Morgunblaðið - 13.05.1998, Side 52

Morgunblaðið - 13.05.1998, Side 52
52 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ BLÓÐRIFS (Ribes sanguineum). Fjölga má mörgum rifsteg- undum með vetrargræðlingum. MEÐFERÐ VETRARGRÆL- INGA II Jarðvegsundirbúningur og stunga VETRARGRÆÐ- LINGAR eru klipptir að vetri til, búntaðir og geymdir í kæli þar til frost er farið úr jörðu. Venjulega er hægt að stinga vetrar- græðlingum niður í lok maí - byrjun júní. Mjög auðvelt er að fjölga ösp og víðitegundum með vetrargræðlingum og hefur margur sumarbústaðaeig- andinn sparað sér drjúgan skilding með því að rækta sínar eigin plöntur. A móti kem- ur að ræktunin tekur tíma, tvö til þrjú ár og þetta er talsvert puð... Nokkrum dögum áður en stinga á græðlingunum niður eru þeir teknir úr kælinum eða frystinum eftir því sem við á. Ef græðlingamir eru írosnir verður að láta þá þiðna hægt og rólega til að þeir skemmist ekki. Tveim- ur tii þremur dögum fyrir stung- una er ágætt að raða búntunum í bala þannig að þau standi upp á endann, oddmjói endinn á bru- munum á að vísa upp. Því næst er sett vatn í balann og það látið ná vel upp fyrir miðjuna á græðlingunum. Þeir eru látnir standa í vatninu í tvo til þrjá daga. Á þeim tíma ná þeir að drekka upp vatn og byggja upp safaspennu sem nýtist þeim á meðan þeir eru að mynda rætur. Ekki er gott að láta græðlingana mynda rætur í vatninu því þær rætur eru mjög stökkar og brotna nær undantekningarlaust af þegar græðlingunum er stungið í mold. Rætur sem myndast í mold verða miklu seigari og þola betur hnjask. Á meðan græðlingamir eru í baði er gott að undirbúa jarðveg- inn fyrir græðlingastunguna. Fyrst þarf að fjarlægja allt ill- gresi úr beðinu og svo þarf að stinga það upp. Stungugaffall er einkar heppilegt verkfæri íyrir flesta en einnig eru til ýmsar gerðir af litlum handtæturum. Víðir og ösp þurfa frekar raka- heldinn og frjósaman jarðveg til að þau nái að vaxa eitthvað af viti. Þegar búið er að grófvinna beðið er gott að dreifa kalki og húsdýraáburði ofan á það og blanda saman við jarðveginn. Sýnt hefur verið fram á það að græðlingar sem stungið er í gegnum svart plast mynda fyrr rætur og dafna betur en græðlingar sem ekki fá slíkan munað. Svarta plastið hylur jarðveginn þannig að rakinn í efstu jarðvegslögunum verður jafnari, hitastigið verður eilítið hærra og illgresisfræ nær ekki að spíra vegna birtuleysis. Plast- ið má kaupa á rúllum og er það þá um 2 m breitt. Þegar búið er að stinga upp jarð- veginn og blanda í hann áburði er plastið strengt ofan á beðið og jaðrar þess og endar huldir með mold. Það er gert til þess að ekki komist vindur undir plastið og svipti því af. Miðað við 2 m breitt plast má gera ráð fyrir því að beð- ið verði um 1 m á breidd, um 50 cm fari undir mold á sitt hvorum jaðrin- um. Þá má fara að stinga græðlingunum niður (loksins). Víðigræðlingar eru yf- irleitt látnir standa á beðinu í tvö sumur og teknir upp þriðja sum- arið. Ágætt er að hafa um 15x15 cm millibil milli víðigræðlinga en ívið meira fyrir öspina, þar má millibilið gjarnan vera 30x30 cm. Eftir að búið er að stinga græðlingunum í gegnum plastið er gott að dreifa dálítilli grús yf- ir plastið á beðinu til að fergja það. I þurrkatíð er nauðsynlegt að fylgjast með græðlingunum fyrsta kastið og vökva þá ef þurfa þykir. Rótamyndunin tek- ur 10-20 daga og ef græðlinga- efnið hefur verið valið af kost- gæfni verða affóll ekki mikil. Næsta vor, áður en græðling- arnir laufgast, er ágætt að ganga á beðið og kippa plastinu í burtu. Um svipað leyti þarf að gefa græðlingunum áburð og er tilbú- inn áburður þægilegur kostur. Ef notast er við blákorn er ágætt að gefa u.