Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 39 MINNINGAR HRAFNHILDUR BRYNJA FLOSADÓTTIR Hrafnhildur Brynja Flosa- dóttir fæddist 21. febrúar 1974 á ísa- firði. Hún lést af slysfönim 1. júní síðastliðinn. For- eldrar liennar eru Rannveig Ilöskulds- dóttir, f. 2.9. 1950, og Flosi Jónsson, f. 27.2. 1945. Systkini Hrafnhildar eru: Aðalsteinn, f. 23.3. 1969, og Guðlaug, f. 13.9. 1972, og hálf- systkini samfeðra eru: Sigurður Kristinn, f. 14.11. 1977, Guðjón Smári, f. 4.11. 1981, og Eydís, f. 22.3. 1987. Hrafnhildur átti einn son, Axel Óla Alfreðsson, f. 16.5. 1992. Faðir Axels er Alfreð Ragnar Ragnarsson. Hrafnhildur vann sín síðustu ár með geðfötluðum á Vist- heimilinu Bjargi og nú síðast með fjöl- fötluðum á Kópa- vogshæli. Utför Hrafnhild- ar fer fram í dag frá Háteigskirkju og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Dagarnir hafa verið dimmir og öðruvísi síðan ég fékk þá sorgleg- ustu frétt sem ég hef upplifað að þú værir dáin, elsku Hrafnhildur mín, og enn er erfitt að trúa að þetta sé staðreynd. Þú hefur alltaf verið svo lífsglöð. Minningarnar hafa hrann- ast upp í huganum, þegar þú varst barn, alltaf svo innilegur hrakfalla- bálkur, og þið systkinin brölluðuð svo margt sem gaman er að rifja upp og ekki voru unglingsárin síðri. Okkur tveimur hefur oft verið strítt á því að naflastrengurinn hafi aldrei slitnað hjá okkur, svo nánar vorum við að ekki hafa verið margir dagar í þínu stutta lífi sem við vorum að- skildar og því er ég mikið fegin, svo líkar vorum við ekki bara í útliti heldur öllu að við þurftum ekki orð- in oft á tíðum til að skilja alveg hvor aðra. Ég hef verið svo gæfusöm móðir, elsku Hrafnhildur, að hafa átt þig og því er ég löngu búin að gera mér grein fyrir. Allt síðasta ár hefur verið það erfiðasta sem við áttum, áföllin voru mörg og mikil, en þú varst eins og hetja við móður þína, þú sást um mig og fyrir mér og sýndir svo sannarlega hversu góð dóttir þú varst og einnig mín besta vinkona. Við fengum líka að upplifa hverjir voru vinir okkar og hverjir ekki. Það kenndi okkur mikið en allt er það varla sársaukans virði miðað við það áfall sem það er að missa þig. Þú skildir eftir þig sólargeisla, hann Axel Óla. Það gerir lífið þess virði núna að takast á við það áfram og að systir þín og litli frændi skulu hafa sloppið. Elsku Axel minn, þú misstir svo mikið en Guð gefi að við getum leitt þig í gegnum þennan móðurmissi, því hún mamma þín elskaði þig svo heitt. Ég er svo ánægð, elsku Hrafnhildur, að hafa fengið að vera með þér að ala Axel Óla upp og á ég þá ósk heitasta að geta bætt honum eitthvað af þess- um mikla missi. Ég vil þakka öllum vinum Hrafnhildar fyrir vináttu þeirra, þið voruð líka vinir mính'. Flosi og Laufey, þakka ykkur fyrir allt sem þið hafið fyrh' hana gert því alltaf gat hún leitað til ykkar og Gylfa þakka ég fyrir hans þátt í lífi Hrafnhildar. Ég elska þig, Hrafnhildur, ég elska minningu þína, Guð veri með þér. Þín mamma. Hvernig getur þú verið dáin? Lífsglaða og trausta Hrafnhildur mín. Ég sit hérna heima hjá mömmu og hugsa um þig. Hvað get ég sagt um þig? Það er um svo margt að velja, svo margar minn- ingar sem vilja segja „manstu eftir þessu, já og þessu“ að ég gæti fyllt heila bók. Þú varst sem manneskja frek, ákveðin, þrjósk, eigingjörn og ofsalega erfið, en betri og traustari manneskju var erfitt að finna, alveg sama hvað bjátaði á, alltaf varstu komin og alltaf reiðubúin að hjálpa. Þá minnist ég sérstaklega með- göngunnar hjá mér. Hvað þú gladd- ist með mér yfír fréttinni og varst strax búin að ákveða allt. Ég átti að koma með litla stelpu handa