Morgunblaðið - 13.05.1998, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.05.1998, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrrverandi starfsmaður Kögunar hf. Eftírlaunasj óðurinn aðeins orðaleppur BALDUR Pálsson, starfsmaður Kögunar hf. á árunum 1991-1994, fullyrðir að starfsmenn fyrirtækis- ins hafi ekkert haft með að gera eft- irlaunasjóð starfsmanna sem á um 30% hlut í fyrirtækinu. Hann segir að sjóðurinn sé geymslustaður fyrir hlutafé sem Kögun eigi í sjálfri sér og nafnið bara orðaleppur til að slá ryki í augu þeirra sem kynnu að vilja forvitnast um fjármál fyrirtæk- isins. Samkvæmt upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu er eftirlaunasjóð- ur starfsmanna Kögunar ekki skráður þar og engar upplýsingar um hann að hafa. Sjóðurinn er í vörslu Verðbréfamarkaðar íslands- banka hf., en þar hafa starfsmenn hvorki upplýsingar um stjómar- menn sjóðsins né reglugerð hans. Baldur segir að starfsmenn Kög- unar hafí allir greitt í lífeyrissjóði, verkfræðinga, verslunarmanna o.s.frv., og aldrei hafí verið tiltekið í neinum samningum við starfsmenn að fyrirtækið hefði nokkrar eftir- launaskyldur við þá aðrar en að greiða lögboðinn hlut í lífeyrissjóðs- framlagi. Pottur í umsjón skrifstofu Gunnlaugur M. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Kögunar hf., sagði I bréfí til alþingismanna í þar- síðustu viku að starfsmenn ættu sameiginlega yfir 30% í félaginu. Baldur dregur það í efa en segir hitt rétt að starfsmennirnir, tuttugu talsins og þar á meðal Gunnlaugur og eiginkona hans, Sigríður, hafí á árinu 1993 keypt bréf í Kögun í sameiningu sem sögð voru hafa ver- ið í eigu Félags íslenskra iðnrek- enda. „Aldrei sá ég þessi bréf. Þetta var svonefndur „pottur“ í umsjón skrif- stofu Kögunar, en kaupverðið inn: heimt með frádrætti á launaseðli. I upphafi árs 1994 bauð ég öðrum starfsmönnum fyrirtækisins að kaupa minn hlut í þessum potti og varð það úr að ég fékk fyrir hlutinn eitthvað um 30.000 kr. á genginu fjórir, að því er mig minnir. Ég full- yrði að þetta var eina eignarhaldið sem starfsmenn höfðu þá í Kögun hf. Eigi þeir nú sjóði sem nema 30% af hlutafé Kögunar hafa átt sér stað stórfelld viðskipti. Þetta þýðir, virð- ist mér, að hver starfsmaður eigi nú að meðaltali hlutabréf upp á meira en fimm milljónir króna að mark- aðsvirði," segir Baldur. Staðan breytt eða óbreytt? Hann segir þetta ekki í neinu samræmi við það sem hann hafi kynnst í sinni tíð hjá fyrirtækinu, en þá hafí nokkrir starfsmenn haft mikinn áhuga á að eignast bréf í því. Skilaboð hafí með reglubundnum hætti verið send til Gunnlaugs um það. „Virtist það jafnan koma mönnum á óvart hversu mikið ósamræmi var á milli fagurgala Gunnlaugs á fundum með starfs- mönnum og gerða hans þegar á reyndi. Gunnlaugur segir reyndar í bréfí sínu til þingmanna að ekkert bréfanna sem Kögun keypti af Þró- unarfélaginu hafí skipt um eigendur síðan þá og því má draga þá ályktun að staða þessara mála sé óbreytt, a.m.k. hvað starfsmenn varðar, frá því ég yfii’gaf fyrirtækið,“ segir Baldur. Gunnlaugur rak Baldur Baldur heldur því fram að Gunn- laugur hafi borið ósannindi á borð fyrir starfsmenn Kögunar í því skyni að geta hækkað við sig launin sem framkvæmdastjóri, en þegar hann hætti sem framkvæmdastjóri Þróunarfélagsins var hann í 50% stöðu hjá Kögun. Baldur segist hafa gert grín að þessu í tölvupósti til starfsmanna Kögunar en Gunnlaug- ur hafi ekki kunnað að meta það og hafi sagt sér upp störfum fyrir vik- ið. Baldur segir frá þessu í aðsendri grein í blaðinu í dag. Umhyggja/30 Ratsjárstofnun og bandarísk yfírvöld Arlegir samning- ar um starfsemi Kögunar hf. KÖGUN hf. er hluti af loftvarnar- kerfi íslands og árlega fara fram samningar við bandarísk yfh-völd um starfsemina. Næsta samninga- lota verður í júní og sagði Jón Böðvarsson, forstjóri Ratsjárstofn- unar, í gær að hann ætti ekki von á neinu