Morgunblaðið - 14.05.1998, Page 64

Morgunblaðið - 14.05.1998, Page 64
84 FIMMTUDAGUR 14. MAÍ 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ i I í í \ i f 5 ■ * Matur og matgerd Kartöflur allt árið Kartöflur hafa verið helsti C-vítamín- gjafí okkar í meira en tvær aldir, segir Kristín Gestsdóttir. NÚ ER orðin breyting á með ræktun og innflutningi alls kon- ar grænmetistegunda og ávaxta. Það er einkum yngri kynslóðin sem ekki borðar kartöflur nema þá helst „franskar," en í þeim eyðileggjast yfír 90% vítamína ogþær sjúga í sig geysilega fitu. I kartöflum eru verðmæt kol- vetni og margir hugsa efalaust: Pasta er alveg eins góður kol- vetnagjafi og það er miklu ódýr- ara. Þetta er ekki alls kostar rétt, kartöflur eru miklu betri kolvetnagjafi en pasta af því að önnur næringarefni fylgja með, en pasta er nær eingöngu búið til úr hvítu hveiti - við getum al- veg eins borðað hveitibrauð, sem er jafn góður kostur og pasta. A þessum árstíma eru kartöfl- ur frekar leiðinlegar og vítamín- litlar þó kolvetnin séu enn til staðar, við skulum samt ekki hætta að borða þær, heldur búa til eitthvað gott úr þeim og borða með kjöti og fiski eða öðru grænmeti. Gott getur verið að afhýða þær og sjóða síðan í litlu vatni með ögn af salti, hella vatninu af og láta þær þorna ör- litla stund í pottinum á heitri hellunni. Haldið endilega áfram að borða kartöflur, líka á þessum árstíma. Fljótlegur kartöfluréttur, handa 4 400-500 g kartöflur vatn - 'h tsk. salt á kartöflurnar _________1 msk. matarolía_________ ______3 stórar sneiðar beikon_____ ______1 meðalstór blaðlaukur______ (nota má hvaða lauk sem er) ____________1/2 dl mjólk__________ Vz dl rjómi (eða 1/2 dl mjólk í viðbót) t1/2 msk. hveiti + 1/2 dl mjólk __________1/8 tsk. múskat_________ 4 ostsneiðar 4 stórar brauðsneiðar 1. Afhýðið kartöflurnar, skerið í sneiðar og sjóðið í saltvatni svo að rétt fljóti yfir þar til þær eru orðnar meyrar. Hellið vatninu síðan af. 2. Setjið matarolíu í lítinn pott, skerið beikonið frekar smátt, þvoið blaðlauk með því að láta kalt vatn renna inn í hann, skerið síðan í sneiðar og sjóðið ásamt beikoni í olíunni í um 5 mínútur. Þetta á ekki að brún- ast. 3. Hellið mjólk og rjóma ofan á það sem er í pottinum. Hristið saman hveiti og mjólk, hrærið út í og búið til þykka sósu. Setjið múskat út í. Blandið karöflunum útí. 4. Raðið brauðsneiðunum á fat eða diska. Skiptið jafningnum á sneiðarnar, setjið ostsneiðar yfir og bakið í bakaraofhi eða ör- bylgjuofni. Athugið: Gott er að bera með blaðsalat, tómata eða gúrkur. Næsti réttur var lengi upp- áhaldsréttur bamanna minna. Hann er kannski ekki miklu hollari er „franskar“ sem ég for- dæmdi hér að framan, en áreið- anlega ódýrari. Steiktar kartöflur með kúmeni 3 bökunarkartöflur eða aðrar stórar kartöflur 1 -2 msk. matarolía 1-2 msk. smör kúmen 1. Afhýðið kartöflurnar og skerið í þunnar sneiðar 2-3 mm á þykkt. 2. Setjið hluta af smjöri og olíu á pönnu og steikið kartöflu- sneiðarnar við meðalhita, íyrst á annarri hliðinni, snúið við, stráið á þær kúmeni og steikið á síðari hliðinni. Gætið þess að kartöfl- urnar verði alveg meyrar, en það tekur nokkar mínútur. Setj- ið á fat og haldið heitu. 