þér að dekra við og ekkert múður. Og hvað þú varst ánægð þegar þið Gulla komuð með mér í sónarinn og þú fékkst að vita að þetta væri stelpa. Þú varst svo ánægð og hlakkaðir svo til að fá stelpuna þína. Ég minn- ist þess þegar ég fékk rosa verki og Heiðar vissi ekkert hvað hann átti að gera svo hann hringdi í þig. Stuttu seinna birtist mín bara á staðnum á taxa og tók völdin, ég drifin út í taxann og beint upp á meðgöngudeild þar sem þú sast með mér hálfa nóttina. Svo seinna þegar allt fór i steik og fór að blæða og ég aftur uppeftir og þér fannst ég vera of lengi (að þínu mati) í burtu svo þú bara komst og hjálpað- ir mér i gegnum óttann og komst mér til að hlæja að öllu saman. Svo þegar loksins kom að því að Katrín myndi fæðast vai' spurning hvor var spenntari ég eða þú. Þar sem ég var á Húsó og þú komst ekki til mín, gerðir þú það næstbesta. Þú hringd- ir á hálftíma fresti alla nóttina og allan morguninn og fylgdist með öllu og hjálpaðir mér meira en þú vissir með ráðleggingum og bai-a með því að vera þarna fyrir mig. Og þú vissir að þú fengir það sem þú vildir. Að segja nei við þig var eitt það erfiðasta sem hægt var, þá kom hundasvipurinn og bænaróm- urinn „gerðu það“ og ef það dugði ekki var reynt að múta, hóta og jafnvel pína mann svo þú fengir þitt fram hvort sem það var eitthvað sem þú vildir gera eða fá að vita, því forvitnari manneskju hef ég ekki kynnst. Já, og þegar Bergdís systir var lasin, þá bara hringdir þú í mömmu og bauðst til að passa Bergdísi svo mamma fengi smá hvíld og fannst það bara sjálfsagt. Og þegar mér leið illa og leiddist á tímabili í sveitinni og þú nýbúin að kaupa Skódann, það var ekki spurt að því, þú bara skelltir þér í sveit- ina, náðir í Gullu og Úlfar og bara komst til að bjarga mér, þú varst sannur vinur. Alveg sama hvað gekk á, maður gat alltaf treyst á þig. Ég sakna þín og ég vorkenni mér og okkur hinum svo mikið því að við þurfum að finna leið til að halda áfram án þín og ég veit ekki hvernig ég á að fai-a að. Mér er sagt að ég þurfi að kveðja þig en það er ekki hægt. Hvernig á maður að kveðja hluta af sjálfum sér? Þú munt alltaf vera með mér í hjartanu mínu og huganum. Ef ekki væri fyr- ir þig væri ég ekki sú sem ég er og kannski ekki einu sinni til. Og kannski verður einhvern tímann ekki svona sárt að geta ekki faðmað þig, já eða bara hringt í þig og talað um allt. Mundu mig, ég mun ávallt muna þig. Þín vinkona, Helga Hákonar. Nú horfinn er ástvinur himnanna til, heill þar nú situr við gullbryddað hlið, í Guðs faðmi gistir hann nú. Samfylgd er þökkuð með söknuð í þjarta, sefandi virkar þó minningin bjarta. Eg kveð þig með kærleik og trú. (Hafþór Jónsson.) Aldrei hefði okkur grunað þegar Hrafnhildur kom til okkar í haust að kynnin yrðu svona stutt. En ör- lögin hafa gripið í taumana og skyndilega er tilveran breytt og enginn fær við neitt ráðið. Eftir sitj- um við með minningarnar einar. Hrafnhildur var sérstök persóna, umburðarlynd og mátti ekkert aumt sjá. Oft dáðist maður að styrk henn- ar, hún var alltaf að hjálpa öðrum þó mörgum okkar þætti hún hafa nóg með sitt. Hún sinnti starfi sínu vel og færðist ekki undan þó verk- efnin væru oft erfið. Hún hafði svo sterka nærveru, varð einhverjum að orði, og það voru orð að sönnu. Við munum allar smitandi hláturinn sem heyrðist svo oft og fékk mann ósjálfrátt til að hlæja með. Þessar minningar eru okkur nú mikils virði. Við kveðjum Hrafnhildi með söknuði og biðjum góðan Guð að vemda og styrkja drenginn hennar og fjölskyldu á þessum erfiðu tím- um. Kveðja frá vinnufélögum á deild 9 Mig setti hljóða þegar komið var til mín