Morgunblaðið - 13.05.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 13.05.1998, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR '98 Flóttafólk í Kópavogi? SJALFSTÆÐIS- MENN og Framsókn, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs, guma af því að Kópa- vogur sé nú vinsælasti staður á íslandi að búa. Þeir láta í það skína, að fólk flykkist í Kópavog vegna aðdáunar á dr. Gunnari Birgissyni for- manni bæjarráðs og Sigurði Geirdal bæjar- stjóra og stjórnvizku þeirra. Enginn hefur í mín eyru nefnt sem ástæðu iyrir búsetu í bænum aðdáun á þeim félögum dr. Gunnari og Sigurði. Sumir myndu jafnvel telja að nánari kynni af stjómvizku þeirra myndi virka fráhrindandi! Astæðan fyrir því að ég sting niður penna eru þær köldu kveðjur sem formaður bæjarráðs sendir nýjum íbúum Kópavogs í aprílblaði Voga, málgagns sjálfstæðismanna í Kópa- vogi. Þar kemur viðhorf hans til þeirra skýrt í ljós, þegar hann kall- ar þá flóttamenn. Það eru einstaklingar og fyrirtæki sem standa í framkvæmd- unum, segir Loftur Þór Pétursson, en ekki bæj arstj órnarmeiri- hlutinn. í grein dr. Gunnars segir m.a.: „Ein skýring er sá mikli fjöldi ungs og þróttmikils fólks sem er að flýja í bæjarfélagið okkar, sem aflar góðra tekna og bæjarsjóður nýtur góðs af því.“ Hvaðan eru þessir flóttamenn að koma? Frá stríðshrjáðum löndum eða koma þeir vegna pólitískra of- sókna í heimalöndum sínum? Varla eru þeir að flýja í skattaparadís, því það er öðru nær en að hún sé í Kópavogi. Dr. Gunnar spyr sig hvers vegna Loftur Þór Pétursson rekstrarkostnaður sem hlutfall af skatttekjum lækki skv. 4ra ára áætl- un. Það er sennilega vegna þess að útsvar og kostnaðargjöld vegna húsnæðis eru þau hæstu sem gerast og þjónustugjöld svo sem leikskólagjöld einnig þau hæstu sem menn sjá. Doktorinn vill auðvit- að að menn túlki orð sín þannig, að allir sem eru að flytja í Kópavog séu að flýja úr Reykjavík (þannig kemur hann höggi á R-listann í leið- inni). Þvílíkt vindhögg! Ætli hingað flytji ekki fólk úr fleiri sveitarfélög- um en Reykjavík, t.d. Garðabæ þar sem sjálfstæðismenn ráða ríkjum eða Seltjarnarnesi þar sem sama ráðsmennskan er og svona mætti áfram telja. Fólk flytur einfaldlega þangað sem hægt ar að fá húsnæði, það hugsar sennilega jafnframt um staðsetningu gagnvart atvinnu og námi og fleiri atriði koma til álita. Nú vill svo heppilega tíl, að mest hefur verið byggt í Kópavogi und- anfarið, á svæði sem hafði verið skipulagt áður en núverandi meiri- hluti tók við stjómartaumum í Kópavogi. Þá má benda á að það eru einstaklingar og fyrirtæki sem standa í þessum húsbyggingum, en ekki bæjarstjómarmeirihlutinn í Kópavogi. Við hjá Kópavogslistanum viljum bjóða nýja íbúa velkomna í bæinn. I okkar huga eru þeir kærkomin við- bót við okkur hin, sem höfum búið í Kópavogi í lengri eða skemmri tíma. Þeir munu fá að upplifa það, komist Kópavogslistinn til valda í bæjarstjórnarkosningum 23. maí nk., að það verður litið á þá sem venjulegt fólk en ekki flóttamenn, einsog formaður bæjarráðs kýs að gera. Undan hverju skyldi hann hafa flúið, þegar hann gerðist íbúi í Kópavogi? Höfundur er bólstrari og skipar 13. sæti á Kópavogslistanum. Fjölskylduna í fyrir rúmi í Mosfellsbæ ÞETTA gæti allt eins verið byrjunin á ævintýri, litlu ævintýri sem fjallar um einstak- linga, sem búa saman, deila tilfinningum, efnahag og ábyrgð á börnum og búi. Þessi eining hefur mikið ver- ið til umfjöllunar und- anfarið og er í daglegu tali nefnd fjölskylda. Fjölskyldustefna Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ gerum okkur grein fyrir því, að fjölskyldan er hornsteinn sam- félagsins og kemur það skýrt fram í öllum málaflokkum í stefnuskrá okkar. Þar má nefna góða íjármála- stjórn, en þannig nýtist best það fjármagn sem rennur til bæjarfé- lagsins, með hag bæjarbúa að leið- arljósi. Metnaðarfullt skólastarf og Mikilvægt er að félagsleg aðstoð, segir Herdís Siguijóns- dóttir, miði að hjálp til sjálfshjálpar. útivistar