Morgunblaðið - 05.06.1998, Side 31

Morgunblaðið - 05.06.1998, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 31 LISTIR Fiðluleikarinn Viviane Hagner á tónleikum Sinfóníunnar Morgunblaðið/Arnaldur EINLEIKARINN Viviane Hagner og hljómsveitarstjórinn Yan Pascal Tortelier verða gestir Sinfóníuhljómsveitar íslands á tónleikum í Há- skólabíói í kvöld. Myndlist í búðarglugga Ástríða einleik- arans HUN ER ung, hún er aðlaðandi, hún hefur lagt heiminn að fótum sér. Þýsk-kóreski konsertfiðlarinn Viviane Hagner er enginn nýgræð- ingur í faginu, þótt hún sé ekki nema 22 ára gömul. Fjögurra ára tók hún sér fiðlu fyrst í hönd, tólf ára sigraði hún í hæfileikakeppni þýskra tónlistarnema og ári síðar hófst einleikaraferill hennar. Nú slást margar af stærstu hljómsveit- um heims um krafta hennar. Framtíðin blasir við Viviane Hagner, björt og spennandi. I kvöld leggur hún Sinfóníu- hljómsveit Islands lið á tónleikum Listahátíðar í Reykjavík í Háskóla- bíói. Verkið sem hún mun flytja er Fiðlukonsert Albans Bergs, eitt síðasta verkið sem tónskáldið lauk við áður en það lést á aðfangadag 1935. Er þetta í fyrsta sinn sem Vi- viane glímir við verkið. „Fiðlukonsert Aibans Bergs er einn frægasti konsert sem saminn hefur verið á þessari öld - og ekki að ósekju. Verkið er ákaflega fal- legt, þrungið tilfinningum enda skrifaði Berg það til minuingar um 18 ára gamla dóttur Olmu Mahler, sem þá var nýlátin, en hún var honum afar kær. Það sem mér lík- ar best við konsertinn er hvernig Berg fléttar þar saman nýja og klassiska túnann í tónlist.“ Að sögn Viviane er það líka ein- kenni á konsertinum að hljóm- sveitin fær virkilega að láta að sér kveða. Ábyrgð sem Sinfóníuhljóm- sveit Islands mun sannarlega ekki Föstudagur Háskólabíó: Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Hljómsveitar- stjóri er Yan Pascal Tortelier. Einleikari er Viviane Hagner. Kl. 20. Borgarleikhúsið: Islenski dansflokkurinn. Kl. 20. Raðganga: Skipulag og húsagerð í Reykjavík á 20. öld. Frá torgi við Rimaval kl. 20. (Rúta frá Iðnó kl. 19.30.) kikna undan. „Aldeilis ekki! Þið eigið frábæra hljómsveit hér á Is- landi, flinka hljóðfæraleikara, samvinnufúsa og fylgna sér. Það er virkilega gaman að spila með þessu fólki.“ Mikil áskorun Meðan Viviane var í tónlistar- námi kveðst hún af ráðnum hug hafa takmarkað fjölda einleikstón- leika en eftir að náminu lauk form- lega fyrir tveimur árum hellti hún sér af fullum krafti út í tónleika- hald. „Það var mikil áskorun að takast á við líf einleikarans. Eg fékk aftur á móti snenuna byr í seglin og hef átt góðu gengi að fagna. Þetta líf á ágætlega við mig, þótt oft vildi ég hafa meiri tíma aflögu, til dæmis hér á Is- landi. Landið ykkar er virkilega hreint og fallegt. Mér sýnist fólk líka vera með öllu laust við æði- bunuganginn sem er svo einkenn- andi fyrir hinn vestræna heim!“ Viviane lítur ekki á hlutverk sitt sem starf, miklu frekar h'fsstil - ástríðu. En sér hún sig fyrir sér í þessu hlutverki eftir tuttugu, þrjá- tíu ár? „Já, á þessum tímapunkti geri ég það. Þetta er það sem ég vil gera við líf mitt. Annars er ekki gott að segja, tímarnir eru svo fljótir að breytast. Eigum við ekki bara að sjá hvað setur?“ Viviane er fædd og uppalin í Miinchen en býr nú í Berlín. Faðir hennar er þýskur en móðirin frá Suður-Kóreu eins og austurlenskt yfirbragð fiðluleikarans ber með sér. Hvorugt þeirra leggur stund á tónlist en Viviane segir áhuga þeirra óbilandi. „Þau hafa hvatt mig óspart til dáða.