiliður við heil- brigðiskerfið og hafa yfirsýn yfir þarfír fólksins á starfssvæði henn- ar. A heilsugæslustöð á m.a. að veita almenna læknisþjónustu, hjúkrunarþjónustu, sjúkraþjálf- un, iðjuþjálfun, heimahjúkrun og heilsuvernd, en aðalgreinar heilsuverndar eru m.a. mæðra- vernd, ung- og smábarnavernd, heilsugæsla í skólum, bólusetn- Hugsunarhátturinn breyttist, segja Bergljót Líndal og Kristbjörg Þórðar- dóttir. Farið var að leggja megináherslu á fjölskylduna og alhliða þjónustu. ingar, heilsuvernd aldraðra o.fl. En hvernig hefur til tekist? Landsmenn eru almennt ánægðir með heilsugæsluna og má segja að hún hafi náð þeim sessi sem henni var ætlaður. í Reykjavík er málið þó flóknara, m.a. vegna þess að þar er fram- boð á heilbrigðisþjónustu mest, heilsugæslustöðvarnar margar, ásamt Heilsuverndarstöð Reykja- víkur, stofnanir ýmiss konar og sérfræðingar. Heilsuverndin er þungamiðja heilsugæslunnar, og eitt megin- hlutverk hjúkrunarfræðinga. Þar sem hún er hljóðlát þjónusta og lítt áþreifanleg er nauðsynlegt að samræma hana að vissu marki. Heilsugæslan þarf að hafa samráð um þá þjónustu sem hún veitir. En fyrst og fremst þarf að hafa samráð við íbúana sjálfa og gera þá virka þátttakendur. Alþjóða- dagur hjúkrunarfræðinga, sem helgaður er þessu efni, veitir okk- ur því kærkomið tækifæri til að vekja fólk til umhugsunar um hlutverk heilsugæslunnar og bjóða landsmenn velkomna á heilsugæslustöðvarnar. Bergljót Líndal er hjúkrunarfor- stjóri á Heilsuverndarstöð Reykja- víkur. Kristbjörg Þórðardóttir er hjúkrunarforstjóri á Heilsugæslu- stöð Miðbæjar. Sæmundur fróði afhjúp- aður - Oddastefna 1998 SUNNUDAGINN 17. mai næstkomandi verð- ur stytta af Sæmundi fróða Sigfússyni (1056- 1133) afhjúpuð í Odda á Rangárvöllum. Styttan er afsteypa af styttu Ás- mundar Sveinssonar, „Sæmundi á selnum“, sem blasir við bersvæð- is á skeifublettinum fyr- ir framan aðalbyggingu Háskóla íslands. Sæ- mundur var svo lærður maður að undrum sætti og mynduðust um hann þjóðsögur sem lifðu með þjóðinni í aldir. Stytta Asmundar minnir á þjóðsöguna um sundreið Sæmundar á kölska í selslíki, á leið heim úr Svartaskóla. Sæmundur er einn merkasti mað- ur Islandssögunnar. Hann stofnaði í Odda einn fyrsta skólann á landinu og varð þar mikið fræðasetur hátt á aðra öld. Hann býr ásamt örfáum samtímamönnum í haginn fyrir gullöld fræðaþorsta og ritgleði með þjóðinni sem nær hátindi næstu öld að honum gengnum. Sköpun er í al- gleymingi og hinn dásamlegi þjóð- ararfur verður til þessar aldir. Ugglaust hafa foreldrar Sæ- mundar, þau Sigfús og Þórey í Odda, kvatt drenginn sinn með kvíða í brjósti, er þau senda hann yfir hafið til náms út í hinn stóra heim. Það var nær einsdæmi. En hinum gáfaða syni þeirra var ætlað mikið hlutverk þegar heim kæmi að námi loknu. Nýjar menntir sem breiddust út með kristninni var honum ætlað að sækja, bæði endur- nýjaða speki fyrri tíma og nýjar kenningar lærðra manna á megin- landinu. Þótt Sæmundi dveldist svo mjög að gerð var að lokum út leit að hon- um, fór svo að Sæmundur brást ekki foreldrum sínum og kom heim sprenglærður. Hann varð hinn fróði Sæmundur, vitur og virtur áhrifa- maður með þjóðinni. Oddi á Rang- árvöllum varð um langan aldur Þór Jakobsson fræðasetur og afkom- endur