Morgunblaðið - 05.06.1998, Síða 49

Morgunblaðið - 05.06.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1998 49 húsbóndans angaði um allar sveitir. Mér er sérstaklega minnisstætt er Sigurður heimsótti okkur Grétar til New York er við vorum búsett þar. Þægilegri gest var ekki hægt að hugsa sér. Það mátti ekkert fyrir honum hafa og það lá við að ég þyrfti að slást við hann til að fá að strauja skyrtuna hans. Samtöl okk- ar við morgunverðarborðið í Har- bor Lane mun ég ávallt varðveita. Sigurður gaf sér alltaf tíma til að hlusta á aðra, gefa góð ráð og gerði það á sinn sérstaka, einlæga og heiðarlega hátt. Hann var þessi trausti hlekkur sem svo gott var að leita til. Hann skildi eftii’ sig djúp spor hvar sem hann fór. Nú er hlutverki tengdafóður míns lokið í þessu lífí. Hans er sárt sakn- að af ættingjum öllum. A þessari stundu er mér efst í huga mikið þakklæti fyrir það að hafa átt hann sem tengdaföður. Við sem þekktum hann getum yljað okkur við góðar minningar um góðan dreng sem vonandi munu gera okkur öll að betri mönnum. Tengdamóður minni og öðrum ástvinum votta ég mína dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning Sigurðar Helgasonar. Dóra G. Þorvarðardóttir. Genginn er á vit feðra sinna heið- ursborgarinn Valtýr Guðjónsson, 88 ára að aldri. Valtýr var alla ævi mikill atorku- og eljumaður sem lagði gjörva hönd á verkefni sam- tímans. 21 árs gamall flutti hann til Kefla- víkur og hóf kennslu við Barnaskól- ann, samkennarar voru tveir, Guð- mundur Guðmundsson skólastjóri og önnur Framnessystra Guðlaug Guðjónsdóttir. Ibúar Keflavíkur voru þá um 830, bærinn sjávarþorp með yfírbragði fyná tíma, malargöt- um, bárujárnsklædd timburhús ásamt torfbæjum, íbúarnir sjómenn og fiskverkafólk sem kreppan skók sem harðast. Inn í þetta samfélag flytur hinn ungi kennari tónlistar og söngva, kennir nemendum sínum að meta sönggyðjuna en slíkt var sjaldgæfur hlutur í sjávarþorpum. Karlakórinn Ægir var stofnaður og var Valtýr fyrsti söngstjóri hans, þótti mikill menningarbragur af þessu tónlistarstarfí og verður það seint full þakkað. Árið 1939 var stofnað málfunda- félagið Faxi og var Valtýr fyrsti for- maður þess. Félagið hefur starfað óslitið síðan og gefur út blaðið Faxa sem er spegill samtíðarinnar. Þar eru einna bestu heimildir um menn og málefni í byggðum Suðurnesja. Fyrstu kynni mín af Valtý tengj- ast málfundafélaginu Faxa en stjúpi minn Guðni Magnússon málara- meistari var Faxafélagi. Fundir voru haldnir á heimilum félags- manna á síðkvöldum og voru þá veitingar rjómapönnukökur og kaffi, einnig appelsín. Var lagt mik- ið á sig við að vaka fram yfir fund- arlok til þess að njóta afganganna. Kom þá Valtýr inn í eldhús og leit yfii' gleraugun sem var séreinkenni hans og lét nokkur glettin orð fylgja. Eiginkona Valtýs, Elín Þor- kelsdóttir og móðir mín Hansína voru vinkonur og var oft setið í eld- húsinu á Suðurgötu 35 og skrafað um heima og geima. Elín var fróð og skemmtileg og á ég margar minningar tengdar henni. Synir Elínar og Valtýs, Emil og Gylfi, eru vinir mínir frá barnæsku, enda ól- umst við upp á Suðurgötunni, Vatnsnesveginum og efri hluta Keflavíkur frá barnæsku ásamt mörgum öðrum góðum drengjum. Varla leið sá dagur að ekki væri komið á heimili hvers annars. Þegar bíladellualdurinn náði tök- um á sonunum voru þeir öfundaðir meira en aðrir ungir menn. Því Val- týr átti á þessum árum fína bíla m.a. af Paeard gerð, þótti eftirsókn- arvert að aka um í drossíum á mal- argötum Keflavíkur. Ég tel mér heiður að hafa kynnst þeim heiðurs- hjónum Valtý og