óvæntu í henni. Jón sagði að árlega semdi Rat- sjárstofnun við Kögun hf. og bandarísk stjórnvöld. Hér væri um að ræða ferli þar sem samið væri í áföngum. „Það er gert formlega tvisvar á ári, annars vegar er haldinn undir- búningsfundur og hins vegar samningafundur," sagði hann. Undirbúningsfundur var haldinn í upphafi þessa árs og samninga- fundurinn verður haldinn í júní. Ratsjárstofnun semur við Bandaríkjamenn um reksturinn á ratsjárstöðvunum og með undir- verktakanum um reksturinn á hug- búnaðarstöðinni. Að sögn Jóns geta þessir samningar verið breyti- legir frá ári til árs. „Þar getur verið um að ræða fleiri verkefni, fjölgun starfsfólks eða breytingu á umfangi starfsem- innar,“ sagði hann. „Þetta er al- mennt séð það sem helst hefur komið upp.“ Jón sagði að umfang starfsem- innar hefði verið til umræðu á fundinum í janúar og upphæðir og það umfang, sem verkkaupinn hefði í huga, yrði rætt í júní. Yfir- leitt liðu sex mánuðir milli fund- anna. Islenska loftvarnarkerfið er samsett af ratsjárstöðvum, sem Ratsjárstofnun rekur. „Hluti af því er stjórnstöð á KeflavíkurflugveOi, sem er að sjálfsögðu að verulegu leyti rekin af Bandaríkjamönnum, en við er- um einnig með starfsemi þar inni eða birgðahald,“ sagði Jón. „Síðan rekum við þessa hugbúnaðarstöð, sem einnig er inni á varnarsvæð- inu á Miðnesheiði. Hún er aðallega mönnuð starfsmönnum Kögunar, sem reyndar eru einnig að hluta til í stjórnstöðinni. Ratsjárstofnun hefur einnig starfsmenn í hugbún- aðarstöðinni. Síðan semur Ratsjár- stofnun við Landssímann um ljós- leiðarakerfið, sem tengir þetta aOt saman. Þegar litið er á loftvarnar- kerfíð í heild semur Ratsjárstofn- un um reksturinn á ratsjárstöðv- unum og ásamt rekstrinum, sem Kögun fer með, en fulltrúar Kög- unar taka einnig þátt í þeim um- ræðum.“ Eftirlaunasjóður Kögunar hf. varð til í Bandaríkjunum Uppsafnaður lífeyrir meðan unnið var vestra ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Menn farnir að skima eftir laxinum MENN eru farnir að svipast um eftir fyrstu löxunum, en það var um þetta leyti í fyrra sem þeir fyrstu sáust, fimm talsins við Gömlubrú í Haffjarðará. Upp úr því sáu menn svo laxa víðar, svo sem í Norðurá, Þverá og Laxá í Kjós. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda og stangveiðimaður, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gærdag að flest ár fengi hann fregnir um þetta leyti af fyrstu löxunum frá grásleppukörlum á norðaustur- horninu, stórum löxum, 15 til 23 punda, en ekki í ár. „Ég hef verið að rukka karlana um fréttir síð- ustu daga, en það er ekki baun að frétta," sagði Arthur. „Það hefur verið nánast undan- tekningarlaust síðustu árin að ég hef fengið fregnir af stórlöxum frá trillukörlunum. Þeir hafa fengið einn og einn og þá hefur alltaf far- ið um mig fiðringur. Að ég hafi ekki fengið neinar fregnir nú er ekki alveg nógu gott,“ bætti Arth- ur við. Búast má við að lax sé farinn að ganga í Hvítá í Borgarfirði eða um það bil. A meðan netaveiðar voru stundaðar í ánni hófst veiði jafnan 20. maí og var undantekningarlítið veiði í fyrstu vitjunum, hvort sem árferði og aðstæður voru hagstæð eða ekki. Eyþór Sigmundsson, einn helsti stangveiðisnillingur landsins, sagði í samtali við blaðið, að á meðan hann hafði Brennuna í SKOLAÐ af vorlaxi í Kjarrá. Laxinn veiddist 1. júní og lúsin var dottin af. Borgarfirði á leigu á áram áður hefðu þeir félagar oft verið þar um miðjan maí til að gera veiðihúsið klárt. „Við renndum þá oft, svona til að fá silung í soðið. En það kom iðulega fyrir að við fengjum falleg- ar 10-14 punda nýgengnar hrygn- ur. Svo era menn að fá laxa frammi í Kjarrá fyrstu daga júní og þeir era fjarri því allir ný- gengnir," sagði Eyþór. TILGANGUR Eftirlaunasjóðs Kögunar hf. er að geyma lífeyris- framlög frá Kögun meðan starfs- menn fyrirtækisins vora við störf í Bandaríkjunum. Voru þessar greiðslur ákveðið hlutfall