Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 13. MAI 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Iðnó opnað með pompi og prakt Vistarver- ur skáld- skaparins LEIKARAR af öllum kynslóðum koma fram í sýningunni, hér eru það Ró- bert Amfinnsson og Herdís Þorvaldsdóttir sem lesa úr verkum Halldórs. Morgunblaðið/Ásdís „ÞETTA er dagskrá úr verkum Halldórs Laxness og efni hennar helgast af tilefninu sem er opnun Iðnós, dymar em opnaðar á ný og fólki boðið til veislu,“ segir Viðar Eggertsson leikstjóri opnunarhátíðarinnar í Iðnó sem flutt verður í kvöld. Á myndinni sést Guðrún Gísladóttir á æfingu. Iðnó verður opnað á ný í dag eftir miklar end- urbætur á húsinu. Boð- ið verður til opnunar- dagskrár kl. 20 í kvöld þar sem flutt verða ljóð og textabrot úr verkum Halldórs Laxness sem tengdist húsinu nánum böndum. Þröstur Helgason ræddi við Viðar Eggertsson um dagskrána sem hann segir að muni leiða fólk inn í ólíkar vistarverur skáldskaparins. IÐNÓ verður opnað á ný í dag með pompi og prakt. Unnið hefur verið að endurbótum á húsinu undanfam- ar vikur en miðað hefur verið að því að færa það í upphaflegt form. I vet- ur var fímm ungum mönnum falið að reka húsið en þeir em Magnús Geir Þórðarson, Karl Pétur Jónsson og Breki Karlsson, sem hafa unnið sam- an í Leikfélagi Islands, en með þeim verða Sæmundur Norðfjörð og Stef- án Hjörleifsson sem verður fram- kvæmdastjóri. Ætlunin er að í hús- inu verði fjölbreytt menningarstarf- semi og gefur opnunarhátíðin sem haldin verður í dag kannski ein- hverja mynd af henni en meginþætt- ir hennar verða bókmenntir, tónlist og leiklist. Unglingurinn í skóginum Viðar Eggertsson leikstýrir dag- skránni sem nefnist Unglingurinn í skóginum og samanstendur af ljóð- um og textabrotum úr verkum Hall- dórs Laxness. Magnús Geir sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri vel við hæfí að hefja starfsem- ina í þessu sögufræga húsi á dagskrá úr verkum Halldórs. „Við ákváðum að setja saman dagskrá sem væri ný en tengdist um leið sögu hússins en mörg af verkum Laxness voru frum- sýnd hér í Iðnó. Þessi sýning verður skemmtilegur samnefnari fyrir þá starfsemi sem hér verður í húsinu. Þetta er leikræn sýning en um leið verður mikil áhersla á tónlist og svo auðvitað bókmenntir og ljóðið sér- staklega. í anddyrinu verða svo til sýnis verk íslenskra listamanna sem eru unnin undir áhrifum af skáld- skap Laxness." Viðar segir að ekki sé um eigin- lega leiksýningu að ræða heldur dag- skrá með leiklestri og tónlist. „Þetta er dagskrá úr verkum Hall- dórs Laxness og efni hennar helgast af tilefninu sem er opnun Iðnós, dymar eru opnaðar á ný og fólki boðið til veislu. Þess vegna byrjar dagskráin á frægum setningum úr Laxnessverkum um hús og form dagskrárinnar fylgir þeim orðum svolítið eftir; fólki er boðið að ganga um ýmsar vistarverur í óeiginlegri merkingu, vistarverur skáldskapar- ins sem eru í þessu húsi, fegurðar- innar, lífsins og lífsbaráttunnar, harmsins, skáldskaparins, ástarinn- ar, svo eitthvað sé nefnt; áhorfendur eru í raun leiddir um hús skáldsins. Við völdum að fara þessa leið út af tilefninu frekar en að tína til þekkt- ustu lögin, þekktustu ljóðin og þekktustu atriðin úr