“ Því fer þó fjarri að Viviane sé eini tónlistarmaðurinn í fjölskyld- unni en systir hennar, hin átján ára gamla Nicole, er óðum að hasla sér völl sem konsertpíanisti. Koma systurnar reglulega fram saman á kammertónleikum og eru til að mynda nýkomnar frá Japan. „Kammermúsík er hverjum hljóð- færaleikara nauðsynleg, hún auðg- ar mann. Þá er auðvitað gaman að fá tækifæri til að spila með systur sinni.“ Barenboim frábær Viviane hefur leikið með mörg- um þekktum hljómsveitum og und- ir stjórn margra af fremstu hljóm- sveitarstjórum heims. Tekur hún Daniel Barenboim sérstaklega út úr þeim hópi. „Það er ólýsanleg til- finning að spila undir hans stjórn. Hann er svo næmur, tilfinningarík- ur og fær. Hann hefur fullkomið vald á hljómsveit sinni.“ Viviane hefur í mörg horn að líta. Héðan heldur hún heim til Þýskalands, þar sem hennar bíða einleikstónleikar á ýmsum hátíð- um í sumar og tónleikaferð með kammerhljómsveit. Úr nógu er að velja og engan veginn unnt að þekkjast öll boð. En hefur vel- gengnin haft varanleg áhrif á Vivi- ane sem persónu - breytt henni? „Það vona ég ekki. I mínum huga skiptir nefnilega mestu máli að vera maður sjálfur, vera sjálfum sér trúr og heiðarlegur gagnvart öðrum. Það þjónar engum tilgangi að ætla sér að vera einhver annar en maður er!“ Aukinheldur verða á efnisskrá kvöldsins Pelléas & Mélisande eftir Gabriel Fauré, Gæsamamma, svíta eftir Maurice Ravel og Symphonic Metamorphoses eftir Paul Hindemith. Tónsprotinn verður í höndum hins kunna Yan Pascal Torteliers, aðalstjórnanda Fíl- harmóníusveitar BBC. MYMILIST Flögð og fögur skinn LISTAMENN í VERSLANAGLUGGUM Til 7. júní. Myndlistarviðburðurinn Flögð og fógur skirtn hefur verið í fullum gangi út um allan bæ, þótt aðalsýn- ingin sé í Nýlistasafninu. Sá hluti viðburðarins sem hinn óbreytti vegfarandi verður helst var við eru sérkennilegar gluggaútstillingar á Laugaveginum, frá Bankastræti upp að Hlemmi. Fimmtán lista- menn hafa komið fyrir gluggaút- stillingum í verslunum á Lauga- veginum, og hlýtur maður að fagna því að verslunareigendur búi yfir þeirri víðsýni að þeir eru tilbúnir til að taka þátt í verkefni af þessu tagi. Hugmyndin er sú að vekja at- hygli á því hvernig verslun og við- skipti snúast um líkamann og hug- myndir okkar um líkamann, í gegn- um fatnað, tískuvörur, snyrtivörur, heilsuvörur, o.s.frv. Það má líka sjá það á gluggaútstillingunum sjálf- um hvernig leikið er á ímyndir lík- amans. Onefndur myndlistarspek- úlant benti mér á að hvaða glugga- útstilling sem er á Laugaveginum gæti tilheyrt sýningunni. Og mynd- listarfólkið sem tekur þátt i henni gæti ýmislegt af þeim lært. Reynd- ar er myndlistin í vonlítilli sam- keppni við sjónrænt ofhlæði aug- lýsinga, skilta og útstillinga, þannig að maður þarf að vera vel vakandi til að taka eftir verkum þátttakenda. Flestir þátttakenda eru óþekkt nöfn og sumir tiltölulega nýútskrif- aðir. Utkoman er því frekar upp og ofan, og lítið um óvænta hluti. Út- stilling Helgu Kristrúnar Hjálm- arsdóttur í snyrtivöniversluninni Hygeu, á homi Klapparstígs, kem- ur vel út. Helga Kristrún hefur unnið með sykur og notar hann hér bæði sem andlitsfarða til að sykur- húða eigið andlit og til að sykur- húða kjól. Þóra Þórisdóttir hefur unnið á athyglisverðan hátt með trúarlegt táknmál og útstilling hennar í