Morgunblaðið - 05.06.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 05.06.1998, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR SKOÐUN Evrópuréttur og íslenskt réttaröryg'g’i HINN 2. maí árið 1992 var undirritaður fyrir Islands hönd samningur um aðild að evrópska efnahags- ^svæðinu (EES). Fram- kvæmd samningsins hófst 1. janúar 1994 að fenginni staðfestingu þjóðþinga allra þátt- tökuríkja. Samningur- inn hefur því verið virkur í tæp fímm ár. Þegar EES-samn- ingurinn var staðfestur af Alþingi voru tæp- lega eitt þúsund EB- gerðir (tilskipanir) í samningnum en heild- arfjöldi þeirra er nú orðinn vel á þriðja þúsund. í 102. gr. EES- samningsins segir m.a: „til að -^ryggja réttaröryggi og einsleitni EES skal sameiginlega EES- nefndin taka ákvörðun um breyt- ingu á viðauka við samning þennan eins fljótt og unnt er, eftir að bandalagið hefur samþykkt nýja samsvarandi löggjöf bandalagsins, 011 Norðurlöndin, að Islandi undanskildu, segir Tryggvi > Axelsson, hafa af réttaröryggissj ónar- miðum ákveðið að við setningu laga, eða birtingu lagafyrirmæla, verði vísað til þeirra ____________ákvæða_____________ Evrópuréttarins sem umrædd lög byggjast á. með það að markmiði að unnt sé að beita samtímis þeirri löggjöf og ’oreytingunum á viðaukunum við samninginn". I þeim tilvikum að framangreind- ar breytingar á viðaukum EES- samningsins krefjast lagasetningar þá er það á verk- og valdsviði Al- þingis að setja lög í samræmi við samningsskyldur Islands og efni EB-gerðanna. Bein ákvæði Evrópuréttarins, dómafordæmi dómstóls ESB í Lúxemborg auk úrlausna EFTA- dómstólsins, hafa því framvegis mikla þýðingu við lögskýringu og þegar leysa á úr því álitamáli hvort innlend lög séu í samræmi við ákvæði Evrópuréttarins. Einstak- lingar og lögaðilar á Islandi verða því að vera upplýstir um það hverju sinni hvort ís- lensk lög séu að nokkru eða öllu leyti byggð á ákvæðum úr tilskipunum Evrópu- sambandsins. Innan ESB eru nú liðin allmörg ár frá því að opinberlega var við- urkenndur slíkur upp- lýsingaréttur þegn- anna. Af þeim ástæðu er nú kveðið á um það í öllum tilskipunum ESB að þegar aðildar- ríki þess setja ákvæði í innlendan rétt þá skuli þar vísað til tilskipunarinnar sem lagaíýrirmæl- in eru byggð á (tilvísunarreglan). Þess má geta að Island hefur frá upphafi tekið inn í EES-samning- inn tilskipanir með þessari reglu án sérstakrar beiðni um undanþágu frá þessu ákvæði í tilskipunum ESB. Öll Norðurlöndin, að Islandi und- anskildu, hafa af réttaröryggissjón- armiðum ákveðið að við setningu laga, eða birtingu lagafyrirmæla, verði vísað til þeiira ákvæða Evr- ópuréttarins sem umrædd lög byggjast á. A undanförnum árum hef ég vakið athygli ýmissa hlutaðeigandi aðila á nauðsyn þess að slíkur hátt- ur verði tekinn upp hér á landi í því skyni að auka réttaröryggi borgaranna, án áþreifanlegs ár- angurs, enn sem komið er. Ymsar leiðir eru færar til þess að full- nægja þessari upplýsingaskyldu til almennings. í fyrsta lagi væri unnt að setja inn í upphaf eða niðurlag sérhverra laga tilvísanir til tilskip- ana ESB ef lögin eru sett til að laga innlendan rétt að ákvæðum tilskipana ESB. í öðru lagi er unnt við birtingu laga í Stjórnartíðind- um að birta t.d. neðanmálsgrein sem vísi til slíkra EB-gerða. Sh'k tilvísun væri síðan einnig birt í Lagasafni Islands sem dómsmála- ráðuneytið gefur út. Mjög mikilvægt er fyrir