Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forseti Alþingis á von á greinargerð á næstunni frá Ríkisendurskoðun Gerð verði grein fyrir á- sökunum gegn embættinu RÍKISENDURSKOÐUN mun á næstu dögum skila forsætisnefnd Alþingis greinargerð, þar sem farið verður ofan í ýmsar ásakanir, sem fram hafa komið á undanfórnum dögum í kjölfar Landsbankamáls- ins, meðal annars frá Sverri Her- mannssyni, fyrrverandi banka- stjóra. Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, sagði í gær að forsætisnefnd hefði komið saman í gærmorgun eins og venja væri á mánudögum. Þar hefði hann gert grein fyrir því að Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi myndi skila sér greinar- gerð um sín viðhorf til þess, sem á hann hefði verið borið undanfarið. „Eg vona að hún komi einhvern allra næstu daga,“ sagði Ólafur. „Eg hef ekki tímasetningu á því.“ Hann sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um það hvort hún Þyrlulæknar veita frest LÆKNAR þyrlusveitar Land- helgisgæslunnar hafa ákveðið að halda áfj-am störfum fi-am til 19. maí næstkomandi. Lækn- arnir áttu í gær fund með full- ti-úum Sjúki-ahúss Reykjavíkur, Landhelgisgæslunnar, dóms- málaráðuneytis og heilbrigðis- ráðuneytis. Akveðið var að setja á stofn undirbúningshóp sem skoðar málefni lækna í þyrlu- sveitinni í víðara samhengi. I fréttatilkynningu frá lækn- unum segir m.a.: „Þyi'lulæknar ásamt starfsmönnum Land- helgisgæslu hafa lagt metnað sinn í þessa starfsemi og vonast nú til að ráðamenn þjóðarinnar geri það einnig.. yrði birt en bætti við: „Ég get ekki séð í fljótu bragði að þar verði nein leyndarmál á ferðinni." Segir ýmislegi hafa skýrst Ólafur sagði á fóstudag að hann hefði áhyggjur af því þegar hæfi starfsmanna ríkisendurskoðunar væri dregið í efa, en Sverrir Her- mannsson, fyrrverandi bankastjóri, fann að því í grein í Morgunblaðinu að Lárus Ögmundsson, lögfræðing- ur hjá Ríkisendui'skoðun, hefði unnið að greinargerð embættisins um laxveiðiferðir og risnu á vegum Landsbankans vegna þess að hann væi'i kvæntur systur Jóhönnu Sig- urðardóttur alþingismanns, sem lagt hefði fram uppi'unalegu fyrir- spurnina á þingi um laxveiðiferðir stjórnenda Búnaðarbanka, Lands- banka og Seðlabanka. Ólafur sagði í HELGI S. Guðmundsson, foi-mað- ur bankaráðs Landsbanka Islands, hefur ákveðið að segja starfi sölu- stjóra hjá Vátryggingafélagi Is- lands lausu frá og með næstu mán- aðamótum. Helgi sagði í gær að hann hefði tekið þessa ákvörðun eftir að hafa hugsað málið í nokkurn tíma. „Starf mitt hjá Landsbankanum er mikið viðameira en ég reiknaði með og það er mjög erfitt að sinna því með öðru stai'ii," sagði hann. „Ég hef vei'ið að hugsa þetta frá áramótum og niðurstaðan var sú að gær að hann hefði rætt við Sigurð Þórðarson um helgina og ýmislegt hefði skýrst. „Hér á ég við þætti, sem gátu valdið tortryggni, eins og til dæmis greiðslur til Sigurðar frá Búnaðar- banka og mægðir ákveðins starfs- manns stofnunarinnar," sagði Ólaf- ur. „Ég hef ekki alvarlegar áhyggj- ur af því.“ Ólafur sagði að þegar hann segði að málið hefði skýrst ætti hann við að nú vissi hann hvemig þessar gi'eiðslur væru til komnar. Greiðslur frá Búnaðarbanka arfur frá fyrri tíma „Þær voi-u einfaldlega arfur frá fyrri tíma og eiga sér ekki lengur stað,“ sagði hann. Að sögn Ólafs var um að ræða greiðslur frá Búnaðarbanka, Landsbanka og Járnblendiverk- ég sagði upp frá og með 1. maí.“ Hann sagði að það hefði orðið samkomulag við stjómendur VÍS um að hann yrði út þennan mánuð eða að minnsta kosti þar til nýr maður yrði ráðinn. Hann kvaðst hafa næg vei'kefni, sem hann hefði fengið og hygðist sinna. Þau verk- efni dygðu rúmt ár og að því loknu myndi skýrast hvað hann tæki sér fyrir hendur. Helgi sagði að þessi vei'kefni tengdust hvoi'ki vátryggingum né Landsbankanum, en segja mætti að þau væra tengd markaðsmálum. smiðjunni til Halldórs Sigurðsson- ar, forvera Sigurðar. Greiðslumar vegna Landsbanka og Járnblendi- verksmiðjunnar hefðu fallið til stofnunarinnar sjálfrar þegar Hall- dór féll frá, en