Morgunblaðið - 05.06.1998, Síða 47

Morgunblaðið - 05.06.1998, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 4*£ MINNINGAR GUÐNIERNST LANGER + Guðni Ernst Langer fæddist í Reykjavík 9. októ- ber 1940. Hann lést á Landspitalanum að morgni 30. maí síðastliðinn. Móðir hans var Guðrún Bjarnadóttir Ireland, f. 3.4. 1920, d. 3.11. 1977, og faðir hans var Ernst Langer, þýskur sjó- maður. Guðrún gift- ist 3.4. 1947 Alex V. Ireland, f. 31.10. 1911, d. 9.7. 1994. Hálfsystkini Guðna, sammæðra eru Jón Þ. Þór, f. 14.8. 1944, bú- settur í Hafnarfirði, Willa Dóra, f. 7.11. 1952, William, f. 29.12. 1954, og Irene, f. 17.7. 1959, öll búsett í Indianafylki í Banda- ríkjunum. Guðni ólst upp hjá móðurforeldrum sínum, Bjarna Jónssyni, skipstjóra, f. 3.6. 1889, d. 31.12. 1974, og eigin- konu hans, Halldóru Sveinsdótt- ur, f. 28.11. 1895, d. 26.1.1984. Guðni kvæntist 17.2. 1962 Eddu Magndísi Halldórsdóttur, f. 18.1. 1943 í Reykjavík. Þau slitu samvistir árið 1979. Börn þeirra eru 1) Halldór fvar, f. 31. des. 1960, kvæntur Ásu M. Blöndahl, f. 12.4. 1961 í Reykja- vík, börn þeirra eru Magndís Blöndahl, f. 15.9. 1988, fvar Blöndahl, f. 5.1. 1991, og Breki Blöndahl, f. 19.7. 1996. 2) Edda Guð- rún, f. 15.12. 1967, gift Sveini Vignis- syni, f. 30. jan. 1968 í Reykjavík. Börn þeirra eru Sigrún Arna, f. 27. jan. 1993, og Ásta Guð- ný, f. 24. sept. 1995. Guðni fór til sjós 1957, fyrst sem háseti á togurum og skip- um Eimskipafélagsins. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskóla íslands 1965. Var ráðinn sem stýrimaður hjá skipadeild SÍS sama ár, starfaði hann sem stýrimaður og skipstjóri hjá skipadeild SÍS, Samskipum og Olíufélaginu. Siðast hja Olíu- dreifingu hf. sem stýrimaður á mt.StapafelIi. Útför Guðna Ernst Langer fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku afi, það er erfitt að trúa því að þú komir aldrei aftur. Engar óvæntar hringingar utan af sjó, til að athuga hvernig allt gengur, þó sérstaklega til að heyra í okkur systrunum. Og þeir voru ófáir happaþrennumiðarnir sem þú laum- aðir að okkur. Þú varst alltaf að færa okkur eitthvað og hafði gaman af. Best var þó að komast um borð, og fá ís og borða hann í messanum. Elsku afi okkar, þín verður sárt saknað, þú kvaddir of fljótt. Við biðjum góðan Guð að styrkja okkur öll í sorginni. Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaður Jesús mætí. (Hallgr. Péturs.) Hafðu þökk fyrir allt, þínar afastelpur, Sigrún Arna og Ásta Guðný. Horfinn er sjónum okkar góður °g tryggur vinur og samferðarmað- ur. Sjúkdómurinn, sem varð honum að aldurtila, herjaði hraðar en við vinir hans gátum almennt gert okk- ur grein fyrir. Ég heimsótti Guðna á sjúkrabeð hans daginn fyrir and- lát hans, en þá í vikunni hafði hon- um hrakað svo mjög að auðséð var að ekki yrði aftur snúið. Var þá um hálfur mánuður liðinn frá því hann var innritaður á sjúkrahúsið. Böm hans og systir, sem komin var frá Bandaríkjunum, vöktu yfir honum allan sólarhringinn þessa síðustu viku. Bar það á fagran hátt vitnis- burð um ástúð þeirra og aðdáunar- verðan kærleika og hlýju til Guðna. Hjúkrunarfólk sjúkrahússins ann- aðist hann einnig af mikilli nær- gætni og umhyggjusemi. Guðni var um langt árabil ýmist skipstjóri eða stýrimaður á skipum Skipadeildar