Morgunblaðið - 13.05.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.05.1998, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Lögreglan getur ekki skýrt hvaö varö af 3,5 kilóum af flkniefhum: ÞÚ verður að doka ögn við með að skutla honum í Umferðarmiðstöðina, Ragnar minn, ég er ekki búinn að finna réttu krummaskuðina til að hola honum niður á. HÓTEI BCKC Pósthússtræti 11 • Reykjavík ^^NUŒBÚÐIN Laugavegi 6 • Reykjavík Nethyi 2 • Reykjavík Geislagötu 7 • Akureyri Hafnargötu 30 • Kefiavík Lagarfelli 2 • Egilsstöðuni Háaleitisbraut 58 • Álfabakka 12 • Grímsbæ v/Bústaéaveg • Reykjavík Þessi fyrirtæki veita öllum sem greiða með VISA kreditkorti rafrænan afslátt ri O Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt FRÍÐINDAKLÚBBURINN www.fridindi.is • www.visa.is Slapp naumlega úr eldsvoða Morgunblaðið. Keflavfk. ELDRI maður slapp naumlega þegar eldur kviknaði á eldavél í húsi hans við Sunnubraut í Kefla- vík á sunnudagskvöldið. Maðurinn mun hafa verið sofandi þegar eld- urinn kviknaði en nágrannar hans urðu varir við eldinn og náðu að kalla til mannsins inn um opinn glugga og vekja hann. Hann komst út úr húsinu af eigin rammleik en að sögn lögreglunnar mátti það varla tæpara standa. Slökkviliðsmenn frá Brunavörn- um Suðurnesja komu fljótlega á vettvang og náðu þeir skjótlega að ráða niðurlögum eldsins. Töluverð- ar skemmdir urðu í eldhúsinu vegna eldsins og í íbúðinni - aðal- lega vegna sóts. ------+++----- Vinnuslys í Straumsvík ALVARLEGT vinnuslys varð í ál- verinu í Straumsvík á laugardags- kvöld þegar maður klemmdist milli stálbita og tjakks, sem pressaði hann upp að bitanum, og slasaðist hann töluvert. Maðurinn er á gjör- gæsludeild. Annað slys varð í Hafnarfírði að- faranótt sunnudags þegar maður datt í stiga á veitingastaðnum A. Hansen og meiddist talsvert á höfði. Á fóstudagskvöld varð telpa á reiðhjóli fyrir bíl á Reykjavíkur- vegi við Hjallabraut í Hafnarfirði. Meiðsl hennar voru ekki alvarleg. Aðfaranótt sunnudags var brot- ist inn í Tónlistarskólann í Hafnar- firði og þaðan stolið um 70 þúsund krónum. Farið var inn um glugga á jarðhæð eftir að hann hafði verið spenntur upp. Síðan var brotist inn á skrifstofti skólans með því að brjóta þar upp hurð og peningamir teknir úr peningakassa. Ekki er vitað hver eða hverjir þama vom að verki. Málþing um matmæli Yfírsýn yfír framleiðslu mat- væla mikilvæg Ragnheiður Héðinsdóttir TRYGGING gæða frá hafl og haga til maga er yfir- skrift málþings um mat- væli sem verður haldið á morgun, 14. maí. Þingið er haldið á veg- um matvælahóps Gæða- stjórnunarfélags Islands í samvinnu við Samtök iðnaðarins, Islenskan landbúnað og Rannsókn- arstofnun fiskiðnaðarins. Ragnheiður Héðins- dóttir er formaður mat- vælahópsins. „Innan Gæðastjórnun- arfélags íslands starfa tíu öflugir faghópar. Þeir hittast reglulega og ræða viðfangsefni tengd gæðastjórnun, heim- sækja fyrirtæki, fjalla um bækur, faggreinar og fleira. Matvælahópur Gæða- stjómunarfélagsins var stofnað- ur í október árið 1997.