Morgunblaðið - 05.06.1998, Side 42

Morgunblaðið - 05.06.1998, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 ♦---------------------- Á NETTÖLTI Skagfírð- ingar skeiða inn á netið ÍSLENSK hrossakynning ehf. er komin með hressilega heimasíðu á netinu. Þetta er nýtt fyrirtæki sem Hrossa- ræktarsamband Skagfirðinga > er hluthafi og frumkvöðull að. Heimasíðan er hugsuð sem vettvangur kynningar á hrossaræktendum og seljend- um í Skagafirði og er ætlað að stytta leiðina milli ræktenda og kaupenda. Tekið er fram að ef til vill komi ræktendur og selj- endur víðar af landinu inn í dæmið síðar. Þrátt fyrir að heimasíðan sé enn í mótun eru komnar inn á hana hinar fjölbreyttustu upp- lýsingar. Fyrstan ber að nefna Hrossabankann, en þar er hægt að fletta upp söluhross- um, eftir lit, ættum, nafni, kyni og nánast hverju sem er, enda fylgja hverju hrossi sem skráð er í bankann miklar upplýsing- ar. Fyrir utan ættir, eiganda, lit, kyn, aldur og fleira er þar stjömugjöf fyrir hæfileika og þau einnig sett í ákveðinn verð- flokk. Eftir öllu þessu er hægt að leita að draumahrossinu. Hægt er að skrá hross í Hrossabankann á sérstöku eyðublaði eða beint í gegnum alnetið. Mikið safn upplýsinga En það er fleira að finna á síðunni því fyrir utan Hrossa- bankann er hægt að smella á fréttir, Skagafjörð, kort, fé- lagatal HHS, kynningarsíður seljenda, hrossaliti, félög/sam- tök, tengla, tölvupóst og geng- isskráningu, enda allt verð gef- ið upp í íslenskum krónum. Aðgengilegt tenglasafn Vert er að minnast sérstak- lega á tenglasafnið sem er að finna á síðunni því þar er margt forvitnilegt að sjá. Ragnar Eiríksson á Sauðár- króki sem hannað hefur síðuna _ , sagði í samtali við Morgunblað- ið að hann hefði skoðað fjöld- ann allan af síðum og skrifað athugasemdir við þær sem hann skoðaði. Hann flokkar síðurnar eftir löndum og er þetta sérstaklega þægilegt og aðgengilegt tenglasafn. Heimasíðan er létt og hressi- lega skrifuð. Er vonandi að hún sé upphafið að skemmti- legum íslenskum hestasíðum á netinu. Upplýsingar eru bæði á ís- lensku og ensku, en fyrst í stað verður lögð áhersla á enska hlutann. Enda er heimasíðunni ætlað að ná til hestaáhuga- manna og -kaupenda um allan heim. Hún hefur verið skráð hjá helstu leitarsíðunum, svo auðvelt ætti að vera að finna hana. Vefslóðin er www.hor- se.is. Brandtex fatnaður Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður Nybylavegi 12. sirni 554 4433 MORGUNB LAÐIÐ HESTAR KIRKJUSTARF Sleppitúrinn fyrsta alvöru hestaferð sumarsins Sjöunda dags aðventistar á íslandi: A laugardag: Aðventkirkjan, Ing- ólfsstræti 19. Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík. Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíurannsókn að guðsþjón- ustu lokinni. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi. Hvíldardagsskóli kl. 10. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum. Hvíldardagsskóli kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfírði. Biblíufræðsla kl. 11. Ræðu- maður Frode Jakobsen. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Ung- lingasamkoma kl. 20.30. Allir hjart- anlega velkomnir. BRIDS Umsjóii Arnór G. Ragnarsson NÚ FER sá tími í hönd að hestamenn fara að sleppa hrossum sínum í sumarhaga. Vorið hefur verið óvenju snemma á ferðinni og hagar víðast að taka á sig grænan lit. Þrátt fyrir að í flestum tilfell- um sé vel búið að hestum í hesthúsum nú orðið hlýtur það að vera tilhlökkunarefni hjá flestum að sleppa þeim í hag- ann þar sem þeir eru frjálsir. Enda hefur komið í ljós að hross slasast síður á sumrin. Þá eru þau ekki í eins miklu návígi og sjaldan sjást hestar slást eins hressilega úti í haga og inni í gerði við hesthús. Mjög margir nota tækifærið og fara ríðandi og er þá „sleppitúrinn" fyrsta alvöru hestaferð sumarsins. En að mörgu ber að hyggja áður en lagt er upp í slíka ferð. Mikil viðbrigði að koma á grængresið Það eru að sjálfsögðu mikil viðbrigði fyrir hestinn að koma allt í einu á grængresi. Hægt er að minnka þau viðbrigði strax á Eru allir að fara að sleppa? vorin þegar byrjar að grænka. Þá er gott að lengja útreiðar- túrana smám saman og leyfa hrossunum að grípa niður í án- ingarstöðum og smakka á góð- gætinu og fá sér gómsætan orkubita. Ef tök eru á er líka gott að gefa hrossunum gott og ilmandi hey með fyrst eftir að þau koma í hagann. Þá fylla þau sig ekki af grængresinu einu