Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.05.1998, Blaðsíða 68
Atvinnutryggingar þær að þínu -^r. fyrirtæki. MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 6691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Skoðun á Boeing 737 með yfír 50 þúsund flugtíma Skipt um raflagnir í ~tveimur Atlanta-þotum TVÆR Boeing 737 þotur Atlanta flugfélagsins, sem verið hafa í frakt- flugi fyrir þýska flugfélagið Luft- hansa, voru stöðvaðar á sunnudag í Köln og í Manchester meðan raf- magnsvírar í eldsneytistönkum þeirra voru athugaðir í framhaldi af fyrirmælum bandarískra flugmála- yfirvalda þar að lútandi. I ljós kom að skipta þurfti um vírana og var gert ráð fyrir að því verkefni lyki í gærkveldi og vélamar myndu aftur hefja flug í nótt. Bandaríska flugmálastjómin -«*FAA) gaf um helgina út fyrirmæli um tafarlausa skoðun á raflögnum við eldsneytisgeyma í vængjum Boeing 737 flugvéla sem flogið hefði verið meira en 50 þúsund flugtíma. Þá voru einnig gefin fyrirmæli um að Boeing 737 vélar sem flogið hefði verið meira en 40 þúsund flugtíma yrði að skoða innan 14 daga. Fyrir- Flugvél Islands- flugs verður skoðuð innan 14 daga mæli FAA, sem gefin em út í fram- haldi af slysi á þotu af umræddri gerð, ná ekki til þeirra fimm B737 flugvéla sem Flugleiðir nota í rekstri sínum en þær hafa að með- altali um 23 þúsund flugtíma að baki. Era fjórar þoturnar af gerð- unum 737-400 og ein fraktvél af gerðinni 737-300. Atlanta hefur þrjár 737 þotur í rekstri og vora tvær þeirra, sem hafa 63.500 og 64.400 flugtíma að baki, skoðaðar en ekki þarf að skoða þá þriðju sem flogið hefur verið í um 27 þúsund tíma. Hafþór Haf- steinsson, flugrekstrarstjóri Atl- anta, sagði að um væri að ræða raf- magnsvíra fyrir eldsneytisdælu í eldsneytisgeymum. Flughæfistil- mælin kvæðu á um það að vírarnir yrðu teknir úr, einangrun þeirra skoðuð og skipt um þá ef einangrun væri orðin eydd að einhverju leyti. Það hefði verið tilfellið og hefði ver- ið unftið að því að skipta um þá í gær. Væri gert ráð fyrir að vélamar færa í loftið aftur í nótt. Innan fjórtán daga íslandsflug rekur eina B737-200 þotu en henni hefur verið flogið inn- an við 50 þúsund tíma og þarf því að skoða hana innan fjórtán daga. Ell- ert Eggertsson, deildarstjóri tækni- deildar, sagði að ekki væri enn Ijóst hvort athugun á vélinni færi fram hér á landi eða í Englandi, en hún myndi fara fram fyrr en seinna. Slitskemmdir/22 Morgunblaðið/Kristinn Erró sýnir 200 verk MYNDLISTARMAÐURINN Erró kom til Islands um helgina og vinnur nú að undirbúningi og uppsetningu þriggja sýninga á verkum sínum; á Listahátíð í Reykjavík og í grunnskólanum í Ólafsvík. 'C-'* Síðdegis í gær var Erró staddur á Kjarvaisstöðum þar sem hann undirritaði 150 sérprentuð eintök af veggspjaldinu sem hann hann- aði fyrir Listahátíð 1998. Mynd- imar verða til sölu í miðasölu há- tíðarinnar. Fæst verkanna á sýningunum þremur hafa komið fyrir sjónir al- ‘íiennings hér á landi áður. I Hafnarhúsinu reiknast Erró til að verk sín verði um 96, í Galleríi Sævars Karls verða 70 vasamynd- ir svokailaðar, andiit tekin upp úr óiíkum teiknimyndaseríum, og í Ólafsvík verða til sýnis 30 verk úr Errósafni Listasafns Reykja- víkur. „Þetta eru allt myndir af kon- um,“ segir Erró um sýningarnar tvær á Listahátíð. Myndimar kom hann margar með frá París, sum- ar eru allt að tveir til þrír metrar að stærð, aðrar minni. „Ég skil einhverjar eftir hér heima fyrir Errósafnið en aðrar flýg ég með út aftur.