Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.06.1998, Blaðsíða 46
,46 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GÍSLISKARPHÉÐINN SIGURÐSSON + Gísli Skarphéö- inn Sigurðsson fæddist á Höfn 10. febrúar 1970. Ilann lést af slysförum miðvikudaginn 27. maí síðastliðinn. For- eldrar hans eru Guð- ný Valgerður Gunn- arsdóttir, f. 24.10. 1935, og Sigurður Sigurbergsson, f. 6.4. Hornafirði. * Gísla eru: björg, f. 9.1. 1956, Sigríður Gunnþóra, f. 12.3. 1957, Hallur, f. 20.4. 1958, Sigurlaug Jóna, f. 6.5. 1962, og Hulda Steinunn, f. 19.11. 1967. Gísli var í sambúð með Sædísi Guðnýju Hilmarsdóttur, f. 28.8. 1975, og eiga þau soninn Hauk Smára, f. 26.6. 1996. Utför Gisla verður gerð frá Hafnarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Það er ávallt þungbært að missa ástvini, en þungbærast er að missa vini í blóma lífsins, snögglega og óviðbúið. Þegar ég heyrði fyrst fréttir af því að Gísli, mágur minn, hefði látist í bílslysi var mér ákaflega brugðið, en því miður verðum við að horfast í augu við raunveruleikann hversu þungbært sem það kann að reynast. Eg kom fyrst að Stapa fyrir rúm- um 16 árum. Mér var ákaflega vel tekið, nýjum tengdasyni, og hafa fá- ir farið varhluta af einstakri gest- risni Stapafólksins. Þá man ég eftir Gísla sem glaðlegum ungum pilti, sem var augasteinn fjölskyldu sinn- "'Air og hvers manns hugljúfí. Þá þeg- ar var augljóst hversu lipur hann var í ýmsum snúningum og hafði hann vakandi auga og áhuga á öllu sem við kom búskap. Það vakti at- hygli mína hversu glöggur hann var og þekkti hverja ein- ustu kind með nafni. Ég hef fylgst með Gísla frá þessum tíma og ávallt dáðst að því hversu duglegur hann hefur verið að aðstoða við bústörfín á Stapa, jafnvel þótt hann hafi verið störfum hlaðinn á öðrum vettvangi. Hann var óþreytandi að sinna viðhaldi á vélum, þungavinnu hvers kon- ar og ýmsum störfum á annatímum í sveitum. Gísli tókst ávallt með jákvæðum huga á við þau verkefni sem hann sinnti, glaðlegur og bros- andi, sífellt í góðu skapi með gam- anmál á vörum. Því leið fólki vel í návist hans, börn hændust að hon- um og hann eignaðist fjölmarga vini. Fullvíst má telja að stærsta stund í lífi Gísla hafí verið þegar hann eignaðist son með Sædísi, unnustu sinni, fyrir tæpum tveimur árum. Haukur Smári var sannkallaður augasteinn Gísla og var unun að sjá hversu náið samband þeirra feðga var, allt frá fyrstu tíð. Gísli sinnti fóðurhlutverkinu af mikilli ástúð og fölskvalausri gleði. Við verðum því miður að horfast í augu við það að eiga ekki eftir að njóta fleiri samvista við Gísla í þessu jarðlífi. Blessuð sé minning hans. Guðni Olgeirsson. Eftir genginn góða drenginn, grípum við í dýpsta strenginn. Skærast skarta, skal þín bjarta minning blíð í bamsins hjarta. (G.G.) Höggið var þungt, þegar fregnin um andlát, vinar okkar, Gísla á Stapa, barst okkur. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SÆMUNDUR BREIÐFJÖRÐ HELGASON vélstjóri, Hrafnistu Hafnarfirði áður til heimilis að Álfaskeiði 49, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 3. júní síðastliðinn. Ragnhildur Þorgeirsdóttir, Þorgeir Sæmundsson, Margrét S. Guðmundsdóttir, Helgi S. Sæmundsson, Guðbjörg Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + GUÐJÓN SIGURÐSSON múrarameistari, Reykjahlfð 12, Reykjavík, andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur þriðjuda- ginn 26. maí sl. Bálför hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Börn hins látna og fjölskyldur þeirra. + Elskuleg