Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Skuldir Reykjavíkurborgar (borgarsjóður, stofnanir,
fyrirtæki og hlutafélög) 1990 -1998
(á verðlagi I árslok 1997)
20.000
18.000
16.000
14.000
12.000
k
jc
5 10.000
j
8.000
6.000
4.000
2.000
0
18.200
Skuldir 1990 Skuldir1994 Skuldir 1998
(R-listínn tekur við)
Staðreyndir
um skuldir
borgarinnar
BORGARSTJÓRI
og aðrir frambjóðend-
ur R-listans hafa að
undanfömu, meðal
annars í tveimur sjón-
varpsþáttum, reynt að
telja borgarbúum trú
um að skuldir borgar-
innar hafi aukist
óverulega á þessu
kjörtímabili. Borgar-
stjóri fullyrti að aukna
^ skuldasöfnun mætti
aðallega skrifa á lán-
tökur vegna fram-
kvæmda við Nesja-
vallavirkjun. Þessar
fullyrðingar eru fjarri
öllu sanni og allur sá
blekkingarleikur sem borgarstjóri
ástundar til að sýna ranga mynd
af skuldasöfnun borgarinnar hefur
vakið mikla athygli.
Árið 1990 voru skuldir borgar-
Skuldaaukning
borgarinnar á þessu
kjörtímabili, segir
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, nemur
5,5 milljörðum króna
að raungildi._____________
innar 6,9 milljarðar króna. f júní
1994 þegar R-listinn náði meiri-
hluta í borgarstjórn fékk hann
löggilta endurskoðendur til að
gera úttekt á fjármál-
um borgarinnar. Nið-
urstaða þeirra var sú
að skuldir borgarinnar
yrðu í árslok 1994 12,7
milljarðar króna.
Þessar tölur hafa verið
færðar til sambæri-
legs verðlags m.v. árs-
lok 1997. I lok ársins
1998 verða skuldir
borgarinnar 18,2 millj-
arðar króna. Lántökur
vegna framkvæmda
við Nesjavallavirkjun
eru ekki taldar með.
Þrátt fyrir það aukast
skuldir borgarinnar á
þessu kjörtímabili um
5,5 milljarða króna að raungildi.
Þessi mikla skuldasöfnun borg-
arinnar síðustu fjögur árin á sér
stað á sama tíma og auknar álög-
ur sem R-listinn lagði á íbúa og
fyrirtæki í borginni þegar hann
tók við, færa borgarsjóði á kjör-
tímabilinu 4,6 milljarða króna.
Auk þess hafa útsvarstekjur
hækkað verulega á tveimur síð-
ustu árum í kjölfar aukins hag-
vaxtar.
Kosningaloforð R-listans um að
greiða niður skuldir hefur því ver-
ið efnt með því að auka skuldir
borgarinnar um u.þ.b. 5,5 millj-
arða króna á kjörtímabilinu þrátt
fyrir nýjar og auknar álögur á
borgarbúa. Þetta er lýsandi dæmi
um orð og efndir R-listans.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson
KOSNINGAR ‘98
Þjónusta við íbúa í
Lindahverfi í Kópavogi
ÞEGAR fólk flytur í
hverfi, sem er í upp-
byggingu fer það fljót-
lega að velta íyrir sér
ýmsum spumingum
varðandi þjónustu.
Hvemig þróast sam-
göngumál hverfisins,
hvenær verða leikskól-
inn og grunnskóli
hveifisins teknir í notk-
un o.s.frv.?
I Lindahveifi í Kópa-
vogi hefur orðið mjög
hröð uppbygging
þannig að sumir íbúar
hveifisins hafa haft
áhyggjur af því að öll
þjónusta verði ekki
komin innan fárra ára.
Halla
Halldórsdóttir
Strætisvagnasam-
göngur
Töluvert hefur verið
kvartað yfir strætis-
vagnasamgöngum við
norðurhluta Linda-
hverfis. Fólksfjölgun
þar hefur orðið örari
en AV (Almennings-
vagnar) höfðu gert ráð
fyrir. En nú hefur ver-
ið ákveðið að
strax næsta haust
verði bætt við vagni í
Lindahverfi.
Verslun
og þjónusta
Skólar og leikskólar
Lokið hefur verið við byggingu
nýs leikskóla við Funalind og verð-
ur hann vígður 11. maí. Arið 2001 er
gert ráð fyrir að tekinn verði í notk-
un nýr leikskóli rétt vestan við
Lindaskóla. Fyrsti áfangi Linda-
skóla verður teldnn í notkun í haust.
Aætlað er að árlega þurfi að bæta
við nýrri álmu, þangað til skólinn
verður fullkláraður árið 2001. Bæj-
arráð Kópavogs ákvað nýlega að
láta útbúa íþróttaaðstöðu í Linda-
skóla í tengslum við sal skólans.
