Morgunblaðið - 05.06.1998, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.06.1998, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Freyvangsleikhúsið sýnir villta vestrið í Þjóðleikhúsinu Velkomin í villta vestrið Morgunblaðið/Benjamín Baldursson HJÖRDÍS Pálmadóttir og María Gunnarsdóttir í hlutverkum sínum í sýningu Freyvangsleikhússins á Velkomin í villta vestrið. FREYVANGSLEIKHÚSIÐ úr Eyjafjarðarsveit býður höfuðborg- arbúa velkomna í villta vestrið á sunnudagskvöld. Leikfélagið var öðru sinni valið til að sýna á stóra sviði Þjóðleikhússins eftir að farið var að tilnefna áhugaleiksýningu ársins. Velkomin í villta vestrið er nýtt íslenskt leikrit eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, en það skrifaði hún að beiðni Freyvangsleikhússins. Helga E. Jónsdóttir leikstýrði. Þetta er í annað sinn á aðeins tveimur áram sem Freyvangsleik- húsið vinnur samkeppni um áhuga- leiksýningu ársins því sýning þess á Kvennaskólaævintýrinu eftir Böðv- ar Guðmundsson varð fyi-ir valinu vorið 1995 og var það sýnt tvívegis við góðar undirtektir. Helga E. Jónsdóttir var einnig leikstjóri þeirrar sýningar. íslensk verk í hávegum Nú i ár óskuðu alls fímmtán leik- félög eftir því að sýna á fjölum Þjóð- leikhússins með alls sextán sýning- ar og kemur fram hjá dómnefnd, sem skipuð var Stefáni Baldurssyni Þjóðleikhússtjóra, Helgu Bach- mann leikkonu og Melkorku Teklu Ólafsdóttur leiklistarráðunaut Þjóð- leikhússins, að ánægjulegt hefði verið að sjá hversu mikill metnaður var í verkefnavali ieikfélaganna. Einnig að íslensk leikritun væri í hávegum höfð, en af sextán leikrit- um var um tíu íslensk verk að ræða, þar af frumflutning í fjóram tilfell- um. „Það hefur verið ákaflega skemmtilegt fyrir okkur sem sitjum í dómnefndinni að fara um landið, skoða þessar ólíku sýningar og kynnast lífí og starfí þessa kraft- mikla fólks í öllum landshlutum sem ver frítíma sínum í að setja upp metnaðarfullar leiksýningar," segir í umsögn dómnefndar. Auk þess sem sýning Freyvangs- leikhússins var valin nefnir dóm- nefnd sérstaklega tvær sýningar, annars vegar sýningu Leikfélags Seiðandi indversk- ur dans í Iðnó INDVERSKA dansmærin Archana Joglekar mun dansa norður-indverska dansinn kathak fyrir gesti Listahátíðar í Iðnó 6. og 7. júní næstkomandi. Með henni í för verða fiðluleik- arinn Pandit D.K. Datar og tablaleikarinn Mukund Deo, sem báðir eru þekktir á sínum heimaslóðum fyrir fágaðan og kraftmikinn hljóðfæraleik. Dansað fyrir guðina Indverjar eiga ríka menning- arsögu og skipar dans þar stór- an sess. Flestir guðir hindúisma eru tengdir dansi og er hann einnig mikilvægur þegnum trú- arinnar. Hindúar dansa í ýmsum tilgangi og er dansstillinn kathak, sem Archana mun dansa, einn af sjö helstu klass- ísku dansstilum Indveija. Hann er upprunninn meðal farand- skálda sem kölluðust kathaks og miðluðu sögum og ljóðum á ferðum sínum um Indland. Kat- hak-dansinn er bæði þekktur Keflavíkur á Gaukshreiðrinu undir leikstjórn Þorsteins Bachmann og hins vegar sýningu Leikfélags Dal- víkur á Að eiiífu eftir Árna Ibsen. Dómnefndin segir sýningu Frey- vangsleikhússins sameina marga kosti góðra áhugamannasýninga, hún sé heildstæð, kraftmikil og líf- leg frá upphafí til enda og gefíst