Morgunblaðið - 05.06.1998, Page 16

Morgunblaðið - 05.06.1998, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Seldu allar eigur sínar og festu kaup á móteli í Bandaríkjuiium MANOR Motel í Milbank í Suður-Dakota sem fjölskyldan í Múlasíðunni hefur fest kaup á, en þau taka við rekstrinum um miðjan næsta mánuð. Morgunblaðið/Kristján JÓN Ævar og Jórunn með mexíkóska dverghundinn Cayenne. MIKIL umskipti eru í vændum hjá íjölskyldunni í Múlasíðu 34 á Akureyri, þeim Jórunni G. Sæmundsdóttur og Jóni Ævari Asgrímssyni og dóttur þeirra Heiðu. Þau hafa síðustu daga verið að selja allar sínar eig- ur, íbúð, bfla, sumarbústað og innbú og fest kaup á móteli í Suður-Dakota í Bandaríkjun- um. Þau taka við rekstrinum um miðjan næsta mánuð. „Þetta er tuttugu ára gam- all draumur," sagði Jórunn, en það sem kveikti í þeim á si'num tíma var þegar þau kynntust Bandaríkjamanni sem hafði verið hér á landi í seinni heimsstyrjöldinni og kynnst föður Jóns Ævars. Hann rak ásamt fleirum fyrir- tæki sem keypti og gerði upp gömul hús og bauð þeim að ganga inn í fyrirtækið „Við gugnuðum þá, þorðum ekki að taka áhættuna,“ sagði Jórunn. Á þeim tíma voru þau nýlega búin að byggja einbýlishús á Akureyri og hafið rekstur byggingavöruverslunarinnar Skapta. Jórunn sagði að draumurinn hefði blundað með þeim öll þessi ár, en þau hefðu sett stefnuna á að breyta til um næstu aldamót. Eftír ferð um Bandaríkin fyrir tveimur árum datt þeim í hug að kaupa mótel og hefja rekst- ur og nú í vetur fór Heiða að kanna málið á Netinu og fengu þau 21 tilboð. Eftir að hafa vegið þau og metið stóðu Qögur eftir, í Suður-Dakota, Tuttugu ára gamall draum- ur rætist Maine, Massachusetts og New York ríki. Jón Ævar fór út í vor og eftir að hafa skoðað mótelið í Suður-Dakota vissi hann að þar var draumastað- urinn kominn. Eigandinn hafði verið sá sami frá upphafi og því hefur verið vel við haldið, umferð er mikil og mótelið nánast alltaf fullnýtt. Kvíðum ekki mikilli vinnu Mótelið sem heitir Manor Motel er við hraðbraut 12 í bænum Milbank, þar sem búa 7-8 þúsund manns. Alls eru þar 30 herbergi og eru þau öll nýuppgerð. Innisundlaug, nuddpottur og saunabað standa gestum til boða. Rúm- góð 6 herbergja íbúð fylgir þar sem eigendurnir munu búa. Fyrrverandi eigendur eru á svipuðum aldri og þau Jórunn og Jón Ævar, en eru nú að hætta rekstri og sjá fram á náðuga daga. „Við kvíðum því ekkert að sjá fram á heilmikla vinnu í framtíð- inni, við höfum alltaf unnið mikið, verið með eigin rekstur og þekkjum þetta vel,“ sögðu þau. „Þessi rekstur eins og annar byggist á að veita góða þjónustu, það verður okkar markmið.14 Þegar hafa þau skipt með sér verkum, Jón Ævar mun sjá um daglegan rekstur og viðhald, Jórunn um ræsting- arnar og Heiða um gestamót- tökuna. „Við treystum hvert öðru fullkomlega, þetta bygg- ist mikið á því. Hver sér um sitt og við verðum ekkert að grípa fram fyrir hendurnar hvert á öðru. Við erum vön þessu,“ segja þau. Jón Ævar og Jórunn eru afar samhent og hafa unnið saman í 30 ár, ráku verslunina Skapta í tvo áratugi, en seldu hana Þýsk- íslenska fyrir nokkrum árum „og fylgdum með í kaupun- um“, segir Jórunn og hlær, en nú síðast hafa þau bæði starf- að í verslun Byko á Akureyri. „Við verðum aldrei þreytt hvort á öðru,“ sögðu þau. Áður en þau taka við