Morgunblaðið - 13.05.1998, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 13.05.1998, Qupperneq 39
MÓRGUNBLÁÐÍÐ KOSNINGAR 98 MIÐVl KtJDAGUR 13. 'MAÍ J998 39 i I : ( ( ( i ( i ( i i i i i ( i i i i i i 4 4 4 í i í Breyttar áhersl- ur í Kópavogi KÓPAVOGSLIST- INN er nýtt afl í Kópa- vogi sem býður fram í fyrsta sinn til bæjar- stjórnar nú í vor. Á listanum eru bæði ein- staklingar með tölu- verða reynslu af setu í bæjarstjórn og fólk sem hefur ekki áður starfað á þeim vett- vangi. Hlutfall karla og kvenna er jafnt á list- anum. Ekki tóm steypa Kópavogslistinn vill Sigrún breyta áherslum í Jónsdóttir stjómun sveitarfélagsins, „lífið er ekki tóm steypa“ eins og góður maður sagði nýlega. Þar er vísað til þeirrar áherslu sem lögð hefur verið á verklegar framkvæmdir í Kópavogi á undanfórnum árum, en mannlegi þátturinn hefur orðið út- undan. Því viljum við breyta. Mál- efni eins og skólamál, félagsmál, tómstundastarf unglinga, jafnrétt- ismál, umhverfismál, málefni aldr- aðra og málefni atvinnulausra eru málaflokkar þar sem þörf er á stefnubreytingu. I sumum þessara málaflokka hefur lítið sem ekkert gerst á sl. árum og má þar nefna jafnréttismálin. J afnréttisfulltrúi Kópavogslistinn vill stórefla starf jafnréttisnefndar og ráða jafnréttisfulltrúa til bæjarins til að sinna þessum málaflokki. Þar eru næg verkefni og óhugsandi að jafn stórt sveitarfélag og Kópavogur er láti þennan málaflokk reka á reið- anum. Það var ekki fyrr en nú ný- lega að samþykkt var í bæjarstjórn jafnréttis- áætlun til fjögurra ára og er það vonum seinna. I öðrum bæjar- félögum, s.s. Akureyri og Reykjavík, hefur verið unnið markvisst að þessum málaflokki sl. kjörtímabil. Leikskóli án endur- gjalds Kópavogslistinn hef- ur kynnt framsækna hugmynd í leikskóla- málum, þar sem gjald fyrir fjögurra tíma leikskóladvöl fjögurra og fimm ára barna verði fellt niður frá og með næstu áramótum. Foreldrar þyrftu að greiða fyrir tíma umfram fjórar klukkustundir auk fæðis- peninga. Með þessu verður veru- leg lækkun á kostnaði bamafjöl- skyldna. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og Kópavogslistinn vill leggja megináherslu á að á þessum tíma fari fram markvisst uppeldis- starf og undirbúningur fyrir skóla- vist barnanna. Framtíðarsýnin er að leikskólinn verði gjaldfiTr eins og aðrir skólar. Með þessari hug- mynd viljum við gera leikskólan- um jafn hátt undir höfði og öðrum skólastigum. Foreldrar sem og aðrir bæjarbúar ættu að kynna sér þessa hugmynd til hlítar enda má segja að hér sé um byltingu að ræða í aðbúnaði barnafjölskyldna í bænum. Óskipulagt skipulag Einhvem veginn virðist sem meirihlutanum í Kópavogi hafi tekist æ ofan í æ á undanfórnum áram að „skipuleggja" einhvers konar skipulagsslys í bænum. Reynslusögur íbúa af erfiðum samskiptum við bæinn vegna skipulagsmála em mýmargar og niðurstaðan er oftast sú að fólk hristir hausinn og skilur ekki hvernig svona geti viðgengist. Hér er ekki við embættismenn að sakast heldur þá sem halda um stjórnartaumana. Geðþóttaákvarð- anir og breytingar á skipulagi sem koma seint og um síðir geta oft haft þau áhrif að fólk telur að á rétt sinn hafi verið gengið. Bæta þarf verulega vinnubrögð og Kópavogslistinn vill breyttar áherslur í stjórnun bæjar- félagsins, segir Sigrún Jónsdóttir, með hagsmuni íbúanna í fyrirrúmi. stjórnun í þessum málaflokki og koma í veg íyrir fleiri „skipulags- slys“ í bænum. Kópavogslistinn vill breyttar áherslur í stjórnun bæjarfélagsins með hagsmuni íbúanna í fyrirrúmi. Það þarf framsýni og festu í fjár- málum og auka möguleika íbúanna til að hafa áhrif á ákvarðanatöku á öllum stigum. Höfundur skípar 3. sætí á lista Kópavogslistans. Árangur ræður vali NÚ styttist óðum í að við Reykvíkingar göngum að kjörborði og kjósum okkar borg- arstjórn til næstu fjögurra ára. Nú tröll- ríður fjölmiðlum um- ræða um borgar- og sveitarstjórnarmál og hver flokkur og listi hamast við að koma sínum stefnumálum til kjósenda. Ein er sú hlið sem sjaldan er lit- ið til og lítið hefur ver- ið rædd þegar málefni borgarinnar ber á góma, en það er hlut- verk hennar sem atvinnurekandi. Starfsmenn borgarinnar eru nú u.