Sambandsins, nú Samskip, en síðustu árin var hann yfirmaður á olíustrandferðaskipinu „Stapafelli". Ég kynntist honum því í gegnum störf mín í mörg ár hjá Olíufélaginu h.f., eiganda skipsins, og þakka honum nú á kveðjustund- inni fyrir langvarandi vináttu og tryggð. Marga ánægjulega sjóferð- ina á ég honum að þakka, bæði til hafna hér innanlands og ekki síst til hafna erlendis, bæði í N-Ameríku og Evrópu. Guðni vissi að ég naut þess að anda að mér sjávarloftinu og gleymdi aldrei að kalla á mig, þegar tækifæri gáfust, að sjálf- sögðu með vinsamlegu leyfi útgerð- anna. I siglingum sínum til Gloucester í Massachusetts eignaðist hann mjög góða vini, þau hjónin Judi og Thom- as J. Corcoran og fjölskyldur þeirra. Hann heimsótti þau í Gloucester nokkrum sinnum í sum- arleyfum sínum og greiddi götu þeirra að öllu leyti, er þau heim- sóttu ísland árið 1984. Þau dvöldu þá hér á heimili hans í Kópavogi. Þau hjónin hafa fylgst mjög gaum- gæfilega með veikindum Guðna og á þessari saknaðarstundu hafa þau beðið mig fyrir sérstakar kveðjur til hans og ástvina hans. I orðsendingu þeirra segir m.a.: - „Það er orðið æði langt síðan við hittumst fyrst um borð í m/s „Skaftafelli“ er skipið lá í höfn í Gloucester. Hverjum hefði komið til hugar að hin sér- staka vinátta, er þá mótaðist, yrði jafn mikils metin og virt af fjöl- skyldu okkar og um jafn langt tíma- bil og raun ber þegar vitni um. Við munum öll sakna ómsins af hans hlýju og glaðværu rödd á heimili okkar. Hugulsöm og hjartagóð vin- átta hans mun aldrei gleymast og hans er sárt saknað af okkar öllum. Minning hans mun ávallt varðveit- ast í hjörtum okkar og yfir hana aldrei fyrnast. Við sendum ástvin- um hans okkar innilegustu samúð- arkveðjur og úr fjarlægð kveðjum við kæran vin með þakklæti fyrir yndislegar samverustundir á liðnum árum, stundir sem ekki gleymast og aldrei mást“. - Judi og Thomas hafa reynst íslenskum sjófarendum, sem siglt hafa til Gloucester, frábæri- lega vel og iðulega verið á borð við óopinbera fulltrúa lands okkar á þeim slóðum. Við Guðni áttum samleið í nafn- toguðum félagsskap og var ég sam- ferða honum á síðasta fund hans á þeim vettvangi, hérna megin landamæranna miklu, í vikunni fyr- ir hátíð upprisunnar, eða þann 7. apríl sl. Eins og fyrir svo margt fleira þakka ég honum þá samfylgd af heilum huga. Ég og kona mín sendum börnum Guðna, Eddu Guðrúnu og Halldóri ívari og öðrum ástvinum hans, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og kveð að lokum góðan vin í bili, uns við hittumst á ný í varpa hins fyrir- heitna lands. Blessuð sé minning Guðna E. Langer. Árni Kr. Þorsteiusson. Að koma og fara. Þannig var líf Guðna, lífsmáti farmanns sem sigldi víða um höfin blá. Heim í frí og síð- an langdvölum fjarri ættingjum og vinum. Guðni minn, nú ertu farinn, en í þetta skiptið verður ferðin held- ur lengri en áður. Nú eigum við ekki von á þér aftur til baka. Þessi ótímabæra ferð var líka undirbúin á annan hátt en aðrar. Þú virtist sátt- ur og tilbúinn að taka því sem koma vildi, en það var sárt að kveðja. Eft- ir að ljóst var, að við sjúkdóminn varð ekkert ráðið, var um að gera að hugsa fyrir hlutunum ef það gæti nú eitthvað létt undir. Það var þér líkt. Sem unglingur man ég fyrst eftir þér með Eddu „sys“ heima á