Nú þegar er komin ein 11-11
matvöruverslun við Funalind og
ekki er langt í að matvöruverslun
komi í norðurhluta hverfisins
(Lindir 2). Síðan er ekki langt að
fara yfir að Smáratorgi þar sem
em Rúmfatalagerinn, Elko og
ýmsar smávömverslanir. Fljót-
lega verður opnuð stór matvöru-
verslun þar. Eftir 2 ár er gert ráð
fyrir að Smáralind verði opnuð
þar sem verður stærsti verslunar-
kjarni sinnar tegundar á Islandi.
Næsta haust verður opnuð ný
heilsugæslustöð rétt vestan við
Smáralind.
Lokafrágangur nýju hverfanna
Núverandi men-ihluti Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks hefur
lagt mildnn metnað í að ljúka sem
fyrst frágangi í nýju hverfúnum, þ.e.
malbika götur og stíga og ganga frá
grænum svæðum. Atakið í endur-
gerð gömlu gatnanna hefúr tekið tii
sín vel á annan milljarð króna, og
Mikil uppsveifla hefur
verið í Kópavogi síð-
ustu ár. Halla Hall-
dórsdóttir vonar að
kjósendur séu ánægðir
með verk núverandi
meirihluta.
hefúr það eðlilega seinkað frágangi í
nýju hverfunum. Nú fer brátt að sjá
fyrir endann á því átaki og þá er
hægt að hefja átak í að ljúka frá-
gangi í nýju hverfunum. Vona ég að
Kópavogsbúar sýni að þeir séu
ánægðir með verk núverandi meiri-
hluta og setji X við D í komandi
sveitarstjómarkosningum 23. maí.
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
Kópavogs og skipar 3. sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins iKópavogi.
„MENNTUN er ekki
það sem við lærum held-
ur það sem er eftir þeg-
ar við höfum gleymt því
sem við höfum lært“
(gömul speki).
Nú er menntun barna
okkar á ábyrgð sveitar-
félaganna og getur því
hvert sveitarfélag mótað
sína skólastefnu. Það er
því alveg ljóst að skóla-
mál og skólastefna
hvers sveitarfélags kem-
ur til með að hafa heil-
mikið að segja um hvar
fólk vill búa og ala upp
sín böm.
Þrátt fyrir að í Mos-
fellsbæ séu starfandi
þrír góðir leikskólar, hver með sína
uppeldisstefnu, er ástand leikskóla-
mála slæmt. Fjöldi barna er á
biðlista eftir leikskólavist og ekki
fyrirsjáanlegar neinar úrbætur þar
á. Einnig hefur verið erfitt að halda í
þá leikskólakennara sem hafa komið
til starfa við leikskólana vegna lé-
legra launa. Við getum öll verið sam-
mála um að skortur á
menntuðu starfsfólki
hefur hamlandi áhrif á
innra starf leikskólanna.
Þegar börnin okkar
koma úr leikskólanum í
grunnskólann verður
mikil breyting á öllum
aðbúnaði þeirra og um-
hverfi. Nú er það aðeins
einn kennari sem hefur
umsjón með 20 - 30
nemendum. Það má því
ekkert út af bera ef allir
eiga að fá kennslu við
hæfi. Því er mikilvægt
að okkur takist að halda
góðum kennuram við
skólana og að þeir flýi
ekki kennarastarfið
vegna óánægju með kjör sín.
Ef við ætlum að búa vel að mennt-
un barna okkar þurfum við að móta
heildarskólastefnu fyrir allt skóla-
starf í Mosfellsbæ sem stenst kröfur
þess samfélags sem við búum við í
dag. Það er ekki nóg að leggja
áherslu á að einsetja skólana til þess
eins að fullnægja gildandi lagafyrir-
Skólastefna hvers
sveitaríelag's hefur,
segir Alfa Jóhanns-
dóttir, heilmikið
að segja um það hvar
fólk vill búa og ala
upp börn sín.
mælum, heldur verður skólastefna
okkar að vera framsækin og áræðin
og taka til allra skólastiga.
Það er mikilvægt að tryggja að öll
börn tveggja ára og eldri eigi kost á
skólavist. Til þess að svo megi verða
þarf að byggja nýjan fjögurra deilda
leikskóla til viðbótar þeim sem fyrir
eru. Ennfremur þarf að bæta kjör
kennara og gera starf leik- og
grannskólakennara í Mosfellsbæ eft-
irsóknarvert. Með því verður auð-
veldara að fá menntað og hæft
starfsfólk til þess að fræða börnin
okkar og byggja upp og framfylgja
metnaðarfullri skólastefnu.
Kæri Mosfellingur. Með þínum
stuðningi vilja frambjóðendur Sjálf-
stæðisflokksins berjast fyrir betra
skólastarfi á næsta kjörtímabili.