þ.b. níu þúsund og tilheyra yfir þrjátíu stéttarfélögum. Reykja- víkurborg er því næststærsti at- vinnurekandi landsins. Sérstaða borgarstarfsmanna Starfsmenn borgarinnar em óneitanlega í nokkuð sérstakri að- stöðu þegar kemur að kosningum, því þeir em ekki einungis að kjósa borgarstjórn heldur einnig atvinnurekanda. Langvarandi óánægja þeirra yfir launakjörum hefur ekki farið leynt og endurspeglar þá litlu við- urkenningu sem borgarstarfs- menn hafa fengið fyrir störf sín í gegnum árin. Þar kemur m.a. til mismunur sem er á launum borg- arstarfsmanna og starfsmanna annarra sveitarfélaga. Þessi mis- munur var staðfestur með launa- könnun sem gerð var á vegum St- arfsmannafélags Reykjavíkur- borgar og Reykjavíkurborgar 1990-91. Þáverandi borgarstjórn- armeirihluti sjálfstæð- ismanna lét þá gott heita að málið yrði svæft, þrátt fyrir and- stöðu starfsmanna. í síðustu kjara- samningum (apríl 1997) þessara aðila er að finna bókun um að nú skuli samanburður- inn tekinn upp aftur og skoðaður í ljósi dagsins í dag. Nú þeg- ar þessi orð era skrif- uð sitja hagfræðingar BSRB og borgarinnar sveittir yfir útreikn- ingum og er niður- stöðunnar að vænta von bráðar. Núverandi borgaryfirvöld undir forystu Ingibjargar Sólrúnar hafa viðurkennt rök borgarstarfs- manna og látið í ljós vilja til að leiðrétta kjör þeirra. Á góðri leið Undir stjórn Reykjavíkurlist- ans hafa starfsmannamál borgar- innar tekið mörgum jákvæðum breytingum. Áhersla hefur verið lögð á að hækka laun þeirra lægstlaunuðu, sem hefur ekki síst komið konum til góða, og eins og flestir muna höfðu leikskóla- og grunnskólakennarar erindi sem erfiði i kjarasamningum sínum við borgina síðastliðið haust. Jafn- réttisáætlanir hafa verið gerðar og eru þegar komnar í gagnið í mörgum stofnunum. Auk þess hefur áhersla verið lögð á fræðslu og starfsmenntun starfsmanna, m.a. með grunnnámskeiðum nýrra starfsmanna og endur- menntun stjórnenda. Ný starfs- mannastefna borgarinnar leit dagsins ljós í vetur og ef vel tekst til mun hún veita stjórnendum nauðsynlegt aðhald og vera starfsmönnum stuðningur úti á vinnustöðunum. Eitt skýrasta dæmið um breytta stefnu borgarinnar í mál- efnum starfsmanna er ef til vill að sjá í breytingum á heiti skrifstofu starfsmannahalds sem nú heitir starfsmannaþjónusta og heldur utan um launa-, lífeyris- og fræðslumál starfsmanna. Með breyttum áherslum hefur Reykjavíkurlistinn breytt ímynd borgarinnar úr valdastofnun í Með breyttum áherslum, segir Sólveig Jónasdóttir, hefur Reykjavíkur- listinn breytt ímynd borgarinnar úr valda- stofnun í þjónustu- fyrirtæki. þjónustufyrirtæki. Þessari ímynd verður ekki haldið nema með full- tingi starfsmanna - ánægðra starfsmanna. Tryggjum því áframhaldandi borgarstjórn sem hefur hagsmuni starfsmanna sinna ekki síður en annarra borg- arbúa að leiðarljósi. Tryggjum Reykjavíkurlistann áfram við völd. Höfundur er starfsmaður Starfs- mannafélags Reykjavíkur og er í 20. sæti á Reykjavíkurlistanum. Sólveig Jónasdóttir Krónurnar í launaumslaginu STARFSMENN Sjúkrahúss Reykjavík- ur hafa lengi haldið því fram í samtölum við mig að launamunur á milli karla- og kvenna- stétta væri að aukast á spítalanum. I vinnu- gögnum nefndar á veg- um spítalans sem unnið hefur að jafnréttisáætl- un komu þessar upplýs- ingar nú fram með óyggjandi hætti. Nefndin varð hins veg- ar ekki sammála um að birta þessi gögn í skýrslu sinni, sumir nefndarmenn töldu mikilvægt að gera það, aðrir ekki og báru við tímaskorti. En tölumar hlupu ekki í felur. Krónur eða prósent? Upplýsingarnar segja að þegar borin voru saman mánaðarlaun kvennastétta eins og sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og