Elínu. Arið 1944 þegar Islendingar fá sjálfstæði og seinni heimsstyrjöldin er hvað hörðust, söðlar Valtýr um og gerist skrifstofumaður og gjald- keri Rafveitu Keflavíkur. Þá var helsta baráttumálið að fá Sogsraf- magnið suður með sjó. Hefjast þá fyrir alvöru afskipti hans af stjóm- málum. Hinn 1. aprfl 1989, á 40 ára af- mæli Keflavíkurkaupstaðar, var Valtýr gerður að heiðursborgara bæjarins, við það tækifæri flutti for- seti bæjarstjórnar frú Anna Mar- grét Guðmundsdóttir, ræðu og fjall- aði um feril Valtýs, full ástæða er að birta hluta hennar á nýjan leik þeg- ar heiðursborgarinn er allur. „Valtýr var fyrsti forseti bæjar- stjórnar árið 1949 og gegndi því starfi þar til hann tók við bæjar- stjóraembættinu 1954-1958. Um það leyti var gatnakerfi bæjarins í afar slæmu ástandi. Malai'götur settu svip sinn á bæinn og Hafnar- gata, aðalgata bæjarins, oft nefnd þúsund vatna gatan. Það var í bæj- arstjóratíð Valtýs, sem hafist var handa við lagningu malbiks hér í bæ. Hann sýndi eldlegan áhuga við það verkefni, sem og annað, sem horfði til framfara á þeim árum. Valtýr var einn af brautryðjendum bæjarins okkar. Hann hlífði sér hvergi við störf til almannaheilla. Hann var aðsópsmikill sveitar- stjórnarmaður. Hann naut virðing- ar og aðdáunar íylgismanna sinna. Andstæðingum sínum var hann harður í horn að taka og óvæginn á köflum, en hann var viðurkenndur dugnaðar- og drengskaparmaður, einbeittur og fylginn sér, einn þeirra, sem mestar kröfur gera til sjálfs sín. Valtýr er mikill unnandi fagurra lista. Sjálfur býr hann yfir ríkri og einlægri sköpunargáfu, þó hann hafi aldrei borið hana á torg. Fellur sú hneigð hans jafnt til óbundins ríms og tóna. Það er sjálf- sagt flestum Ijóst að störf að bæjar- málum á þeim umbrotatímum, er Valtýr var í forystu bæjarmála í Keflavík, hafa ekki verið átakalaus. A þeim árum var Keflavík að kasta af sér kápu smáþorpsins og klæðast fótum stórhuga kaupstaðar, hvar bjartsýni og atorka er í fyrirrúmi. Valtýr Guðjónsson var í bæjar- stjórn í 25 ár til ársins 1974. Hann gegndi fjölda annarra trúnaðar- starfa í þágu bæjarins. Hann var varaþingmaður Framsóknarflokks- ins í Reykjaneskjördæmi í nokkur kjörtímabil og átti sæti á Alþingi um tíma. Hann var skipaður í varnamálanefnd árið 1971 og var í nefndinni til 1988. Hann var fyrsti maðurinn sunnan Straums, sem átti sæti í varnarmálanefnd. Valtýr er kvæntur æskuvinkonu sinni og sveitunga Elínu Þorkelsdóttur frá Álftá á Mýrum. Þau eiga þrjú börn, sem öll búa hér í Keflavík. Áreiðan- legt er að velgengni Valtýs, starfs- orka og dugnaður í þágu bæjarfé- lagsins hefur oft komið niður á heimili þeirra hjóna. Elín Þorkels- dóttir, konan að baki Valtýs, hefur átt þýðingamikinn þátt í störfum hans. Það er nú einu sinni svo að „maðurinn er ekki eyland". Hafi hún bestu þakkir bæjarbúa. Bærinn okkar hefur á síðastliðn- um 40 árum breyst ótrúlega mikið. Þeir, sem lagt hafa hönd að verki geta horft stoltir yfir farinn veg. Brautryðjendastarfið var vissulega erfitt. Það var gæfa Keflvíkinga að hafa átt trausta og dugmikla for- ystumenn við stjórnvölinn. Valtýr Guðjónsson var brautiyðjandi, sem barðist hart fyrir framfórum og heill bæjarfélagsins. 011 þau störf fyrir bæjarfélagið og samborgara er vert og skylt að muna og þakka.