Morgunblaðið - 13.05.1998, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 29
Hitasótt í
íslenskum
hrossum
VEIKIN hefur nú
verið hér með vissu
síðan í febrúar sl. Enn
hefur ekki tekist að
gi'eina orsakavaldinn,
en talið er víst að um
veiru sé að ræða og
beinast nú rannsóknir
að því að reyna að
rækta hana. Sérstakar
smittilraunir eru
einnig í gangi á Til-
raunastöð HI á Keld-
um, Sú staða að vita
ekki við hvaða veiru og
sjúkdóm við erum að
stríða, hefur gert alla
okkar baráttu og varn-
araðgerðir mjög erf-
iða.
Núverandi staða
Veikin hefur nú breiðst út um
allt Suðurland og vestur um land
út á Snæfellsnes. Þó era á þessu
svæði bæir og sveitir þar sem veik-
innar hefur enn ekki orðið vart. Nú
síðast barst veikin norður í Skaga-
fjörð. Veikinnar þar varð fyrst vart
á tamningastöð þar sem jafnan er
mikil umferð hestamanna víðs veg-
ar að. Því er erfitt er að segja með
vissu með hvaða hætti veikin hefur
borist þangað. Þetta þýðir einnig
að hugsanlegt er að þeir sem komu
á bæinn áður en að vitað var að
veikin væri komin þar hafi borið
smit með sér heim.
Varnaraðgerðir
Um leið og vitað var um veikina
hér á höfuðborgasvæðinu, var grip-
ið til varnaraðgerða. Fljótlega
sýndi sig þó að veikin var
bráðsmitandi og að þessar varúð-
arráðstafanir voru ekki einhlítar til
að hefta útbreiðsluna. Bann við
flutningi hesta milli varnarsvæða
hefur þó orðið til þess að veikin
hefur ekki borist með þeim hætti
svo vitað sé. Gnmur um slíkt var
kærður, en reyndist við rannsókn
ekki á rökum reistur.
Afnám reglugerða
Landbúnaðarráðherra hefur nú
að fengnum tillögum yfirdýralækn-
is, sem m.a. hefur haft samráð við
hagsmunaaðila í greininni, gefið út
reglugerð þar sem felldar eru úr
gildi eldri rg. um þessa hitasótt.
Þar með er hoi-fið frá því að skipta
landinu upp í sýkt og ósýkt svæði.
Helstu forsendur þessara tillagna
eru þessar:
1. Veikin hefur nú borist norður
yfir heiðar á milli varnarsvæða
með óútskýrðum hætti og því ljóst
að kerfí af varnarlínum muni ekki
nægja til að stöðva útbreiðsluna.
2. í ljósi reynslu af veikinni eru
yfirgnæfandi líkur taldar á að
smitefni hafi nú þegar borist víða
um Norðurland og jafnframt að
það muni með tímanum berast um
allt land og verða landlægt hér
eins og það er hugsanlega erlend-
is.
3. Talið er að skipting landsins í
varnarsvæði sé ekki lengur rétt-
lætanleg miðað við þá reynslu sem
við höfum nú um hvers eðlis veikin
er.
4. Afnám varnarsvæða nú er
ekki talið andstætt dýraverndunar-
sjónarmiðum.
Hvað er framundan?
Hér eftir verður áhersla lögð á
að hvetja hrossabændur og aðra
hestaeigendur á þeim svæðum þar
sem veikin hefur ekki komið upp,
að forðast eftir mætti að smit berist
í hestana, en jafnframt að búa
hrossin undir veikina. í
þessu sambandi skal
minnt á skyldu allra
dýraeigenda að taka
ábyrgð á heilsu og vel-
ferð dýra sinna og taka
má sem dæmi að svína-
bændur hafa flestir
sett upp áberandi skilti
um að óviðkomandi að-
gangur sé bannaður og
hafa einnig sett upp
sérstök fordyri á hús
sín með sótthreinsun á
skófatnaði og fata-
skiptaklefa. A sama
hátt er hverjum land-
eiganda og húseiganda
heimilt að gera hverjar
þær ráðstafanir varðandi eignir
sínar, sem hann telur nauðsynlegar
til að ná fram ofangreindum mark-
miðum.