skrifstofu- fólks við hefðbundnar karlastéttir eins og lækna og tæknimenn, kom í ljós að frá október 1994 til október 1997 hafði launamunur mánaðar- launa í krónum talið aukist, karla- stéttunum í vil. Þessar staðreyndir hafa valdið R-listanum hugarangri, enda allt annað gefið í skyn í ræðum borgar- stjóra. Þó er varnarieikur hans ámátlegur. R-listinn reynir að segja að í „prósentum" talið sé þessi launamunur ekki að aukast. Hvað koma prósentur þessu við? Tökum dæmi: Sjúkraliði sem hafði 70 þúsund krónur í mánaðarlaun árið 1994 hefur 20 þúsund krónum meira árið 1997. Tæknimaður sem hafði 150 þúsund krónur í laun árið 1994 hefur 40 þúsund krónum meira árið 1997. „Prósentu“-leikur- inn sýnir að dregið hafi saman með þessum stéttum. Krónutölurnar sýna hins vegar að tæknimaðurinn hefur aukið launabilið um heilar 20 þúsund krón- ur á mánuði. Hvort tel- ur þú rétt að segja að launamunur hafi minnkað eins og R-list- inn gerir eða að að hann hafi aukist eins og D-listinn gerir? Almenningur veit að ’ hann kaupir sér ekki að borða fyrir prósent- in heldur íyrir krón- urnar. Fleiri dæmi um aukinn launamun Þetta er ekki eina dæmið um aukinn launamun í tíð R-listans sem er konum í óhag. Starfskonur í skólum borgarinnar, sem hafa lægstu launin, eru með verri samn- inga en sambærileg störf gefa í ná- grannasveitarfélögunum. Það má Almenningur veit að hann kaupir sér ekki að borða fyrir prósentin, segir Árni Sigfússon, heldur fyrir krónurnar. vel vera að R-listinn reyni að hrista þessa staðreynd af sér með nýjum prósentuleik. En það er sama hvaða einstaklingar eða starfs- stéttir eiga í hlut, það er kaupmátt- urinn sem er aðalatriðið, hvort krónumar í launaumslaginu eru fleiri eða færri. Þar er útkljáð hvort launamunur á milli svæða, starfsstétta eða einstaklinga hefur aukist eða minnkað. Höfundur er oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Árni Sigfússon Kópavogur - bær sem blómstrar NÚ þegar líður að kosningum er gott fyrir okkur Kópavogsbúa að staldra við og líta yfir farinn veg. Síðustu tvö kjörtímabil hafa verið viðburðarík hér í Kópa- vogi, íbúum fjölgar stöðugt og búseta í bænum er orðin svo eft- irsótt að íbúðarverð í Kópavogi er nú það hæsta á landinu. Undir forystu bæjarstjórans, efsta manns á B-lista, Sigurðar Geirdal, hafa orðið hér undraverðar framfará á stuttum tíma. Ég minni Kópavogsbúa á að fyrir átta árum þegar kommar og kratar stjórnuðu bænum var hér kyrrstaða og klúður í málefnum bæjarins. Gamlar og lélegar götur voru að- hlátursefni landsmanna. Skólalóðir og skólabyggingar voru í afar Undir forystu bæjar- stjórans Sigurðar Geirdal, efsta manns á B-lista, hafa orðið hér undraverðar fram- farir á stuttum tíma, segir Hansína Ásta Björgvinsdóttir. slæmu ástandi. Aðstaða til sund- og íþróttaiðk- ana var bágborin og menningarmál voru í al- gjörri kyrrstöðu eins og sjá má af því að Gerðar- safn hafði staðið hálf- byggt árum saman öll- um til ama. Rekstur bæjarstofnana var I ólestri, rekstrargjöld voru 81,5% af skatttekj- um en þau eru nú innan við 70%. Hér er aðeins fátt eitt talið af því sem aflaga fór 1 Kópavogi ^ meðan Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag stjórnuðu bænum. Nú bjóða þessir sömu flokkar, ásamt nokkrum kvennalistakonum, fram undir merkjum K-listans og því gætu menn glapist á að halda að hér sé á ferðinni nýtt og ferskt stjórnmála- afl. En það er nú öðru nær. Hér eru aðeins á ferðinni nýjar pakkningar um gamlar kyrrstöðuhugmyndir, gömlu klúðursflokkarnir í nýjum umbúðum. Þetta þyrftu Kópavogsbúar að hafa í huga er þeir gera upp hug i - sinn. Vilji þeir áframhaldandi fram- farir og uppbyggingú ættu þeir að setja x við B á kjördag, stuðla að því að B-listinn fái tvo menn kjörna og að Sigurður Geirdal verði áfram bæjarstjóri. Höfundur er kennari og er í 2. sæti á B-lista. Hansína Ásta Björgvinsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.