Morgunblaðið - 13.05.1998, Blaðsíða 41
;3
!
I
I
I
.!
;
I
1
I
i
I
i
í
i
i
i
I
I
MORGUNBLAÐIÐ
______KOSNINGAR 98__
Liggja allar leiðir
í Kópavog?
SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKURINN
Reykjavík er kominn í
slíka tilvistarkreppu
að hann beitir nú öll-
um brögðum til að
vekja á sér athygli.
Frambjóðendur
ilokksins eru farnir að
líða dreymandi um
skjáinn í sauðalitunum
talandi um ábyrgð og
framtíð borgarinnar.
Þessi aðferðafræði
kallar ekki á mikið
traust, því varla hafa
Reykvíkingar mikinn
áhuga á að fá eitthvert
draumórafólk til að stjórna borg-
inni. En það er fleira sem hefur
einkennt hina nýju áróðurstaktik
sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Þeir hafa nefnilega komist að því,
að nokkur fólksfjölgun hefur orðið
í Kópavogi á síðustu árum og
skýringin er einfaldlega sú, að
þeirra mati, að fólk er að flýja í
Kópavog úr Reykjavík undan of-
ríki R-listans. En hvernig er það
annars, liggja allar leiðir í Kópa-
vog? Lítum á þróunina síðustu 8
árin, sjá súlurit.
Þetta súlurit sýnir okkur, að
maðaltalsfjölgun í Kópavogi á
þessum 8 árum er 500 manns, en
þar munar mest um árin 1996 og
1997.
Vitaskuld er það eðlilegasti
hlutur í heimi að fjölgun sé nokk-
ur í Kópavogi, því bærinn er í
hjarta höfuðborgarsvæðisins.
Fólk sem stendur frammi fyrir
því vali, að flytja annað tveggja í
Kópavog eða á Kjalarnes velur að
sjálfsögðu Kópavog.
Sjálfstæðisflokkurinn í Kópa-
vogi hefur gert Kópavog að einu
allra skuldsettasta sveitarfélagi
landsins á síðustu 8 árum. Nú eru
heildarskuldir bæjar-
ins komnar í 6.000
milljónir króna, sem
þýðir með þeim skuld-
bindingum sem búið
er að gera, að hver
einasti íbúi bæjarins
hefur verið skuldsett-
ur um 371 þús. krón-
ur. Sambærileg tala
fyrir hvern íbúa í
Reykjavík er 316 þús.
krónur, samkvæmt
upplýsingum Gunnars
Birgissonar, sem hann
birtir í 3. tbl. Voga.
Skyldu Reykvíkingar
flytja í Kópavog vegna
góðrar fjárhagsstöðu bæjarins? í
Kópavogi eru skattar og þjón-
ustugjöld með því allra hæsta sem
þekkist hér á landi. Ekki er fólk
að flytja í Kópavog til að fá að
borga hærri skatta og þjónustu-
gjöld, eða hvað? Það má hins veg-
ar upplýsa íhaldið í Reykjavík um
En hvernig er það
annars? spyr Guð-
mundur Oddsson,
liggja allar leiðir
í Kópavog?
það, að fólk víða að af landinu
flytur í Kópavog og þar á meðal
er fjöldi ungs fólks úr Garðabæ.
Samkvæmt áróðrinum gegn R-
listanum eru hinir ungu Garðbæ-
ingar trúlega að flýja óstjórn
íhaldsins í Garðabæ, eða hvað?
Við Kópavogsbúar viljum taka
vel á móti okkar nýju íbúum og
skiptir okkur þá engu hvaðan þeir
koma, því það sem öllu skiptir er
að þeir verði ánægðir í sínum nýja
heimabæ.
Höf. skipar 5. sæti á Kópavogslist-
anum.
Guðmundur
Oddsson
Heilsugæsla í
Grafarvogi
I JÚNÍMÁNUÐI ár-
ið 1992 var heilsugæslu-
stöð í Grafarvogi form-
lega opnuð. Það var
ekki síst vegna fram-
göngu borgarstjómar-
flokks Sjálfstæðis-
flokksins að þessum
langþráða áfanga var
náð. Byggð hafði þróast
í Grafarvogi frá árinu
1984 og íbúar voru orðn-
ir á áttunda þúsund.
Tími til að bíða eftir
byggingu heilsugæslu-
stöðvar var ekki íyrir
hendi og því afráðið að
taka á leigu húsnæði í
þjónustukjamanum við
Hverafold. Tveim árum síðar hófst
lyfsala í sama þjónustukjama. Aftur
komu sjálfstæðismenn í borgar:
stjóm við sögu til að flýta málum. í
dag búa íbúar í Foldahverfi við góða
og nærtæka grunnþjónustu, bæði
varðandi skólagöngu bama sinna og
almenna læknis- og lyfsöluþjónustu.