3. Steikið það sem eftir er á sama hátt. Athugið: Þessar kartöflur eru geysigóðar með eggjaköku, ein- ar sér, með skinku eða annars konar kjöti og alls konar skel- fiski. Einföld uppskrift af eggjaköku, handa einum ____________1 egg____________ _____salt milli fingurgómanna_ ________nýmalaður pipar______ 1 tsk. vatn úr kalda krananum Þeytið allt lauslega saman og setjið á smurða pönnu eða á smurðan disk í örbylgjuofninn. Snúið eggjakökunni við á pönn- unni. VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Góð limra GAMALL laxveiðimaður rak augun í eftirfarandi limru sem birtist í síðasta tölublaði Skessu- horns sem gefið er út í Borgarnesi. Hún er þar sögð eftir ónefndan lax- veiðiáhugamann. Af áhuga eyrun ég sperri ef upp glennist kjaftur á Sverri. Þótt fortíð sé ljót má finna því bót ef einhverjir eru til verri. Evróið kemur í DESEMBER 1995 samþykkti Evrópuráðið að hinn nýi sameiginlegi gjaldmiðill Evrópusam- bandsins skyldi bera nafnið euro, ritað svo. Þessi nýi gjaldmiðill verður settur í umferð í janúar árið 2002. Eins og mörgum er kunnugt hefur það tekið 40 ár að koma hinum sameiginlega gjaldmiðli á laggirnar. Lengi veltu menn fyrir sér nafni á hinn nýja miðil. Lausn þess máís var einföld og snjöll. Heimsálfa aðildar- landanna heitir Evrópa (Europe) og mönnum hugkvæmdist að nýta hluta nafns álfunnar, Euro, sem heiti hins nýja gjaldmiðils. Þess vegna heitir gjaldmiðillinn euro, á frummálinu ef svo má segja. Ohjákvæmilegt er að þennan gjaldmiðil beri á góma hér á landi. Þar sem heimsálfan heitir á íslensku Evrópa segir það sig sjálft að heppi- legasta nafnið á gjald- miðlinum hér á landi er evró. Hvorugkynsorðið evró fellur ágætlega að íslensku beygingakerfi. Evró beygist eins og gró, hró og bíó. Það er einnig þjált í samsetningum: evrómynt, evróreikning- ur, evróseðill. Fyrirhugað er að gefa út seðla að verðgildi 5, 10, 20, 50, 100, 200 og 500 evró og mynt að gildi 1 og 2 evró. Enn- fremur verður gefin út mynt sem nefnist evró- sent að verðgildi 1, 2, 5, 10, 20 og 50. í orðinu evrósent sjást hlutar orðanna Evrópa og sentímetri. Framhlið evróseðl- anna verður eins í öllum aðildarlöndum banda- lagsins en hverju landi er heimilt að hanna bak- hliðina að eigin vild. Hið sama er að segja um evr- ómyntina (1 og 2 evró) og öll evrósentin. Að lokum koma hér nokkur dæmi um hvem- ig evróið hljómar í mæltu máli: Er hægt að stofna evr- óreikning? Gæti ég feng- ið 200 evró? Hefur gengi evrósins breyst mikið? Gætum við tekið evróin okkar út? Hvað eru þetta mörg evró? Það em 120 evró og 50 evrósent. Það verður ekki annað sagt en þetta hljómi vel. Evróið er á næsta leiti. Arngrímur Sigurðsson. Lækjarskóli 1950 VIÐ sem lukum barna- prófi frá Lækjarskóla í Hafnarfirði árið 1950 ætlum að hittast á Veit- ingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði þann 16. maí nk. kl. 19. Við ætlum að borða saman og rifja upp gamlar minningar. D.B.B. Hver kannast við þessa mynd? ÞESSI mynd fannst í austurborginni. Hún er merkt Hannes Arnason. Þeir sem kannast við hana geta hringt í síma 569 1318. Tapað/fundið Gler týndist úr gleraugnm GLER týndist úr gler- augum í erfidrykkju á Hótel Borg 4. maí sl. Þeir sem vita um glerið vinsamlega láti Magnús Blöndal vita í síma 561 4161. Lyklar í óskilum LYKLAR fundust í Elliðaárdal á skírdag. Upplýsingar í síma 557 4684. Svart seðlaveski týndist ER ég svo heppin að þú hafir fundið svarta seðla- veskið mitt sem ég týndi á dularfullan hátt í Nóatúni, Háaleitisbraut sl. sunnudag kl. 16 eða á leiðinni í bílinn. Mér þætti gott að fá það aft- ur, jafnvel peningalaust. Fundarlaun. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 553 4594 eða vs. 553 3780. Gleraugu týndust GLERAUGU, karl- manns, týndust á horn- inu á Suðurgötu/Túngötu (hjá Hjálpræðishernum). Finnandi hafi samband í síma 551 1396. Dýrahald Kettlingar óska eftir heimili 12 VIKNA læður, kassa- vanar, þrílitar og falleg- ar, óska eftir heimili. Upplýsingar í síma 897 0662 eða 553 3878. Svartur golden- blendingur í óskilum FRÁ Hundaeftirliti Reykjavíkur. Stór svart- ur golden-blendingur fannst á Geirsnefí 6. maí. Hann er í vistun að Leir- um. Eigendur vitji