móðir mín, dóttir okkar og systir, HRAFNHILDUR BRYNJA FLOSADÓTTIR, lést af slysförum 1. júní sl. Axel Óli Alfreðsson, Rannveig Höskuldsdóttir, Flosi Jónsson, Aðalsteinn Flosason, Guðlaug Flosadóttir. Margar spurningar urðu til í hug- um okkar. Hvers vegna hann? Af hverju ungur maður í blóma lífsins? Af hverju þessi ljúflingur, sem hvers manns vanda vildi leysa? Af hverju faðir ungs yndislegs sonar? Af hverju, af hverju, af hverju? Þannig gætum við spurt endalaust. Það hefur verið mikil gæfa okkar hér í Hlíðartúni 27 að hafa átt að yndislegum vinum fólkið á Stapa. Þangað höfum við sótt, í gegnum árin, gleði, vináttu, ómetanlegan fróðleik, bæði til hugar og handa, og ekki sízt mannleg samskipti, sem til fyrirmyndar eru. Þar hefur fjöl- skyldan öll lagst á eitt, foreldrar, börn, tengdabörn og barnabörn. Þessa alls höfum við notið, öll fjölskylda okkar, í ríkum mæli, og ekki sízt yngsta dóttirin, sem varð þeirrar gæfu aðnjótandi að dvelja nokkur sumur á Stapa. Þar kynnt- ist hún þeim hjónum, Sigga og Völu, sem reyndust henni sannir foreldrar, og ekki sízt börnum þeirra, sem urðu henni að nokkru leyti sem systkini, ekki sízt þau yngri. Strengirnir hafa verið sterk- ir til Stapa í gegnum árin og eru enn. Þar hefur aldrei neinn skugga borið á. Hólmfríður og við öll syrgjum Gísla okkar. Við biðjum hæsta höf- uðsmiðinn að halda sinni almáttugu verndarhendi yfir Hauki Smára, Sædísi, foreldrum, systkinum og öðrum vandamönnum. Við minn- umst ykkar allra í bænum okkar. Guð veri með ykkur. Kveðjur frá, Hlíðartúni 27. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir sem ung á morgni lífsins staðar nemur og eilíflega óháð því sem kemur í æsku sinnar tignu fegurð lifir. Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu á gullnu aupabliki. (Tómas Guðmundsson.) Nú er hann horfinn frá okkur, Gísli besti vinur okkar. Ég kynntist Gísla fyrst þegar við vorum fermd- ir. Eftir það urðum við vinir og hélst sú vinátta alla tíð. Gísli var alltaf hress og glaðlyndur. Það var mikið áfall þegar við fréttum um slysið. Gísli var ótrúlegur drengur, alltaf tilbúinn að gera öllum greiða. Þegar við sáum hann síðast óraði okkur ekki fyrir því að þessi hressi og glaðlyndi vinur ætti eftir að yfir- gefa okkur svona fljótt. Með þessari grein viljum við votta fjölskyldu hans samúð okkar í sorginni. Við óskum kærum vini okkar alls góðs á ókunnum brautum. Rafnkell og María. Þessi góði og glaði drengur sem alltaf var tilbúinn að hjálpa öllum er nú horfinn frá okkur. Það er ófyllt stórt skarð þegar hann Gísli okkar er horfinn og minningin ein eftir. Mikil sorg var þegar við frétt- um að Gísli hefði lent í bílslysi og dáið. Gísli var besti vinur sonar okkar og kom oft inn á heimilið okkar. Þá var mjög glatt á hjalla, mikið hlegið og spjallað og gert að gamni sínu. Það var ekki heyjað í sveitinni öðruvísi en Gísli væri fenginn til að hjálpa, og gerði hann það með bros á vör. Ég held hann hafi ekki kunnað að segja nei, hann vildi allt fyrir alla gera. Svo fluttist hann til Reykjavíkur með kærust- unni sinni og syni. Hann fór ekki al- veg frá Hornafirði, því hann fór að keyra flutningabíl milli Reykjavík- ur og Hornafjarðar á vegum KASK. Við sáum hann oft þegar hann var á ferðinni. Hann var svo tryggur; hafði alltaf símasamband ef hann kom ekki í heimsókn. Gísla er sárt saknað og við biðjum Guð að geyma hann. Við vottum syni hans og kærustu, foreldrum og systkinum sem eiga um sárt að binda samúð okkar. Guð veri með þeim. Svanhvít og