Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Valtýr Guðjóns- son, fyrrum bæjarstjóri og síðar útibússtjóri Sam- vinnubankans í Keflavík var fædd- ur í Lækjarbug í Hraunhreppi, Mýra- sýslu, 8. maí 1910. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurnesja 25. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Þórar- insson Ofjörð, f. 1890, d. 1980, og Kristín Illugadóttir, f. 1867, d. 1950. Föðursystir Guðjóns og fóstra var Guðrún Jónsdóttir Norðfjörð, ljósmóðir, gift Jóni Snorrasyni, þau fengu einnig Valtý í fóstur. Guðjón faðir hans kvæntist Valgerði Stefánsdóttur, f. 1891, d. 1918. Hálfsystir Valtýs sammæðra var Júlía Júlíusdóttir, f. 1895, d. 1953. Hálfsystur Valtýs sam- feðra eru Guðrún, f. 1913, hús- móðir í Mýrdal, Kolbeinsstaða- hreppi, og Guðríður Gyða, f. 1916, húsmóðir í Reykjavík. Bústýra að Lækjarbug eftir ** lát Valgerðar var María Guð- mundsdóttir frá Álftá, f. 1890, d. 1987. Dóttir Maríu og uppeld- issystir Valtýs er Sigríður Sveinbjörnsdóttir, f. 1915, hjúkrunarkona, búsett í Reykja- vík. Valtýr kvæntist 13.10 1934 Elínu Þorkelsdóttur frá Álftá á Mýrum, f. 18.2. 1909, d. 6.4. 1994. Börn þeirra eru: Emil, f. 1936, ókvæntur, Gylfi, f. 1937, kvæntur Áslaugu Bergsteins- dóttur, börn þeirra eru Elín, Elsku afi. Með þessum orðum langar okkur að kveðja þig og þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman í gegnum árin. Það er margs að minnast. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar ömmu á Suðurgötuna, t.d. eftir skóla. Það fyrsta sem þið hugsuðuð um var að gefa okkur að borða og það var alltaf eitthvað gott í gamla góða búrinu: ný hjónabandssæla, kleinur eða mýramannakökur en amma var besti kokkur í heimi. Allt var lostæti hjá henni. Þú vildir alltaf að við fengjum súkkulaði sem þú áttir nóg af. Þegar búið var að borða og við ' ,1 orðnir saddir var alltaf hægt að fínna sér eitthvað að gera. Það sem mér fannst svo gaman var þegar við bræðumir vorum að tuskast við ömmu á eldhúsgólfinu eða fara í sjó- mann við hana. Amma hafði oft bet- ur en leyfði okkur oftast nær að sigra og þá var maður sko ánægður. Amma var svo hraust og sterk kona og þó hún hafí verið komin á þennan aldur var hún eins og kraftakona. Þegar látunum lauk fékk ég mér oft kaffiboila og molasykur með þér og ömmu. Þú hlóst oft að mér þegar ég drakk kaffið en ég var auðvitað að herma eftir þér. Þú last gjarnan Moggann í rólegheitum í eldhús- króknum á meðan ég hjálpaði '■^ömmu með spilakapalinn. Hún var mildl spilakona en þú lést hinsvegar spilin oftast eiga sig fyrir utan að spila olsen olsen annað slagið við okkur bræðurna. Það sem allir muna um þig var hvað þú varst alltaf góður og hjálp- samur við fólk. Öilum tókstu vel og oft komum við með vini í heimsókn og þeim var alltaf vel tekið. Þegar mamma var að vinna á sunnudögum komst þú alltaf í hádeginu á gamla góða Lancernum og sóttir okkur í lambasteikina sem engin kunni að —► elda eins og amma gerði og það sem meira var að þú bauðst oft pabba með í mat eftir að þau mamma skildu því þú hafðir oft áhyggjur að hann fengi ekki nóg að borða. Pabbi var alltaf svo ánægður og þótti svo gott að koma til ykkar. Ef eitthvað bjátaði á hjá okkur bræðrunum varst þú okkur alltaf innan handar. 