grann- launa og komu til viðbótar venjuleg- um framlögum í lífeyrissjóð. I árs- lok 1998 á síðan að greiða hverjum og einum þessara starfsmanna upp- safnaða eign hans inn á séreigna- sjóð. Sverrir Berg Steinarsson, fjár- málastjóri Kögunar hf., sagði sjóð- inn hafa verið stofnaðan árið 1990 af stjórn Kögunar. „Fyrirmyndin er sótt til sambærilegra fyrirtækja úti í heimi sem eiga mikið undir sér- hæfðri tækniþekkingu starfsmanna sinna og telja mikilvægt að þeir starfí lengi hjá fyrirtækinu, en staldri ekki stutt við,“ segir Sverrir og segir hann því hafa verið hugsað- an sem eins konar agn fyrir þá 16 starfsmenn sem störfuðu í Banda- ríkjunum til að tryggja að þeir kæmu heim að loknu verkefninu þar. „Verkefnið sem Kögun hf. tók að sér og stóð yfir í fimm ár í Banda- ríkjunum byggðist öðru fremur á sérþekkingu þeirra hugbúnaðar- manna sem ráðnir voru til dvalar ytra og langan tíma tekur að afla. Til að draga úr hættu á brotthvarfi þessara starfsmanna við heimkomu til íslands og þeirri hættu að þeir réðu sig til nýrra starfa á áhuga- verðum stað í Bandaríkjunum, var ákveðið að bjóða þeim sem hvata til að vera áfram hjá fyrirtækinu að lögð væi’i til hliðar, meðan á dvöl- inni í Bandaríkjunum stóð, fjárhæð sem síðan yrði færð yfír á séreigna- lífeyrissjóð þein’a sem enn væru í starfi hjá Kögun í árslok 1998.“ Sverrir segir að 16 starfsmenn hafí tekið þátt í verkefninu ytra og séu 13 þeirra enn í starfi hjá Kögun hf. Alls eru starfsmenn fyrirtækis- ins 42. Þeir starfsmenn sem voru í Bandaríkjunum og hafa hætt störf- um hjá Kögun eða munu hætta fyrir árslok 1998 eiga ekki tilkall til eign- ar sinnar í eftirlaunasjóðnum. Líf- eyrisgreiðslurnar, 5% af gi-unnlaun- um, voru aðeins greiddar meðan á verkefninu vestra stóð. Stjórn Kög- unar gat ákveðið að hafa greiðslurn- ar hærri og fengust ekki upplýsing- ar um hvort svo hefði verið. Sjóður- inn keypti árið 1993 nokkurt magn hlutabréfa í Kögun hf. Sjóðurinn hefur verið ávaxtaður hjá Verð- bréfamarkaði íslandsbanka. Tiltek- ið er í samþykktum sjóðsins að hann megi fjárfesta allt að 80% eignar sinnar í hlutabréfum í Kögun hf. f árslok 1995 var bókfærð eign um 12 milljónir króna en Sverrir kvaðst ekki hafa upplýsingar um eign hans í dag en hún er tæp 30% af hlutafé Kögunar hf. eða hátt í 144 miOjónir króna. Stjórn Eftirlaunasjóðsins er skip- uð þremur mönnum sem stjórn Kögunar tilnefnir. Eru þeir allh' úr hópi stjórnarmanna Kögunar. Ekki fengust upplýsingar um hverjir þeir eru. Endurskoðandi Kögunar ann- ast endurskoðun sjóðsins. í gildi er samkomulag við starfs- menn um að þeir eigi rétt á að leysa til sín umrædd hlutabréf fyrir árs- lok 1998 og á andvirði hlutabréf- anna að renna ásamt öðrum eignurn sjóðsins inn á séreignalífeyrissjóði þeirra starfsmanna sem aðild eiga að sjóðnum. Hann verður síðan leystur upp 31. desember næstkom- andi. Borgarstjóri um meinta fjármálaóreiðu Þarf ekki frekari rann- sókn fyrir mitt leyti „ÉG HEF þegar farið yfir málið og þarf ekki frekari rannsókn fyr- ir mitt leyti,“ sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, borgarstjóri og oddviti R-listans, um þá hugmynd frambjóðenda Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík að fram fai’i hlut- laus rannsókn á meintri fjármála- óreiðu Helga Hjörvars og Hrann- ars B. Arnarssonar. ,Árni Sigfússon sagði í útvarps- fréttum að öll gögn í málinu væru opinber og hægt að nálgast þau,“ sagði Ingibjörg Sólrún einnig. Hún sagði að teldi Sjálfstæðis- flokkurinn það geðfellt að stofna sérstakan rannsóknarrétt yfir frambjóðendum þá sæi hún ekki af hverju ætti að taka einhverja tiltekna einstaklinga út úr hópn- um, „þá, sem einhver níðhöggur á netinu hefur valið sér að skot- spóni. Við skulum þá bara rann- saka stöðu og feril allra þeirra sem eru líklegir til að setjast í borgarstjóm," sagði borgarstjóri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.