almenn- ing, málflutningsmenn og dómstóla að það komi fram a.m.k. við birt- ingu lagafyrirmæla hvort lögin séu byggð á ákvæðum úr einni eða fleiri tilskipunum Evrópusambandsins. Það er von mín að með þessum greinarstúf sé vakin athygli allra þeirra sem málið er skylt þannig að unnt verði að breyta þessari fram- kvæmd hið fyrsta til aukins réttar- öryggis og hagsbóta fyrir fólkið í landinu. Höfundur er lögfræðingur. Tryggvi Axelsson ENN UM MORGUN- BLAÐIÐ OG ST J ÓRNMÁL AUMRÆÐUN A FIMMTUDAGINN 21. maí sl. birtist grein eftir undirritaða í Morgunblaðinu, sem olli skjótum viðbrögð- um leiðarahöfundar blaðsins, því þann sama dag var leiðari blaðsins lagður undir umrædda grein. Þvi var þar haldið fram að greinarhöfundur skilji ekki nútíma blaða- mennsku og standi fyr- ir gamaldags hug- myndir í þeim efnum, þótt ekki séu þessar fuilyi’ðingar nánar rök- studdar í leiðaranum. Rétt er að koma að nokkrum at- hugasemdum við skrif blaðsins um leið og frekari stoðum er skotið undir fullyi'ðingar í fyrri grein. Áðúr en út í röksemdirnar er far- ið vil ég þakka Morgunblaðinu fyrir skjóta birtingu og fyrir að vekja svo rækilega athygli á greininni sem birtist ásamt fleiri tugum ann- arra gi'eina í blaðinu tveimur dög- um fyrir sveitarstjórnarkosningar. Reyndar hefur þeim sem hafa haft ámóta gagnrýni í frammi á hendur blaðinu áður verið svarað í svipuð- um dúr og má þar nefna leiðara frá 11. maí 1994, þar sem Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi fær hörð viðbrögð í'yrir að halda því fram að blaðið hafi kastað gx-ímunni og lýst yfir ótvíræðum stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn. Þá, á sömu leið og í leiðaranum hinn 21. maí sl., er skilgreining blaðsins á sjálfu sér í þessa veru: 1. Blaðið styður sjálfstæðisstefn- una eins og forráðamenn blaðsins kjósa að túlka hana hverju sinni. 2. Blaðið er ekki í neinum tengsl- um við stjórnmálaflokk, lýsir ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins, en áskilur sér rétt til að lýsa yfir stuðningi við hann eftir atvikum. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1994 lýsti blaðið t.d. yfir eindregn- um stuðningi við Sjálfstæðisflokk- inn, en dæmi eru einnig um að blað- ið gangi þvert á stefnu flokksins í einstökum málum, t.d. um veiði- gjald. 3. Blaðið er opið öllum lands- mönnum um greinarskiáf og skoð- anaskipti. 4. Blaðið er óháð í fréttaflutningi og fréttir eru ekki litaðar af þeim skoðunum sem birtast í ritstjórnar- greinum hverju sinni. 5. Ekki er hægt að finna því stað að Morgunblaðið hafi í fréttum af kosningabaráttunni í nýafstöðnum kosningum, verið litað af því að blaðið hafi stutt Sjálfstæðisflokkinn í slagnum um Reykjavík. Sjálfstæði í skoðun- um - nema fyrir kosningar Líklega eiga allar þessar fullyrðingar rétt á sér að einhverju leyti. Enginn efast lengur um að blaðið er opið öllum um gi'eina- skrif og skoðanaskipti og hefur undirrituð mjög góða reynslu af samskiptum við blaðið hvað þetta varðar. Þá er það einnig rétt að blaðið hefur stundum sett sig upp á móti flokkslínu Sjálfstæðis- flokksins í viðamiklum málum og má til vitnis um það benda á að Da- víð Oddsson lýsti því yfír skömmu eftir alþingiskosningarnar 1995 að hann teldi Morgunblaðið um langt skeið hafa verið hliðhollara Alþýðu- flokknum en Sjálfstæðisflokknum og þá einkum formanni fyrrnefnda flokksins, Jóni Baldvini Hannibals- Með hliðsjón af yfirlýstum