Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 31 Burtfarar- tónleikar Grétu Þóru BURTFARARTONLEIKAR Grétu Þórisdóttur söngkonu verða haldnir í sal Tónlistar- skóla FÍH að Rauðagerði 27, þriðju- daginn 12. maí kl. 21. Þóra Gréta hefur stund- að söngnám í Tónlistar- skóla FÍH síðan haustið 1992 m.a. undir handleiðslu Tenu Palmer, Jóhönnu Linnet og Sigurðar Flosasonar og er hún fyrsti söngnemandinn sem útskrifast frá jazzdeild skólans. Meðleikarar Þóru Grétu á tónleikunum verða Kjartan Valdemarsson píanó, Bjarni Sveinbjörnsson bassi og Matthías M.D. Hemstock trommur. A efnisskránni verða lög eft- ir Miles Davis, A.C. Jobim, Du- ke Ellington, Steve Coleman, Richie Beirach og fl. Aðgangur er ókeypis. Vortónleikar Tónlistarskóla Garðabæjar SJÖUNDU og áttundu vortón- leikar Tónlistarskóla Garða- bæjar verða miðvikudaginn 13. maí. Fyrri tónleikarnir verða kl. 18.00, krýndir af strengjasveit skólans og öðrum strengjaleik, og þeir síðari og áttundu kl. 20.00 en þá munu m.a. syngja nemendur Margrétar Oðins- dóttur, en nemendur á ýmis hljóðfæri koma þá einnig fram. Níundu og síðustu vortón- leikarnir verða tónleikar for- skóladeilda laugardaginn 16. maí þar sem yngstu nemend- urnir fá tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. í lok mánaðarins verður óperan Brúðkaup Fígarós flutt af nemendum Snæbjargar Snæbjarnardóttur og nokkrum kennurum skólans, en það verður auglýst nánar síðar. Gluggasýning í Sneglu NÚ STENDUR yfir kynning á verkum Emu Guðmarsdóttur í Sneglu, listhúsi, á horni Grett- isgötu og Klapparstígs. I glugganum em nýjar myndir málaðar á silki. Erna lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1985 og hefur haldið margar einkasýn- ingar og tekið þátt í mörgum samsýningum. Listhúsið er opið alla virka daga frá kl. 12-18 og laugar- daga kl. 11-15. Sýningunni lýk- ur 24. maí. Síðasta sýning ALLRA síðasta tækifærið til að sjá Sálir Jónanna ganga aft- ur, nýjasta sköpunarverk Hug- leiks, er í kvöld, þriðjudags- kvöld. Sýnt er í Möguleikhúsinu við Hlemm. Sýningu að ljúka YFIRLITSSÝNINGU á verk- um Huldu Hákon sem nú stendur yfir í Menningannið- stöðinni Gerðubergi í tengslum við Sjónþing Gerðubergs er nú senn að ljúka en sýningin stendur yfir til fóstudagsins 15. maí nk. LISTIR Tæknin dregur ekki úr gildi leikhússins Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason FRÁ ÁRSÞINGI Bandalags íslenskra leikfólaga í Stykkishólmi. Stykkishólmur. Morgunblaðið. TÆKNIBYLTING þessarar aldar, kvikmynd, sjónvarp, tölvur, videó og allt annað sem fólk hefur til af- þreyingar í dag, er ekki líkleg til að draga úr gildi leikhússins og kem- ur aldrei í staðinn fyrir bein tengsl á milli leikarans á sviði og áhorf- andans í salnum. Þetta var meginniðurstaða fjög- urra daga málþings á 47. þingi Bandalags íslenskra leikfélaga, sem haldið var í Stykkishólmi um mánaðamótin. Þingið sóttu um 100 manns. A málþinginu leituðu menn svara við spumingunni: „Hvar stöndum við í leiklist um aldamót?" Framsögu höfðu Sigrún Valbergs- dóttir, Hávar Sigurjónsson og Ein- ar Rafn Haraldsson. Á þinginu voru sýndir 7 einþátt- ungar frá 6 félögum. Hér er um nýjan lið að ræða í þingstörfum. Að loknum sýningum vom einþáttung- amir gagnrýndir, leikritin og flutn- ingur leikara. I skýi'slu stjórnar kom fram að mikil gróska er hjá áhugaleikfélög- um um allt land. Aðildarfélög Bandalagsins era 71 