Morgunblaðið - 13.05.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 31
HINN 15. apríl sl.
hafði Urður Gunnars-
dóttir viðtal við Naomi
Rose, þar sem rætt var
m.a. um samtökin The
Humane Society of the
United States (HSUS)
og þeim lýst sem hóg-
værum dýravemdar-
samtökum. Er þetta
rétt? Nei, HSUS verða
seint talin hógvær,
HSUS eru dýravernd-
unarsamtök og sem
slík, einhver þau rót-
tækustu sem fyrirfinn-
ast. Markmið og stefna
samtakanna koma best
fram í orðum forseta
þeirra árið 1994: „Sjálfbær nýting á
villtum dýrum er gjaldþrota hugsun
sem nærist á hrottaskap og dauða.
Það sem heimurinn þarf í upphafi
nýrrar aldar er ekki hugsun dauða
heldur frekar hugsun lífs - sem til-
biður og vemdar aUt
líf.“
HSUS hafa tekið
dýrahópa, svo sem
hvali, og hafið þá tU
skýjanna og reynt að
taka þá út úr dýrarík-
inu, þar sem þeir eiga
þó heima. Eins og fram
kemur í orðum forset-
ans þá er það engin
undantekning að þetta
hefur gerst, heldur má
búast við að hópum
verði smátt og smátt
bætt við þar til öll dýr
hafa verið hafin til skýj-
anna. Þar em fiskistofn-
ar engin undantekning á
og spurning hvort þeir verði næstir
á dagskrá.
Þetta er sagt þrátt fyrir að í RÍÓ-
samningnum frá 1992, sé samþykkt
lögmálið um sjálfbæra nýtingu. Það
að nýta endurnýjanlegar auðlindir í
samræmi við lögmál sjálfbærrar
nýtingar er réttur hverrar þjóðar og
endurspeglast sá réttur í mörgum
alþjóðasamningum s.s. Hafrétt-
arsattmála Sameinuðu Þjóðanna.
I greininni kemur fram að „Rose
segist ekki hafa trú á þvi að hvalveið-
ar og hvalaskoðun eigi nokkra sam-
Ef við ættum að lifa
eftir hugmyndum
HSUS telur Sveinn
Guðmundsson að
við yrðum fljótt að
yfirgefa landið.
leið. „Fjöldi fólks vill ekki skoða hvali
hjá þjóð sem jafnframt drepur þá.“„
Þessi talsmaður HSUS getur haft
sínar efasemdir eða vangaveltur, en
hún lítur ekkert til þeirra dæma sem
við höfum um samspil hvalaveiða og
hvalaskoðunar. Staðreyndir málsins
eru þær að í Noregi er rekin blómleg
hvalaskoðun á sama tíma og verið er
að veiða hval í næsta nágrenni og
ekki er um neina árekstra að ræða
þar á milli. Síðan má til gamans geta
þess að stjórnarformaðm’ stærsta
hvalaskoðunarfélagsins í Noregi er
jafnframt hvalkjötskaupmaður. Efth
að hafa farið í hvalaskoðunarferð er
mjög aigengt að ferðamenn bregði
sér á næsta veitingahús og fá sér
hvalhjötsmáltíð.
Mikil aukning ferðamanna hefur
átt sér stað á Lófóten-svæðinu eftir
að hvalveiðai- hófust á ný, en þó er
yfir helmingur hvalveiðibátanna frá
Lófóten. Þessi aukning hefur orðið
þrátt fyrir baráttu HSUS gegn Nor-
egi og norskum vörum. En í grein-
inni er haft eftir Rose að HSUS hafi
ekki staðið fyrir því að hvetja fólk til
að sniðganga norskar vörur. Þetta er
rangt. HSUS hóf 1992 baráttu gegn
því að fólk keypti norskt. Þetta hafa
þau gert bæði með því að hvetja fé-
lagsmenn sína til að sniðganga
norskar vörur og er almenningur í
heiminum hvattur til að gera slíkt
hið sama. Þetta var gert t.d. með
heilsíðuauglýsingum í New York
Times og Los Angeles Times, bai’-
áttan stendur enn yfir. Útflutningur
Norðmanna á ferskum fiski til Bret-
lands hefur t.d. stóraukist síðustu ár
og svo komið nú að tveir stærstu inn-
flytjendur á þorski og ýsu í Bret-
landi eru Norðmenn og Færeyingar.