'tÉg man að þegar ég datt stundum á Ágústa Guðrún og Valtýr, Guðrún, f. 1948, giftist Val Emilssyni, þau skildu, þeirra synir eru Emil og Guð- mundur Valtýr. Barnabarnabörnin eru 5. Valtýr fór ungur í Hvítárbakkaskóla og lauk þaðan prófi 1929 og kennara- prófi frá Kennara- skólanum í Reykja- vík 1931. Eftir kennarapróf réð hann sig sem barnakennara í Keflavík og kenndi þar til árs- ins 1944. Hann var skrifstofu- stjóri og gjaldkeri Rafveitu Keflavíkur 1944-1954, bæjar- stjóri 1954-1958, forstjóri Dráttarbrautar Keflavíkur 1958-1962, með bókhald og fasteignasölu 1963-1964, úti- bússtjóri Samvinnubankans í Keflavík 1965-1979, en þá tók hann við starfi reiknishaldara hjá Fjölbrautarskóla Suður- nesja og var þar til ársins 1987. Varaþingmaður Framsóknar- flokksins í Reykjaneskjördæmi var hann 1960, 1962, 1964 og 1967. Valtýr sat næstlengst allra í hreppsnefnd og bæjar- stjórn eða samfellt í 28 ár. Hann var í hreppsnefnd 1946-1949, í bæjarstjórn 1949-1974, í bæjar- ráði 1950-1958 og 1962-1974. Valtýr var kjörinn heiðursborg- ariKefiavíkur 1989. Útför Valtýs fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. hjólinu og fékk skurð eða sár hér og þar var stundum spurning hvor okkar fann meira til þú eða ég. Okk- ur bræðrunum fannst gaman að fara með þér í bíltúr eftir matinn en þú varst nú ekki mesti glanni í heimi. Oft fórum við bræðurnir með ykkur ömmu í ferðalög og minnis- stæð er helgarferðin á Þingvelli. Þú sýndir okkur allan staðinn og sagðir okkur söguna. Við fórum í göngu- ferðir þar en það sem okkur þótti allra skemmtilegast var þegar við fórum út á vatnið á árabáti en það var jafnframt í fyrsta skipti sem við fórúm í bátsferð. Lífíð á Suðurgötunni var ekki bara leikur því þú hafðir nóg að gera. Við fengum oft að hjálpa þér þegar þú varst að binda inn bæk- urnar en nóg var til af bókum. Besti tími ársins á Suðurgötunni voru jól- in. Alltaf vorum við hjá ykkur um jólin áður en þið fluttuð og það var svo notalegt. Fullt af góðum mat, pökkum og allt sem við strákarnir gátum óskað okkur sem litlir pollar en það sem var númer eitt var þessi hjartahlýja og umhyggja sem við fengum alltaf hjá ykkur. Þegar amma dó fór heilsu þinni að hraka en aldrei þannig að þú gætir ekki liðsinnt okkur eins og þegar ég lenti í vandræðum með að skrifa ræðu um alþingishátíðina en þá komstu mér svo sannarlega til bjargar því þú varst svo mikill og góður ræðu- maður. Þú áttir orðið erfítt með að skrifa en þú bara last upp fyrir mig og ég skrifaði niður og ræðan var góð. Elsku afí, við viljum trúa því að þú sért búinn að hitta ömmu og vilj- um þakka ykkur allt sem þið gerðuð íyrir okkur og vonum að ykkur líði vel. Megi algóður Guð geyma ykk- ur. Guðmundur Valtýr og Emil. Látinn er kær vinur og komið að kveðjustund. Fljótlega eftir að ég fluttist til Keflavíkur og fór að vinna hjá Keflavíkurhrepp árið 1948 kynntist ég Valtý Guðjónssyni, hann var þá gjaldkeri og skrifstofu- stjóri Rafveitu Keflavíkur og vann í sama húsi og ég. Ekki fór það milli mála við fyrstu kynni, að hann var afburða starfsmaður, vann hratt og vel, ekki gefinn fyrir óþarfa orða- lengingar. Vann skipulega og vildi hafa allt í röð og reglu. Hann var þá orðinn hreppsnefndarmaður í Keflavík fyrir Framsóknarflokkinn og vann að hreppsmálum af miklum dugnaði. Eg tók eftir því, að fólk sótti mikið til hans með ýmiskonar íyrirgreiðslu. Valtýr varð svo bæj- arstjóri í Keflavík á árunum 1954 til 1958. Á þeim árum var mikið upp- gangstímabil, miklar framkvæmdir