Morgunblaðið - 13.05.1998, Page 27

Morgunblaðið - 13.05.1998, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 2 7 LISTIR BÓKASALA í apríl RöðVar TitUI/HðfundurAÍtgefandi 1 ÍSLENSK ORÐABÓK/ Ritstj. Árni Böðvarsson/Mál og menning 2 SÁLMABÓK ÍSLENSKU KIRKJUNNAR/ Lögin valdi Róbert A. Ottósson/Kirkjuráð 3 HEIMSATLAS/ Ritstj. Björn Porsteinsson og Kristján B. Jónasson/Mál og menning 4 LÍTILL LEIÐARVÍSIR UM LÍFIÐ/ H . Jackson Brown/Forlagið 5 ENSK-ÍSLENSK SKÓLAORÐABÓK/ Jón Skaptason o.fl./Mál og menning 6 ENSK-ÍSLENSK ORÐABÓK MEÐ ALFRÆÐILEGU ÍVAFI/ Sören Sörenson/Mál og menning 7 ENSK-ÍSLENSK / ÍSLENSK-ENSK ORÐABÓK/ Ritstj. Sævar Hilbertsson/Orðabókaútgáfan 8 EINAR BENEDIKTSSON/Guðjón Friðriksson/lðunn 9 SPÁMAÐURINN/ Kahlil Gibran/íslendingasagnaútgáfan 10 ÍSLENSK-ENSK ORÐABÓK/ Sverrir Hólmarsson/lðunn Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝPP SKÁLDVERK 1 SJÁLFSTÆTT FÓLK/ Halldór Kiljan Laxness/Vaka-Helgafell 2 HÍBÝLI VINDANNA/BöðvarGuðmundsson/Mál og menning 3 LESARINN/ Bernhard Schlink/Mál og menning 4 HJARTASTAÐUR/SteinunnSigurðardóttir/Frjálsfjölmiðlun 5 LIFSINS TRE/ Böðvar Guðmundsson/Mál og menning 6-7 ÍSLANDSKLUKKAN/ Halldór Kiljan Laxness/Vaka-Helgafell 6-7 SALKA VALKA/ Halldór Kiljan Laxness/Vaka-Helgafell 8 ENGLAR ALHEIMSINS/ Einar Már Guðmundsson/Mál og menning 9 ÓSKASTJARNAN/ Birgir Sigurðsson/Forlagið 10 HOBBITINN/ J.R.R. Tolkien/Fjölvi ÍSLENSK QG ÞÝDP LJÓÐ 1 SÁLMABÓK ÍSLENSKU KIRKJUNNAR/ Lögin valdi Róbert A. Ottósson/Kirkjuráð 2 SPÁMAÐURINN/ KahlilGibran/islendingasagnaútgáfan 3-4 LJÓÐ TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR/ Kristján Karlsson sá um útgáfuna/Mál og menning 3-4 PASSÍUSÁLMAR HALLGRÍMS PÉTURSSONAR/ Barbara Árnason myndskreytti/Mál og menning 5-6 ISLENSK KVÆÐI/ Frú Vigdís Finnbogadóttir valdi efni/Mál og menning 5-6 KVÆÐASAFN EINARS BENEDIKTSSONAR/ /Mál og menning 7 GULLREGN ÚR LJÓÐUM JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR/ Guðni Jónsson tók saman/Forlagið 8 STÚLKA - LJÓÐ EFTIR ÍSLENSKAR KONUR/ Helga Kress valdi efni/Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands 9 HÁVAMÁL/ /Vaka-Helgafell 10 FAGRA VERÖLD/ Tómas Guðmundsson/Mál og menning ÍSLENSKAR OG ÞÝDPAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 HALASTJARNA/ Þórarinn Eldjárn. Sigrún Eldjárn myndskreytti/Forlagið 2 STAFAKARLARNIR/ Bergljót Arnalds/Skjaldborg 3 ÍSLENSKU DÝRIN/ Halldór Pétursson/Setberg 4 KARÍUS OG BAKTUS/Thorbjrn Egner/Thorvaldsensfélagið 5 FYRSTA ORÐABÓKIN/Angeia Wilkes/lðunn 6 STAFRÓFSKVER/ Sigrún Eldjárn. Þórarinn Eldjárn Ijóðskreytti/Forlagið 7 LITLI PRINSINN/Antoine de Saint-Exupéry/Mál og menning 8 VERÖLD SOFFÍU/Jostein Gaarder/Mál og menning 9-10 HALLÓ DEPILlyWaltDisney/Vaka-Helgafell 9-10 PYSJUNÆTUR/Bruce McMillan/Mál og menning ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR 1 ÍSLENSK ORÐABÓK/ Ritstj . Árni Böðvarsson/Mál og menning 2 HEIMSATLAS/ Ritstj. Björn Þorsteinsson og Kristján B. Jónasson/Mál og menning 3 LÍTILL LEIÐARVÍSIR UM LÍFIÐ/ H . Jackson Brown/Forlagið 4 ENSK-ÍSLENSK SKÓLAORÐABÓK/ Jón Skaptason o.fl./Mál og menning 5 ENSK-ÍSLENSK ORÐABÓK MEÐ ALFRÆÐILEGU ÍVAFI/ Sören Sörenson/Mál og menning 6 ENSK-ÍSLENSK / ÍSLENSK-ENSK ORÐABÓK/ Ritstj. Sævar Hilbertsson/Orðabókaútgáfan 7 EINAR BENEDIKTSSON/Guðjón Friðriksson/lðunn 8 ÍSLENSK-ENSK ORÐABÓK/Sverrir Hólmarsson/lðunn 9 ORÐIÐLJÓST/h . Jackson Brown/Forlagið 10 VEL MÆLT - TILVITNANIR/ Sigurbjörn Einarsson tók saman/Setberg Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Bókval, Akureyri Bóksala stúdenta v/Hringbraut Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum Penninn-Eymundsson, Austurstræti KÁ, Selfossi Eymundsson, Kringlunni Penninn, Hallarmúla Penninn, Kringlunni Penninn, Hafnarfirði Samantekt Fólagsvísindastofnunar á sölu bóka á sölu