Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.05.1998, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 14. MAI1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters ROSKINN Berlínarbúi fagnar Gail Halvorsen við minnismerk- ið um loftbrúna í Berlín. Þegar sæl- gæti rigndi yfir Berlín Berlín. Reuters. ÞEGAR hátíðahöld vegna hálfrar aldar afmælis loftbrúarinnar til Berlínar ná hámarki sínu í dag, með þátttöku Bills Clintons Bandaríkja- forseta, Kohls kanlazra og fleiri tign- argesta, kristallast áratuga skipting borgarinnar í mismunandi afstöðu fólks sem bjó sínu hvoru megin múrsins. íbúar gömlu Austur-Berlín- ar finna hjá sér litla þörf til fagnaðar- láta, en sú tilfinning er þeim mun sterkari meðal þeirra sem bjuggu í vesturhluta borgarinnar og muna daga loftbrúarinnar frá 1948-1949. Þeir eru enn uppfullir þakklætis í garð þeirra sem að henni stóðu, ekki sízt hinum bandarísku, brezku og frönsku flugmönnum sem fluttu borgarbúum nauðsynjar eftir að Sovétmenn lokuðu fyrir landsam- göngur til hemámssvæða Vestur- veldanna í borginni. Þessi tilraun Sovétmanna til að sölsa alla borgina undir sig var þungvægt skref í upp- hafi kalda stríðsins og breytti hlut- verki Vesturveldanna í höfuðborg hins sigraða Þýzkalands. Loftbrúin gaf ibúum Berlínar von I hátíðahöldunum tekur þátt einn flugmanna „sæigætissprengjuflug- vélanna“, eins og íbúar tóku upp á að kalla flugvélar sem færðu þeim björg í bú á raunastund. Gail Halvorsen var hampað sem hetju eftir að það spurðist út á sínum tíma að hann hefði byrjað á því að dreifa rúsínum og súkkulaði í fallhlífum gerðum úr vasaklútum úr flugvélinni sem hann flaug, en þetta athæfi tóku síðan margir flugmenn upp. „Það var ekki fyrst og fremst kol- in, hveitið, þurrkuðu kartöflurnar eða jafnvel súkkulaðið sem við flutt- um hingað sem var mikilvægast," sagði Halvorsen, sem er nú 77 ára og á eftirlaunum sem liðsforingi í bandaríska flughemum. „Það var vonin sem loftbrúin skapaði hérna. Með voninni getur manneskjan sigr- ast á hverju sem er.“ Tíu manns féllu í átökum andófsmanna og lögreglu í Indónesíu Suharto á heimleið Jakarta, Singapore, Yogyakarta. Reuters. SUHARTO, forseti Indónesíu, biðlaði í gær til landa sinna um að sýna stillingu en óeirðir mögnuðust enn frekar í landinu í gær. Um leið ákvað Suharto að binda enda á heimsókn sína til Egyptalands, þar sem hann sótti fund 15 van- þróaðra ríkja, vegna ástandsins heima fyrir. Tfu manns létust í óeirðunum í gær en andófsmenn krefjast úrbóta í stjórnarháttum og efnahagsmálum í landinu, auk afsagnar Suhartos forseta. Er ástandinu í Indónesíu nú líkt við það er Ferdinand Marcos, einræðisherra á Filippseyjum, var steypt af stóli árið 1986 og hann hrakinn í útlegð. Stjómmálaskýrendur veltu því í gær fyrir sér hver viðbrögð hersins yrðu og með hverjum stjórnendur hans ákvæðu að fylkja sér. Auk Kínverjanna níu féll að minnsta kosti einn maður er minningarathöfn fyrir þá sex sem létust í óeirðum í fyrradag snérist upp í blóðug átök löggæslu og námsmanna í Jakarta, höfuð- borg Indónesíu. í Yogyakarta á Jövu beitti óeirðalögregla táragasi gegn námsmönnum og í Bogo á Jövu brutust einnig út óeirðir. Verst