Það er löngu orðið tímaþært að
auka húsnæði og fjölga starfsfólki í
heilsugæslu í Grafaivogi. Það er
skoðun undirritaðs að fleiri en ein
heilsugæslustöð eigi að þjóna íbúum
þessa fjölmenna og ört
vaxandi hverfis. Sem
stjómarmaður í heilsu-
gæslu Reykvíkinga hef
ég hvatt til þessa en
meirihluti vinstri-
manna í heilsugæsl-
unni, þ.e. fulltrúi heil-
brigðisráðherra og
tveir fulltrúar R-list-
ans, vilja fremur láta
eina heilsugæslustöð
þjóna öllu Grafarvogs-
hverfi.
Ein heilsugæslustöð
í Grafarvogi?
Nái fyrirætlanir
vinstrimanna fram að
ganga mun aðeins ein heilsugæslu-
stöð þjóna íbúum Grafarvogs og
stöðin í Hverafold verða lögð niður.
Að mínu mati fæli það í sér afturför
fyrir íbúa í Foldahverfi. í stað þess
að geta sótt heilbrigðisþjónustu
nærri heimilum sínum munu þeir
þurfa að aka 2,7 km leið norður í
svonefnda Spöng, en þar er fyrir-
hugaðri heilsugæslustöð ætlað að
rísa.
Reynsla mín sem stjórnarmanns í
heilsugæslu Reykvíkinga er sú, að í
„,#7. .
% % |
, V
C*- / 'W
wt? - /
Ólafur F.
Magnússon
Nái fyrirætlanir
vinstrimanna fram
að ganga, segir Ólafur
F. Magnússon, mun
aðeins ein heilsugæslu-
stöð þjóna íbúum
Grafarvogs og stöðin
í Hverafold verða lögð
niður.
miðstýrðum ríkisrekstri heilsu-
gæslustöðva er meiri áhersla lögð á
byggingarframkvæmdir en þjón-
ustu við almenning í borginni. Sú
stefna virðist ætla að verða raunin í
Grafarvogi. Nauðsynlegt er að færa
stjóm heilsugæslu aftur til sveitar-
félaga og nær vettvangi en nú er.
Hver er
vilji íbúanna?
Eg skora á íbúa Foldahverfis, að
láta skoðun sína í ljós vegna fyrir-
hugaðs brottflutnings heilsugæslu-
þjónustu úr þessum hluta Grafar-
vogs. Bæði sjálfstæðismenn og
vinstrimenn vilja auka hverfalýð-
ræði og áhrif fólksins í borginni á
ákvarðanatöku í hagsmunamálum
þess. En á þessu sviði sem svo
mörgum öðrum fara orð og efndir
sitt í hvora áttina hjá R-listanum.
Höfundur er iæknir og skipar 6.
sæti D-listans iReykjavik.
www.mbl.is
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 41
Nýjustu frímerki íslandspósts hf.
Nýjustu frímerki
Islandspósts hf.
Frimerkl
Nytjafiskar og Evrópufrímerki
Glaðlegt yfírbragð
frímerkjanna
í FRÍMERKJAÞÆTTI 19.
febrúar sl. var greint frá fyrstu
frímerkjum íslandspósts hf. Síð-
an þá hafa komið út fjögur frí-
merki, helguð nytjafiskum ís-
lands, 16. apríl, og síðan koma
hin árlegu tvö Evrópufrímerki
12. þ. m. Verður hér sagt örlítið
frá þessum útgáfum.
Fyrst verða þá nytjafiskamir
til umræðu. Þau frímerki hefur
teiknað eða hannað, eins og nú
er venjulega sagt, Aðalbjörg
Þórðardóttir, sú hin sama, sem
hannaði Norðurlandafrímerkin
og út komu 5. marz sl. Eins og
fram kemur hér í inngangi, er'
bjart yfir þessum frímerkjum og
á þeim glaðlegur svipur, svo sem
sjá má á meðfylgjandi mynd.
Ekki er samt fegurð fiskanna
alls kostar fyrir að fara af nátt-
úrunnar hendi. Hönnun merkj-
anna er allnýstárleg í sögu ís-
lenzkra frímerkja. Þar sem litur
þeirra er mjög ljós, kemur póst-
stimpillinn vel fram. Það kunna
safnarar áreiðanlega að meta,
a.m.k. þegar pósturinn notar
handstimplun, en ekki vélstimpl-
un, sem eyðileggur oft frímerkin
til söfnunar. Mun ég í einhverj-
um þætti taka stimplun póstsins
sérstaklega fyrir, enda ekki van-
þörf á.