Báðai’ þessar þjóðir stunda hvalveið-
ar og báðar eru skotmörk umhverf-
is- og dýravei’ndunarsinna sem
hvetja almenning til að sniðganga I
vörur þeirra. I greininni stendur:
„Rose segir samtökin hins vegar
sýna veiðum hópa innfæddra skiln-
ing...“ Þessu eru Makah-indjánarnir
í Seattle í USA varla sammála. I
1500 ára sögu ættbálksins, hafa veið-
ar á Sandlægju ávallt skipað stóran
sess í fæðuöflun hans. Þeir þurftu að
hætta þessum veiðum fyrir um 70
árum þegar hvíti maðurinn hafði
nær útrýmt stofninum. Nú þegar Al-
þjóðahvalveiðiráðið telur óhætt að
úthluta ættbálknum Sandlægju- j
kvóta, þá berst HSUS með kjafti og
klóm gegn því að Makah-indjánamir
fái að nýta sér þenrnin rétt sinn. Það
gefur augaleið að íslendingar geta
ekM átt samleið með samtökum á
borð við HSUS. Ef við ættum að lifa
eftir þeiira hugmyndum yrðum við
fljótt að yfirgefa landið. HSUS sýnir
lítinn sMlning eða samúð með þeirri
hugsun að hægt sé að lifa á sjálfbær-
an hátt af náttúmnni eða eins og for-
setinn sagði..hugsun lífs - sem til-
biður og vemdar allt líf.“ Islendingar
eiga að lifa eftir og vinna í samræmi
við alþjóðasamþykkth um sjálfbæra
nýtingu. Við verðum að lifa af auð-
lindum okkar á sjálfbæran hátt með
virðingu fyrir og í sátt við náttúmna.
Höfimdur er upplýsingafulltrúi
High North Alliance, Reine i Lofot-
en, Noregi.
Raunveruleg markmið
The Humane Society of
the United States?
Sveinn
Guðmundsson
Sólskríkju-
sjóðurinn
ÁSTÆÐA þess að ég
ræði hér og nú um Sól-
skríkjusjóðinn er sú að
undanfarið hef ég heyrt
meðal fólks ýmsar full-
yrðingar og getgátur
viðvíkjandi þessum
sjóði, sem ekki eiga við
nokkur rök að styðjast.
Þær hafa oftar en einu
sinni komið fram í
þættinum „Þjóðarsál-
inni“ í Ríkisútvarpinu
nýlega. Því miður hef
ég ekki heyrt þessa
umræðu sjálfur. Móðir
mín, Guðrún J. Erlings,
stofnaði þennan sjóð í
minningu föður míns,
Þorsteins skálds Erl-
ingssonar, þegar hún varð sjötug í
janúar árið 1948. Það gerði hún
með dálítilli peningagjöf, sem hún
færði Dýraverndunarfélagi Islands.
Tilganfflir sjóðsins ein-
gönffli að kaupa fugla-
fóður í byrjun vetrar,
segir Erlingur Þor-
steinsson, og senda það
til barnaskólanna.
börnin gæfu sjálf fugl-
unum. Hún taldi það
uppeldisatriði sem
myndi kenna þeim að
hlúa að dýrunum.
Hlutur framleiðenda
Mig minnir að fyrir-
tækið Fóðurblandan
hf. hafi verið fyrst til
að kurla maís hér á
landi og einnig fyrstir
til að bjóða Sólskríkju-
sjóðnum að styrkja
hann með 5% af út-
söluverði fuglafóðurs,
sem fyrirtækið fram-
leiddi og seldi. Þegar
þeir nefndu þetta við
mig, þáði ég það að sjálfsögðu
strax með þökkum.
Þetta var gjöf sem aldrei var
tekin aftur með 5% álagningu á
útsöluverð fóðursins - annars geri
ég ráð fyrir að fáir fslendingar
myndu láta sig muna um svo lítil-
fjörlega álagningu þegar um
dýravernd er að ræða. Af eitt
hundrað króna sekki myndu að-
eins fimm krónur bætast við verð-
ið. Þau fyrirtæki sem sjóðurinn
hefur verslað við síðan hafa öll
veitt honum þennan sama styrk.
Erlingur
Þorsteinsson
Sólskríkjusjóðurinn vill nota
tækifæri til að senda þeim flugfé-
lögum sem hafa flutt fóðrið til
skólanna bestu kveðjur og þakkir.