þ.b. 6-8 kg á hverja 100 fm, fyrst í lok maí og svo aftur í byrjun júlí. Einnig eru plöntum- ar klipptar niður um ca 1/3 af ársvextinum til að þær þétti sig og rótakerfið verði betra. Margir ræktendur hafa reyndar komist að því að þessi klipping er óþörf, rjúpan er svo hrifín af víðibru- munum að hún sér um að hreinsa þau af á vetuma. Asparplöntur em látnar standa í tvö til þrjú sumur á græðlingabeðinu, en þá er þeim umplantað. Eftir umplöntun þurfa þær að fá meira pláss, fyrsta kastið er ágætt að gróður- setja þær á beð með 70x70 cm millibili en umplöntunin þarf að gerast annað hvert ár þar til þær em tilbúnar til útplöntunar. Græðlingar sem eiga að fara beint í potta era meðhöndlaðir eins og aðrir vetrargræðlingar fram að stungunni. Þeim er oft stungið 2-3 saman í pott (t.d. loð- víði) og er það gert í lok maí - byrjun júní. Smávaxnar tegundir era tilbúnar á öðra sumri en stærri tegundir má rækta árinu lengur. Guðríður Helgadóttír, garð- yrkjufræðingur. BLOM VIKUMAR 378. þáttur Umsj6n Ágústa Björnsdóttir Áskorun VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „ÉG vil hvetja fjölmiðla til að gera átak hjá sér í um- fjöllun um kvennaíþróttir og afrek kvenna. Sem dæmi vil ég nefna að það heyrist ekkert um fór kvennanna sem eru að ganga á Grænlandsjökul. Ef þetta væru karlmenn sem væra að ganga yfir jökulinn væri umfjöllun um þessa för örugglega meiri. Ég skora á fjölmiðla að birta ítarlegri umfjöllun um þessi málefni." Jakobína Finnbogadóttir. Fleiri bekkir ÉG BÝ hérna rétt við Miklatúnið og fínnst vanta þar bekki eða sæti. Það eru aðeins örfáir bekkir á þessu stóra túni. Vil ég benda á þetta. Það er margt fólk sem kemur þarna og aðeins einn bekk- ur á stóru svæði. Vegfarandi. VELVAKAJ\DI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Lítilsvirðing við unga íþróttamenn VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Ég var stödd á Vina- móti Valsmanna þar sem fótboltaleikur drengja 7-10 ára var í gangi á milli Vals- manna og Vestmanney- inga. Meðan drengirnir voru að spila á Valsvellin- um var meistaraflokks- leiknum að ljúka. Bílum sem vora á svæðinu var þá ekið yfír völlinn þai- sem drengirnir voru að spila og undrar það mig mest að ekki skyldi verða þarna slys. T.d. hljóp ungur markvörður frá markinu til að spyrna boltanum frá og þá keyrði bíll á milli hans og marksins. Mikil mildi var að þarna skyldi ekki verða slys. Börnunum var sýnd mikil óvirðing og þetta myndi aldrei líðast ef um meistaraflokk hefði verið að ræða. Fordæmið er ekki glæsilegt hjá full- orðna fólkinu. Finnst mér að Valsmenn ættu að biðja Vestmanneyingana afsök- unar á þessu, því ég hef aldrei séð þvílíkt og annað eins.“ Hrefna Pétursdóttir. Tapað/fundið Lyklakippa týndist SVÖRT lyklakippa með gylltri nafnáletrun týndist fyrir u.þ.b. tveim vikum einhvers staðar á leiðinni úr Beykihlíð, niður Hamrahlíð, Lönguhlíð og yfir Miklatún niður á Hverfisgötu. Skilvís finn- andi vinsamlega hafi sam- band í síma 566 6253. Seðlaveski týndist í Kringlunni SEÐLAVESKI, brúnt, týndist í Kringlunni laug- ardaginn 9. maí. Mjög lík- lega í Hagkaup, sérvörum. Veskisins er sárt saknað vegna persónulega muna í því. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557 4457 eða vs: 510 8000, ína. Peysa týndist Á SUMARDAGINN íyrsta fór ég á sumarhátíð í Hamraskóla og svo í skrúðgöngu í íþróttahúsið. Þá týndi ég peysu sem amma mín prjónaði handa mér. Peysan er blágrá með bleiku munstripg norskum krækjum. Ég sakna peysunnar mikið og ég vona að einhver hafi fundið hana. Ef svo er viltu þá hringja heim til mín í síma 587 0883. Takk Hrefna Ýr, 5 ára. Dýrahald Kanínur óskast KANÍNUR óskast, ekki dvergkanínur heldur venjulegar, helst ungar. Upplýsingar í síma 552 1548 eftir kl. 17. Síamskisa týndist í Hlíðunum SÍAMSBLÖNDUÐ læða, yrjótt, gæti verið með bláa hálsól, týndist 1. maí úr Stigahlíð. Þeir sem hafa orðið varir við kisu hafi samband í síma 588 0204 eða vs: 5601067. Kristín Ivarsdóttir. Morgunblaðið/Golli I FJOLSKYLDUGARÐINUM Víkverji skrifar... FYRIR nokkrum dögum átti Vík- verji þess kost að slást í hóp með áttunda bekk í Hólabrekku- skóla og íslenskukennara bekkjar- ins, þar sem farið var í dagsferð á söguslóðir Kjalnesingasögu og Gunnlaugs sögu Ormstungu. For- eldrum nemendanna var boðið að slást í hópinn og sér Víkverji svo sannarlega ekki eftir að hafa þegið það boð. Víkverji getur ekki stillt sig um að lýsa ánægju sinni með þá kennsluaðferð sem þama var beitt. Bömin fluttu hvert um sig undirbú- inn fyrirlestur í hátalarakerfi rút- unnar og var byrjað á að fara í gegnum Kjalnesingasögu og að því búnu í gegnum Gunnlaugs sögu. xxx GREINILEGT var að mikil vinna hafði verið lögð í undir- búning fararinnar, bæði af hálfu kennarans og nemenda, enda var ánægjan með frammistöðu krakk- anna mjög almenn, þótt greinilega væri nú kennari þeirra manna stolt- astur. Það var líka skemmtilegt að fylgjast með því hversu bókmennt- imar urðu lifandi fyrir nemendun- um, þegar þeir veltu vöngum með kennara sínum, yfir því hvort þetta væri nú öragglega rétt staðsetning fyrir þennan atburð eða hinn, eða hvort barist hefði verið á þessum hóli, eða einhverjum öðrum og svo framvegis. Síðan fóra fram heim- spekilegar umræður, þar sem sum- um sýndist sem Hrafn Önundarson hefði verið heiðursmaður og prúð- menni, en Gunnlaugur fantur og fúl- menni, en líklega vora þeir þó fleiri sem hölluðust að því að Gunnlaugur væri hetja sögunnar en Hrafn skúrkurinn. Að minnsta kosti voru þeir ekki margir, sem mæltu því bót að Hrafn skyldi svíkja Gunnlaug, þegar Gunnlaugur færði honum þyrstum vatn, í hjálmi sínum, eftir að hafa hoggið fótinn undan Hrafni, með því að höggva Gunnlaug í höf- uðið þannig að hann hlaut síðar bana af! xxx SJÁLFSAGT er flestum í fersku minni sú mikla umræða sem spannst í fyrra um ljósmyndarana sem gjarnan ganga undir nafninu paparazzi, í kjölfar þess að þeir eltu Díönu prinsessu á ofsahraða eftir götum Parísarborgar með hörmu- legum afleiðingum. Islendingar hafa verið blessunarlega lausir við þessa gerð ljósmyndara og ekki þurft að sætta sig við að eiga von á fyrirsát ljósmyndara eða því að vera eltir af ljósmyndurum. Nú bregður svo við, samanber baksíðumynd í DV í síðustu viku, sem greinilega er tekin í gegnum rúðuna á Hótel Borg, að þessir góðu tímar á Islandi kunna að heyra liðinni tíð til. Það hlýtur að vera, að ljósmyndarar DV hafi fylgst með hverju fótspori þeirra Sverris Hermannssonar og Kjartans Gunnarssonar, sem á myndinni sjást sitja saman að kaffi- drykkju á Borgunni. Er það nú ekki nokkuð langt gengið að sitja fyrir fólki og mynda það svo í gegnum rúðuna?! X X X ANNARS var Heiti potturinn í Degi litlu skárri þennan dag, því ekki var hægt að skilja orð pottverja á annan veg en þann, að Dagur hefði einnig sinn eigin „frakka" á Sverri Hermannssyni, því pottverjinn sagði að Sverrir hefði setið á löngum fundi með rit- stjórum Morgunblaðsins og a.m.k. þurft einu sinni að skreppa ábúð- armikill út í bíl til þess að ná í gögn! Pottverjinn lauk máli sínu á þessu: „BÚMM, BÚMM, BÚMM,“ hvaða merkingu sem það svo hef- ur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.