bóka I apríl 1998 Unniö fyrir Morgunblaöið, Félag islenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær bækur sem seldar hafa venö á mörkuðum ýmiss konar á þessu tfmabili, né kennslubækur. Sýning Roj Fribergs í Listasafninu á Akureyri Hinn dularfulli dimmi tónn snertir fólk Akureyri.Morgunblaðið SÝNING sænska listamannsins Roj Fribergs í Listasafninu á Akureyri hefur vakið verðskuldaða athygli, en aðsóknin hefur verið einkar góð. Sýningin var opnuð í lok apríl og stendur hún til 6. júní næstkomandi. Roj Friberg fæddist í Uddevalla í Svíþjóð árið 1943 og sótti hann menntun sína til Valand Konstskola í Gautaborg, en lista- maðurinn býr á sveitasetri skammt utan við borgina. Hann er þekktur í norrænu listalífi og hef- ur haldið ógrynni sýninga bæði í Svíþjóð og á öðrum Norðurlönd- um. Hann tjáir list sína á fjöl- breyttan hátt með málverkum, grafíktækni, leiksviðsmyndgerð, útilistaverkum og myndskreyting- um. Haraldur Ingi Haraldsson for- stöðumaður Listasafnsins á Akur- eyri sagði að sýningin væri sam- starfsverkefni safnsins, Lista- safnsins í Hjprring í Danmörku, Listaskálans í Færeyjum og Nor- ræna hússins í Reykjavík, en sýn- ingin verður síðar opnuð í þessum söfnum. „Það er okkur geysilega mikilvægt að eiga samstarf við þessi listasöfn, lítið listasafn eins og við erum að reka hefði ekki burði til þess að takast á við svona stórt verkefni, að fá óumdeilda snillinga á sínu sviði til að sýna verk sín,“ sagði Haraldur Ingi. Roj Friberg segir sjálfur um listina að það sé hlutverk hennar að í andsteyminu opinberi hún og varðveiti hið óráðna í tilverunni. „Ef til vill tekst það, hvert nýfætt barn er „carte blanche“.“ Barmafullar af merkingu „Það er öllum sem sjá þessar myndir ljóst að Roj Friberg býr yf- ir meistaralegri tækni til að fást við sama hvort heldur er blýant, lit- hógrafíu eða vaxmálverk," sagði Haraldur Ingi. „Það er líka greini- legt að honum er mikið niðri fyrir, myndirnar eru ekki bara tækniæf- ingar heldur eru þær barmafullar af merkingu og innihaldi. Eg hef tekið eftir því með þessa sýningu hve djúp áhrif hún virðist hafa á fólk. Hingað kemur mismunandi fólk og mér fínnst allir fara héðan út undir sterkum áhrifum, fólk er Síðasti fyrirlestur „Laxnessársins“ í Norræna húsinu í dag f{l. 17:15: VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR RÆÐIR UM KONUR í SKÁLDSÖGUM HALLDÓRS LAXNESS Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, heldur á morgun, miðvikudag, fyrirlestur um konur í skáldsögum Halldórs Laxness á vegum Laxnessklúbbsins og Vöku-Helgafells. Erindið hefst klukkan 17:15, er öllum opið og aðgangur ókeypis. Vigdís Finnbogadóttir sagði um Halldór Laxness látinn meðal annars: „Hann skrifaði af meiri skilningi og snilld um konur en skáldbræður hans í heiminum. Allar persónur í skáldverkum Halldórs Kiljans eru minnisverðar en konurnar í skáldsögum sínum gerir hann að drottningum." Vigdís mun í fyrirlestri sínum ræða um þessar drottningar í verkum Nóbelsskáldsins. «1» VAKAHELGAFELL Laxnessklúbbúrinn ^2 - FYRIRLESTUR I NÖRRÆNA HÚSINU í DAG KL. 17.15 Morgunblaðið/Kristján KENNARI heitir þessi mynd Roj Fribergs sem ásamt fleirum er sýnd í Listasafninu á Akureyri. DÓMSTÓLLINN, innsetning sem m.a. er byggð á Réttarhöldunum eftir Kafka. snortið af hinum dularfulla dimma undirtón myndanna." Lars-Erich Stephansen sem skrifar inngang í sýningarskrá er sama sinnis því hann segir: „List Roj Friberg get- ur virkað áleitin. Það er ekki auðvelt að hrista áhrif myndanna af sér þar sem þau nísta inn í merg og bein með myndræn- um og ljóðrænum frásagnarkrafti sínum.“ Vortónleikar á Suðureyri TÓNLISTARNEMENDUR á Suðureyri halda vortónleika í Bjarnarborg, húsi verkalýðsfé- lagsins við Aðalgötu, fóstudag- inn 15. maí kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.