Morgunblaðið - 13.05.1998, Síða 17

Morgunblaðið - 13.05.1998, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 17 AKUREYRI Rekstur veitustofnana Akureyrarbæjar gekk vel á síðasta ári Útlit fyrir frekari lækkun á gjaldskrám REKSTUR veitustofnana Akureyr- arbæjar, Hita- og vatnsveitu Akui'- eyrar annars vegar og Raíi'eitu Akureyrar hins vegar, gekk vel á liðnu ári. Gjaldskrár beggja veitn- anna hafa lækkað á undanfómum árum og útlit er fyrir að sú þróun geti haldið áfram. Akureyringar búa við eitt lægsta raforkuverð á landinu og með stórbættri skuldastöðu Hita- og vatnsveitu skapast svigrúm fyrir enn frekari gjaldskrárlækkanir hennar. I ársbyijun 1985 var 71% dýrara fyrir viðskiptavini Hita- og vatnsveitu að kynda en það var nú í ársbyrjun. Þá lækkaði raforkuverð Rafveitu Akureyrar að raungildi um 6% á síðasta ári. Báðar veitumar áttu merkisaf- mæli á síðasta ári þótt ekki séu þær alveg jafn gamlar. Arið 1997 var 5. starfsár Hita- og vatnsveitu eftir sameiningu en Rafveitan fagnaði 75 ára afmæli sínu. Sam- eiginleg stjórn er fyrir veitumar og héldu þær nú í fyrsta sinn sam- eiginlegan ársfund fyrir helgina. Rafveitan stendur traustum fótum Alls námu tekjur Rafveitunnar 454,2 milljónum króna á síðasta ári. Stærsti gjaldaliðurinn var kaup á raforku, en hann nam 296,4 milljónum króna. Onnur gjöld námu 77,7 milljónum króna og af- skriftir námu 68,9 milljónum króna. Niðurstaða íjármagnsliða var jákvæð um 5,1 milljón króna og hagnaður ársins var 16,4 milljónir króna. Rafveitan stendur afar traustum fótum og nam eigið fé hennar í árslok rúmlega einum milljarði. Engar langtímaskuldir hvíla á veitunni. Rekstur Hita- og vatnsveitu gekk vel á síðasta ári. Tekjur námu 620,6 miUjónum króna, sem er heldur meira en ráð var fyrir gert, einkum vegna meiri tekna af tengigjöldum og kaldavatnssölu en reiknað hafði verið með. Rekstrar- gjöld að afskriftum meðtöldum námu 450,8 milljónum króna, út- koma fjármagnsliða var neikvæð um 58,3 milljónir króna, önnur gjöld námu 23,3 milljónum króna og hagnaður ársins nam 88,1 millj- ón króna. Eignir í árslok námu rúmum 3 miUjörðum og skuldir 2,9 milljörðum. Eigið fé var 137,1 milijón króna. Helstu framkvæmdir Rafveit- unnar á Uðnu ári fólust í nýju álagsstýrikerfi, lagningu þriggja 66 kw jarðstrengja frá Rangái-völlum að aðveitustöð 2 við Kollugerði og þá var keyptur nýr spennir í að- veitustöð 1 og unnið að uppsetn- ingu hans. Nokkrar breytingar voru gerðar á dreifikerfi og unnið við endumýjun ljóskera. Á síðustu fjórum árum hafa framkvæmdir numið um 340 milljónum króna á núgildandi verðlagi, eða að meðal- tali um 85 milljónum króna á ári. Lækkun skulda Hita- og vatnsveitu Á vegum Hita- og vatnsveitu var varið 4 milljónum króna til virkjun- ar vatnsUnda. Ný Und var virkjuð á Hesjuvallasvæðinu og virðist sú framkvæmd ætla að skila verulega auknu vatnsmagni. Framkvæmdir við dreifikerfin kostuðu 31 milljón króna, sem er helmingi meira en áætlað var. Á móti þessu vega meiri tekjur af tengigjöldum. Mikið gerðist í skuldamál- um/lánamálum Hita- og vatnsveitu á árinu og allt í þá átt að styrkja stöðu hennar með hagstæðari end- urfjármögnun eldri skulda. Lækk- un skulda á milli áranna 1996 og 1997 nam um 280 milljónum króna. Sá guli gef- ur sig víða LÍFIÐ í sjónum fyrir Norðurlandi hefur verið með allra mesta móti síðustu vikur og eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu, hafa trillukarlar á svæðinu verið að moka upp þorski að undanförnu. Trillukarlarnir sækja misjafnlega langt og hann Aðalgeir Guð- mundsson á Munda EA lét sér nægja að fara með sjóstöngina inn á Pollinn við Akureyri, þar sem sá guli gaf sig. Ekki var þorskurinn þó stór og verður trú- lega að teljast undirmálsfiskur. UREYRI Morgunblaðið/Kristján Morgunblaðið/Kristj án GUÐNY Sverrisdóttir sveitarstjóri Grýtubakkahrepps og Jakob Björnsson bæjarstjóri á Akureyri undirrita samuinginn en þeir Pétur Þór Jónasson sveitarstjóri Eyjafjaröarsveitar og Arni Kr. Bjarnason sveitarstjóri Svalbarðsstandarhrepps munda pennann. Níu sveitarfélög í Eyjafirði í samstarf um öldrunarþjónustu Allir hafi sama aðgang FULLTRÚAR níu sveitarfélaga í Eyjafirði hafa undirritað samning um samstarf um stofnanaþjónustu fyrir aldraða á svæðinu. Sveitarfé- lögin sem um ræðir eru Akureyr- arbær, Grímseyjarhreppur, Arnar- neshreppur, Skriðuhreppur, Öxna- dalshreppur, Glæsibæjarhreppur, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrand- arhreppur og Hálshreppur. Markmið samningsins er að all- ir þeir sem að honum koma hafi samskonar aðgang að þeim öldr- unarstofnunum sem Akureyrar- bær rekur og verður leitast við að veita sambærilega þjónustu á öllu svæðinu, en starfssvæðið er allt heilsugæsluumdæmi Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri að undanskildum Grýtubakkahreppi sem leigir aðgang að hjúkrunar- rýmum samkvæmt sérsamningi. Sameiginlegur aðgangur allra íbúa svæðisins verður að Dvalar- heimilinu Hlíð, Þjónustumiðstöð- inni Vestur-Hlíð, Sambýlinu Bakkahlíð 39 og Dvalarheimilinu Kjarnalundi. Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri Grýtubakkahrepps og Jakob Bjömsson bæjarstjóri á Akureyri undirrituðu einnig sérsamning um aðgang að hjúkrunardeildum. Erilsamt ævikvöld Fram kom við undirritunina að viðræður um slíka samninga hefðu staðið yfir í rúm sjö ár og fógnuðu fulltrúar sveitarfélaganna því mjög að málið væri komið í höfn og sam- starf tekist á þessu sviði. Valgerð- ur Magnúsdóttir sviðsstjóri félags- og heilsugæslusviðs Akureyrar- bæjar sagði að þjónusta við aldraða hefði verið og væri að breytast, verið væri að draga úr stofnana- þjónustu en megináhersla lögð á aukna heimaþjónustu. „Við höfum að gamni okkar snúið svolítið út úr einkunnarorðum happdrættis DAS og segjum gjarnan: Búum öldruð- um erilsamt ævikvöld. Við viljum að eldri borgarar hafi nóg fyrir stafni, reyni bæði á líkama og sál og haldi þannig atgervi sínu leng- ur,“ sagði Valgerður. Kjarasamningur sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og Tryggingastofnunar Ekki greitt fyrir þjónustu á Fjórðungssjúkrahúsinu KJARASAMNINGI sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og Trygg- ingastofnunar ríkisins er nýlokið en samningurinn nær ekki yfir þá þjónustu sérfræðilækna á Ákureyri sem veitt hefur verið á sérfræði- móttökum eða öðrum þjónustu- deildum við Fjórðungssjúkrahúsið á Míureyri án innlagnar. I samþykkt sérfræðilækna við FSA kemur m.a. fram að Trygg- ingastofnun hafi tilkynnt sérfræði- læknum spítalans að greiðslur vegna læknisverka sem unnin eru á FSA verði hætt frá og með 1. júní nk. Því hafi sérfræðingarnir ákveð- ið að leggja niður umrædda sér- fræðiþjónustu á FSA frá sama tíma. Sjúkrahúsin semji við lækna Vignir Sveinsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri FSA, sagði að í nýj- um samningi Tryggingastofnunar og samtaka sérfræðinga væri ekki gert ráð fyrir því að sérfræðingar sem starfa inni á stofnunum geti sent reikninga á Tryggingastofnun vegna sjálfstæðrar sérfræðimót- töku sem þeir stunda innan veggja þeirrar stofnunar sem þeir starfa á. „Heilbrigðisráðuneytið er með þessu að færa greiðsluflæðið fyrir þessa starfsemi úr þeim farvegi að vera frá Tryggingastofnun til sér- fræðinga, yfir í að ráðuneytið geri samninga við spítalana um að þeir taki að sér að sjá um þessa starf- semi. Er þá gert ráð fyrir að gerð- ir verði þjónustusamningar milli ráðuneytisins og þeirra sjúkra- húsa sem þetta vilja gera. Sjúkra- húsin semji svo við sína sérfræð- inga um umfang og útfærslu starf- seminnar." Óþolandi staða Magnús Stefánsson, formaður læknaráðs FSA, sagði að hugmynd- in væri að greiða ákveðna upphæð til sjúkrahússins til að greiða fyrir ákveðin fyrirverk, eins og það er kallað í dag. „Þegar búið er að vinna fyrir þessa upphæð, hvað á þá að gera? Þessi staða sem nú er komin upp er gjörsamlega óþolandi, það er ekki hægt að segja mönnum hvort þeir eigi að vera eða fara, það er ekki hægt að segja sjúklingum hvort hægt er að gefa þeim endur- komutíma og þá hvert og hvenær. Þessi óvissa þýðir meira álag á heilsugæslustöðina, óöryggi fyrir sjúklinga og þetta veikir sjúkrahús- ið.“ Magnús sagði að ef þetta yrði til þess að sérfræðingar færu út af sjúkrahúsinu og færu að vinna við einhverja sérfræðimiðstöð úti í bæ, yrði stutt í að farið yrði í að reisa þar rannsóknarstofur og jafnvel röntgenstofm'. „Þá erum við komin með, í 15-20 þúsund manna samfé- lagi, þrjá heilbrigðiskjarna og alla veika. Þetta er það versta sem get- ur gerst og við þær aðstæður er ekki nokkur leið að ætla að skipu- leggja eða stjórna." Þarf að leysa málið Vignir sagði að óskað hefði verið eftir rýmri tíma til að ganga frá samningi og því ekki annað framundan en að þessar stofnanir semji við ráðuneytin um umfang þessara verka og greiðslur fyrir þau. Spítalamir semji síðan við þá sérfræðinga sem áhuga hafa á að stunda þessi störf innan veggja spít- alans. Magnús sagði ekki nóg að sýna jákvæð viðbrögð og ætla að skoða hlutina. „Það þarf að setjast niður og leysa málið, því það kemur að því að þá menn sem hafa verið að vinna við þessi skilyrði brestur þolin- mæði.“ Fundur með frambjóðendum VEGNA fjölda áskorana ætlar starfsfólk Amtsbókasafnsins og Héraðsskjalasafnsins á Akur- eyri að efna til opins fundar um málefni safnanna. Fulltrúar allra framboðslista í bænum mæta og svara fyrirspumum á lestrarsal Amtsbókasafnsins kl. 20.30 ann- að kvöld, fimmtudagskvöldið 14. maí. Hvetur starfsfólldð áhuga- fólk um menningu og framfarir til að mæta á fundinn. AKSJÓN Miðvikudágur 13. maí 21.00 ^Níubíó - Hudsucker Proxy Ungur maður nær undraskjót- um frama innan stórfyrirtækis, en það er ekki allt sem sýnist og næð- ingssamt á toppnum. Aðalhlutverk: Tim Robbins, JenniferJason Leigh og Paul Newman. 1993. A X o Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Akureyrarsóknar verður haldinn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju eftir guðsþjónustu sunnudaginn 17. maí nk. Fundurinn hefst kl. 12.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Sóknarnefndin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.