Sigurður, sem þá hefði sinnt Búnaðarbankanum, hefði haldið sínu og fengið þessa peninga greidda allt fram að síð- ustu áramótum. Hér mun hafa ver- ið um að ræða 600 þúsund ki’ónur á ári. Ráðningartími ríkisendurskoð- anda er til sex ára í senn og rennur út 1. júlí. Ólafur sagði að það kæmi til kasta forsætisnefndar að ráða ríkisendui'skoðanda. Þegar hann var spurður hvort Sigurður yrði enduiTáðinn sagði hann að málið hefði ekki verið rætt í nefndinni. Ekki náðist í Sigui'ð Þórðarson ríkisendurskoðanda vegna þessara mála í gær. Að hans sögn tengist ákvörðun hans um að láta af störfum hjá VIS ekki Landsbankamálinu svokall- aða. „Ég hef verið hér í 16 ár og átt mjög góðan tíma,“ sagði hann. „Það er bara komið að því að ég þarf að taka ákvöi'ðun um það hvort ég ætla að vera 17 ár í viðbót í vá- tryggingastarfi eða gei'a eitthvað annað. Eg hef ákveðið fyrst svona stendur á og ég tók að mér þessi verkefni - þegar ég tek að mér verkefni klára ég þau og það ætla ég mér að gei'a - að þetta sé ágætur tímapunktur til að breyta til.“ Helgi S. Guðmundsson segir starfi sínu lausu hjá VIS Hættir vegna anna hjá LI Heimsmet Flugleiða í endingu hreyfla FLUGLEIÐAVÉL er í aðalhlut- verki í heilsíðuauglýsingu Rolls- Royce verksmiðjanna, sem fram- leiða hreyflana á Boeing-757 þotum Flugleiða, í breska flugmálaritinu Flight International. Þar segir að Flugleiðir hafi slegið heimsmet í endingu hreyflanna. I auglýsingunni segir að Rolls- Royce RB2U-535E4 hreyfill hafi nýverið komist á spjöld sögunnar er hann hefði verið óslitið í samtals 31.000 flugstundir neðan á væng Boeing-757 þotu Flugleiða frá því hún var afhent 1991. „Metið hjá Flugleiðum er ekki aðeins mælikvarði á endingu 535E4-hreyfilsins og staðfesting á orðspori hans sem áreiðanlegasta kápustreymishreyfils af stærri gerð, sem er í notkun í dag, heldur er það markverð vísbending um ágæti tæknimanna og flugmanna Flugleiða," segir í auglýsingunni. „Þetta er mikil viðurkenning fyr- ir Flugleiðir og til marks um ágæti hreyflanna svo og það eftii’lits- og viðhaldskerfi sem við höfum komið upp á Keflavíkurvelli. Þá eiga flug- menn Flugleiða ekki hvað síst þátt í þessu,“ sagði Einar Sigurðsson, að- stoðarmaður forstjóra Flugleiða. Önnur umræða um frumvarp um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu Stj órnarandstæðingar segja að um gífurlega eignatilfærslu se að ræða ÖNNUR umræða um frumvai-p Finns Ingólfssonar iðnaðan'áðheri’a um eignarhald og nýtingu á auðlind- um í jörðu hófst á Alþingi í gær og stóð fram eftir kvöldi. Búist er við því að henni verði fram haldið í dag. Stefán Guðmundsson, þingmaður Framsóknarflokks, mælti fyrir nefndaráliti meirihluta iðnaðar- nefndar Alþingis, en Gísli S. Einars- son, þingmaður þingflokks jafnað- aimanna, mælti fyrir áliti minni- hluta nefndarinnar. Meh'ihlutinn leggur til að frumvarpið verði sam- þykkt með nokkrum breytingum, en minnihlutinn hafnar hins vegar fmnivarpinu og telur að samþykkt þess þýði gífurlega eignatilfærslu í hendur fárra á kostnað almanna- hagsmuna. I fi'amsöguræðu Stefáns Guð- mundssonar kom m.a. fram að með frumvai-pinu væri verið að leggja til að skipað yrði í einn lagabálk regl- um um allar auðlindir í jörðu hvort sem um er að ræða í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi. Sagði hann að meginmarkmið þess væri að stuðla að skynsamlegri nýtingu á auðlind- um í jörðu frá þjóðhagslegu sjónai'- miði. „I fi'umvarpinu er fylgt þeii'ri skipan, sem viðurkennd hefur verið í löggjöf og réttarframkvæmd, að eignai-réttur á auðlindum í jörðu eignarlanda og innan netlaga í vötn- um og sjó fylgi landareign. Einnig er íslenska ríkið lýst eigandi auð- linda í þjóðlendum í samræmi við samnefnt frumvarp sem nú iiggur fyrir þinginu." Stefán taldi mikilvægt að það kæmi skýrt fram að meirihluti iðn- aðarnefndar legði áherslu á að með frumvarpinu væri ekki á nokkurn hátt verið að hrófla við eða víkja úr vegi löggjöf og í'eglum á sviði um- hvei'fis-, náttúruvemdai-- og skipu- lagsmála, hvorki 'að því er vai'ðaði rannsóknir eða nýtingu