og auka úti- vistarmöguleika fyrir alla aldurshópa. Lífíð er ekki alltaf tóm hamingja Stundum tekur líf fólks óvænta stefnu. Það fæðast litlir ein- staklingar sem þurfa á meiri örvun og umönn- un að halda en aðm-, einhver veikist eða verður atvinnulaus. Ljóst er að ómögulegt er að búa sig undir hið Herdís ófyrirséða og er stað- Sigurjónsdóttir reyndin sú, að afleið- ingar þessa aukna álags leiða oft til hjónaskilnaðar eða annars kon- ar upplausnar innan fjölskyldunn- ar. Mikilvægt er að komast hjá sundrun, en rannsóknir sýna að festa og stöðugleiki í fjölskyldunni, auk trausts sambands milli for- eldra og barna, minnka líkur á vandamálum á unglingsárunum, á borð við vímuefnaneyslu og afbrot. Hvaða úrlausnir eru fyrir fjölskyldur í vanda? Á undanfórnum árum hefur skilningur yflrvalda á mikilvægi forvarna á formi ráðgjafar aukist og sífellt er verið að auka úrlausn- að bæta enn frekar starfsumhverfi kennara. Aukin tengsl milli skóla og foreldra, þannig að foreldrar verði betur inni í því er fram fer og geti haft áhrif á skólastarfið. Með þessu getum við vænst þess, að gera gott skólastarf betra. Greið- ari aðgang að upplýsingum um bæjarmálin og svo um í-éttindi, því sífellt er að aukast sá hluti félags- þjónustu sem sveitarstjórnum Iandsins er falinn. Ýmislegt verður gert fyrir bæjarbúa til að þeir geti notið frístunda. Stefnt verður að því að gera umhverfið aðlaðandi til Ur grárri forneskju - stofnanauppeldi! I GREIN Morgun- blaðsins eftir Rann- veigu Tryggvadóttur hinn 6. maí sl. er talað um heimaumönnun eða stofnanauppeldi. Stofnanauppeldi, já það er einmitt það. Aum- ingja börn útivinnandi foreldra sem alin eru . upp á „stofnunum" eins og leikskólum. Væri ekki miklu betra að börn væru alltaf með móður sinni til 3 ára aldurs, þá gætum við líka haft þetta eins og þegar ég var lítil? Mamman hugsaði um börnin en pabbinn gat unnið enda- laust fyrir fjölskyldunni. Hann þurfti ekkert að standa í því að fara með barnið á leikskólann og sækja það. Hann þurfti ekki að standa í því að sækja foreldrafundi á leik- skólanum, hvað þá að vera í for- eldraráði. Að vísu hlýtur það að umbylta öllu að fá 25 þúsund krónur með hverju barni því laun kvenna eru hvort eð er það lág að 25 þúsund krónur með hverju barni, um leið og það hættir í leikskóla, hljóta að koma á sama stað niður. Með þess- Ástrós Sverrisdóttir um hugmyndum þyrftu blessuð börnin ekki að líða það að þurfa að fara á leikskóla og kynnast því starfi sem þar fer fram. Auðvitað á fyrirmyndarmóðirin að vera heima og föndra með baminu og gera allt það sem bam- ið myndi læra hjá vandalausum á stofnun eins og leikskóla og gott betur. Svo era það fötluðu böi-nin. Þau era mörg hver á leikskóla með stuðningsaðila sem er ætlað að þjálfa barnið. Meira að segja er í mörgum tilfell- um mælt með af fagaðilum að fatl- aða barnið sé allan daginn á leik- skóla með stuðning því það á víst að vera baminu til góðs. Heimaumönn- un þar sem íyrirmyndarmóðirin getur þá þjálfað bamið allan daginn hlýtur þá líka að vera barninu til góðs. Nei, svona í alvöru talað. Er þetta forgangsverkefnið í dag. Heimaumönnun eða, sem Rannveig vitnar í í grein sinni, stofnanaupp- eldi. Penelope Leach sálfræðingur kom fram með hugmyndir sínar fyr- ir meira en 20 árum. Leikskólar hafa þróast verulega síðan þá. Umönnun á leikskóla og góð um- önnun heima fyrir þar sem báðir foreldrar taka þátt í uppeldi bams- ins eiga góða samleið. Væri ekki gáfulegra að nota fjármagnið í betri leikskóla og betri skóla? Við for- eldrar stjórnum uppeldi barna okk- ar og það erum við sem stjórnum í alvöru talað, spyr --7---------------------- Astrds Sverrisdóttir, er þetta forgangsverk- efni í dag? ferðinni. Góðir leikskólar þar sem hlúð er að starfsfólki og starfsfólk fær mannsæmandi laun eru börnun- um okkar til góðs. Góðir skólar þar sem kennarar fá að njóta sín og gott innra starf fer fram er bömum okk- ar til góðs. Gera verður ráð fyrir börnum með