að- standendum margháttuð tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. „Leik- húsið hefur fengið íslenskan höfund til að skrifa leikrit sem byggt er á atburðum úr heimahéraði. Höfund- urinn spinnur spennandi sögu í kinngum átök kúabænda og hesta- manna og gaman og alvara fléttast saman á hugnanlegan hátt. Leikrit- ið vísar til heimahaganna án þess þó að vera of staðbundið," segir í um- sögn dómnefndar um verkið. í sjöunda himni „Við erum í sjöunda himni. Þetta kitlar óneitanlega hégómagirndina," sagði Ólafur Theódórsson formaður Freyvangsleikhússins en dómnefnd hefði haft úr mörgum góðum sýn- ingum að velja. Stefán Guðlaugsson hefur tekið þátt i störfum Freyvangsleikhúss- ins í rúman áratug og leikur í þess- ari sýningu Friðrik stórbónda. „Þema verksins átti upphaflega að vera deilur milli hesta- og kúa- bænda í sveitinni, reiðvegamál, landsmót og fleira, Ingibjörg fléttar svo inn í þessar staðbundnu sögur ástarsögu sem er úr lausu lofti gi'ip- in,“ sagði Stefán. „Friðrik er bóndi á stóru búi og bráðvantar vinnu- mann, en þeir liggja ekki á lausu, þannig að úr verður að hann ræður til sín vinnukonu. Hún á eftir að hafa mikil áhrif á hann og reyndar á líf sveitunga hans einnig." Stefán sagði mikinn heiður að fá tækifæri til að vinna með leikstjór- anum, Helgu, og sýningin bæri merki hennar. „Hún er mjög ná- kvæm og vandvirk og hörð á að ná því út úr mannskapnum sem unnt fyrir hæglátan en áhrifamikinn sögnstil, sem og flóknar fóta- hreyfingar og hraða hringi. Kennsla dans á Indlandi var upprunalega í höndum heilagra manna sem á indversku kölluð- ust gurus. Með Archana Joglek- ar í för verður móðir hennar, Asha Joglekar, sem hefur kennt dansstílinn kathak síðastliðin 30 ár og er einn eftirsóttasti guru á því sviði í Indlandi. Asha hefur er og tekst það mjög vel,“ sagði Stefán um samstarfið. Erfitt en gaman Villta vestrið hefur verið sýnt 20 sinnum við ljómandi góða aðsókn og sagði Stefán aðstandendur ánægða með viðtökurnar. „Við höfum verið að vinna í þessu í hálft ár, byrjuðum æfíngar um áramót og sjáum fyrir endann á þessu núna. Þetta er rosa- lega mikil vinna og krefjandi, fullt áhugastarf og tekur auðvitað sinn toll. Þó þetta sé erfitt er það líka kennt dóttur sinni kathak-stílinn frá blautu barnsbeini og tekist vel upp, því Archana er meðal þekktustu og mest lofuðu kathak-dansara Indlands. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir dans sinn og er auk þess þekkt sjónvarps- leikkona í Indlandi. Móðir lienn- ar mun klæða dóttur sína í bún- inga og undirbúa fyrir dansinn, en búningar, förðun og andi mjög gaman," sagði Stefán. Allt að 50 manna hópur tekur þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, en leikarar eru um 20 talsins. Höfundar tónlistar era Eiríkur Bó- asson, Ingólfur Jóhannesson sem jafnframt er hljómsveitarstjóri og Jóhann Jóhannsson. Söngtexta gerðu Hannes Örn Blandon, Helga Agústsdóttir, Óttar Björnsson og Þórarinn Hjartarson. Björn B. Guð- mundsson hannaði lýsingu, Helga E. Jónsdóttir er höfundur sviðs- myndar. undirbúningsins eru ekki síður mikilvæg en dansinn sjálfur. Byggt á nákvæmni og innblæstri Sýningin, Seiður Indlands, sem Arcliana og föruneyti munu flytja í Iðnó er í þremur lilutum. I upphafi er