hans sem fyrst. Hreiðar. Gulbröndóttur fress týndist FRESS, gulbröndóttur, týndist frá Boðagranda í Reykjavík aðfaranótt 2. maí sl. Kötturinn er eymamerktur með nú- merinu G6086. Ef ein- hver hefur séð hann á ferli er sá hinn sami vin- samlegast beðinn um að láta vita í síma 565 0408, Heiða. Víkverji skrifar... NÝLEGA fór Víkverji í kvik- myndahús til þess að horfa á kvikmynd sem í lék leikarinn Ric- hard Gere og bar myndin titilinn „Red Corner“. Myndin var í sjálfu sér ágæt dægrastytting og fjallaði um kaupsýslumann, sem fer út af sporinu í kaupsýslunni austur í Pek- ing og fer að eiga vingott við feg- urðardís, sem hann hittir þar. Óheppnin eltir hann síðan þegar reynt er að klína morði á hann eftir að stúlkan er drepin. í þessari kvikmynd er talsvert um að leikarar ræði saman á kín- versku, sem Víkverji skilur ekki stakt orð í, svo sem gera má ráð fyr- ir að svipað sé ástatt um allan þorra kvikmyndahúsagesta, sem myndina sjá. Framleiðendur myndarinnar hafa ráðið bót á þessu fýrir enskumælandi fólk og því birtist enskur texti neðst á tjaldinu. En ís- lenzka kvikmyndahúsið, sem setur inn íslenzkan texta, heldur sínu striki þrátt íyrir enska textann. I stað þess að birta hann á meðan enski textinn birtist, efst á tjaldinu, er öllu ruglað saman neðst og fer allt í einn hrærigraut og enginn í kvikmyndahúsinu getur lesið nokkuð hvað um er rætt á tjaldinu. Hvers vegna er ekki unnt að færa íslenzka textann upp, á meðan sá enski birtist? AFYRSTA maí birtist í Morgun- blaðinu heilsíðuauglýsing frá ELCO, stórmarkaði með raftæki, þar sem sagði - þannig mætum við kröfum dagsins - eða eitthvað í þá áttina. Málið var sem sagt að boðið var upp á raftæki á vægu verði, til- boð í tilefni dagsins. Síðan voru gefnir upp afgreiðslutímar verzlun- arinnar laugardaga, sunnudaga og virka daga. I auglýsingunni var þess hvergi getið að á þessu tilboði væru ein- hver takmörk. Hins vegar munu GSM-símar, sem seldir voru með tilboði þennan dag í verzluninni, hafa verið 50 talsins og fengu færri en vildu, enda munu sumir einnig hafa keypt fleiri en einn síma. Þannig fékk fólk ekki það sem lof- að var í auglýsingunni, þótt það væri komið inn í verzlunina rétt um opnunartímann, því að aðeins tæp- lega fyrstu 50 í biðröð fengu GSM- símana, sem voru í tilboðinu. Víkverja finnst slík framkoma manna í auglýsingum, að segja aðeins hálfan sannleik, eins konar plat við viðskiptavini verzlunarinn- ar og ekki sæmandi stórmarkaði með raftæki. Takmörkunar fram- boðs ætti að geta í auglýsingunni. Setning eins og „fyrstur kemur fyrstur fær“ hefði t.d. gefið til kynna að um örfáa aðila, sem geð hafa í sér til biðraðastöðu, væri að ræða. xxx VÍKVERJI hefur áður minnst á það hve Reykjavíkurborg hefur stórlega dregið saman þjónustu við höfuðborgarbúa að _því er varðar hirðu garðaúrgangs. I fyiTa var hætt að reka mótttöku á garðaúrgangi innarlega í Fossvogi, nánar tiltekið í Kvistalandi, en þar hafði verið þró fyrir slíkan úrgang í áratugi og hreinsaði Reykjavíkm’borg jafnan úr þrónni vikulega. Nú er enginn stað- ur í hverfinu, þar sem menn geta losað sig við garðaúrgang. Niðurstaðan er sú að nú henda garðeigendur úrganginum út á grasflatirnar við Ósland og þar liggja pokar og afskornar greinar eins og hráviði úti um allt dögum og vikum saman. Þannig var þetta í allt fyrrasumar og virðist ætla að vera það aftur í sumar, því að skammt er síðan flatirnar voru allar orðnar fullar af þessu miður smekklega dóti. Síðan hreinsaði borgin þetta allt á dögunum, en það var varla liðinn dagurinn að nýir pokar fóru aftur að safnast upp. Þetta er vandamál, sem borgin þarf að leysa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.