rekstri mótelsins ætla þau að kynna sér staðhætti, skoða áhuga- verða staði sem eru margir í nágrenninu svo þau getí vísað gestum sínum á þá. „Við hlökkum mikið til að takast á við þetta verkefni, enda verið draumur okkar lengi. Auðvit- að hefur maður oft velt því fyrir sér að þetta sé hálfgerð klikkun, en við lítum á þetta sem vissa áskorun. Það er ein- hver tilhneiging í Islendingum að fara út, kanna nýjar slóðir og gera eitthvað nýtt. Þetta er einhver ævintýraþrá,“ segja þau. Eftirsjá mest eftir íjölskyldu og vinum Síðustu daga hafa þau verið að selja eigur sínar, íbúð, tvo bfla, sumarbústað og heilmik- ið innbú. Eftirsjáin er vitan- lega mest eftir samskiptum við barnabörnin, fjölskyldu og vini, en af veraldlegum eigum sjá þau mest eftir sumarbú- stað sínum í Bárðardal. „Við vorum búin að planta fleiri þúsund plöntum á svæðinu, yfir 30 tegunduin, og skrá- setja allt saman. Árangurinn hefur verið að koma í ljós, en þarna höfum við átt margar góðar stundir,“ segja þau en bæta við að bústaðurinn hafi lent í góðum höndum. „Kannski komum við aftur í ellinni, hver veit, það verður bara að koma í ljós,“ segir Jórunn. Viðamikil dag- skrá á sjó- mannadaginn Morgunblaðið/Kristján Umferðarslys í Ljósavatnsskarði Ung kona slasaðist VIÐAMIKIL dagskrá verður á Akureyri vegna sjómannadagsins, en auk þess sem dagskrá verður á sjómannadaginn efna Eimskip og fleiri fyrirtæki til útihátíðar við Oddeyrarskála á morgun, laugar- dag, og á sunnudag verður Bifreiða- stöð Norðurlands með rútudag. Forskot verður tekið á sæluna strax í dag, fostudag, en þá munu nokkur af helstu matvælafram- leiðslufyrirtækjum bjóða gestum og gangandi að bragða á matvöru úr sjávarfangi á Ráðhústorgi. Á laugardag verður róðrarkeppni á Pollinum og hefst hún kl. 13 en á sama tíma hefst útihátíð á Oddeyr- artanga, fyrirtæki sem starfa í skál- anum kynna starfsemi sína, strand- ferðaskipið Reykjafoss verður til sýnis og boðið verður upp á veiting- ar og skemmtiatriði. FMN og Pizza 67 bjóða upp á siglingu með Sæfara. Knattspymukeppni sjómanna verð- ur kl. 16.30 og golfmót kl. 20. Um kvöldið verður sjómannaball á Ráð- hústorgi. Sjómannaguðsþjónustur verða í kirkjunum kl. 11 og athöfn við minnisvarðann í Glerárkirkju að þeim loknum. Fjölskylduhátíð verð- ur á hafnarsvæðinu við Oddeyrar- bryggju kl. 13.30 á sjómannadaginn og flytur Svanfríður Jónasdóttir há- tíðarávarp, en einnig verður marg- vísleg dagskrá í boði. Rútudagur Rútudagur verður haldinn við Umferðarmiðstöðina á sunnudag og verður þar sýndur bílakostur Sér- leyfisbfla Akureyrar, BHS Húsavík, Norðurleiðar og Ævars og Bóasar á Dalvík. Kynntir verða margvíslegir ferðamöguleikar og boðið upp á stuttar skoðunarferðir um Akureyri og Eyjafjörð. Að kvöldi sjómannadagsins verður hátíð í Iþróttahöllinni þar sem boðið er upp á vönduð skemmtiatriði. Miðasala verður í dag og á morgun frá kl. 14 til 16 á skrifstofu Sjómannadagsráðs í Al- þýðuhúsinu. UNG kona slasaðist, m.a. á höfði, er bíll hennar valt á þjóðvegi 1 skammt frá Stórutjarnarskóla í Ljósavatnsskarði í S-Þingeyjar- sýslu seinni partinn í gær. Konan, sem var ein í bflnum, var flutt á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Húsavík er talið að kon- an hafi misst vald á bflnum, sem fór eina veltu á miðjum veginum og valt áfram yfir akreinina á móti og útaf hinum megin, þar sem hann hafnaði á hvolfi. Talið er að bíllinn hafi farið íjórar veltur. Sjúkrabfll og slökkvibfll frá Akureyri Sjúkrabfll og slökkvibfll með klippur fóru frá Akureyri og síðan annar sjúkrabfll með vaktlækni heilsugæslustöðvarinnar en slökkvibílnum var snúið við eftir að ljóst var að konan var komin út úr bflnum. Eins og sést á myndinni sem tekin var á slysstað er bfllinn gjörónýtur. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Um 50 hjtíkr- unarfræð- ingar hafa sagt upp UM 50 hjúkrunarfræðingar á Fjórð- ungssjúki-ahúsinu á Akureyri hafa sagt upp störfum með þriggja mán- aða fyrirvara, en þetta er að sögn Vignis Sveinssonar aðstoðarfram- kvæmdastjóra um einn þriðji af öll- um starfandi hjúkrunarfræðingum á sjúkrahúsinu. Ástæða uppsagnanna er óánægja með að ekki hafi enn tekist að útfæra nýjan kjarasamning, en svonefndar aðlögunarnefndir hafa frá því um áramót unnið að því að útfæra kjara- samning þann sem gerður var við ríkisstarfsmenn á liðnu ári. „Eg vona að menn nái samkomulagi um útfærslu á þessum samningum og vænti þess að uppsagnir verði dregn- ar til baka í kjölfar þess, því annars er í mikið óefni komið,“ sagði Vignir. --------------------- Iþrótta- skemman seld BÆJARRÁÐ Akureyrai' samþykkti á fundi sínum í gær, að leggja til að bæjarstjóra yrði heimilað að ganga til samninga við Sandblástur og málmhúðun um kaup á Iþrótta- skemmunni á grundvelli tilboðs fyr- irtækisins. Athafnasvæði Sandblásturs og málmhúðunar er á næstu lóð við Iþróttaskemmuna og því er talið að húsnæðið geti nýst fyrirtækinu vel. Bæjarráðsmaðurinn Sigríður Stef- ánsdótth lét bóka á fundinum að hún teldi rétt að reyna sölu á Iþrótta- skemmunni en lagði áherslu á að jafnframt yrði að finna þeirri starf- semi sem nú er í húsinu annan stað. „Fyrir utan íþróttaiðkunina er mjög brýnt að bæta eða byggja upp að- stöðu fyrir stærri tónleika," sagði ennfremur í bókun Sigríðar. ------♦-♦-♦----- Sveinbjörg- sýnir á Karólínu SVEINBJÖRG Hallgrímsdóttir opnar gi-afíksýningu á laugardag, 6. júní, í Café Karólínu en þetta er fjórða einkasýning hennai- auk þess sem hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin stendur til 3. júlí næstkomandi. Innblástur verkanna er koma far- fuglanna og gróandans, um flugið sem virðist svo leikandi létt og róm- antíkina sem ekki síst tengist þess- um árstíma birtu og gróðurs. Myndirnar eru allar unnar nú í vor. Tæknin sem notuð er kallast þuixnál og er unnin á kopar- og álp- lötur og hver mynd þrykkt með mis- mörgum plötum. Vinnustofa Sveinbjargar er í Gil- inu en þar rekur hún einnig Galleri Svartfugl. ---------------- Bryndís Björg- vinsdóttir sýnir í Svartfugli BRYNDÍS Björgvinsdóttir sýnh verk sín í Gallerí Svartfugli á Akur- eyri til 7. júní. I vetur hefur Bryndís eingöngu verið að mála myndir af hestum. í Skagafhðinum er lögð mikil áhersla á hestamennsku og eru því hestar nærtækt myndefni hjá listamannin- um. Hún er ekki eingöngu að fást við gæðinga heldur íslenska hestinn eins og hann bhtist henni í íslenskri nátt- úru, segh í fréttatilkynningu. Bryndís er búsett á Hólum í Hjaltadal. AKSJON Föstudagur 5. júnf 21:00 ►Sumarlandið Þáttur ætlaður ferðafólki á Akureyri og Akureyr- ingum í ferðahug.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.