áköllun, þar sem dansarinn sækir eftir blessun Guðs eða Gyðju og í kjölfarið fylgir taktfastur katliak-dans, hraðar fótahreyfingar og ólík dansvers. Sýningunni lýkur svo með Abhinay þættinum sem er sungið lag og textinn túlkaður með dansi og innblæstri dansar- ans. Klassískur indverskur dans á sér langa sögu, en leiðbeiningar um hann er að finna í hinu heilaga og forna riti, Natya Shastra, sem talið er vera frá bilinu 300 fyrir Krist til 200 eftir Krist. í ritinu má finna lýsingar um allt sem lýtur að framkvæmd dansverks. í einum kafla er fjall- að um hreyfíngar, í öðrum um ljóð, söng, tónlist og takt, í þriðja er greint frá búningum, förðun og skartgripum og í þeim fjórða frá tengslum líkama við anda og tilfinningar. Indverskur dans byggist að miklu leyti á nákvæmni og mörg ár af strangri þjálfun eru nauð- synleg til að fullkomna listina. Gestir Listahátíðar mega vel við una að fá að kynnast indversk- um dansi, dönsuðum af jafn fal- legri og glæsilegri dansmeyju og Archana Joglekar. Lista- verkasalur í bílasal NÝR sýningarsalur listagaller- ísins Smíða og skarts verður opnaður fóstudaginn 5. júni. Salurinn er í húsnæði Bíla og Listar ehf. á Vegamótastíg 4. I tilefni opnunarinnar sýna myndlistarmennirnir Brynhild- ur Guðmundsdóttir og Hekla Björk Guðmundsdóttir olíumál- verk unnin á þessu ári. Brynhildur Guðmundsdóttir er fædd 1969 og lauk hún námi frá Roekford College, Illinois, 1994 og MFA-prófí frá Uni- versity of British Columbia í Vancouver, Kanada, 1996. Brynhildur hefur tekið þátt í fjöimörgum samsýningum er- lendis og er þetta hennar önnur samsýning á Islandi. Hekla Björk Guðmundsdóttir er fædd 1969. Hún stundaði nám á Listasviði FB, í fjöl- tæknideild MHI og einnig í Hochschule fiir bildende Kunst í Berlin. Hekla Björk hefur tek- ið þátt í nokkrum samsýningum og hélt einkasýningu á Næstu grösum 1997. Sýningunni lýkur 25. júní. Listagallerí Smíðar og skarts Halla Asgeirs- dóttir lista- maður júní- mánaðar HALLA Ásgeirsdóttir er lista- maður júnímánaðar í Listagall- eríi Smíðum og skaiti, Skóla- vörðustíg 16a. Af því tilefni opn- ar hún sýningu á verkum sínum föstudaginn 5. júní. Þar sýnir hún rakú- og reykbrennda leir- vasa. Halla Ásgeirsdóttir leirlista- maður er fædd 1957, hún stund- aði nám við Tækniskólann og Myndlistarskólann í Reykjavík. Einnig lauk hún námi frá Wesleyan Potters í Middletown Connecticut 1990 og Radcliff Ceramic Studio Boston Massachusetts 1993. Halla tók þátt í samsýningum í Radcliff Ceramic Studio og Lexington 1991-1993, einnig tók hún þátt í samsýningunni „Villt í vasann" í Listagalleríi Smíðum og skarti 1997. Sýningunni lýkur 25. júní og er hún opin á verslunartíma frá kl. 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. ÞRJÁR fígúrur Bjarna Þórs Kristjánssonar. Treskurðar- sýning í hús- næði skóg- ræktarinnar FELAG áhugamanna um tré- skurð opnar árlega sýningu föstudaginn 5. júní í húsnæði skógræktarinnar, Skógarhlíð 38 (viðarmiðluninni). Að þessu sinni sýna meðlim- ir eingöngu eigin hugverk. Heiðursgestur sýningarinnar er Sveinn Ólafsson mynd- skurðarmeistari og mun hann sýna nokkur verka sinna. Sýningin er opin frá kl. 14—18 frá og með sunnudegin- um 7. júní.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.