“ Triila tveggja ís- lendinga sigld niður Morgunblaðið. Kaupmannahöfn. TRILLA með tveimur íslendingum innanborðs var sigld niður undir miðnætti á laugardagskvöld af þýsku flutningaskipi. Mennirnir, sem eru búsettir í Hirtshals, komust báðir um borð í þýska skip- ið og vora síðan sóttir af björgunar- skipi frá Hanstholm, en trillan sökk. Trillan var sautján sjómílur íyrir utan Hanstholm er óhappið varð. Klukkan 23.30 barst neyðarkall frá trillunni og tilkynnt að leki hefði komið að henni vegna árekstrar. Mennirnir voru teknir um borð í þýska flutningaskipið sem sigldi á trilluna. Kallað var á þyrlu strand- gæslunnar og beðið um aðstoð við að dæla sjó úr trillunni, en þegar þyrlan kom á staðinn var þegar kominn of mikill sjór í trilluna til að hægt væri að gera nokkuð. Hún sökk skömmu síðar. Björgunarskip frá Hanstholm kom á staðinn og sótti íslendingana tvo. Að sögn strandgæslunnar var siglt með mennina til Hanstholm og þangað komu þeir undir morgun. Þeir voru eftir atvikum vel á sig komnir. Morgunblaðið/RAX Vætutíð fram yfir helgi SLAGVIÐRIÐ gerði óþægilega vart við sig í gær eftir tilþrifalítið veður síðustu vikurnar og ekki er lítlit fyrir annað en sunnanáttir verði áfram ríkjandi um sunnan- og vestanvert landið næstu daga með tilheyrandi vætutíð. Veðurstofan spáir suðlægum áttum fram yfír helgi, einkum um landið sunnan- og vestanvert en veður verður milt. Hugmynd kjördæma- og kosningalaganefndar Landinu skipt í sex kjördæmi í stað átta ÞÆR hugmyndir sem einkum hafa verið til umræðu í nefnd þeirri sem Davíð Oddsson forsætisráðherra skipaði hinn 8. september sl. til að endurskoða kjördæmaskipan gera ráð fyrir þremur til fjórum lands- byggðarkjördæmum og að höfuð- borgarsvæðinu verði skipt í þrjú kjördæmi. Þingflokkar Alþingis ræddu hugmyndir kjördæma- og kosningalaganefndar á fundum sín- um í gær, en í henni eiga sæti full- trúar allra þingflokka. Formaður nefndarinnar, Friðrik Sophusson alþingismaður, segir að í þeim um- ræðum hafi komið fram að skiptar skoðanir séu um hugmyndir nefnd- arinnar. Engar ákvarðanir liggi fyrir en þó sé ljóst að ekki sé leng- ur spuming um það hvort gera verði breytingar á kjördæmaskip- aninni heldur hvenær. Nefndin hefur haldið 16 bókaða fundi frá því hún var skipuð og hef- ur unnið að þeim meginmarkmið- um að gera kosningakerfið einfalt og auðskiljanlegt öllum almenningi sem og að jafna vægi atkvæða. Þá hefur hún það að markmiði að hafa fjölda þingmanna í hverju kjör- dæmi sem jafnastan, til dæmis á bilinu fimm til tíu, og að áfram verði sem mestur jöfnuður á milli þingflokka á landsvísu til að fjöldi þingmanna hvers flokks sé í sem bestu hlutfalli við kjósendatöluna. Nýtt fyrirkomulag árið 2003? Samkvæmt núverandi kosninga- kerfi era kjördæmin átta en í nefnd- inni hafa verið uppi hugmyndir um að sldpta landinu í sex kjördæmi. Sú hugmynd sem margir virðast geta fellt sig við gerir til dæmis ráð fyrir því að Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra verði eitt kjör- dæmi, Norðurland eystra og Múla- sýslur verði annað, A-Skaftafells- sýsla, Suðurland og Suðumes hið þriðja, Reylqanes án Suðumesja það fjórða og að lokum að Reykjavík verði skipt í tvö kjördæmi. Friðrik segir að starf kjördæma- og kosningalaganefndar haldi áfram í sumar og að gert sé ráð fyrir því að hún skili áliti sínu til forsætisráðherra síðar á þessu ári. Hann segir ennfremur að stefnt sé að því að leggja fram framvarp til laga um breytingar á stjórnar- skránni á næsta þingi og að það verði afgreitt frá Alþingi fyrir al- þingiskosningar á næsta ári. Þannig verði hægt að kjósa sam- kvæmt nýju fyrirkomulagi í alþing- iskosningunum árið 2003. Friðrik ítrekar að síðustu að kjördæmanefnd sé í raun enn á byrjunarreit og að hún hafi skoðað margar hugmyndir. „Það má segja að eini árangur nefndarinnar hing- að til sé sá að öllum alþingismönn- um sé nú ljóst að gera verði breyt- ingar á kjördæmaskipaninni. Ekki er því lengur spurning um hvort slíkar breytingar verði, heldur hvenær," segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.