Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 107. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Suharto sagður vilja segja af sér SUHARTo'Áorseti Indónesíu, hefur lýst sig reiðubúinn að segja af sér ef þjóðin treysti sér ekki lengur til að stjórna landinu. Þetta hefur blaðið Jakarta Post eftir forsetanum í dag. „Ef mér er ekki lengur treyst ger- ist ég pandito [lærður öldungur] og kappkosta að komast nær Guði,“ hafði blaðið eftir Suharto. Tíu manns eru taldir hafa látið líf- ið í óeirðum í Indónesíu í gær, þar sem víða skarst í odda með óeirða- lögreglu og stjórnarandstæðingum. ■ Suharto á heimleið/28 Indverjar halda áfram kjarnorkutilraunum þrátt fyrir mikil mótmæli Bandaríkjastjórn grípnr til harðra refsiaðgerða Nýju DeUií. Reuters. INDVERJAR sprengdu tvær kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni í gær, tveimur dögum eftir að hafa sætt harðri gagnrýni út um all- an heim fyrh’ kjarnorkutilraunir sem sagðar voru hrinda af stað vígbúnaðarkapphlaupi og stefna friði í Suður-Asíu í hættu. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, kvaðst hafa gripið til refsiaðgerða gegn Indverjum vegna kjarnorkutilraunanna og hvatti Pakistana til að halda stillingu sinni og fara ekki að dæmi Indverja. Reuters STUÐNINGSMENN forsætisráðherra Indlands, Atals Beharis Vajpayee, hrópa vígorð og veifa borða til stuðnings kjarnorkutilraunum Indverja fyrir utan aðsetur forsætisráðherrans í Nýju Delhí. Indverska stjórnin hélt áfram að bjóða umheiminum birginn og kvaðst tilbúin að standa af sér refsi- aðgerðimar, en þær fela í sér af hálfu Bandaríkjanna sviptingu þróunar- og fjárhagsaðstoðar upp á hátt í 21 milljarð dollara. Stjórnin tilkynnti að sprengdar hefðu verið tvær kjamorkusprengj- ur neðanjarðar í eyðimerkurríkinu Rajasthan, þar sem þrjár sprengjur voru sprengdar á mánudag. Stjórn- in sagði að frekari kjarnorkutil- raunir væru ekki ráðgerðar. „Virðast vera orðnir óðir“ Pakistanar, erkifjendur Indverja, sögðu að kjarnorkutilraunimar stefndu öryggi Pakistans í hættu og kváðust ætla að grípa til viðeigandi aðgerða. „Leiðtogar Indlands virð- ast vera orðnir óðir,“ sagði Gohar Ayub Khan, utanríkisráðherra Pakistans. „Þeir hafa dregið Pakistana í vígbúnaðarkapphlaup.“ Atal Behari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands, sendi Bill Clint- on bréf þar sem hann sagði að kjamorkutilraunirnar hefðu verið ákveðnar vegna „tortryggni" í sam- skiptum Indlands og Kína. „Við erum með yfirlýst kjarn- orkuveldi við landamærin, ríki sem gerði árás að fyrra bragði á Indland árið 1962,“ sagði í bréfínu. „Þótt tengslin við þetta land hafí batnað á síðasta áratug hafa þau haldið áfram að einkennast af tortryggni, einkum vegna óleystra landamæra- deilna." Vajpayee gagnrýndi ennfremur Pakistana, sem hann sakaði um að hafa þrisvar sinnum átt upptökin að átökum við Indverja frá því þjóðirn- ar fengu sjálfstæði fyrir rúmri hálfri öld. Með kjarnorkutilraununum hefur Vajpayee þaggað niður í andófs- mönnum innan samsteypustjómar- innar á Indlandi og þær njóta stuðnings nánast allra stjórnmála- flokka Indlands. „Þetta er afrek sem þjóðin er stolt af,“ sagði tals- maður Kongressflokksins, helsta keppinautar stærsta stjórnarflokks- ins, Bharatiya Janata. 