Fyrirbyggjandi aðgerðir
Allir eigendur ósýktra hesta era
hvattir til að auka eftirlit með hest-
um sínum og hafa sem mest sam-
ráð við dýralækna og einnig aðra
hestaeigendur sem hafa gengið í
gegnum veikina, um allt er vai’ðar
þessa veiki og leita eftir ráðlegg-
Allir þeir fjölmörgu
sem að hestamennsku
koma hér á landi eru
nú hvattir til þess, seg-
ir Halldór Runólfsson,
að taka höndum saman
við að vinna sig út úr
þeim erfiðleikum sem
að steðja.
ingum þeirra og aðstoð nú þegar
vegna fyrirbyggjandi aðgerða og
einnig ef hestar þeirra veikjast. Al-
mennar ráðleggingar til hestaeig-
enda eru að sjá til þess að hestar
þeirra fái eins mikið af góðu lyst-
ugu fóðri og vatni og kostur er.
Forðast skal allar snöggar fóður-
breytingar og því ættu þeir sem
bæta þurfa fóðrun að gera viðhlít-
andi ráðstafanir nú þegar. Hugsan-
lega getur þm-ft að gefa ormalyf,
steinefni, vítamín og lýsi.
Enn er ekki komin mikil reynsla
á hvaða áhrif þessi veiki hefur á
hryssur, fyl og folöld, komi veikin
rétt fyrir köstun eða fljótlega þar á
eftir. Köstun hefur víða gengið
áfallalítið, en þó er aðalköstunar-
tíminn framundan og nokkur dæmi
eru um að hryssur hafi tekið veik-
ina mjög alvarlega við þessar að-
stæður. Þær geta orðið klumsa og
ekki náð að framleiða mjólk og
folöld hafa fæðst dauð eða drepist
nokkra eftir fæðingu. Því er mikil-
vægt að fylgjast mjög grannt með
meranum yfir köstunartímann og
kalla til dýralækni í tæka tíð því þá
eru meiri líkur á að meðhöndlun
skili árangri.
Ekkert hefur borið á því enn að
hross sýkist aftur af veikinni. Ný-
fædd folöld virðast ekki veikjast í
þeim stóðum þar sem veikin hefur
gengið yfir og því htur svo út að
þau fái ónæmi með móðurmjólk-
inni, sem ekkert er þó vitað enn
hve lengi varir.
Um útflutning
Eins og kunnugt er þá stöðvaðist
útflutningur hrossa þegar í ljós
kom að um var að ræða áður
óþekktan smitsjúkdóm. Dýralækn-
Halldór
Runólfsson
ar sem skrifa undir útflutnings-
vottorðin treystu sér ekki til að
votta að hestarnir væru lausir við
alla smitsjúkdóma.
Samkvæmt skyldum sínum til-
kynnti yfirdýralæknir það tii er-
lendra yfirvalda að hér væri kom-
inn upp ókunnur sjúkdómur í hest-
um og jafnframt að útflutningur
hefði stöðvast. Þá þegar óskuðu yf-
irvöld í ESB eftir því að útflutning-
ur yrði ekki hafinn aftur, fyi-r en að
höfðu samráði við þau, ella lá í loft-
inu að innflutningsbann yrði sett á
íslenska hesta. Það var nokkuð
sem bæði yfirvöld hér og hestaút-
flytjendur vora sammála um að
forðast bæri af fremsta megni, því
slíkt er mjög seinlegt að afnema,
auk þess að vera mikill álitshnekk-
ir fyrir alla viðkomandi.
Ekki var hægt að kynna dýra-
læknanefnd ESB málið fyrr en í
byrjun maí. Þá fékkst samþykki
nefndarinnar fyrir útflutningi frá
ósýktum svæðum landsins. Því
miður tókst ekki að nýta þennan
möguleika, þar sem ósýkta svæðið
féll skömmu síðar. Ákvörðun
nefndarinnar var þó ákveðin viður-
kenning á því að okkur væri treyst
til að flytja út hesta með öraggum
hætti. Það mun því koma til góða
síðar.