Rauðalæknum. Fyrst voruð þið tvö í herberginu, en síðan þrjú eftir að Halldór ívar fæddist og þá fór að þrengjast. Til að byrja með varstu í Stýrimannaskólanum og síðan voru það siglingarnar sem tóku við. Þá hlustaði maður gjarna á „skipafrétt- ir“, til að fylgjast með því hve marg- ar hafnir væru eftir fyrir heimsigl- ingu. Það var alltaf spennandi að fylgjast með ferðum skipsins, því heimkoma þín var svo skemmtileg. Léttur og hress að vanda og ekki brást, að alltaf var eitthvað spenn- andi í farteskinu. Þegar ég hugsa til þess í dag finnst mér alveg ótrúlegt hvað þú varst duglegur að finna það sem hentaði best. Ekkert mál að koma með spariföt og skó og þetta var allt svo fínt. „rotterdömsku skórnir" hennar Dóru, ekkert smá flottir. Svo var það litla ferðatækið sem ég fékk, svona keypti maður nú ekki hér heima á íslandi í þá daga. Ótrúlegt en satt, svo sterkbyggt var útvarpið að það gengur enn. Árin liðu, þið Edda keyptuð íbúð- ina í kjallaranum og fluttuð ekki langt, en þar með í eigið húsnæði. Það var því ekki langt að fara í heimsókn, hvort sem það var upp eða niður. Svo kom að enn stækkaði fjölskyldan og Edda Guðrún fædd- ist. Þá fór að þrengjast í kjallaran- um, fjölskyldan hugsaði til hreyf- ings og settist að í Lundar- brekkunni, þar sem þú bjóst síðar áfram einn. Guðni minn, það er svo margt sem rifjast upp, en mikilvægust er einlægni þín, vinátta og góðvild. Alltaf varstu boðinn og búinn, ef í þínu valdi stóð, tilbúinn að leggja þitt til. Léttur og hress kom hann Guðni afi og fór. Seinni árin voru það afa; börnin sem áttu hug þinn allan. I ferðunum og jafnvel áður en þú fórst, var málið að finna hvemig mætti gleðja þau næst. Þú varst svo spenntur að sjá og upplifa ánægju þeirra með gjafirnar. Það var svo gaman að sjá eftirvæntinguna hjá þér. Alveg sérstakt hvað þú hafðir gaman af því að gleðja aðra. Kæri Guðni, hafðu þökk fyrir allt og allt. Megi friður og guðsblessun fylgja þér. Elsku Halldór, Ása, Edda Guð- BlómaLmðin ^aúðskom v/ FoasvoqsUrikjuqavð Sími. 554 0500 Glæsileg kaffihlaðborð FALLEGIR SALIR OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA UPPLÝSINGAR í SÍMUM 562 7575 & 5O5O 925 5 ! I I HOTEL LOFTLEIÐIR C ICtlAKOAI H O T C L S rún, Svenni og afabörnin, Magndís, Ivar, Breki, Sigrún og Ásta. Megi minningin um Guðna lýsa ykkur fram á veginn. Fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég ykkur dýpstu sam- úð og bið þess að guð gefi dánum ró og hinum líkn sem lifa. Gyða Halldórsdóttir. Þeir eru að verða nokkuð margir, félagamir af Stapafelli, sem siglt hafa yfir móðuna miklu. Fyrir stuttu fór Einar bátsmaður og nú Guðni Langer. Það má fullyrða, að aðeins einn þessara félaga minna var okkur nokkuð eldri, hinir allir á „besta" æviskeiði lífsins, látnir langt um aldur fram. Guðni Langer var alveg sérstak- ur maður, góður drengur, ljúfur og tilfinningaríkur, sannur vinur vina sinna. Guðni var ávallt kátur og skemmtilegur, og þá sjaldan hann reiddist, var að honum fannst vinum sínum misboðið, frekar en honum sjálfum. Hann vildi öllum gott gera, og gerði í því að svo mætti verða. Hann tók mótlæti og árekstmm lífsins með einstakri ró, var alltaf svo yfirvegaður „aristocrat“, að maður gat ekki annað en borið mikla virðingu fyrir honum, og þótti