saman og viðbrigðin verða minni. Að sjálfsögðu þurfa hagarnir að vera orðnir vel loðnir þegar hestunum er sleppt á þá, ef þeir eru það ekki borgar sig að gefa hrossunum lengur og leyfa gróðrinum að fá tækifæri til að spretta betur. Morgunblaðið/Golli Ef járna þarf hesta fyrir sleppitúrinn þarf að gera það nokkrum dögum áður en lagt er af stað. Einnig er nauðsynlegt að gefa þeim ormalyf, helst nokkrum dögum áður en sleppt er. Gæta þarf að því að allir hestar sem verða í sömu girð- ingu séu ormahreinsaðir. Hestarnir þurfa að vera í góðri þjálfun svo þeim verði ekki meint af ferðinni og gott sr að fara hægt af stað og hafa dagleiðirnar stuttar. Þreyttur hestur er kulvísari en óþreyttur og þreyttur og kaldur hestur á á hættu að fá harðsperrur og jafn- vel hrossasótt. Því ber að varast að sleppa þreyttum og sveittum hestum í hagana sérstaklega ef komið er fram á kvöld. Gott ráð er að æja vel fyrir síðasta áfang- ann og ríða síðan hægt sfðasta spölinn. I sumarhaganum þarf að vera gott skjól og nægt og gott vatn og ekki sakar að hafa saltstein hjá hestunum. Ef vel er hugað að þessu ættu hestarnir að njóta þess að vera komnir út í sumarið og frelsið. Alheimstvímenn- ingurinn 13. Alheimstvímenningurinn verður spilaður í Þönglabakkanum föstudaginn 5. júní kl. 19 og laugar- daginn 6. júní kl. 14. Hægt er að spila báða dagana. Keppnisgjald er kr. 750 á spilara og fá keppendur bók með spilunum að lokinni spilamennsku. Keppnis- stjóri verður Sveinn R. Eiríksson. Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi Þriðjudaginn 26. maí spiluðu 22 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S: Ólafur Ingvarss. - Magnús Jósefsson 261 Björg Pétursd. - Júlíana ísebam 255 Þórarinn Árnason - Þorleifur Þórarinss. 240 Lokastaða efstu para í A/V: Jón Pálmason - Þorsteinn Erlingsson 275 Magnús Halldórss. - Sæmundur Bjömss. 253 Jón Andrésson - Emst Backman 23S Á föstudaginn var spiluðu 24 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Garðar Sigurðsson - Baldur Ásgeirsson 256 Bragi Salomonsson - Jón Pálmason 235 Sæmundur Bjömss. - Magnús Halldórss. 234 Lokastaðan í A/V: Unnur Jónsdóttir - ólafúr Lámsson 272 Rafn Kristjánss. - Oliver Kristóferss. 236 Pétur Antonss. - Jóhann Benediktss. 236 Meðalskor 216 báða dagana. Safnaðarstarf * ^ INNLENT SAFNKIRKJAN frá Silfrastöðum í Skagafirði sem nú er stödd í Árbæjarsafni. Reykj avíkursyrpa í Arbæjarsafni Flugsýning á Hamranes- flugvelli laugardaginn 6« * * . jum í TILEFNI af tíu ára afmæli Hamranesflugvallar efnir flug- módelfélagið Þytur til flugsýn- ingar næstkomandi laugardag, ef veður leyfir. Flugsýningin hefst klukkan 13:30 með listflugi véla í fullri stærð. Síðan verður fjarstýrðum flugvélum af öllum gerðum og stærðum flogið til kl. 16:00 er flugkomunni lýkur með listflugi véla í fullri stærð. Eftir það verð- ur dagskrá óformleg fram eftir degi. Hamranesflugvöllur er skammt fyrir sunnan Hafnar- fjörð spölkorn frá Krísuvíkur- vegi. Þegar farið er frá Reykja- vík er ekið eftir Reykjanesbraut uns komið er að íþróttasvæði Hauka sem er á vinstri hönd. Þar þarf að aka út af veginum hægra megin og síðan undir Reykjanes- braut og fram hjá Haukavelli til að komast á Krísuvíkui’veg. Eftir honum er síðan ekið um kíló- metra þar til komið er að vegi sem liggur að Hamranesflugvelli. Leiðin mun verða vandlega merkt. Söngkvöld á sjómanna- helgi í Eyjum SÖNGKVÖLD verður í Akoges- húsinu í Eyjum í kvöld, föstudag 5. júní, frá klukkan 21-01. Fram koma Árni Johnsen, Gísli Helga- son, Páll Árnason, Eymenn og fleiri. Sjómannalög verða uppi- staðan, en leitað verður fanga á ýmsum miðum. Árni hefur staðið fyrir slíkum söngkvöldum í tengslum við sjómannadaginn undanfarin ár. I Akoges-húsinu er jafnframt myndlistarsýning Ríkeyjar Ingi- mundardóttur og verða tónleik- arnir í sýningarsalnum. LÍFLEG dagskrá verður á sjó- mannadaginn í Árbæjarsafni. Sjómannadagsmessa verður kl. 14 í gömlu safnkirkjunni frá Silfrastöðum í Skagafírði. Prestur er sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Kl. 15 verða tónleikar í hús- inu Lækjargötu 4. Borgarkór- inn undir stjórn Sigvalda Snæs Kaidalóns syngur úrval Reykjavíkursöngva. I Dillons- húsi er boðið upp á ljúffengar veitingar, handverksfólk verð- ur við störf í ýmsum húsum og börn á öllum aldri hafa gaman af nýju leikfangasýningunni í Kornhúsinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.