Höfundur skipar 7. sæti á D-lista
sjálfstæðisfólks í Mosfellsbæ.
Það vantar skóla-
stefnu í Mosfellsbæ
Alfa Jóhannsdóttir
Vafasamur ferill
tveggja frambjóðenda
GETUR verið að
Reykvíkingar geri minni
siðferðiskröfur til kjör-
inna fulltrúa sinna í
borgarstjórn heldur en
gengur og gerist í lýð-
ræðisríkjum? Mér er
spurn vegna þess að
þrátt fyrir að margir viti
til þess að tveir af efstu
mönnum R-listans eigi
i vafasaman feril að baki í
fjármálum, virðist sú
umræða hvergi koma
upp á yfirborðið.
Samt hefur mér ekki
sýnst skorta á áhuga
fjölmiðla og almennings
á því að taka hart á sam-
bærilegum málum, hvort
^pólitík eða viðskiptum og
Unnur
Pótursdóttir
sem er í
ekki síst
þegar þekktir einstak-
lingar eiga í hlut.
Mér er með öllu hulin
ráðgáta hvers vegna
íjölmiðlar hafa hingað til
ekki skýrt almenningi
frá því að þeir Helgi
Hjörvar f 1. sæti R-list-
ans og Hrannar B. Arn-
arsson í 3. sæti eru langt
því frá að hafa þá hæfni
eða það fjármálalega
traust sem ætlast verð-
ur til af borgarfulltrú-
um.
Ég, sem kjósandi í
Reykjavík, gæti sætt
mig við þögnina ef þeir
Helgi og Hrannar hefðu
óviljandi lent í hringiðu fjármála-
vandræða í eitt skipti. Slíkt hefur
komið fyrir marga og það fólk er
ekkert verra fyrir það.
En þegar menn með langan feril
fjármálaóreiðu og gjaldþrota bjóðast
til að ráðstafa fjármunum okkar
skattgreiðenda og virðist ætla að
takast það, þá er mál að láta í sér
heyra.
Ástæðan er ekki minni í því Ijósi
að þessir tveir menn hafa starfað ná-
ið saman að þeim umsvifum sem hér
um ræðh. Þar bera þeir sömu
ábyrgð.
Hér er ekki um dylgjur að ræða,
heldur grjótharðar staðreyndir sem
fram koma í opinberam skjölum.
Þeir Helgi og Hrannar ráku fyrir-
tæki sitt Arnasrson & Hjörvar sf. í
gjaldþrot þannig að kröfuhafar töp-
uðu 50 milljónum króna. Milljóna
króna skattgreiðslur eru enn í van-
*
Eg sem kjósandi í
Reykjavík, segir Unnur
Pétursddttir, gæti sætt
mig við þögnina, ef þeir
Helgi og Hrannar
hefðu óviljandi lent í
hringiðu fiármálavand-
ræða í eitt skipti.
skilum. Þeir önnuðust ritstjórn og
framkvæmdastjóm tímaritsins Þjóð-
lífs ásamt öðrum. Þegar sá rekstur
var kominn í þrot seldi Þjóðlíf
áskriftainnheimtu til harðsvíraðra
rukkara sem svifust einskis til að
hafa fé af fólki - jafnvel þótt það
hefði sagt áskriftinni upp eða greitt
hana skilvíslega.
Frá því Arnarsson & Hjörvar sf.
varð gjaldþrota 1994 hefur Hrannar
verið eigandi og forsvarsmaður
tveggja fyrirtækja sem hafa orðið
gjaldþrota og að auki komið að
rekstri nokkurra annarra þar sem
gert hefur verið árangurslaust fjár-
nám vegna vangoldinna skulda. Síð-
asta gjaldþrotabeiðni á hendur
Hrannari er frá 29. júlí 1996.
Kannanir benda til þess að R-list-
inn fái meirihluta í kosningunum.
Ef þeir Helgi og Hrannar verða
kosnir í borgarstjórn Reykjavíkur
fara þeir sjálfkrafa i borgarráð í
krafti þess að vera efstu menn R-
listans. Borgarráð tekur allar helstu
ákvarðanfr um milljarða króna út-
gjöld borgarinnar. Jafnframt blasir
við að vinstri flokkarnir á Alþingi
stefna að sameiginlegu framboði til
Alþingiskosninga á næsta ári, jafn-
vel undir forystu Ingibjargar Sól-
rúnar. Þá mun hún hætta sem borg-
arstjóri.
Hver tekur þá við? Helgi Hjörv-
ar, efsti maður á R-listanum?
Lágmarkskrafa borgarbúa er að
Helgi Hjörvar og Hrannar B. Arn-
arsson sýni hvort þeir eru trausts-
ins verðir áður en ákvörðun verður
tekin um hæfni þeirra til að ráðstafa
fjármunum Reykjavíkur.
Höfundur er ráðgjafi.