Lífstykkjabúðinni leikur sér með margræðar tilvísanir, en ætlar sér um of miðað við aðstæð- ur. Nína Magnúsdóttir er eini þátt- takandinn sem ekki er á réttum stað, ef svo má segja, en innsetning hennar er í Regnboganum við Hverfisgötu. I hennar verki fáum við að hlera draumfarir fólks í gegnum símtól og horfa á draum- sýnir hennar af sjálfri sér. í glugga Hagkaups hefur Hekla Guðmunds- dóttir komið fyiir stórri ljósmynd, sem er ætlað að stugga við hrekklausum vegfarendum. Úr fjarlægð lítur myndin út eins og venjulegt auglýsingaskilti, en þeg- ar nær er skoðað sést kona með þrjá handleggi, sem situr á klósett- inu. Titill myndarinnar lýsir helstu nauðþurftum mannskepnunnar: „Að skeina sig, drekka mjólk og klappa hundi.“ Verkið sem ber af er eftir Ragn- hildi Stefánsdóttur og er að finna í nýrri verslun Sævars Karls við Bankastræti. Og þegar Nýlista- safnið er með talið er þetta líklega besta verkið á allri sýningunni. Það er í nokkrum hlutum og er dreift um verslunina eins og innsetning. Verkið er byggt á gifsafsteypu af kvenlíkama. Tvær blokkir eru gifs- mótin fyrir hin verkin og sýna sinn helming líkamans hvor, framhlið- ina og bakhliðina. Þrjár afsteypur sýna líkamann teygðan eða sam- þjappaðan. Sneiðar hafa verið fjar- lægðar úr einni styttunni þannig að líkaminn er aðeins í hálfri hæð. Önnur stytta hefur verið lengd með því að bæta inn hlutum af lík- amanum. Fyrir miðju er síðan stytta af kvenlíkamanum, þar sem taugamar vaxa út úr mænunni og hylja líkamann að hluta. Fyrir utan það að verkið er sérlega vel gert þá hefur það ýmsa kosti. Það tekst á við hugmyndina um skynjun á eig- in líkama, og hvemig maður skynj- ar eigin líkama annars vegar sem hlut, eins og hvern annan líkama, en hins vegar sem hugarástand, í gegnum skynjunina og tilfinning- arnar. Myndræn úrlausn hennar er sérlega skýr og sjónrænt sláandi. Hið ólíklega umhverfi sem verkið er í, herrafataverslun, skerpir enn áhrif þess, og það er einnig athygl- isvert að velta fyrir sér muninum á verki Ragnhildar og kvenímyndum Errós sem em í sýningarsalnum í kjallaranum. Gunnar J. Árnason Miöasala Bankastræti 2. Sími 5528588. Opiö frá 8. 30 - 19 og í Háskólabíói klukkutíma fyrir tónleika. Einstæöir tónleikar á lokahelgi Listahátíðar í Reykjavík Sinfóníuhljómsveit Islands Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier Einleikari á fiólu: Viviane Hagner Háskólabíói fö. 5. júní kl. 20 Efnisskrá: Gabriel Fauré: Pelléas et Mélisande Alban Berg: Fiðlukonsert „A la mémoire d'un ange“ Maurice Ravet: Gæsamamma, svíta Paul Hindemith: Sinfónískar myndbreytingar Einstakt tækifæri til aó hlýóa á Sinfóníuhljómsveit íslands leika undir stjóm hins heimsþekkta franska hljómsveitarstjóra Yan Pascal Tortelier, sem er er aóalstjórnandi BBC Philharmonic. „Kostir hljómsveitarstjórnans Yan Pascal Tortelier sem túlkanda eru einstakir" (The Independent) mi 111 Fióluleikarinn Viviane Hagner hefur verió eftirsóttur einleikari meó virtum hljómsveitum hljómsveitarstjórum frá því hún lék einleik á fiðlu meó fílharmóníuhljómsveit Hamborgar undir stjórn Gerd Albrechts aóeins þrettán ára. Nú tæpum níu árum síóar stendur hún á hátindi ferilsins. Á síóustu Listahátíó í Berlín lék hún einleik meó Staatskapelle Berlin undir stjórn Daniels Barenboims. Franska sendiráóió styrkti komu Yan Pascal Tortelier á Listahátíó. í REYKJAVÍ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.