“ Bæjarstjórn Reykjanesbæjar er ljúft og skylt að þakka þeim sæmd- ar hjónum Valtý og Elínu, en hún lést fyrir nokkrum áram, óeigin- gjarnt starf í þágu samfélagsins. Um leið er börnum þeirra, Emil, Gylfa og Guðrúnu, ásamt öðrum skyldniennum vottuð dýpsta samúð. Ellert Eiríksson. í hörðum heimi efnishyggju held- ur maður stundum, að þeir menn sem starfa við lögfræði, sýslu- manns- eða innheimtustörf verði stundum græðginni ofurseldir. Af margra ára kynnum við Sigurð Helgason og fjölskyldu hans vitum við að svo er ekki alls staðar. Hjálp- semi, umhyggja og vinátta var sá þáttur í lífi Sigurðar sem við 'þekkt- um best. Sigurður var harður mála- fylgjumaður en réttsýnn. Við fylgd- umst grannt með mörgum málum sem hann vann við og undruðumst oft hve lítið eða ekkert gjald var sett fram. Við vitum að í mörgum tilfellum, einkum þegar vitað var að lítið var til, var oft greitt með hand- taki eða brosi. Það sem kom okkur einna mest á óvart í lífi Sigurðar Helgasonar var mikill áhugi á íþróttum. Við þekkt- um hann sem snjallan bridsspilara _ þar vann hann margan frægan sig- urinn. I lokasögninni var að þessu sinni farið í tvísýna „alslemmu“. E.t.v. hefði verið hægt að velja „hálfslemmu" en þannig var hans líf og störf. Við þökkum samfylgdina með þér og eiginkonu þinni, Gyðu Stefáns- dóttur. Við áttum saman ljúfar stundir og ætluðum fljótlega að hafa þær fleiri. Elsku Gyða, þú stendur eftir sterk og glæsileg. Þig eignuðust fjársjóð í börnum ykkar, hvert öðru myndarlegra. Það var mannbæt- andi að hafa átt samleið með Sig- urði Helgasyni. Kærar kveðjur, Kristín Helgadóttir, Árni Njálsson. Sannast sagna þykir mér hart að verða að kveðja mér yngri frænda minn og vin Sigurð Helgason, og um leið að játa að hafa vanrækt að fylgjast með honum að undanförnu, svo að helfregn hans kom að mér óvörum, en svo vill oft verða og eins þótt menn þekkist vel. Sjálfsagt verða margir til að mæla eftir þann góða mann, og því varla þörf minna fátæklegu orða, en svo oft hefur hann orðið á vegi mínum á lífsleið- inni og á mismunandi vettvangi, að ég finn mig knúinn til að vitna um hann. Það var víst haustið 1944, að ný- bornu stoltu lýðveldi, að ég leit Sig- urð fyrst ásamt með Lárusi ári eldra bróður hans, þá er þeir lögðu inn á menntabrautina í undirbún- ingsdeild Menntaskólans í Reykja- vík, en mér hafði orðið á að dreifa kröftunum frá eigin námi með því að sitja yfir fyrir Einar Magg og látast hálfpartinn vera kennari. Mér varð starsýnt á þá bræður, en slík samstæða var ekki venjuleg, sér- staklega hve ríkri réttlætiskennd þeir voru gæddir og ráðnir í því í samheldni sinni að láta í engu gera á hlut sinn. Sigurður þótti mér fín- byggður og bjartur yfirlitum með það ljósa, fíngerða hár, sem klæðir þá manngerð, og fullur jákvæðs metnaðar að mæla sig við kraftmik- inn eldra bróður, svo sem síðar kom fram í öllum slíkum mannjöfnuði. Ég gerði mér þá enga eða litla grein fyrir skyldleika okkar, sem var í föðurætt beggja að rekja til Jóns Pálssonar dýrðarsöngs, bónda í Haukatungu og forsöngvara. Á ný tók ég að hafa spurnir af Sigurði, þegar hann kvæntist Gyðu Stefánsdóttur, frænku minni af Skutulseyjarætt, og nam viðskipta- fræði svo sem ég hafði, en dugði það svo ekki og bætti á sig lögfræði, sem fáir hafa lagt á sig, auk ýmiss fram- haldsnáms. Þannig væddur mennt- un og metnaði, og ætíð með hug og hjarta í hverju sem hann tók sér fyr- ir hendur, hafði hann jafnan mörg járn í eldinum, svo að hann varð víða á vegi manna í viðskiptum, félags- málum og opinberu lífi. Hvarvetna reyndist hann hugmyndaríkur eld- hugi, jákvæður og bjartsýnn, sann- gjarn og drenglyndur. Honum skaut upp í Kópavogi eins og okkur fleir- um, og þá var ekki að sökum að spyrja, að hann tók þar virkan þátt í stjórnmálum og félagsmálum og var skjótt kominn í bæjarstjórn, og voru honum falin margháttuð forystu- og