“ Auk Ragnheiðar sitja í stjórn hópsins Álfhildur Olafsdóttir og Guðrún Olafsdóttir. -Hvert var markmiðið með stofmm þessa hóps? „Markmiðið var að fá allar greinar sem koma að fram- leiðslu matvæla, hvort sem um er að ræða veiðar á fiski, eldi sláturdýra eða úrvinnslu mat- væla almennt, til að vinna sam- an að því markmiði að auka gæði endanlegrar afurðar. Við höfum haldið mánaðar- lega fundi og heimsótt ýmis fyr- irtæki og kynnst því hvað þau eru að gera í gæðamálum. Þá höfum við fengið fyrirlesara á fundi til að segja frá ákveðnum málefnum." - Hvað verður fjallað um á þessu málþingi? „Á þinginu verður búinn til vettvangur fyrir umræðu og fræðslu um mikilvægi gæða- stjórnunar í framleiðsluferli matvæla og nauðsyn þess að fylgst sé með öllum þeim þátt- um í ferlinu sem hafa áhrif á gæði afurðanna með hagsmuni neytandans að leiðarljósi." Ragnheiður segir að kaup- endur vöru geri í auknum mæli kröfur um að fá upplýsingar um uppruna og framleiðsluferli vöru. „Þetta á til dæmis við um erlenda kaupendur sem versla með fiskafurðir. Það skiptir máli að geta gefið upplýsingar um veiðistað og að sýna fram á að afurðin hafi fylgt framleiðslu- ferli þar sem innra eftirlit er virkt." Hún segir að til að tryggja hagsmuni framleiðenda og neytenda sé nauð- synlegt að skrá alla þá þætti sem hafa áhrif á gæði afurðarinnar og að þessar upp- lýsingar fylgi vörunni í gegnum framleiðsluferilinn til kaupenda. „Upplýsingar þurfa að fylgja vörunni t.d. við framleiðslu landbúnaðarafurða svo sem kjötafurða, eggja og grænmetis. Kaupandinn vill vita hvar varan er upprunnin og hvað hún hefur gengið í gegnum áður en hún berst honum í hendur." Hún bendir á að það þurfi að ræða hvaða gæðaþætti er nauð- synlegt að skrá og hvaða upp- lýsingar þurfa að flytjast milli vinnslustiga. „Þetta eru aðalviðfangsefni ►Ragnheiður Héðinsdöttir er fædd á Bólstað í Bárðardal árið 1956. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1976, BS-prófi í matvæla- fræði frá Háskóla íslands árið 1980 og MS-gráðu í sömu grein frá Wisconsin háskóia í Banda- rfkjunum árið 1985. Ragnheiður starfaði sem sér- fræðingur á fæðudeild Rann- sóknardeildar landbúnaðarins frá árinu 1980 til 1982 og frá árinu 1985-93. Hún hefur síðan gegnt starfi matvælafræðings hjá Samtök- um iðnaðarins frá árinu 1993. Ragnheiður hefur gegnt for- mennsku í Matvæla- og næring- arfræðingafélagi Islands og verið formaður fagráðs Rannís um matvælavinnslu og matvæla- rannsóknir. Eiginmaður Ragnheiðar er Halldór Halldórsson stærðfræð- ingur og eiga þau þijá syni. þingsins en þar verður fjallað um gæðakeðjuna við framleiðslu kjöt- og fiskafurða frá fyrstu stigum frumvinnslu og allt til endanlegrar neytendavöru." Ragnheiður segir að fjallað verði um hvernig gæðastjórnun í fyrirtækjum getur dregið úr kostnaði við eftirlit og sérstak- lega verður fjallað um flutning á matvælum. „Lögð er áhersla á að fram- leiðsla matvæla er samfellt og óslitið ferli, strax á fyrsta stigi frumvinnslu til dæmis við val á veiðarfæri eða áburði sem bor- inn er á tún þarf að að hafa í huga að þessi liður vinnslu- ferlisins getur haft áhrif á gæði þeirra matvæla sem neyt- andinn fær á sitt borð. Því betri yfirsýn sem við höf- um yfir heildarferilinn þeim mun meiri líkur eru á að gæði vörunnar skili sér frá einu þrepi til annars og til neytandans í lokin.“ - Hvernig standa íslensk fyr- irtæki sigmeð innra eftirlit? „Flest fyrirtæki eru að vinna af krafti að því að koma upp þessu ferli og nýlega gengu í gildi reglur sem gera kröfur um innra eftirlit. Það má einnig segja að með því að halda þetta málþing séum við að hvetja forsvarsmenn fyr- irtækja til dáða á þessu sviði.“ Kaupandinn vill vita hvaðan varan kemur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.