Til þess að læra meira um sjúk-
dóminn, þá hafa að undanförnu
verið í gangi rannsóknir á vegum
embættisins á því hvað hestar beri
lengi smit og eins hve lengi smitið
getur varað í hesthúsum og um-
hverfi. Þó aðeins sé um takmarkað-
an fjölda hesta að ræða í hverju til-
viki, þá virðast fyi-stu niðurstöður
benda til, að séu liðnar a.m.k. þrjár
vikur frá því að hestur varð heill
heilsu, þá smiti hann ekki hross á
nýjum ósýktum stað. Komi ósýktir
hestar í hesthús þar sem veikin
hefur verið, þá veikjast þeir þó að
fimm vikur hafi liðið frá lokum
veikinnar þar.
Lokaorð
Ljóst er að veiki þessi er ekki
mjög alvarleg miðað við marga
aðra sjúkdóma sem við þekkjum.
Þó hefur hún þegar valdið ýmsum
erfiðleikum bæði þar sem hún hef-
ur gengið yfir og eins á öðrum
svæðum landsins vegna stöðvunar
útflutnings.
Allir þeir fjölmörgu sem að
hestamennsku koma hér á landi
era nú hvattir til að taka höndum
saman við að vinna sig út úr þeim
ei’fiðleikum sem að steðja. Emb-
ætti yfirdýralæknis, starfsmenn
þess og aðrir dýralæknar munu
eins og hingað til ekki láta sitt eftir
liggja við að aðstoða hestaeigendur
eftir mætti. Allir verða að læra af
reynslu síðustu mánaða og búa sig
undir að takast á við þá staðreynd
að við gætum á morgun fengið enn
verri sjúkdóm í hestana okkar og
þá verða allir að standa saman við
að afstýra enn meiri tjóni, en það
sem við höfum þekkt nú.
Höfundur er yfirdýralæknir.
www.mbl.is
Jóhönnu-
raunir
ALÞM. Jóhanna Sig-
urðardóttir, Alþingi.
Þar sem þér hafið
gerzt svo fjölþreifin og
spurul um mína hagi að
undanfórnu, má ég til
með að gjalda yður líku
líkt. Þó vara ég yður við
því fyrirfram að mínar
spurningar eru miklum
mun alvarlegri en
brennivíns- og lax-
veiðispurningar yðar.
Snúast þær að sjálf-
sögðu um rótgróna
þekkingu yðar á innvið-
um Alþýðuflokksins,
sem er yðar flokkur,
þótt þér hafið stigið ör-
fá víxlspor með Ágústi VIII. o.fl.
Hér eru þá spurningarnar sem all-
ar snerta mál, sem þér gjörþekkið:
1. Hvers vegna beitið þér yður
ekki fyrir því á Alþingi að orðið verði
við beiðni minni um að bankaleynd
verði svift af Landsbankanum í 30
ár? Mættu vera 50 þessvegna, enda
fyrirtækið gengið fyrir ætternis-
stapann hvort sem er. Auk þess vill
svo skemmtilega til að Alþýðuflokk-
urinn hefir farið með ráðherravöld í
bankamálum í 25 ár af síðustu 50 ár-
um.
2. Hvers vegna eruð þér að tutla
utan í eitthvert lítilræði í rekstri
bankans sáluga í stað þess að menn
fái að líta yfir allt sviðið?
3. Eruð þér ekki áfram um að fá
upplýsingar um starfsemi bankans
þau ái’ sem þér voruð ráðheraa og
báruð ábyrgð á rekstri hans, fyrst
yður láðist það meðan þér sátuð í
stólnum?
4. Kjósið þér ekki að fá ítarlega
skýrslu um helztu atriði í rekstri
bankans í tíð bankamálaráðherrans
Jóns Sigurðssonar, samráðherra yð-
ar, sem sat í þeim stóli uppstyttu-
laust frá því í byrjun júlí 1987 og
fram að bílaskiptum, sem þér hljótið
að muna hvenær urðu, svo gjörhugul
sem þér eruð á merka atburði, sem
almenningur á kröfu að fá upplýsta
að yðai- eigin æriega dómi?