auðlinda. „Frumvai'pinu er þannig ekki ætlað að taka með heildstæðum hætti á umhverfismálum, náttúravernd eða skipulagsmálum sem tengjast rann- sóknum eða nýtingu þessara auð- linda. Um þau atriði gilda ýmis lög á sviði umhverfis- og skipulagsmála og eiga þau einnig við um rannsókn- ir og nýtingu samkvæmt þessu framvarpi. Það er jafnframt álit meirihlutans að framvarpið raski ekki með neinu móti heildarstefnu- mörkun hvað varðar alþjóðaskuld- bindingar um umhverfismál og áætlun ríkisstjómarinnar um sjálf- bæra þróun,“ sagði Stefán m.a. Setja þarf reglur um nýtingu ákveðinna jarðefna Þá sagði Stefán m.a. að það hefði komið fram gagnrýni á að í fram- varpinu væri ekki ákvæði um vernd og nýtingu á sandi, vikri, gi'jóti o.fl. „Meirihlutinn telur að setja þurfi reglur um vernd og nýtingu þessara jarðefna en telur hins vegar ekki ALÞINGI rétt að það verði gert með því að kveða á um að nýtingarleyfi þurfi að koma til. Réttara væri að endur- skoða ákvæði laga um umhverfis- mat og setja lög um frágang og eft- irlit með vinnslusvæðum." Meirihluta iðnaðarnefndar skipa, auk Stefáns, Guðjón Guðmundsson, Árni R. Árnason, Sigríður A. Þórð- ardóttir og Pétur H. Blöndal, þing- menn Sjálfstæðisflokks, og Hjálmar Ámason, þingmaður Framsóknar- flokks. Þau leggja til átta breyting- ar á frumvarpi iðnaðarráðherra, til dæmis þá að bætt verði inn í frum- varpið ákvæði um rannsóknir og nýtingu örvera á jarðhitasvæðum. Gísli S. Einarsson mælti, eins og fyrr segir, fyrir nefndaráliti minni- hluta iðnaðarnefndar, en auk hans skipa Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, og Jó- hanna Sigurðardóttir, þingflokki jafnaðarmanna, minnihlutann. Tillitsleysi við áherslur í unihverfismálum í nefndaráliti minnihluta iðnaðar- nefndar segir m.a. að í frumvarpi iðnaðarráðherra séu nokkur megin- atriði sem ágreiningur sé um við stjórnarandstöðuna. „í fyi'sta lagi er það ákvæði frumvarpsins, sem er aðalatriði þess, að allar auðlindir í og á jörðu í löndum og í einkaeign séu eign landeigenda." I álitinu seg- ir að þessi ákvæði stríði í grundvall- aratriðum gegn frumvörpum þeim sem fyi'ir liggja í þinginu um sama efni frá stjórnarandstöðunni, en í þeim frumvörpum sé lagt til að djúphiti í jörðu, kol, olía, gas, málm- ar og fleiri jarðefni séu þjóðareign. í öðra lagi segir í nefndaráliti minnihlutans að það sem einkenni frumvarp iðnaðarráðherra sé tillits- leysi við áherslur í umhverfismál- um. „Það er greinilega ætlun stjórnarflokkanna að sniðganga um- hverfisstofnanir og umhverfisráðu- neyti,“ segir í álitinu. „Eitt ágrein- ingsefnið varðar útleigu og gjald- töku fyrir afnot einkaaðila af sam- eiginlegum auðlindum þjóðarinnar. Stjórnarfrumvarpið gerir ráð fyrir því að ráðherra fái sjálfdæmi um að leigja hverjum sem er hvað sem er fyrir hvaða fjárhæð sem er. Stjórn- arandstæðingar vilja hins vegar setja skýrar málsmeðferðarreglur um leigu afnotaréttar þar sem m.a. fulls jafnræðis sé gætt og skýrai' reglur um afnotagjald samkvæmt lögum um aukatekjur ríkissjóðs eða lögum um útboð.“ Þá gagnrýnir minnihlutinn fleiri atriði í frumvarpi ráðhema og segir til að mynda að óljóst sé kveðið á um eignarrétt rík- isins á orku háhitasvæða. Gísli S. sagði að minnihlutinn teldi augljóst að frumvarp ráðherra væri vanbúið til afgreiðslu á Alþingi og taldi nauðsynlegt að gerðar yi'ðu á því gagngerar breytingar. Minni- hlutinn legði því til að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar. Verði sú tillaga hins vegar felld munu stjórn- arandstæðingar gi'eiða atkvæði gegn nokkrum greinum frumvarps- ins. í umræðum á eftir lögðu stjórn- arandstæðingar m.a. áherslu á að frumvarpið yrði skoðað betur í sum- ar og lagt fram í breyttri mynd í haust. Ragnar Arnalds, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, sagði m.a. að með frumvarpinu væri verið að færa landeigendum miklu meiri rétt en þeir hefðu í dag og Svavar Gestsson taldi að með frumvarpinu væri verið að færa Iandeigendum verðmæti upp á tugi milljai'ða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.