Eg neita því ekki - og er tæp-
lega einn um þá skoðun, að mér
finnst latnesku tegundaheitin á
þessum fiskamerkjum allt of fyr-
irferðarmikil, jafnvel þótt letrið
sé fallegt. Landsheitið kemur
vissulega vel fram, og ég fagna
því alveg sérstaklega, að það er
lárétt og neðst á merkjunum, en
ekki lóðrétt og til hliðar, eins og
oft hefur komið fyrir. Hins vegar
gæti verðgildistalan vafizt fyrir
einhverjum, ekki sízt þeim, sem
eru sjóndaprir.
Þessi frímerki eru einnig gefin
út í smáörk. Þar er vikið út af
hefðbundinni niðurröðun í slík-
um örkum, þ.e. að byrja fýrst á
lægsta verðgildi og enda svo á
hinu hæsta. Vel má vera, að
hönnuðurinn hafi haft hér eitt-
hvað sérstakt í huga, þótt ég
komi ekki auga á það.
Frímerki þessi eru gefin út í
tilefni Alþjóðlegs árs hafsins,
eins og fram kemur á hægri hlið
smáarkarinnar. Lægsta verð-
gildi er 5 kr. með mynd af
hrognkelsi, en þau eru rauðmagi
(hængur) og grásleppa (hrygna).
Þau eru töluvert veidd við
strendur landsins, þegar þau
koma utan úr reginhafi til þess
að hrygna. Á 10 kr. merki er
mynd af þorski, en sú fisktegund
hefur um aldir verið aðalundir-
staða íslenzks sjávarútvegs, svo
sem alkunna er. Á 60 kr. merki
er mynd af skötu. Er hún botn-
fiskur og einna stærst af skötu-
tegundunum í Norður-Atlants-
hafi. Hafa íslendingar lengi veitt
hana og kæst, saltað eða hert til
innanlandsneyzlu. Þá er haft svo
mikið við steinbítinn, sem mörg-
um finnst nú ekki fagur ásýnd-
um, að mynd hans prýðir 300 kr.
frímerki. Hann er botnfiskur,
sem veiðist kringum allt land, en
mest við Vestfirði.
Ekki sé ég, að þörf hafi verið á
þvi að gefa þessi frímerki einnig
út í smáörk. Ég heyri það á söfn-
urum, að þeim finnst þama full-
langt seilzt ofan í vasa sína. Þeir
eru einmitt margir, sem eru í
áskrift að íslenzkum frimerkj-
um, bæði stimpluðum á útgáfu-
degi og enn fremur stökum
stimpluðum og óstimpluðum
merkjum. Þannig kostar þessi
útgáfa ein þá samtals þrjú þús-
und krónur, og það er ekki svo
lítil fjárhæð. Ég held forráða-
menn Islandspósts hf. verði að
hafa frímerkjasafnara og ekki
sízt fasta áskrifendur sína í
huga, þegar ákvörðun er tekin
um útgáfu smáarkar samhliða
stökum merkjum, og megi ekki
íþyngja þeim um of. Hér held ég
enginn nauður hafi rekið til að
gefa út slíka örk, þótt hún fari
vel í safni, enda kaupa venjulegir
viðskiptamenn póstsins áreiðan-
lega fremur lausu merkin til
nota á sendingar sínar en örkina.
Þessi fiskafrímerki eru prent-
uð hjá BDT í Englandi, og eru
50 merki í örkinni.
Hinn 12. þ.m. koma svo út tvö
Evrópufrímerki, en sameiginlegt
þema þeirra póststjórna, sem
hér fylgjast að, eru að þessu
sinni „þjóðhátíðir". Hönnuður
þessara merkja er Hlynur Ólafs-
son auglýsingateiknari. Verð-
gildi þeirra ei*u 45 og 65 krónur,
og eru 50 frímerki í örkinni. Þau
eru prentuð hjá House of Questa
í Englandi.
I tilkynningu Islandspósts hf.
kemur fram, að með þessum frí-
merkjum er verið að minnast
þjóðhátíðar íslendinga, sem
haldin hefur verið árlega frá
stofnun lýðveldisins 17. júní
1944, þ.e. á afmælisdegi Jóns
Sigurðssonar forseta, sem barð-
ist ótrauður fyrir sjálfstæði ís-
lenzku þjóðarinnar á 19. öld.
Þennan dag er mikið um dýrðir
og mikil þátttaka. Konur og
börn í íslenzkum þjóðbúningum
setja mikinn svip á hátíðahöldin
auk nýstúdenta. Á þessi atriði
leggur Hlynur auðsæilega
áherzlu við hönnun merkjanna.
Þar sem verðgildi þessara frí-
merkja gildir undir almenn
bréf, munu þau oft koma fyrir
sjónir almennings, og fer vel á
því.
Að venju eru ævinlega notaðir
sérstimplar á útgáfudegi merkj-
anna.
Jón Aðalsteinn Jónsson