Guttormur. Túnin á Stapa halla á móti norðri og enda við vatnið Þveit, sem er feikifagurt vatn með klettaeyju er Rauðhamar heitir. Á góðviðrisdög- um speglast Ketillaugarfjallið okkar í sléttum vatnsfletinum. Þessa mynd skemmir þó silungurinn þeg- ar hann grípur flugurnar sem tylla sér á vatnsborðið í hitanum, eða þá vindgolan sem gárar vatnið eins og hún sé búin að fá leið á fjallinu sem stendur á haus í vatnsfletinum. Syðst í túninu er þyrping grasi gró- inna hóla. Þeir eru misstórir með djúpum lægðum á milli. I skjóli þeirra stendur bærinn á Stapa. í þessu umhverfi ólst Gísli upp ásamt stórum systkinahópi. Á Stapa voru einnig mörg önnur börn á sumrin. Þar var því oft glatt á hjalla í ieik barnanna. Hólarnir buðu upp á marga möguleika. Þar voru lagðir vegir og búsmali barn- anna var á beit í bröttum hlíðum hólanna. Leikir barnanna urðu þroskandi og hæfileikar Gísla komu fljótt í ljós. Hann skipulagði leikina eins og vinnuna síðar. Hann var mjög lipur vélamaður á öll tæki. Dráttai-vélar, bflar og þungavinnuvélar léku í höndunum á honum. Gísli á Stapa hafði alltaf nægan tíma til að hjálpa öðrum, nágrannar og sveitungar nutu hjálpar hans, mannkosta og hæfileika. Hann var myndarlegur maður, glaðlegur og skýr, framkoman festuleg, skoðanir skýi'ar og ákveðnar. Fyrir nokkru kynntist Gísli Sæ- dísi Hilmarsdóttur og eiga þau tveggja ára gamlan son. Það er von mín að litli glókollurinn fái að leika sér í hólunum á Stapa sumarlangt í skjóli afa og ömmu því að betra heimili fyrir bai’n er varla til. Gísli minn, þú sem ávallt heilsaðir svo glaðlega og kvaddir svo hlýlega, þakka þér fyrir stundirnar sem við áttum saman. Við sendum ástvinum þínum og vinnufélögum hlýjar samúðarkveðj- ur. Þorsteinn og fjölskylda, Bjarnanesi 2. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Fallinn er frá langt um aldur fram kær vinnufélagi, Gísli á Stapa, eins og hann var gjaman nefndur, þá kenndur við heimabæ sinn Stapa. Það er eins og sumarblíða og sól hafi haldið brott frá okkur hér á Höfn með fréttum af andláti Gísla. Það lýsir einnig þeim kulda sem nú umlykur hjörtu okkar. Það var ávallt gott að fá Gísla í heimsókn í Vöruhúsið. Hann var svo glaður og hvers manns hugljúfi, spjallaði við okkur öll og þá skipti ekki máli hvort við höfðum síðast séð hann í gær eða fyrir mánuði. Við geymum í huga okkar góðar minningar um ljúfan dreng og sendum Sædísi unn- ustu hans, ungum syni, foreldrum, systkinum og fjölskyldum þeirra ásamt samstarfsfélögum í flutninga- deild KASK okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi guð vera með okkur öllum á þessum erfiðu stund- um. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Mai’gs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Starfsfólk Vöruhúsi KASK. Miðvikudaginn 27. maí sl. barst mér sú sorgarfrétt að Gísli hefði kvatt þennan heim í hörmulegu slysi. Ég varð mjög sleginn og fannst þetta óréttlátt. Vildi ekki trúa þessu. Af hverju núna? Af hverju hann, ungur maður í blóma lífsins? Spurningar vakna sem aldrei fást nein svör við. Það var reyndar fyrir tilviljun að ég kynntist Gísla og reyndar allri hans fjölskyldu. Ég var svo lánsam- ur að fá að fara í sveit að Stapa og þar sem við Gísli vorum á svipuðum aldri náðum við vel saman. Sú vin- átta hélst vel og minningarnar ekki síður þótt samverustundum hafi fækkað. Það voru ófáar ferðimar sem ég hjólaði inn að Stapa og alltaf var hægt að hafa nóg fyrir stafni, ekki síst ef hestarnir voru annars vegar. Við fórum margan góðan