verkum Lax- ness, við reynum að tengja þetta saman á nýjan hátt og kalla fram nýjan samhljóm." Finna ljóðin á bak við iögin Viðar segir að ekki sé farin sú leið að syngja þekktustu ljóð Laxness þótt hljómsveit sé til staðar. „Mörg þessara ljóða eru orðin þekktari sem sönglög en ljóð, við vildum því taka þann pól í hæðina að flytja þessi ljóð án laganna til þess að hverfa aftur til upphafsins, finna Ijóðin á bak við lög- in, láta þau standa nakin og ein aftur og fá kannski nýtt samhengi með textabrotum úr verkum hans.“ í dagskránni verður Ijóðið Ródem- enía Palmata til dæmis flutt í heild sinni, „þetta er mjög abstrakt verk og við flytjum það með okkar lagi, okkar skilningi og okkar aðferð," segir Viðar. Einnig verður flutt lag eftir Halldór Laxness sem hann samdi tólf ára gamall við Ijóð eftir Jakob Jóhannesson Smára. Ekki er vitað til þess að lagið hafi verið flutt áður opinberlega en Viðar segist þó vilja fara varlega í að fullyrða um það. Lagið mun birtast í ýmsum myndum í sýningunni en tónlistina í sýningunni annast Pétur Grétarsson en með honum verður þriggja manna hijómsveit. Þrjár kynslóðir Aðspurður sagði Viðar að Laxness kæmi alltaf á óvart þótt leikhópurinn hefði kannski ekki beinlínis fundið nýja fleti á honum í þessari vinnu. ,Auðvitað kemur það manni alltaf jafn mikið á óvart að slíkur maður skuli hafa gengið á meðal vor. En leikarahópurinn sem kemur fram í þessari sýningu er af öllum kynslóð- um og það er skemmtilegt. Við ákváðum að velja leikara af öllum kynslóðum vegna tilefnisins, vegna þess að við erum að opna Iðnó á ný. Þama er eiginlega öll breiddin í ís- lenskri leikaraflóru en það var mjög erfitt að velja leikara til verksins. Það verða sem sé þrenn pör sem koma fram, þrjár kynslóðir sem leiknar eru af þremur kynslóðum leikara.“ Leikarar í dagskránni eru Róbert Arnfinnsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Amar Jónsson, Guðrún Gísladóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Ingvar Sigurðsson. Gert er ráð fyrir að dag- skráin verði flutt þrisvar sinnum. Margt að gerast í húsinu á næstunni Magnús Geir sagði að starfsemin í Iðnó færi í fullan gang þegar eftir opnunina. Klúbbur Listahátíðarinn- ar í Reykjavík verður til húsa í Iðnó að þessu sinni. Á meðan á hátíðinni stendur verða ýmsar uppákomur í húsinu nánast á hveijum degi. Eftir að hátíðinni lýkur hefst svo regluleg starfsemi í húsinu. Tónleikaröð fer þegar af stað en boðið verður upp á tónleika á hverju þriðjudagskvöldi. Nýtt íslenskt leikrit verður frumflutt í júlí. Tjarnardansleikir verða endur- vaktir en þeir vom miðpunkturinn í reykvísku skemmtanalífi fyrr á öld- inni. Fyrsti dansleikurinn verður 16. júní en þá verður slegið upp lýðveld- isballi í Iðnó. Boðið verður upp á sögustund fyrir böm á sunnudögum í sumar. Kvikmyndaklúbburinn hef- ur starfsemi sína í haust, þrjú leikrit verða frumflutt í ágúst og september og auk þess barnaleikritið Dimmalimm. Sömuleiðis verður farið af stað með hádegisleikhús í haust þar sem sýnd verða stutt íslensk verk á léttu nótunum í hádeginu. Efnt verður til leikritasamkeppni á næstunni og verða þrjú leikrit valin úr henni til sýningar í hádegisleik- húsinu. LEIKENDUR, höfundur, leikstjóri