Morgunblaðið - 14.05.1998, Side 12

Morgunblaðið - 14.05.1998, Side 12
12 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir karlmanni í vil í faðernismáli sem hann höfðaði Akvæði barnalaga brýt- ur g’eg’n stjórnarskrá HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur fellt þann dóm að maður sem höfðaði barnsfaðemismál gegn fyrr- um sambýliskonu sinni sé faðir bams þeirra, þrátt fyrir að í barna- lögum frá 1992 sé kveðið á um að sóknaraðild í bamsfaðernismáli sé einungis bundin við móður og bam og aðrir geti ekki höfðað faðemis- mál. I dómi héraðsdóms segir að það að meina stefnanda í málinu að leita dómsviðurkenningar á því að hann sé faðir bamsins þyki brjóta gegn 65. grein stjórnarskrárinnar og einnig gangi það í bága við Mann- réttindasáttmála Evrópu. Með málsókn sinni krafðist mað- urinn viðurkenningar héraðsdóms á því að hann sé faðir barns sem fæddist í október 1992 þegar hann og móðir barnsins vom í sambúð sem stóð frá byrjun árs 1990 þar til í október árið 1993 þegar þau slitu trúlofun sinni. Sambúð þeirra var ekki skráð í þjóðskrá, en á vottorði Hagstofu Islands var maðurinn skráður faðir barnsins . Fram kemur í dómi héraðsdóms að af hálfu konunnar hafí því ekki verið mótmælt að maðurinn væri faðir barnsins, og einungis hafí verið byggt á því að maðurinn gæti ekki verið sóknaraðili faðernismáls sam- kvæmt 43. grein barnalaga frá 1992, en þar er sagt að einungis móðir barns eða barnið sjálft geti verið sóknaraðilar. Markmiðið að rétt niðurstaða fáist I dómnum segir að markmið reglna um málsmeðferð í faðernis- málum sé að rétt niðurstaða fáist og kynfaðir bams verði því jafnframt faðir þess að lögum. Ymsir hags- munir séu tengdir því að bam sé réttilega feðrað, svo sem hins opin- bera og barnsins sjálfs og fóður að því er varðar samneyti þeirra hvort við annað. Leggja verði hagsmuni föður af því að hafa samskipti við barn sitt að jöfnu við hagsmuni móð- ur. Pá verði að telja að barn hafí ríka hagsmuni, persónulega og fjár- hagslega, af því að eiga bæði föður og móður. ,Að meina stefnanda að leita dómsviðurkenningar á því að hann sé faðir barnsins þykir brjóta gegn 65. gr. stjórnarskrár nr. 33/1944, sbr. lög nr. 97/1995, sem kveður á um það að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án til- lits til kynferðis, trúarbragða, skoð- ana, þjóðemisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðm leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Þessi regla er almenn leiðbeiningar- regla um bann við mismunun sem ber ávallt að hafa að leiðarljósi, ekki bara við setningu laga heldur einnig skýringu þeirra. Hún getur haft bein og ótvíræð áhrif ef t.d. ákvæði í al- mennum lögum felur í sér mismunun sem brýtur í bága við regluna. Það að meina stefnanda að leita dómsviðurkenningar á því að hann sé faðir barnsins gengur einnig í bága við 8. gr. og 14. gr. Mannrétt- indasáttmála Evrópu, sbr. lög nr. 62/1994 og 5., 7., 8. og 9. gr. samn- ings Sameinuðu þjóðanna um rétt- indi barnsins frá 20. nóvember 1989, en samningur þessi var fullgiltur af íslands hálfu 2. nóvember 1992. Með vísan til þess sem hér hefur verið rakið verður ekki, þrátt fyrir takmarkanir á sóknarheimild í fað- ernismálum skv. 43. gr. barnalaga nr. 20/1992, fallist á kröfur stefnda byggðar á því að stefnandi geti ekki verið sóknaraðili faðernismáls," seg- ir