stuðningi blaðsins við Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík, segir Bryndís Hlöðversdóttir, verður að telja það hæpið að tilviljun ein hafi ráðið því að umræddur dálkur féll niður um leið og Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta sinn í borginni. syni. Morgunblaðið mótmælti þessu og taldi ástæðurnar fyrir ummælum forsætisráðherra vera þær að blaðið væri sömu skoðunar og Alþýðu- flokkurinn og á öndverðri skoðun við Sjálfstæðisflokkinn í einu máli, fiskveiðistjórnunarmálinu. Það má með sönnu segja að þessi ummæli Davíðs sanni sjálfstæða stefnu- mörkun blaðsins í seinni tíð, en jafnframt hefur það gerst að fyrir kosningar má skynja blaðið sveigja í átt til Sjálfstæðisflokksins. Ég vil fullyrða að þessi viðleitni nái ekki aðeins til ritstjórnargreina heldur líka til þeirra fréttaskýi-inga og út- tekta blaðamanna sem leiðarahöf- undur vill meina að taki ekkert mið af þjóðmálastefnu blaðsins en sé fyrst og fremst ætlað að miðla upp- lýsingum. Ég vil rekja hér eitt dæmi, en fleiri mætti benda á, sem tengjast birtingu auglýsinga frá Reykjavíkurlistanum og umfjöllun um framboðið. Skal það látið ógert að sinni. Tilviljanir? I Morgunblaðinu hinn 11. maí 1994 voru birt bréfaskipti blaðsins og Reykjavíkurlistans um beiðni Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóraefnis listans, sem hafði farið þess á leit að henni væri gef- inn kostur á að svara fyrirspurnum á síðum blaðsins með sama hætti og þáverandi borgarstjóri Ái'ni Sigfús- son. Þá hafði það tíðkast um nokk- urt skeið að lesendum blaðsins hafði verið gefinn kostur á að koma með fyrirspurnir til borgarstjóra og síðan leitað eftir svörum hans sem birtust í blaðinu í sérstökum dálki. Blaðið hafnaði beiðni Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur um að eiga kost á því að svara borgarbú- um um borgarmál í þessum dálki og röksemdir blaðsins voru eftirfar- andi: Morgunblaðið hefur boðið les- endum sínum að spyrja borgar- stjórann í Reykjavík um einstaka þætti borgannála, sem þeir kunna að hafa áhuga á og hann hefur orðið við þeirri ósk blaðsins að svara þeim spurningum. Þessum fyrir- spurnum og svörum er fyi'st og fremst ætlað að vera vettvangur upplýsinga um framkvæmdir borg- arinnar og þjónustu við borgarbúa. Borgarstjórinn í Reykjavík er ábyi’gur fyrir gerðum borgarinnar á yfii'standandi kjörtímabili og skiptir engu í þeim efnum þótt borgarstjóraskipti hafi orðið á því tímabili. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir hefur ekki borið ábyrgð á framkvæmdum í borginni sl. fjögur ár og því ekki ástæða til að spyrja hana sérstaklega um þau efni. Af svari Morgunblaðsins má skilja að með umræddum dálki sé blaðið ekki að láta yfirlýstan stuðn- ing sinn við Sjálfstæðisflokkinn fyr- ir þessar kosningar hafa áhrif á umfjöllun þess um borgarmál. Blaðið vilji aðeins bjóða lesendum upp á þjónustu, veita þeim aðgang að borgarstjóra og gefa þeim kost á spyrja hann um framkvæmdir á vegum borgarinnar og þjónustu sl. fjögur ár. Þegar Ingibjörg Sólnin Gísladótth' þá borgarstjóri innti Morgunblaðið eftir þessum dálki fjórum árum síðar, voru svör blaðs- ins í þá veru að nú hefði blaðið ákveðið að bjóða ekki lengur upp á þessa þjónustu. Nútíma vinnubrögð Bryndís Hlöðversdóttir 20% afsláttur af öllum glerjum dagana 4. til 7. júní Smáratorgi • Hamraborg 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.