út- reiðartúrinn hvort sem var niður á Sand, inn að Stórulág eða bara vítt og breitt um sveitina þar sem við þáðum iðulega veitingar á bæjun- um. Æfðum okkur að sundríða í Þveitinni milli þess sem við veidd- um þar silung. Ef hestarnir voru ekki til staðar áttum við það til að fara á bak beljunum þegar verið var að ná í þær á kvöldin. Jafnvel bregða okkur í kúrekaleik og snara kálfana meðan við ímynduðum okk- ur að við værum fræknar kvik- myndastjörnur. Að loknum löngum vinnudegi áttum við krakkarnir, Gísli, Hulda og ég, það til að sofa í hlöðunni, sérstaklega þegar aðeins var farið að hitna í heyinu. Gísli var duglegur við sveita- störfin og fór fljótt að vinna eins og fullorðinn maður. Hann fór snemma að vinna á dráttarvélum jafnt við heyannir og aðra sveita- vinnu og af honum lærði ég margt sem síðar hefur nýst mér við „bú- skapinn". Síðustu ár hefur Gísli verið foreldrum sínum stoð og stytta við bústörfín. Nú er hann farinn og eftir stend- ur sorgin stór og sem betur fer margar góðar minningar um góðan dreng sem því miður fékk ekki að vera lengur með okkur. Vala, Siggi, Sædís, Haukur, systkini og aðrir vandamenn. Ég samhryggist ykkur innilega og vona að Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorgina og veri með ykkur á erfiðum stundum. Jón Birkir Finnsson. Um mitt sumar 1974 kynntist ég Gísla fyrst. Hann var þá smápatti, yngstur systkina á bænum Stapa í Nesjum. Ég var þá við rannsóknir í Hornafírði og dvaldi um vikutíma á bænum og hefur síðan þá þótt æ vænna um heimilisfólkið og lands- hlutann sem það byggir. Það er því með harmi að þessi fábreyttu orð eru rituð til að minnast yngsta heimilismannsins, sem hefur verið kallaður yfir þá gráu jökulá sem skilur milli okkar heims og þess hins sem við þekkjum minna. Gísli var tápmikill og duglegur, blíður og viðmótsþýður undir sinni oft nokk- uð hvatskeytslegu framkomu. Ég minnist þess er ég sat í baðstofu og drakk kaffi eitt þessara fyrstu kvölda í Nesjum, að Gísli vindur sér inn með þjósti og spyr yfir heimilis- fólkið: Ætlar bara enginn að hjálpa mér að skipta um gír? Pattinn var þá að snúa heyi en náði ekki al- mennilega niður á kúplinguna. Gísli hafði gleymt að gestur var þarna að sötra kaffið sitt í sakleysi og kom nú auga á hann, roðnaði, leit niðurfyrir sig og brosti feimnislega, en vatt sér út og sagði stutt og laggott: Andskotinn! Systur hans hlógu og hlupu til að hjálpa drengnum við að skipta um gír. I þessari mynd sem greypt er í minninguna þekki ég Gísla, hvatlegan, duglegan og ófeiminn og feiminn í senn. Nokkrum árum síðar komum við þrjú að Stapa, var þá dóttir mín um tveggja ára. Gísli tók hana strax eins og litla systur og var henni ákaflega góður, eins og raunar allt heimilisfólkið. Síðastliðið sumar hittum við hjón- in Gísla er við komum við á Stapa. Hvarf hann þá skyndilega, en kom síðan klukkustund síðar með son sinn á handleggnum. Það var mjög greinilegt hve honum þótti vænt um sinn litla pjakk, þótt hann reyndi að láta sem minnst á því bera, hann var þannig, en var þó greinilega yfir sig montinn af syninum sem eðlilegt var. Við viljum votta ykkur Vala og Siggi og allri fjölskyldu Gísla, unn- ustu og syni okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímum. Að hafa haft Gísla að vini öll þessi ár hefur gefið okkur mikla gleði sem við fínnum sárt til þegar hann er okkur horf- inn. Helgi Torfason og fjölskylda. • Fleirí minningargreinar um Gísla Skarphéðin Sigurðsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.