innilega vænt um hann. Já, eg dáði hann. Guðni Langer slóst, ekki bara lengi, heldur oft, við manninn með ljáinn, og þá er Guðni hafði „unnið“ eina lotu, vissi hann að sá með ljá- inn hafði ekki farið langt að undir- búa annað stríð, og nú síðast á laug- ardagsmorgun lét Guðni loksins undan þessum látum. Það var ekki við einn sjúkdóm að stríða, Guðni barðist á mörgum vígstöðvum og var alla tíð harður baráttumaður, allt til þess síðasta, en sú orrastan var erfið og þjáningin mikil. Eg sagði að Guðni hefði tekið öllu með jafnaðargeði, já, en hann særð- ist oft, fann djúpt til, sámaði mis- kunnarleysi lífs og manna, og klæddist þá jafnan brynju kald- hæðninnar, gáskans og yfirborð- skátínu, og hló þá á stundum að sjálfum sér. Guðni gat verið stríðinn en aldrei meinyrtur. Sjómennsku Guðna Langers, sem háseta, stýrimanns eða skipstjóra, ætla eg öðram að lýsa og segja frá, en öll hans ævi var sjórinn, hafið og skipið hans. Saman vorum við 3**. Skaptafelli og Stapafelli. Guðni gerði nokkuð í því að „njóta“ lífsins miili stríða, hann fór þó nokkuð oft til Bandaríkjanna, að hitta þar trygga vini sína og frænd- ur, og nú síðast hafði hann og gam- an af ferðum til Tailands, og hélt t.d. þar uppá 55 ára afmælið sitt. Guðni færði mér ósjaldan gjafir úr slíkum ferðum, einatt sígarettur, en ekki mátti eg reykja þær í „messan- um“ eða nærri honum sjálfum, og helst alls ekki reykja. Allar gjafir hans era mér kærar, og sérstaklega^ var hún ánægjuleg, gjafmildi hans* og gleðin sem hann veitti, með þess- um gjöfum sínum. Með síðustu samverastundum okkar um borð í Stapafelli var á sjó- mannadaginn fyrir tveimur áram, við vorum á vakt hér í Reykjavíkur- höfn, hann útbjó morgunmat þenn- an dag og dýrindis hádegisverð fyr- ir okkur Diddu og sjálfan sig að sjálfsögðu, hans yndi var góður matur og hann naut þess. Við Didda þökkum Guðna Langer vináttu hans og munum sárt sakna hans, eg sérstaklega fyrir tryggð hans og kærleik. Við sendum börnum hans, syni og dóttur, tengdabömum og barnæ T börnum, ættingjum sem og vinung* okkar innilegustu samúðarkveðjur. Steinþórunn og Guðmundur. Edda, Halldór og fjölskyldur. Faðir/afi ykkar var alveg sérstök persóna, sem var kallaður burt allt of snemma. Nú eigum við aðeins minningar um hugulsaman og örlát- an mann. Við eram þakklát fyrir þann tíma sem hann var hér og varð hluti af lífí okkar. Hugsanir okkar verða hjá ykkur alla hina erfiðiA'’ daga og mánuði framundan. Hann talaði ávallt með mikilli gleði og stolti um böm sín og bamabörn. Barnabömin hans vora augljóslega ljósið í lífi hans. Tom, Judy og fjölskylda. t Bróðir minn og mágur, DAÐIBJÖRNSSON, Drafnarstíg 7, Reykjavfk, er látinn. Ragnar Björnsson, Ólafía Helgadóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, JÓN JÚLÍUSSON, fil. kand, Miðleiti 7, Reykjavík, lést á Reykjalundi aðfaranótt miðvikudagsins 3. júní sl. Signý Sen. t Okkar ástkæri eiginmaður, stjúpfaðir, sonur og bróðir, SIGURÐUR SIGURÐSSON, Efstalundi 1, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju mánudaginn 8. júní kl. 13.30. Blóm afbeðin. Lilja Hreinsdóttir, Þóranna H. Þórsdóttir, Sigurður Halldórsson, Magnús Sigurðsson, Halldór Sigurðsson, Sigrún Sigurðardóttir, Svava Sigurðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.