Sæmundar og konu hans, Guðrúnar Kolbeinsdóttur, Odda- verjar, valdamikil ætt í landinu. Afhjúpun Sæmund- arstyttu í Odda 17. maí nk. markar upphaf kristnitökuafmælis í Rangárvallaprófasts- dæmi. Hvar lærði Sæmundur? Sæmundur hefur löngum verið talinn hafa lært í Svartaskóla í París, en skóli sá mun reyndar ekki hafa verið kominn til sögunnar á dögum Sæmundar, nema þar hafi verið kominn mjór vísir að Afhjúpun Sæmundar- styttu í Qdda 17. maí nk., segir Þór Jakobs- son, markar upphaf kristnitökuafmælis í Rangárvallaprófasts- dæmi. hinum fræga skóla sem síðar varð. Hvað sem því líður, eru aðrir staðir líklegri, þar sem verið hafa meiri menntasetur á tímum Sæmundar en París var orðin. I bókinni „Um haf innan“ (Há- skólaútgáfan, 1997) eftir Helga Guð- mundsson prófessor eru rök færð fyrir því að Sæmundur Sigfússon hafi lært í Angers, höfuðstað Anjou í Frakklandi. I Angers var á síðari hluta 11. aldar frægur skóli, og stunduðu þar t.d. að sögn Helga margir Englendingar nám. Skóla- meistari Sæmundar hefur þá verið Marbod af Rennes (um 1035-1123), en hann og röð lærifeðra á undan honum mann fram af manni voru all- ir víðfrægir lærdómsmenn. Helgi segir síðan: „Þeir áttu mik- inn þátt í því að leggja grundvöll þeirrar menntunai-, sem varð síðar endun-eisn 12. aldar í menningu Evrópu. Sæmundur fróði hefur þá verið í tengslum við hámenningu 11. aldar. Það skýrir verk hans. Odda- verjar hafa haldið áfram á sömu braut. Margir hafa notið góðs af þeirri rnenntun." Njáluslóð á Oddastefnu 1998 Að lokinni messu hjá sr. Sigurði Jónssyni í Odda og afhjúpun „Sæ- mundar á selnum“ í Odda á Rangár- völlum 17. maí nk. verður gert hlé á mannfagnaði en að svo búnu hefst árleg ráðstefna með erindaflutningi á vegum Oddafélagsins, félags áhugamanna um endurreisn fræða- seturs í Odda, Oddastefna. Fjallað verður um landslag og gróður á tím- um Njáluatburða, um kristnitöku. Staðkunnugir Rangæingar og nátt- úrufræðingar, er rannsakað hafa sögu lands og gróðurs í Rangárþingi, munu bera saman bækur sínar. Að þessu sinni verður Oddastefna hald- in á Hvolsvelli. Vel fer á að halda hátíð í Odda 17. maí, þjóðhátíðardag Norðmanna, en sögu Noregskonunga, Heimskringlu, samdi sem kunnugt er Snora Sturlu- son, fóstursonur Jóns Loftssonar í Odda, dóttursonar Magnúsar ber- fætts Noregskonungs. Gaman er til þess að hugsa, að Sæmundur fróði og Snorri hafi alist upp við sama hól- inn. Heitir hann Gammabrekka. Þess skal að lokum getið, að á komandi Oddastefnu má að tillögu undirbúningsnefndar, þeirra Guð- mundar Sæmundssonai- kennara og Þórðar Tómassonar safnstjóra í Skógum og Oddgeirs Guðjónssonar frá Tungu, vænta umræðu um upp- haf samvinnu Oddafélagsins og Byggðasafnsins í Skógum um heim- ildir, rannsóknir og minjar seinni alda í Rangárþingi. Höfundur er veðurfræðingur og formaður Oddafélagsins. WICANDERS GUMMIKORK wicanders í metravís • Besta undirlagið fyrir trégólf og linoleum er hljóðdrepandi, eykur teygjanleika gólfsins. • Stenst hjólastólaprófanir. • Fyrir þreytta fætur. GUMMIK0RK róargólfin niður! ÞP &co Þ. ÞORGRIMSSON & CO ASMULA29 • PÓSTHOLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SIMI 553 8640 568 6100 Nýbýlavegi 12, sími 554 4433
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.