Morgunblaðið - 14.05.1998, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 14.05.1998, Qupperneq 30
 Stjórn Lista- háskóla skipuð STEFÁN P. Eggertsson verk- fræðingur verður formaður stjórnar Listaháskóla íslands, sem senn tekur til starfa. Er hann annar tveggja stjórnar- manna sem tilnefndir eru af menntamálaráðherra, hinn er Sigurður Nordal hagfræðing- ur. Pá kaus Félag um Listahá- skóla þrjá fulltrúa í stjórn skól- ans á aðalfundi sínum í fyrra- kvöld. Þeir eru Pétur Einars- son leikari og leikstjóri, Kar- ólína Eiríksdóttir tónskáld og Kristinn E. Hrafnsson mynd- listannaður. Gert er ráð fyrir að fyrsti fundur stjómarinnar verði í næstu viku. Tökum lokið á Hjarnið logar TÖKUM á kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Hjarnið logar er lokið. Þær fóru fram á íslandi og í Ástralíu í lok aprfl og byrjun maí. Kvikmyndin er hluti af syrpu sem þýskt fram- leiðsluíyrirtæki hefur framleitt undir nafninu „Erotic Tales“. Á ensku hefur myndin fengið heitið „On Top Down Under“. I kynningu segir: „Fjöldi virtra leikstjóra hefur á undan- förnum árum leikstýrt erótísk- um sögum í þessari syi'pu og má þar helsta nefna; Ken Russell, Bob Rafelson, Susan Seidelman, Margret von Trotta og Istvan Szabo.“ Tökur fóm fram á Islandi og á slóðum kvikmyndarinnar Mad Max II í eyðimörkinni við Broken Hill í Ástralíu. Innitök- ur og eftirvinnsla fara fram á íslandi. Handritið samdi Friðrik Þór Friðriksson. Kvikmyndataka er í höndum Ara Kristinssonar og Hilmar Örn Hilmarsson semur tónlistina. Myndin er 30 mín. löng og verður dreift í kvikmyndahús, á myndbandi og í sjónvarpi víða um heim. 30 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR NjÁjar bækur • ANDARDRÁTTUR umhyggj- unnar - Úr samræðu og í einrúmi eftir Caroline Krook, verðandi bisk- up í Stokkhólmi, í þýðingu sr. Jóns Bjarman, er komin út. I kynningu segir m. a.: „Þetta litla kver er sprottið úr jarðvegi sál- gæslustarfa Caroline Krook og þeir sem annast lík störf hér á landi munu kannast við þær aðstæður sem lýst er. Að orða þjáninguna, að koma tilfmningum til skila, að tengja þann sem þjáist þeim sem veitt get- ur hjálp - um það snýst þessi bók. Efni bókarinnar er sett fram í ljóði. Þessi bók er ætluð þeim sem takast á við vandamál daglegs lífs, en einnig og ekki síður þeim sem stunda sálgæslu." Höfundurinn, Caroline Krook, hefur starfað sem prestur í sænsku kirkjunni um árabil og nýverið var hún kjörin biskup í Stokkhólmi, önn- ur kvenna til að hljóta biskupsvígslu í sænsku kirkjunni. Hún er vel þekkt í heimalandi sínu og hefur gefíð út nokkrar bækur, m.a. um sál- gæslustörf. Skálholtsútgáfan, útgáfufélag Þjóðkirkjunnar, gefur út. Bókin kostar 1.200 kr. og fæst í Kirkjuhús- inu Laugavegi 31 og öllum helstu bókaverslunum á landinu. ------------------ Nýjar plötur • Ó BORG, MÍN BORG er safn- plata með 18 þekktum lögum er á einn eða annan hátt tengjast Reykjavík. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, syngur titillag plötunnar Ó borg, mín borg eftir Hauk Morthens við texta Vilhjálms frá Skálholti, ásamt Ríó tríói og Borg- ardætrum. Reykjavíkurlistinn gefur plötuna útoger útgáfan iiður í fjáröflun til að standa straum af kostnaði við kosningabaráttuna í vor. Verð plöt- unnar er 1.500 kr. Hún verður til sölu á öllum kosningaskrifstofum Reykjavíkurlistans og verður auk þess boðin til sölu víðsvegar um borgina á næstu dögum og vikum. Morgunblaðið/Ásdís MAGNÚS Geir Þórðarson, listrænn stjórnandi Iðnó, tekur á móti borgarsljóranum í Reykjavík, Inglbjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrir opnunarsýninguna í gærkvöldi. andi hve mikið var um mismæli og það þrátt fyrir að leikararnir héldu á bókunum allan tímann. Þetta bendii' til að æfíngar hafí verið of fáar. Tónlistarflutningurinn, sem var lítt rafmagnaður, setti skemmtileg- an svip á dagskrána og þá sérstak- lega góður söngur án orða. Aftur á móti voru þær fáu línur sem voru sungnar illskiljanlegar. Lagðist þar á eitt módernísk gerð ljóðsins, sveiflukennd laglína og framburður söngkonunnar. Kannski væri best að lýsa þessari dagskrá þannig að hún hafí verið átakalaus. Þrátt fyrir að þessir sex leikarar séu með bestu leikurum landsins, leikstjórinn einn sá allra- besti og sá sem valdi efni í dag- skrána landsþekktur fyrir skemmti- legheit og frumleika tekst þeim ein- hvernveginn ekki að koma saman og flytja nógu áhugaverða dagskrá úr verkum nóbelsskáldsins. Kannski er vandamálið það að af slíkum hafsjó er að taka að erfitt er að festa hendur á einu eða neinu. Það er von mín að leikhúsin sjái sóma sinn í því á næsta leikári að setja upp einhver leikverk skálds- ins. Það er nóg komið af leikgerðum og dagski'ám og kominn tími til að endurmeta Halldór Kiljan Laxness sem leikskáld. Sveinn Haraldsson Reuters Drottningar- portrett CHRIS Smith, menningarmáia- ráðherra Bretlands, afhjúpaði í síðustu viku portrett af Elisabetu II Bretadrottningu í London. Það er eftir Robert Wraiht og þykir hann hafa farið mjúkum höndum um andlit drottningar með pensl- inum. mlima J: m tlr dagskrá: TABOUGAN - Veiðimannadans stiginn við mikíivægar helgiathafnir konunga og tignarfólks í 5uður-Tógó og Norður-Gana BLA - Dans hanans, stiginn í hrúðkaupum í Bassar í Tógó / SAKPATA - Dans t titefni af umskuröi Sakpata- vúdútrúarmanna í Tógó / KAKA - Glæsidans ungra Bénín- og Tógóbúa / TSCOHOIN - Dans sem titheyrir helgiathöfnum Guen-ættflokksins í Tógó. Ákalt tit regnsins á þurrkatíma / ATECHNA - Ástaróður frá ættbátki frumbyggja í Norður-Ameríku AYtGAH - Dans við hetgiathafnir vúdútrúarmanna í Suóur-Tógó MASSE - Sáttadans etskenda í Suður-Tógó og Benín / ATCHOKI • Glæsi- og gleóidans / AGUELE - Dans á stuttum tengdur vúdútrú / CALLEBASSE - Afnskur gtæsi- og gteðidans ADI OGBO - Gteðidans apanna / ELDDANS / IDJOMBI - Dans í titefní af umskurði ungra manna af Sota-ættflokknum í Noröur-Tógó, þegar þeir eru teknir í tölu fultorðinna kartmanna. 'JS . ,| ".’J ItJö" ..