talsins. Eftir því sem næst verður komist vora á síðasta leikári starfandi 38 leikfé- lög sem settu upp rúmlega 52 leik- verk, þar af vora 33 íslensk verk og 19 erlend. Miklar umræður urðu um drög sem lágu fyrir á þinginu að samningi á milli Bandalagsins og félags leikstjóra á íslandi. Hann var ekki samþykktur, en vísað aft- ur til stjórnar til nánari skoðunar. Á þinginu tilkynnti fulltrúi Þjóð- leikhússins um val á athyglisverð- ustu áhugaleiksýningunni á leikár- inu. Þar lenti í fyrsta sæti Frey- vangsleikhúsið í Eyjafirði með leik- ritið „Velkomin í villta vestrið“ eft- ir Ingibjörgu Hjartardóttur. Að launum er þeim boðið að sýna á stóra sviði Þjóðleikhússins 7. júní nk. Stjóm Bandalags íslenskra leik- félaga skipa: Einar Rafn Haralds- son, Egilsstöðum, Guðrún Halla Jónsdóttir, Selfossi, Jóna Sigur- bjartsdóttir, Kirkjubæjarklaustri, Hörður Sigurðarson, Súðavík og Hulda Hákonardóttir, Reykjavík. Háskóla- fyrirlestur MAYA Honda, prófessor í málvís- indum við Wheelock College í Bandaríkjunum, heldur fyrirlestur á vegum íslenskuskorar Háskóla Islands í samvinnu við Kennarahá- skóla íslands í stofu 101 í Odda, Háskóla íslands, miðvikudaginn 13. maí 1998 kl. 16.15. „Fyrirlesturinn nefnist Langu- age as an Object of Inquire in the Seience Classroom og fjallar um rannsóknir á því hvemig megi þjálfa skólanemendur í vísindaleg- um vinnubrögðum og aðferðum með því að láta þá fást við athugan- ir á mannlegu máli. Wheelock College í Boston er öðrum þræði kennaraháskóli og fyrirlesturinn ætti að vera mjög áhugaverður fyrir alla sem fást við kennslu og menntamál, skipulag kennslu, námskrárgerð og kennslu kennaraefna, auk þeirra sem fást við mál, málfræði og málvísindi," segir í kynningu. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Síðasti fyrirlestur „Laxnessársins"íNorrcena húsinu á morgun £(l. 17:15: o2 . VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR RÆÐIR UM KONUR f SKÁLDSÖGUM HALLDÓRS LAXNESS Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, heldur á morgun, miðvikudag, fyrirlestur um konur í skáldsögum HaHdórs Laxness á vegum Laxnessklúbbsins og Vöku-Helgafells. Erindið hefst klukkan 17:15, er öllum opið og aðgangur ókeypis. Vigdís Finnbogadóttir sagði um Halldór Laxness látinn meðal annars: „Hann skrifaði af meiri skilningi og snilld um konur en skáldbræður hans í heiminum. Allar persónur í skáldverkum Halldórs Kiljans eru minnisverðar en konurnar í skáldsögum sínum gerir hann að drottningum." Vigdís mun í fyrirlestri sínum ræða um þessar drottningar í verkum Nóbelsskáldsins. I VKIRI.KSTUR í NORKÆNA HÚSINU í DAG KL. 17.15 VAKAHELGAFELL Laxnessklúbburinn Umboðsaðildr: Akureyri: Höldur, s: 461 5014 • Ákranes: Bíiyer, r,: 431 1985 * Ísaíjörður: Bílasala Jöels, s: 456 4712 Keílavik: B.G. Bilakringlan, s: 421 1200 • EyUsstaðir; Bíla.og Búvé.lasalan, s: 471 2011 Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður Innifalið í verði bíisins y" 2.01 4 strokka 16 ventla léttmáImsvél / Loftpúðar fyrir ökumann og farþega / Rafdrifnar rúður og speglar / ABS bremsukerfi / Veghæð: 20,5 cm / Fjórhjóladrif / Samlæsingar / Ryðvörn og skráning / Útvarp og kassettutæki / Hjólhaf: 2.62 m / Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m Verð á götuna: 2.285.000,- meðABS Sjálfskipting kostar 80.000,- M HONDA Sími: 520 1100 í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.