í gatna- og holræsagerð, byggingu húsa o.fl., framkvæmdir, sem unnið var að í hinu unga bæjarfélagi. í þessu umhverfi naut hann sín vel. Keflvíkingar kunnu að meta dugnað hans og útsjónarsemi, fylgi við Framsóknarflokkinn tók að aukast hröðum skrefum og í kosningunum 1966 og 1970 var flokkurinn stærst- ur stjórnmálaflokka í Keflavík og eftir því tekið víða um land. Ég vann tvö ár á skrifstofu Keflavíkur- bæjar undir hans stjórn. Hann lagði mikið á sig í bæjarstjórastarfínu, fylgdist vel með öllum framkvænd- um og vann langan vinnudag á skrifstofunni, t.d. færði hann sjálfur bókhald bæjarins og bjó sér út sér- staka aðstöðu til þess, sem oft var brosað að. Hér var um heilmikið skrifstofuborð að ræða, sem hann gat staðið við og taldi sig geta náð meiri afköstum þannig og eflaust var það rétt hjá honum. Frá þeim tíma sem ég vann hjá honum á skrifstofunni lágu leiðir okkar Val- týs saman, aðallega var það í bæjar- málum Keflavíkur, mest á árunum 1962 til 1974. Frá þessu langa sam- starfi er margs að minnast. Ég full- yrði það, að duglegri samstarfs- mann var ekki hægt að hugsa sér. Lengst af þeim tíma, sem hann vann að sveitarstjómarmálum, var ekkert greitt fyrir þau. Aldrei gat ég fundið, að hann sæi eftir þeim tíma, sem hann eyddi í störf fyrir bæjarfélagið sitt, eða fyrir aðra. Hann var afar hjálpsamur maður og vildi gi'eiða götu fólks af öllum mætti og eyddi í það ómældum tíma. Oft man ég eftir því, að hann fór fyrir fólk til Reykjavíkur í ótrú- legustu erindagjörðum og í þessar ferðir fóru oft hálfu og heilu dag- arnir. Það voru mörg heimili í Keflavík, sem nutu hjálpsemi hans. Valtýr var Kennaraskólagenginn og kenndi hér í Keflavík við góðan orðstír í mörg ár, hafði mikinn metnað að nemendur sínir stæðu sig vel. Þá var hann í 12 ár útibú- stjóri Samvinnubankans í Keflavík. Varð útibú bankans það stærsta á landinu undir hans stjórn, utan Reykjavíkur. Valtýr sat í mörgum nefndum á vegum Keflavíkurbæjar, m.a. for- maður Byggingarfélags verka- manna og sá um byggingu verka- mannabústaða af miklum dugnaði á þeim tíma sem hann var formaður. Einnig sat hann í rafveitunefnd, byggingarnefnd og ýmsum fleiri nefndum. Á bæjarstjórnarárum hans, sat hann lengst af í bæjarráði og formaður ráðsins í nokkur ár og einnig forseti bæjarstjórnar. Hann var varaþingmaður Framsóknar- flokksins á árunum 1959 til 1968 og sat á nokkrum þingum og vann þar að ýmsum góðum málum fyrir Suð- urnesjamenn. Þegar Málfundafé- lagið Faxi var stofnað hér í Kefla- vík, var Valtýr einn af stofnendum þessa merka félags og ritstjóri blaðsins Faxa árin 1939-1941. Val- týr var mjög ritfær maður, skrifaði greinar í dagblöð, en þó aðallega í Faxa um margskonar efni. Valtýr var kjörinn heiðursborgari Kefla- víkurkaupstaðar á hátíðarfundi bæjarstjórnar á 40 ára afmæli bæj- arins 1. apríl 1989. Var hann annar heiðursborgari Keflavíkur, áður hafði Ragnar heitinn Guðleifsson hlotið sama heiður. Báðir höfðu þessir sómamenn unnið fyllilega til þess fyi'ir áratuga mikilvæg störf í þágu bæjarfélagsins okkar, sem seint verða fullþökkuð. Margt er hægt að skrifa um hinn mæta mann Valtý Guðjónsson, sem ekki rúmast í stuttri minningar- grein, ég veit það líka, að það var ekki að hans skapi, að um hann væru skrifaðar einhverjar lofrullur, eins og hann orðaði það. Sjálfur samdi hann einstaklega góðar minningar- og afmælisgreinar