ífÍR.. ■ *■ ■: 4' \ % ..j */\A I I f. imk ; pK- ***' '“ÁdT v--® - wf nJ■ • ílk- 1 \ kJM Borgarieikhúsinu lau. 16. maí kl 20 örfá sæti laus, su. 17. maí kl.14 og 20 örfa sæti laus ► > / f 1D. IVIMl ~ 1. JUIVl i Miðasata ^ Bankastræti 2. Sími 5528588. Greiðslukortaþjónusta Fyrir framan bókaskápinn LEIKLIST Leikfélag Islands í lðnó ÚNGLÍNGURINN f SKÓGINUM Höfundur samantektar úr verkum Halldórs Kiljans Laxness: Illugi Jök- ulsson. Leikstjöri: Viðar Eggertsson. Útlitshönnuður: Elín Edda Arnadótt- ir. Ljósahönnuður: Jóhann Bjarni Pálmason. Tónlist: Halldór Kiljan Laxness, Hilmar Jensson, Pétur Grét- arsson og Tena Palmer. Hljóðfæra- leikur: Hilmar Jensson og Pétur Grétarsson. Söngur: Tena Palmer. Leikarar: Arnar Jónsson, Guðrún Gísladóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Ingvar E. Sig- urðsson og Róbert Arnfinnsson. Mið- vikudagur 13. maí. í ALLRI þeirri ofgnótt af efni sem fjölmiðlar tflreiddu á ótrúlega skömmum tíma fyrir jarðarför nóbelskáldsins fannst undirrituðum mest koma til smáramma í Degi þar sem teknar voru saman upphafs- og lokasetningar nokkurra skáldverka þess. Þessar meitluðu setningar sýndu svart á hvítu að Halldór Kilj- an Laxness var óviðjafnanlegur stflisti og komu því mun betur á framfæri en nokkur minningargrein. Hér er sami póllinn tekinn í hæð- ina, orð skáldsins eru látin standa íyrir sínu. Við ljúfan djasskenndan undirleik og -söng lesa sex leikarar upp úr bókum skáldsins. Sviðið er alveg opið, hljómsveitin er hægra megin innarlega en annars staðar á sviðinu eru valin dökk antikhúsgögn sem setja mikinn svip á leikrýmið. I miðjunni trónir geysifallegur, gam- all bókaskápur þar sem bókum skáldsins er hallað hverri upp að annarri auk þess sem þeim er dreift í litlum stöflum um sviðið. Heildar- útgáfan, sem er auðþekkt af íburð- armikilli gyllingunni, á vel heima hér með þessum íburðarmiklu hús- gögnum. Hún er táknræn fyrir þann sess sem Laxness skipar í vitund þjóðarinnar. Þessa uppstillingu - sex leikarar á ýmsum aldri sem lesa brot úr verk- um skáldsins - má ef til vill lesa sem móderníska tilraun til að færa skáld- ið nær nútímalesendum. Eða kannski eiga áhorfendur að nótera hjá sér hvað þeir kannast við mörg brotanna og metast hver við annan í hléinu. En raunar er ekkert slíkt á ferðinni. Dagskráin er sett saman af brotum sem er raðað kringum þemu, stuttum ljóðum og tveimur löngum ljóðum, einu íyrir hlé og einu eftir hlé. Að þessu frátöldu skorti bæði heildarsvip og stefnu. Afleiðingin var sú að upplesturinn rann saman að undanskildum ein- staka atriðum þar sem textinn lifn- aði á sviðinu í meðfórum leikaranna. Hver og einn sexmenninganna átti sér slík andartök: Herdís Þorvalds- dóttir er hún las Vöggukvæði úr Silfurtúnglinu, Róbert er hann fór með S.S. Montclare, Halldóra og Ingvar er þau léku Unglínginn í skóginum, Guðrún er hún gæddi ýmis tilsvör lífi og Arnar á gamal- kunnum nótum í ljóðalestri. Áber- andi var að þrjú þau yngri léku sinn texta frekar en að setja sig í sér- stakar upplestrarstellingar og það bjargaði mikiu. Hins vegar var áber-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.