Á síðari árum hefur Verksmiðj-
an Katla, að því ég best veit, verið
ein um að framleiða maískurl hér
á landi og er ánægjulegt að sjá
hve gæðin hafa aukist, kornin orð-
in hæfilega stór og mjöl orðið lítið
í kurlinu - en það fer forgörðum í
snjó.
Katla sendir kurlið í litlum
plastpokum í flestar verslanir og
á þeim stendur að fóðrið sé selt að
tilhlutan Sólskríkjusjóðs og á það
sennilega að benda til þess að það
sé góð vara og henti smáfuglunum
vel. En Katla er líka með
maískurl í þrjátíu kílóa sekkjum
og er það þá tiltölulega mun ódýr-
ara. Það eru einmitt slíkir sekkir
sem sjóðurinn kaupir og sendir til
skólanna.
Fjöldi skólanna hefur aukist
með árunum og í byrjun síðastlið-
ins vetrar sendi sjóðurinn yfir
níutíu sekki af þessari stærð til
þeirra.
Til þess að kveða niður þann
misskilning og röngu staðhæfing-
ar, sem ég hef heyrt viðvíkjandi
Sólskríkjusjóðnum, eins og til
dæmis að hann kosti viðhald og
hirðingu Þorsteinslundar í Fljóts-
hlíð, vil ég að lokum endurtaka að
tilgangur sjóðsins er aðeins og
eingöngu að kaupa fuglafóður í
byrjun vetrar og senda það til
barnaskólanna, sem láta börnin fá
það til að gefa smáfuglunum.
Höfundur er háls-, nef- og
eyrnalæknir.
Hún var fyrsti formaður sjóðsins
en meðstjórnendur voru Unnur
Skúladóttir og Sólmundur Einars-
son. Guðrún aflaði sjóðnum einkum
tekna með útgáfu jólakorta og minn-
ingarspjalda. Eftir lát hennar árið
1960 tók ég við formennsku sjóðsins
og hélt fjáröfluninni áfram á svipað-
an hátt. í gjafabréfi til Dýravernd-
unarfélagsins tók hún skýrt fram að
markmið sjóðsins væri að kaupa
korn handa smáfuglunum til að gefa
þeim í vetrarhörkum.
Hún setti þau skilyrði að aðeins
mætti nota vexti af höfuðstól sjóðs-
ins til kornkaupanna, en hann ætti
að standa óskertur þar til hann
hefði vaxið svo að af honum væri
skynsamlegt að taka. Þegar korn-
kaup hófust að ráði var maískurl
ódýrasta fóðrið, og var það að ráði
móður minnar að kornpokarnir
voru sendir til barnaskóla úti á
landi í snjóþyngstu héruðin.
Hún lagði mikla áherslu á að
Svar til Sverris Hermannssonar, fyrrverandi bankastjóra eftir Uluga Jökulsson Elsku kallinn! Blessaður öðlingurinn! Höbbðinginn! IUugi Jökulsson
Blað allra landsmanna!
ORÐSENDING
FRÁ LÍFEYRISSJÓÐI
VERKFRÆÐINGAFÉLAGS
ÍSLANDS
TIL SJÓÐFÉLAGA
Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags íslands hefur sent
sjóðfélögum sínum yfírlit yfír móttekin iðgjöld á tíma-
bilinu 1. jJúlí -31. desember 1997.
Hafi einhver ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af
launum hans í Lífeyrissjóð Verkfræðingafélags Islands,
eða ef yfírlitið er ekki í samræmi við frádrátt á launa-
seðlum, þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu
sjóðsins nú þegar og eigi síðar en 30. júní n.k.
\
Verði vanskil á greiðslum iðgjalda til lífeyrissjóðsins
geta dýrmæt réttindi glatast.
GÆTTU RÉTTAR ÞÍNS
I lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars:
Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar
ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota skulu launþegar
innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga
um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu
vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamar-
ka leggja lífeyrssjóði til afrit launaseðla fyrir það tíma-
bil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá
launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur
fyrir réttindum á grundvelli iðgjalda þessara að því
marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum
ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna.
Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags Islands
Engjateigi 9,105 Reykjavík
sími: 568-8504
fax: 568-8834
tölvupóstfang: Ivfi@ isgatt.is
Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur
Vetlvangur fólks í fasteignaleit '*#^S www.mbl.is/fasteignir