orðrétt í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Fram kemur í dómnum að móðir bamsins hafí neitað að gangast und- ir blóðrannsókn og jafnframt neitað því að barnið gengist undir blóð- rannsókn þrátt fyrir úrskurð þar að lútandi, og hún hafi einnig neitað að koma fyrir dóm til skýrslugjafar. I máli þessu hefði þó komið fram að konan hefði í raun viðurkennt stefn- anda sem fóður að barni sínu, og það að maðurinn fengi eða hefði fengið öðru hvoru að hafa barnið hjá sér verði ekki skilið öðru vísi en faðern- isviðurkenning af hálfu konunnar. Þar íyrir utan liggi fyrir í skjölum málsins bréf frá konunni til systur mannsins þar sem skiifað sé um hann sem foður barnsins og móður hans sem ömmu þess. Auður Þorbergsdóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. Lögreglan í Árnessýslu Oskað upp- lýsinga um eldsupptök LÖGREGLAN í Ámessýslu óskar eftir að allir sem upplýsingar geta gefíð um eld í þjóðgarðinum á Þing- völlum um miðjan dag síðastliðinn föstudag gefí sig fram við hana. I tilkynningu lögreglunnar af þessu tilefni segir að um nónbil á fóstudaginn var hafí komið upp mik- ill gróðureldur við Gjábakka í þjóð- garðinum á Þingvöllum. Gróður á tæplega tveggja hektara svæði hafi orðið eldinum að bráð. ,Auk þess vom timburhús í veralegri hættu en vegna snarræðis starfsmanna þjóð- garðsins tókst að hefta eldinn með því að úða á hann vatni sem einn starfsmaðurinn hafði í kút á bíl sín- um,“ segir síðan. Fólk fari varlega Fram kemur að eldsupptök eru óljós og er ósk lögreglunnar að þeir sem áttu leið um svæðið milli klukk- an 3 og 4 og geta gefið einhverjar upplýsingar um með hvaða hætti eldurinn kviknaði hafí samband við rannsóknardeild lögreglunnar í Ár- nessýslu í síma 482-1502. Einnig eru vegfarendur minntir á að fara varlega í landi þar sem gróð- ur er þurr, þar sem ekki þurfi nema logandi vindling til að eldur verði laus. Konur neyta áfengis í felum inni á heimilum Afengisneysla undirrót ýmissa sjúkdóma Á FRÆÐSLUFUNDI hjúkranar- fæðinga á alþjóðadegi hjúkranar- fræðinga kom fram í erindi Þóru Bjömsdóttur, hjúkranarforstjóra á Vogi, að áfengisneysla gæti verið undirrót ýmissa sjúkdómseinkenna hjá konum og því þyrftu hjúkrunar- fræðingar á heilsugæslustöðvum að vera vakandi og spyrja hvemig þær notuðu áfengi. Þóra sagði að konur neyttu áfengis meira í felum inni á heimil- unum og að neysla þeirra væri feimnismál, sem erfítt væri að ræða um. Hún hefði í erindi sínu kynnt fyrir hjúkrunarfræðingum, sem starfa á heilsugæslustöðvum hvern- ig best væri að opna umræðu um áfengisneyslu þeirra skjólstæðinga sem þangað leita. Áfengisneysla væri oft undirrót ýmissa sjúkdóms- einkenna svo sem langvarandi kvíða, streitu, þreytu, depurðar og óþæginda í maga. „Karlar veigra sér ekki við að vera ölvaðir á al- mannafæri,“ sagði hún. „ímynd kvenna í þjóðfélaginu er önnur. Þeir mega þetta en konur ekki en það er vont að drekka í laumi og láta sér líða illa. Fyrst þarf að spyrja um áfengineyslu og vera ófeiminn við það en það virðist vera of persónulegt að spurja hvenær fólk hafi síðast fengið sér í glas. Við viljum að þessum tepruskap verði hætt.“ Aukin neysla „Við verðum að horfast í augu við að konur eru famar að nota áfengi og það í auknum mæli,“ sagði Þóra. „Sem betur fer hefur þeim fjölgað á undanfóram áram, sem koma í meðferð og eru þær tæplega 30% þeirra sjúklinga sem koma á Vog.