ábyrgðarhlutverk. Ég var þar vara- bæjarfulltníi um nokkurra ára skeið fyrir sama flokk, og átti mjög ein- læga og ánægjulega samvinnu við Sigurð á þeim vettvangi. Hann reyndist þar sem víðar hreinskipt- inn, tillögugóður og baráttuglaður og hélt sig ætíð fremst í eldlínunni. Sigurður gekk í Rótarýklúbb Kópavogs á fyrsta starfsári hans 1961-62 og var forseti klúbbsins 1977-78. í þann félagsskap kom ég ekki fyrr en 1979. Hafði þar enn af honum góð kynni, í félagsskap sem er fjarri pólitískum erjum. Þá var stutt í að hann tæki við embætti á Seyðisfirði og stundaði klúbb Hér- aðsbúa. Þó varð þar með ekki sú vík milli vina sem vænta hefði mátt, þar sem hann var tíður aufúsugestur á fundum okkar, og á hinn bóginn gerðist mörgum okkar tíðlitið inn hjá hans klúbbi, er þeir höfðu komið sér upp sumarbústöðum á Héraði. Það er svo til marks um tryggð og ræktarsemi Sigurðar og allt hans hjartalag, að við endurkomu hans í Kópavog tók hann upp þráðinn sem klúbbfélagi, sem og í öðrum félags- og bæjarmálum, auk alls þess sem hafði verið og var að bætast á hann. Á þessu seinna skeiði veittist okkur sú ánægja að vera samtímis og við þriðja mann útnefndir Paul Harris félagar í klúbbnum. Hvað, sem Sigurður tók sér fyrir hendur, glæddi hann hugsjón, og hugsjónir hans urðu honum upp- spretta þrotlausrar vinnu. Þetta kom ekki síst fram á síðari árunum, er hann laus úr ístaði stjómsýslu og stjórnmála tók sjálfstæða og einarða afstöðu til byggðamála og sjálfstæð- is þjóðarinnar og barðist brennandi hjai-ta fyrir þessum hugsjónamálum sínum. Sömu eiginleikar birtust enn í hvað tærastri mynd í baráttu hans fyrir heill og hag hjartasjúklinga, en fyrir það þótti fyrri pólitískum and- stæðingum jafnt sem öðrum inni- lega vænt um hann. Sigurðar Helga- sonar verður lengi minnst, þá er menn heyra góðs manns getið. Við hjónin sendum Gyðu, bömun- um og allri fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Bjarni Bragi Jónsson. • Fleiri minningargreinar um Sigurð Helgason bíða birtingar og munu birtast íblaðinu næstu daga. + BJARNEY SIGRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIR lést á Hjúkrunarheimilinu Grund þann 3. júní. Jarðarför auglýst síðar. Aðstandendur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐNIERNST LANGER stýrimaður, Gullsmára 11, (áður Lundarbrekku 16), Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í dag, föstudaginn 5. júní kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag íslands. Halldór ívar Guðnason, Ása Magnúsdóttir Blöndahl, Edda Guðrún Guðnadóttir, Sveinn Vignisson, Magndís, ívar, Breki, Sigrún Arna og Ásta Guðný. + Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, KRISTINS B. JÚLÍUSSONAR lögfræðings, fyrrverandi bankaútibússtjóra á Eskifirði og Selfossi, Vallholti 34, Selfossi, fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 6. júní kl. Brynhildur Stefánsdóttir, Halldór Kristinsson, Guðrún H. Björnsdóttir, Arndís Kristinsdóttir, Konráð J. Hjálmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, GUÐMUNDAR KRISTINS JÓNSSONAR, Nýbýlavegi 28, Hvolsvelli. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd ástvina, Pálína Sigurðardóttir. Lokað Vegna jarðarfarar SIGURÐAR HELGASONAR hrl., fyrrv. for- manns Landssamtaka hjartasjúklinga, verða skrifstofur okkar lokaðar milli kl. 13.00 og 16.00 í dag. Landssamtök hjartasjúklinga Lokað Vegna útfarar starfsfélaga okkar, ÖNNU BRYNJÓLFSDÓTTUR, verður skrifstofan lokuð eftir hádegi í dag, föstudaginn 5. júní. Hönnun hf. verkfræðistofa.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.