voru átökin þó í Jakarta. Námsmenn hafa frá því í febrúar krafist af- sagnar Suhartos forseta vegna efnahagsástands- ins í landinu og undanfarna tíu daga hafa kröfur þess efnis gerst æ háværari og leiðtogar stjórn- arandstöðunnai- taka nú undir kröfur náms- manna. Amien Rais, leiðtogi múslima, og Megawati Sukarnoputri, sem er dóttir Sukarnos, fyrrverandi forseta og landsföður í Indónesíu, hvöttu námsmenn til að halda áfram mótmælum sínum þar til stjórnmálaúrbótum yrði hrint í framkvæmd. Megawati flutti harðorða ræðu á fundi með námsmönnum í gær og sagði ofbeldis- verk lögreglu og hers gagnvart þegnum landsins ófyrirgefanleg. Stjórnmálaskýrendur velta því nú fyrii’ sér hvort Megawati taki að sér að verða pólitískur leiðtogi andófsmanna sem er nokkuð sem námsmennina hefur sárlega vantað í mótmælaaðgerðum sínum. Stöðugleika ógnað í Asíu Fjármálamarkaðir víðs vegar um Asíu brugð- ust með skelfinu við fregnum af auknum átök- um og gjaldmiðill Indónesíu, rúpían, féll enn frekar í verði. Satoshi Morimoto, fræðimaður við Nomura-rannsóknarstofnunina í Japan, sagði hins vegar vandræði Indónesíu ekki leng- ur snúast um verð gjaldmiðla og fjármála- áhyggjur. „Hér er um að ræða hættu sem ógn- ar pólitískum stöðugleika ekki aðeins í Indónesíu heldur í Asíu allri.“ Reuters ÓEIRÐALÖGREGLA í Yogyakarta á Jövu var grá fyrir járnum á mótorhjólum sinum þar sem hún bjóst til að takast á við um 8000 námsmenn. Átök magnast enn í Indónesíu. Milosevic vill hitta Rugova Tírana. Moskva. Brussel. Pristina. Reuters. TIU menn af albönsku bergi brotnir létust í sprengjuárás nærri landamærum Albaníu í Kosovo í gær. Ekki var vitað hver stóð fyrir árásinni en stjórnvöld í Albaníu og Rússlandi höfðu fyrr um daginn fagnað fregnum þess efnis að Richard Holbrooke, sér- legum sendifulltrúa Bandaríkja- stjórnar, hefði tekist að sannfæra Slobodan Milosevic, forseta Jú- góslavíu, sambandsríkis Serbíu og Svartfjallalands, um að efna til beinna viðræðna við fulltrúa Kosovo-Albana. Atlandshafs- bandalagið (NATO) hyggst samt sem áður ræða ítarlega til hvaða ráða megi grípa ef átökin í Kosovo magnast enn og aðspurður kvað talsmaður NATO þann möguleika alls ekki úr sögunni að bandalagið sendi herlið til að gæta landamæra Kosovo og Albaníu. Bill Clinton, forseti Bandai’íkj- anna, sagðist í yfirlýsingu fagna til- kynningu þess efnis að Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, hygð- ist bjóða Ibrahim Rugova, leiðtoga Kosovo-Albana, til könnunarvið- ræðna á fóstudag um hvernig binda megi enda á átök í Kosovo. Sagði Clinton að hér væri stigið mikilvægt skref í þá átt að koma í veg fyrir að átökin í Kosovo breiðist út til nærliggjandi landa. Enn væri þó mikið verk óunnið. EÞ sam- þykkir stjórn ECB Strassborg. Reuters. EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær framkvæmdastjórn Evrópska seðla- bankans (ECB), eins og ríkisstjórnir Evrópusambandsríkjanna (ESB) höfðu ákveðið að skipa hana. „Evi’ópski seðlabankinn mun fá þá framkvæmdastjórn sem hann á skilið," sagði Christa Randzio-Plath, formaður þingnefndarinnar sem hafði það hlutverk að yfirheyra þá sem útnefndir hafa verið til setu í framkvæmdastjórninni. I atkvæðagreiðslu sem hefur enga lagalega þýðingu en var þeim mun mikilvægari í pólitísku tilliti lagði þing ESB blessun sína yfir skipun Hollendingsins Wim Duisenberg í stöðu aðalbankastjóra, með 439 at- kvæðum gegn 40. 