sérþarfir strax á leik- skólaaldri þar sem unnið er mark- visst með þau og áfram í skólunum. Þetta kostar fjármagn sem ég vissi ekki að væri til, en fyrir kosningar virðist ekki mikill skortur á því. Höfundur er foreldri. armöguleika fyrir fólk. Þessi að- stoð breytir venjulega miklu í lífi einstaklinganna og getur leitt til sparnaðar ef fljótt er gripið inn í málin, þar sem komist verður hjá dýrari úrræðum. Mikilvægt er að öll sú félagslega aðstoð, sem veitt er af sveitarfé- laginu, miði að því að hjálpa fólki til sjálfsbjargar. Einn þeirra þátta er fjölskylduráðgjöf, sem er ætlað að styðja meðlimi fjölskyldunnar á álagstímum. Getur komið til ráð- gjafar vegna ýmissa eifiðleika sem upp koma, s.s. samskiptaörðug- leika milli hjóna, eða milli foreldra og bama, áfalla og veikinda. Einnig má nefna stuðning við at- vinnulausa, en atvinnuleysi er oft alvarlegur streituvaldur í þeim fjölskyldum sem fyrir því verða. Styðja verður einstaklingana í því að koma sér út á atvinnumarkað- inn, bæði með beinni hjálp við at- vinnuleit og með starfsnámi. Fjölskyldan er og verður grunn- eining samfélagsins. Það er stefna okkar sjálfstæðismanna í Mosfells- bæ að huga að innra umhverfi hennar ekki síður en því ytra og þannig hjálpa fjölskyldumeðlimum að takast á við framtíðina í samein- ingu. Hófundur skipar 3. sæti á D-lista sjálfstæðisfólks í Mosfellsbæ. Ekkert sam- keppniskjaftæði í Kópavogi stj órnarkosningarnar 1990 fóru A-flokkamir með meirihluta í Kópa- vogi. Þá var enn óbyggt það land sem á síðustu árum hefur byggst upp með mikl- um hraða. Staðreynd sem færri vita hinsveg- ar er að þáverandi meirihluti hafði látið fara fram samkeppni um skipulag þessa svæðis, verðlaunatil- laga hafði verið valin og metnaðarfull upp- bygging átti að fara af stað. Eftir kosningam- ar 1990 tók síðan við nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks. Þessi meirihluti tók upp ný vinnubrögð, verðlaunatillögunni var kastað undir stól og slegið und- ir nára. Nú skyldi byggt og það hratt og ekkert samkeppnis- kjaftæði. í samtali í Degi 26. febrúar sl. lofar Sigurður Geirdal núverand bæjarstjóri Kópavogs afkastagetu skipulags- og byggingadeildar. Hann tekur dæmi um að hjá bygg- ingarfulltrúa Kópavogs staifi að- eins 5 manns en hátt á þriðja tug- inn í Reykjavík en samt sé byggt meira í Kópavogi en höfuðboi’ginni. Sigurður segir jafnframt í viðtal- inu: „Það var náttúrlega stórt verkefni að skipuleggja allan Kópavogsdal og byggja hann ásamt allri þjónustu. Þama áttum við mikið og verðmætt land.“ Er það rétta aðferðin við að byggja upp mikið og verðmætt land að láta fámenna skipulagsdeild leggja nótt við dag eins og segir í sama tölu- blaði Dags? Ég segi nei, fagfólk á þessu sviði segir nei og fólk sem leggur allt sitt undir við að koma FYRIR sveitar- wbbsmmmIÍI—HHHB sér þaki yfir höfuðið og vill búa í aðlaðandi um- hverfi segir nei. Auð- vitað átti að halda áfram þeirri stefnu sem A-flokkarnir höfðu markað með að halda samkeppni um skipu- lag nýrra svæða. Frambjóðendur Kópavogslistans hafa að undanförnu gengið í hús í nýju hverfunum og rætt við íbúana. Það er gaman að heyra að þetta fólk er flest Vilmar ánægt að búa í Kópa- Pétursson vogi enda liggja nýju byggingarsvæðin mið- svæðis á höfuðborgarsvæðinu og útsýni út á Kópavoginn er víða ein- staídega fallegt. Margir hinna nýju íbúa era hinsvegar mjög ósáttir við sífelldar breytingar á skipulaginu Kópavogur hefði ekk- ert misst af lestinni, segir Vilmar Péturs- son, þó að menn hefðu gefíð sér tíma til að vanda til uppbygging- armnar. og litla kynningu á þeim. Þessar tíðu breytingar era náttúrlega ekk- ert annað en afleiðing af flumbra- ganginum í skipulagningunni. Kópavogur hefði ekkert misst af lestinni eða þetta land orðið verð- minna þó að menn hefðu gefið sér tíma til að vanda til uppbyggingar þess. Höfundur skipar 6. sæti á Kópavogs- listanum við komandi kosningar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.