í stuttu hnitmiðuðu máli. Valtýr var hrifnæmur og tilfínningaríkm' mað- ur, hafði mikinn áhuga á bókmennt- um. Skáldið á Gljúfrasteini, Halldór Laxness, var hans skáld, bækur hans kunni hann að meta að verð- leikum og gaman að heyra hann ræða innihald þeirra. Valtýr vinur minn var maður skapmikill með margslungna lund, hann gat verið harður og stundum nokkuð óvæginn á hinum pólitíska vettvangi og gaf hvergi eftir. Ég held að honum hafí þótt gaman að standa fremstur samherja sinna í stjórnmálaumræðunni. Hann var alltaf vel undirbúinn, með vel samd- ar ræður. Margir eldri Keflvíkingar muna eftir honum, þegar hann var kominn í sinn rétta pólitíska ham. Þá var hvergi gefíð eftir. Við sem best þekktum hann, þekktum líka allt annan Valtý, sem var viðkvæm- ur og hjálpsamur maður, sem eyddi stórum hluta ævi sinnar, að hjálpa fólki, sem átti í erfiðleikum. Sú saga verður ekki rakin hér, en hún er verðugt verkefni, að hugleiða síðar. Valtýr átti við mikil veikindi að stríða hin síðari ár, sem varð honum erfiður tími. Valtýi' giftist 13. okt. 1934 Elínu Þorkelsdóttur frá Álftá á Mýrum, sem látin er fyrir fáum árum, mikilli sómakonu. Oft kom ég á heimili þeirra á Suðurgötu 46, Keflavík, og naut þar mikillar gestrisni. Það var ánægjulegt, að ræða við Elínu, hún var vel gefin kona, sem ég mat mik- ils, blessuð sé minning hennar. Þau hjón eignuðust þrjú börn. Að lokum vil ég geta þess að Val- týr var vel hagmæltur og orti tölu- vert á yngri árum, ekki vildi hann samt gera mikið úr þeirri náðargáfu sinni. Ég vil ljúka þessari minning- argrein með tveim vísum úr lengi'a ljóði, sem hann orti um fósturmóður sína Guðrúnu J. Norðfjörð, ljósmóð- ur, en hún lést að Lækjarbug á Mýrum á æskuheimili hans 24. júní 1938, sem hljóðar þannig: Og nú er lokið lffi hér og leyst úr þrautaböndum. Hve margt ég á að þakka þér og þínum móðurhöndum. Eg geymi bænarorð þín öll um ævistundu skamma. ó, vertu sæl - í sólarhöll við sjáumst, elsku mamma. Valtýr bar mikla virðingu fyrir fósturmóður sinni og þau hjón létu dóttur sína Guðrúnu bera nafn hennar. Með þessum fallegu og vel gerðu vísum hans, kveð ég minn gamla vin og samherja. Aðstandendum send- um við hjónin okkar bestu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Valtýs Guð- jónssonar. Hilmar Pétursson. Við andlát Valtýs Guðjónssonar er hoi-finn af sjónarsviðinu einn af litríkustu og kraftmestu baráttu- mönnum Framsóknai'flokksins á Suðurnesjum. Valtýr var um áratuga skeið odd- viti og forystumaður flokksins í Keflavík. Hann var mörg ár bæjar- fulltrúi og einnig bæjarstjóri í sam- starfí framsóknar- og sjálfstæðisfé- laganna. Það segir nokkuð um álit íbúa Keflavíkur á störfum Valtýs að undir forystu hans varð Framsókn- arflokkurinn stærsta stjórnmála- aflið í bæjarfélaginu. Stjórnendur bæjarins gerðu hann að heiðurs- borgara Keflavíkur á efri árum hans og sýndu þannig í verki þakk- læti fyrir mikið og óeigingjarnt starf hans í þágu bæjarfélagsins. Valtýr var félagshyggjumaður, beitti kröftum sínum og dugnaði til að stuðla að velferð meðbræðra sinna. Hvert það verkefni sem hann tók að sér var unnið af vandvirkni og alúð, hvort sem var á opinberum vettvangi eða í samskiptum við fé- laga sína í framsóknarfélaginu. Hann var leiðtogi sem hreif hugi þeirra sem honum kynntust, það var sama hve hin ýmsu mál er til umfjöllunar voru hverju sinni virt- VALTÝR