og leikmynda- og búningahönnuðir. Annað fólk í Kaffileikhúsinu Blásið í hljóðpípur fyrri alda TÓNLEIKAR verða haldnir í ísa- fjarðarkirkju í kvöld miðvikudags- kvöld kl. 20.30. Þar kemur fram kvartett sem leikur tónlist frá endurreisnar- og barokktímanum á blokkflautur, krammhom og cornamuse af ýms- um stærðum og gerðum. Kvartettinn skipa þrír nemend- ur í Tónlistarskóla ísafjarðar þær Björg Sveinbjörnsdóttir, Heiða Björk Birkisdóttir og Laufey Björk Sigmundsdóttir, ásamt Lech Szyszko kennara þeima, en hann hefur þjálfað hópinn. Nokkrir aðr- ir kennarar skólans aðstoða þau á tónleikunum og verður m.a. leikið með á lútu, gítar, píanó, sembal og slagverk. Þessir tónleikar eru haldnir sér- staklega í tilefni af 50 ára afmæli skólans á þessu ári. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. í KAFFILEIKHÚSINU standa nú yfir æfingar á nýju íslensku leikriti, Annað fólk eftir Hall- grím H. Helgason. Annað fólk er samið sérstak- lega fyrir húsakynni Kaffi- leikhússins. Leikritið gerist í Reylq'avík nútímans. í kynningu segir m.a. „Ung og atorkusöm stúlka fiyst í gamalt hús við miðbæ Reykja- víur. Hún stendur á kross- götum í lífi sínu en er staðráðin í að standa sig í kröfuhörðum heimi.“ Leikendur eru Marta Nordal, Helga Bachmann og Jón Hjart- arson. Leikstjóri er Vigdís Jak- obsdóttir. Leikmynd og búning- ar eru eftir Þorgerði Sigurðar- dóttur og tónlist eftir Óskar Guðjónsson. Frumsýning verður föstu- dagskvöldið 29. maí kl. 21. Vortónleikar Tónlistarskóla Njarðvíkur TÓNLISTARSKÓLI Njarðvíkur heldur alls ferna tónleika þetta vorið og nú þegar hafa þeir fýrstu verið haldnir. Næstu vortónleikar skólans verða í Ytri-Njarðvíkur- kirkju fimmtudaginn 14. maí kl. 20. Þá koma fram nemendur úr hlljóðfæradeildum í einleik og samleik og nemendur tölvutónlist- ardeildar. Þriðju og fjórðu vortónleikarnir verða svo laugardaginn 16. maí. Þeir fyrri í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 14 og þar koma fram nemend- ur forskóladeildar og úr hljóð- færadeildum með fjölbreytta efn- isskrá. Seinni tónleikarnir laugardag- inn 16. maí verða kl. 16 og þá verða tónleikarnir haldnir í sal Njarðvik- urskóla. Þessir tónleikar era vor- tónleikar Suzukideildar. Nemend- ur úr Suzuki fiðludeildum Tónlist- arskóla Njarðvíkur og Tónlistar- skólans í Keflavík eru á förum í tónleikaferð til Danmerkur 10. júní og á þessum tónleikum verður m.a. flutt efni af tónleikaskrá ferð- arinnar. Til fjáröflunar fyrir Danmerkur- ferðina verða foreldrafélög Suzuki- fiðludeilda skólanna með kaffisölu eftir tónleikanna. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Skólaslit Tónlistarskóla Njarðvíkur verða í Ytri-Njarðvík- urkirkju miðvikudaginn 20. maí kl. 19. Danski gítarleik- arinn Jens Bang Rasmussen í Norræna húsinu DANSKI gítarleikarinn Jens Bang Rasmussen heldur tónleika í Norræna húsinu fimmtudaginn 14. maí kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk eftir Johan Wikmanson, Per Nprgord, G. Ragondi, H. Rung, F. Sor og E. Granados. Jens Bang Rasmussen er fædd- ur 1966 í Kaupmannahöfn. Hann byrjaði að læra á klassískan gítar tíu ára gamall. Aðgangur að tónleikunum er 1.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.