91% Indverja hlynntir tilraununum Ef marka má skoðanakönnun, sem gerð var eftir sprengingarnar á mánudag, er 91% íbúa indverskra borga hlynnt kjarnorkutilraununum og 82% vilja að Indverjar framleiði kjarnavopn. Utanríkisráðherrar Norðurland- anna gáfu í gær út sameiginlega yf- irlýsingu þar sem þeir gagnrýna kjarnorkusprengingarnar harðlega. Ráðherrarnir hvetja Indverja til að endurskoða kjarnorkuáætlanir sín- ar og virða samningana um bann við kjarnorkusprengingum í tilrauna- skyni og útbreiðslu kjarnavopna. ■ Hætta á hrinu/26 Hin nýja landstjórn Færeyja Samið um skipt- ingu ráðuneyta Þórshöfn. Morgunblaðið. Reuters LEIÐTOGAR flokkanna þriggja, sem standa að hinni nýju land- stjórn Færeyja sem mynduð var um síðustu helgi, tilkynntu í gær- kvöldi að þeir hefðu náð bráða- Lipponen í feðraorlof? Hclsinki. Reuters. PAAVO Lipponen, forsætis- ráðherra Finnlands, segir að til greina komi að hann taki sér 18 daga feðraorlof með haustinu, svo sem hann á rétt á sam- kvæmt fínnskum lögum. Það yrði í fýrsta sinn sem forsætis- ráðherra tæki sér slíkt leyfí. Síðsumar og haustbyrjun eru annasamur tími í fmnskum stjórnmálum. Þá kemur þing saman eftir sumarleyfí og allt snýst um fjármálafrumvarp ríkisstjórnarinnar. birgðasamkomulagi um skiptingu ráðuneyta milli flokkanna, en und- anfarna daga hafði verið hart tek- izt á um hvaða ráðuneyti félli í hlut hvers flokks. Bráðabirgðasamkomulagið felur í sér að átta ráðherrar sitji þetta kjörtímabil í landstjórninni, að meðtöldum lögmanninum. Anfínn Kallsberg, leiðtogi Fólkaflokksins, verður lögmaður, en nöfn annarra ráðherra lágu enn ekki fyrir þrátt fyrir stíf fundahöld. Auk lögmannsins á Fólkaflokk- urinn að fá í sinn hlut sjávarút- vegsmálin og samgöngumál; Þjóð- veldisflokkurinn fjármál og menntamál, en auk þess sérstakan ráðherra sem ætlað er að fara með sjálfstjórnarmál og undirbúning færeysks fullveldis. í hlut Sjálf- stýriflokksins eiga að falla félags- og heilbrigðismál, ásamt olíumál- um. Nýkjörið Lögþing kemur saman á morgun og kýs þá formlega nýj- an lögmann. Clinton BILL Clinton Bandaríkjaforseti leggur hönd á öxl ónefnds Þjóð- verja, sem ásamt fjölda annarra fylgdist með komu forsetans til Berlínar í gær, þar sem hann tek- ur í dag þátt í hátíðahöldum vegna hálfrar aldar afmælis loftbrúarinn- ar sem Vesturveldin stóðu fyrir 1948-1949, þegar Sovétmenn lok- uðu fyrir landsamgöngur til Vest- ur-Berlínar. I bakgrunui sést Helmut Kohl, kauzlari Þýzkalands, sem tók á móti forsetanum. Clinton bar lof á í Berlín Kohl og sagði hann hafa fært Evr- ópu að „töfrastundu í sögurmi", þar sem mögulegt væri að út- breiða velmegun og lýðræði í sam- einaðri Evrópu. Sagði Clinton sameinað Þýzka- land að mörgu leyti geta þjónað Evrópu sem fyrirmynd, „sameinað og frjálst, með blómstrandi efna- hag og friðsælt, í stöðugt nánara samstarfi við nágrannaríkin og virkt í alþjóðastarfi". ■ Þegar sælgæti/28 Netanyahu fundar með Albright Ekki tókst að brúa ágreining Washington. Reuters. MADELEINE Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, átti í gær fund með Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra ísraels, í því augna- miði að koma friðarumleitunum fyr- ir botni Miðjarðarhafs á rekspöl á ný. Á fundinum tókst ekki að brúa bilið milli afstöðu ríkisstjórnanna tveggja, en ákveðið var að halda við- ræðunum áfram í dag, að sögn að- stoðarmanns Aibright. Talsmaður Netanyahus sagði þennan fyrsta fund hafa skilað „nokkrum árangri". Bandaríkjamenn reyna nú að fá ísraela til að samþykkja tillögu sína um afsal 13% lands til viðbótar á Vesturbakkanum í hendur heima- stjórnar Palestínumanna, en Yasser Arafat, forseti þeirra, hefur þegar gengið að tillögunni. Netanyahu sagði í gær að hann vonaðist eftir árangri af viðræðunum í Wash- ington, en ekki kæmi til greina að Israelar samþykktu neina þá tillögu sem stofnaði öryggi Israels í hættu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.