59 sátu hjá. Skip- un hinna fimm meðlima fram- kvæmdastjórnar bankans var einnig samþykkt með atkvæðum mikils meirihluta þingheims. --------------- Bann á tó- baksaug- lýsingar Strassborg, Genf. Reuters. „Við gerum á einum degi það sem áður tók viku“ Auk Lars Kolind munu nokkrir íslenskir athafna- menn segja frá og miðla reynslu sinni af þessu fyrirkomulagi. Staður: Hótel Loftleiöir, Þingsalur 1. Tími: Þriðjudagur 19. maí 1998. kl. 9-13 eða kl. 14-18. Lars Kolind, 49 ára, kom til Oticon árið 1988 til að taka við fyrirtæki í miklum vanda. Eins og venja er byrjaði hann á að ráðast á kostnaðinn. Hann gerði sér hins vegar fljótlega grein fyrir að slíkar leiðir myndu ekki nægja til að umbylta fyrirtækinu og skapa því sterka stöðu gegn Sony og Philips, sem eru ráðandi á þessum markaði. Eftir tveggja ára basl gerðist Lars Kolind svo djarfur að reyna nýja leið: að „afskipuleggja" fyrirtækið. Sú aðferð grundvallaðist á því að þróa nýja tækni og kafa djúpt í vinnusálfræði til að ná fram hámarksafköstum. Nú byggist starfsemi Oticon á liðsheildum sem skipuleggja sig sjálfar eftir hverju verkefni sem ákveðið er að vinna. Þannig er unnið með tugi verkefna á hverjum tíma og flestir starfsmenn vinna að fleiri en einu verkefni á sama tíma. Sérhvert verkefni er eins og fyrirtæki og stjórnandi þess hegðar sér eins og yfirstjómandi fyrirtækisins. Lars Kolind og félagar hans hafa skapað byltingarkennt fyrirtækisumhverfi norðan Kaupmannahafnar. Það er djarft og árangursríkt og með þvf hafa þeir unnið nýja markaði og vakið athygli viðsldptaffömuða um allan heim. Listin snýst um hvemig fólk skynjar starf sitt. Unnið er gegn pappírsflóði með skrifborðum án skúffa og einstæðum nettölvum í umhverfi sem leggur áherslu á hreyfanleika. Skráning og nánari upplýsingar í síma 533 4567 og www.sfjornun.is Stjárpunarfélag Islands EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær drög að nýiTÍ löggjöf Evrópusam- bandsins um bann, sem taki gildi innan þriggja ára, við flestum aug- lýsingum og styrkjum frá tóbaks- vöruframleiðendum. Drögin voru samþykkt án breyt- inga og verða því sjálfkrafa að lögum þegar stjórnir Evrópusambandsríkj- anna hafa samþykkt hana formlega. Fulltrúar, sem andvígir voru löggjöf- inni, höfðu reynt að tefja framgang hennar með því að fá breytingar gerðar og hefði það kallað á nýjar samningaviðræður við stjórnirnar. Heilbrigðisráðherrar Evrópusam- bandsríkjanna komu sér saman um drögin að löggjöfinni í fyrra, að und- angengnum samningaviðræðum sem stóðu í níu ár. Samkvæmt löggjöfinni verða flestar tóbaksauglýsingar bannaðar innan þriggja ára, óbeinar auglýsingar og styrkveitingar til íþrótta- og menningarviðburða verða bannaðar innan sex ára. Stórir, alþjóðlegii’ viðburðir á borð við Formúla eitt kappakstur og heimsmeistarakeppnina í snóker geta þó þegið styrki ffá sígarettuframleið- endum þar til í október 2006. ! > I i I í l i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.