GUÐJÓNSSON ust erfíð og flókin, hvass skilningur og skýr hugsun gerði honum auð- velt að greina aðalatriðin og setja mál fram á ljósan og auðskilinn hátt. Hann leiðbeindi þeim yngri og hvatti þá til að vanda mál sitt og kappkosta að umræða og verk þeirra að félagsmálum yrðu til nyt- semdar. Lífsviðhorf hans einkenndist af hlýhug til annarra, sterkri löngun til að gera öðrum lífsbaráttuna auð- velda. Ungt fólk sem var að hefja lífsstarf sitt hér í byggðarlaginu á staifstíma Valtýs minnist þess hve hann var ávallt reiðubúinn að lið- sinna eftir fóngum. Margir eiga honum mikið að þakka. Nú þegar langri stai'fsævi hans er lokið er augljóst að hann náði því takmarki sem allir þrá, að hafa gengið til góðs, götuna fram eftir veg. Framsóknarmenn á Suðurnesjum minnast góðs vinar og foringja. Þeir heiðra minningu hans best með því að vinna áfram ötullega að hags- munum byggðarlagsins og íbúa þess. Ég þakka Valtý Guðjónssyni góða viðkynningu á liðnum árum og votta fjölskyldu hans dýpstu samúð. Ari Sigurðsson. Foringi er fallinn. Valtýr Guð- jónsson, heiðursborgari Keflavíkur og foringi framsóknarmanna, til margra ára, lést á heilbrigðisstofn- un Suðurnesja hinn 25. maí, 88 ára að aldri. Valtýr var mikill félags- málamaðm' og lagði sig fram um að efla og bæta bæinn okkar og greiða götu samborgaranna. Hann sat um 28 ár í hreppsnefnd og bæjarstjórn. Hann gegndi helstu embættum, svo sem starfi forseta bæjarstjórnar, foiTnennsku í bæjan'áði og stöðu bæjarstjóra gegndi hann árin 1954- 1958. Auk þess var hann virkur í hinum ýmsu nefndstörfum á ferli sínum fyrir Keflavíkurkaupstað. Varaþingmaður var Valtýi' fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjanes- kjördæmi um tíma. Valtýr var kjör- inn heiðursborgari Keflavíkurbæj- ar á hátíðarfundi vegna 40 ára af- mælis kaupstaðarins hinn 1. apríl 1989. Það var því gleðistund föstudag- inn 22. maí síðastliðinn þegar við frambjóðendur flokkksins í nýaf- stöðnum sveitarstjórnakosningum ásamt formanni flokksins, Halldóri Ásgrímssyni, áttum þess kost að heilsa uppá Valtý á sjúkrahúsinu, þar sem hann hafði legið um tíma. Valtý þótti vænt um þá heimsókn. Sjálfur kynntist ég Valtý í gegn- um tengdaforeldra mína. Þau flutt- ust til Keflavíkur í desember 1950 og höfðu fengið leigt hjá Elínu og Valtý á Suðurgötu 46, eitt herbergi og aðgang að eldhúsi. Elín og Val- týr reyndust tengdaforeldrum mín- um vel og ævilöng vinátta myndað- ist. Við Valtýr áttum sameiginleg áhugamál, báðir með kennarapróf og aðdáendur Halldórs Laxnes. Ég minnist gamlárskvölda í Lyngholti hjá tengdaforeldrum mínum þegar Valtýr vitnaði í sögur nóbelsskálds- ins, þar var maður djúpra tilfinn- inga. Valtýi' reyndist mér og Ingu Lóu vel þegar við hófum okkar bú- skap, fyrir það erum við þakklát. Hjálpsemin var honum í blóð borin. Nú er hann horfinn á vit nýrra æv- intýra og til víðari lendna og okkar að minnast hans sem foringja og góðs félaga. Við hjónin þökkum góð kynni og velvild og sendum ætt- ingjum og öðrum ástvinum einlæg- ar samúðarkveðjur. Knn spegil hef ég fúndið fagra mynd, Fegursta mynd í líf dauðlegs manns, 0 andlit minna drauma og draumaland. Ó dýra stjörnublik, ó tæra lind - Pinn spegil hef ég fundið fagra mynd. (H. Laxness.) Skúli Skúlason, Inga Léa Guðmundsdéttir. • Fleirí minningargreinar umValtý Guðjónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.