5. Yður má líka vera í mun að líta
yfir yfirstjórn núv. form. Alþýðu-
flokksins á bankamálum í ráðheiTa-
tíð hans og allar þær umbætur, sem
hann hlýtur að hafa framkvæmt fyr-
ir yðar áeggjan m.a., eða hvað?
6. Opinsjón á bankanum myndi
leiða fram á völlinn ki’aðak smá-
krata, sem narraði út fyi’h’gi’eiðslu
sem bankinn tapaði á hundruðum
milljóna króna.
Og nú sem þér eruð búin að segja
yður úr lögum við Alþýðuflokkinn er
yður þá ekki óhætt að spyrja hverjir
eigi í hlut?
7. Olafsfirðingar
hafa upplýst, að bræður
tveir, einkavinir yðar og
lóssar, hafi svikið út úr
bankakerfinu allt að 200
milljónir króna. Annar
þessara bræðra er fyrr-
verandi stórvesír Al-
þýðuflokksins í fjármál-
um á landsvísu. Viljið
þér nú ekki grennslast
íyrir um þetta þegar
þér megið vera að því
að líta upp úr afla-
skýrslum úr Hrútafirði?
Eg minni yður allra
virðingarfyllst á, að þér
sögðuð yður ekki úr Al-
þýðuflokknum vegna spillingarafla,
sem þar kynnu að vera, heldur vegna
þess að þér fenguð ekki að vera for-
ingi þeirra.
8. Alla yðar löngu ráðherratíð
varð yður aldrei úr vegi að beita yð-
ur í neinu er viðkom reksti’i ríkis-
Mínar spurningar
eru miklum mun alvar-
legri en brennivíns- og
laxveiðispurningar
yðar, segir Sverrir
Hermannsson í opnu
bréfi til Jóhönnu
Sigurðardóttur.
bankanna, það hefu- verið kannað
sérstaklega. Hvers vegna ekki, kæra
frú? Var þó bankamálaráðherra og
fleiri ráðherrar á þveitingi í boðs-
ferðum milli veiðiáa lungann úr
sumrum, svo ekki skorti rannsóknar-
efni, sem þér hafið sérstakan áhuga
á, þótt af mörgu stærra sé að taka.
Það kemur nefnilega í ljós að í
upphlaupum yðai’ að undanförnu
hafið þér verið að fást við tittlinga-
skít. Það er þeim mun raunalegra
sem þér hafið lengst af yðar póli-
tísku ævi staðið í klyftir í kratískum
kúadellum án þess að gera minnstu
tilraun til að moka frá yður og hefði
séra Snorri í Húsafelli ort um þessa
atburði alla nýjar „Jóhönnuraunir"
ef hann hefði verið ofar moldu. En
ekki hefir yður sjálfri flöki’að meira
en svo við fenginni lífsreynslu að þér
skunduðuð fúslega til fundar við
Lalla mág í haughúsi ríkisendur-
skoðanda.
Höfundur er fv. banknstjóri.
Sverrir
Hermannsson
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Lífeyrissjóðs Verkfræðingafélags íslands
verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38,
Reykjavík, miðvikudaginn 27. maí 1998 kl. 17.15.
Fundarefni:
1. Skýrsla sjóðsstjórnar
2. Reikningsskil
3. Kosning eins manns í stjórn og
annars til vara
4. Kosning endurskoðenda
5. Lífeyrisuppgjör pr. 31.12. 1997
- skýrsla tryggingafræðings sjóðsins
6. Reglugerðarbreyting
8. Önnur mál
Endurskoðaðir og undirritaðir reikningar sjóðsins ásamt
skýrslu tryggingafræðingsins liggja frammi á skrifstofu
sjóðsins, sjóðfélögum til sýnis viku fyrir aðalfundinn.
Reykjavík 11. maí 1998
Stjórnin