“ Sagði Þóra að áfengissýki þróað- ist með öðrum hætti hjá konum en körlum. Þær þyldu verr áfengi og ættu erfíðara með að stjórna ölvun- arstigi sínu. „Ef til vil eru það hormónasveiflur, sem þar hafa áhrif og eins er líkami þeirra öðru- vísi en karla. Þær eru ekki með í maganum eins mikið af ensímum sem brjóta niður áfengi. Þannig að sama magn af áfengi mælist hærra í blóði hjá þeim,“ sagði hún. „Konur nota líka meira af róandi lyfjum en karlar og blanda þeim frekar sam- an við áfengi." Jafnréttisnefnd Reykjavíkur Styrkur til Grænlandsfara JAFNRETTISNEFND Reykja- víkur hefur samþykkt að styrkja leiðangur kvennanna fjögurra, sem eru að ganga yfir Græn- landsjökul, um 100 þúsund krón- ur. í frétt frá nefndinni kemur fram að styrkurinn sé veittur til að fagna þessu þrekvirki kvenn- anna. Furðu veki hversu litla um- fjöllun leiðangurinn hafí fengið í samanburði við leiðangra, sem karlar hafí farið á undanfömum áram. Þá segir, „Þetta áhugaleysi á afrekum kvenna er þeim mun bagalegra sem það bitnar á fjár- mögnun leiðangranna, en leiðang- urskonum hefur gengið illa að fjármagna ferð sína þrátt fyrir að sambærilegur leiðangur karla hafí hlotið margvíslegan stuðning einstaklinga og fyrirtækja." 150 bonsai-tré á hrakhólum PÁLL Kristjánsson, áhugamað- ur um ræktun bonsai-smátijáa, leitar nú að einhverjum sem vill taka við safni hans sem telur 150 tré og hann hefur eytt sið- ustu 25 árum f að koma upp. Páll er að missa aðstöðu, sem hann hefur haft fyrir trén, og vill hann helst að þau fari í heildstæðu safni á nýjan stað. Ef komið yrði upp garði fyrir trén yrði það nyrsti bonsai- garður heims, að sögn Páls. Trén í safninu eru á öllum aldri og af ýmsum tegundum. Elsta tréð er 45 ára gamalt. Það fékk Páll í sumarbústaðalandi fyrir 25 árum og var það þá Morgunblaðið/Þorkell EITT bonsai-trjáa Páls Krist- inssonar. einn og hálfur metri á hæð. Núna er það um 45 cm hátt. Páll segir að ræktun bonsai-trjáa sé fyrirhafnarsöm en umönnun þeirra kosti eklci ýkja mikla vinnu. Páll segist aðeins vera áhuga- maður en hann er þó orðinn svo fróður um áhugamál sitt að hann hefur verið fenginn til að kenna í Garðyrkjuskólanum um ræktun bonsai-tijáa. Þá var fyr- ir u.þ.b. tveimur árum haldin sýning á japanskri list hér á landi og fengu sýningarhaldar- ar tré hjá Páli til að prýða sal- arkynnin. Fossvogsbakkar heyra undir ríkið ekki borgaryfírvöld Friðun samkvæmt náttúruverndarlögum BORGARRÁÐ hefur sam- þykkt að friðlýsa Fossvogs- bakka samkvæmt náttúru- verndarlögum og fela Náttúru- vernd ríkisins umráð þeirra og stjómun. Að sögn Þorvalds S. Þorvaldssonar, forstöðumanns borgarskipulags, fer Náttúru- vernd ríkisins þar með umráð og lögsögu yfir svæðinu og verður að leita eftir samþykki þaðan fyrir öllum framkvæmd- um, breytingum eða áformum um slíkt á svæðinu. í bókun sjálfstæðismanna á fundi borg- arráðs kom fram að þeir telji ástæðulaust að fela Náttúru- vernd ríkisins umráð og stjóm yfir svæðinu. Skynsamlegra hefði verið að um svæðið gilti staðfest borgarvernd. Að sögn Þorvalds felur slík vemd í sér samskonar friðun og friðlýsing samkvæmt náttúraverndarlög- um, en allar ákvarðanir og framkvæmdir heyrðu þá undir borgaryfirvöld. Morgunblaðið/Rax FOSSVOGSBAKKAR hafa verið friðlýstir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.