aðfaranótt mánudags og mér tilkynnt að Hrafnhildur frænka mín hefði látist í bílslysi um nóttina. Margar minningar koma upp í hugann og af mörgu er að taka. Þegai' ég var beðin að halda á þér undir skírn og mér sagt hvað þú ættir að heita fylltist ég stolti. Bernskuár mín á Isafirði eru sterk- lega tengd minningum um þegar ég var að passa ykkur systkinin Adda, Gullu og Hrafnhildi. Svo var flutt til Reykjavíkur og þá varð lengra á milli okkar, en oft var komið í heim- sókn á sumrin til afa og ömmu, en hin síðari ár sáumst við ekki eins oft. Það var stolt móðir sem eignaðist soninn Axel Óla og átti hún með honum sex ár, sem okkur fínnst alltof stuttur tími fyrir þau. Ég tal- aði við Hrafnhildi um miðjan maí og bauð henni í fermingarveislu til Atla sonar míns. Þá átti að reyna allt til þess að komast til okkar. Ég hef ekki komið á ísafjörð í fimm ár sem er alltof langur tími og mig langar svo til að hitta afa sem er búinn að vera lasinn á Sjúkrahúsinu á Isa- firði og ömmu Gullu sagðir þú. Svo slóust Gulla og Úlfar í förina og lagt var af stað vestur á föstudagskvöldi. Ég var svo glöð og ánægð að þær systur ætluðu að vera með okkur á þessum stóra degi. Við áttum mjög góðan dag saman þó að ég vildi að hann hefði verið lengri. En hún gerði það sem hún þráði svo mjög, að vera með afa og ömmu og sjá hann Atla fermdan. En svo var lagt af stað til Reykjavíkur seinni part á sunnudegi, því að vinnan beið á mánudegi. Þegar við kvöddumst sagðist hún fara frá okkur södd og sæl og vonandi koma fljótt aftur. En þetta voru hennar síðustu orð, hún lést í hörmulegu bílslysi á leiðinni suður. Elsku Gulla mín, þetta verða erf- iðir dagar hjá þér og ég vona að Guð gefi þér styrk. Elsku Rannveig mín, Addi, Axel Óli, mamma og pabbi, það er erfiður tími framundan hjá okkur, ég bið algóðan Guð um að styrkja okkur öll. Einnig sendi ég Flosa og hans fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Þín frænka, Brynja. Elsku Hrafnhildur mín. Tómleik- inn og söknuðurinn er mikill og erfitt er að trúa því að þú skulir vera farin yfir stóru landamærin. Minning þín er björt og sterk í huga mínum og hjarta. Ég vil þakka þér fyrir allar þær ógleymanlegu stund- ir sem ég átti með þér. Það er erfitt að hugsa um tilver- una án þín. Það var svo margt sem við brölluðum saman. Þetta er svo skrítið; fóstudaginn áður en þú fórst hittumst við eins og vanalega uppi i Perlu og fengum okkur kaffi og ís. Þú sagðir mér að þú værir að fara í ferðalag yfir helg- ina. Við horfðum út um gluggann yf- h' borgina og ég sagði: „Þú færð gott ferðaveður." Þá vissum við ekki að ferðalagið myndi leiða þig yfir móð- una miklu. Við gleymdum tímanum eins og svo oft áður og byggðum fullt af loftköstulum eins og vanalega þegai' við vorum að plana framtíðina. Við rifjuðum upp gamlar stundir, hlógum og höfðum mikið gaman af - t.d. í fyrra þegar við fórum í lautar- ferð í Nauthólsvík, borðuðum nesti, sátum í fjörunni og reyndum að byggja kastala og fórum svo að vaða í fjörunni. Mikið var nú gaman og mest fannst okkur þó skemmtilegast að hneyksla þá sem voru með okkur. Svo þegar við vorum að grilla úti á svölum og þú kveiktir í steikinni eins og svo oft áður og sagðir svo: „Þetta gæti sko enginn annar en Hrafnhild- ur.“ Það voru ekki ófáar stundimar sem við áttum saman á kaffihúsun- um og voru þær stundir einstakar. Við gátum talað um allt, við gátum rökrætt hressilega og vorum alls ekki alltaf sammála, en það sleit aldrei vináttuband okkar og það var aldrei neitt mál að fyrirgefa það sem þurfti að fyrirgefa. Ég gat treyst þér fyrir málefnum sem lágu mér á hjarta og fóru aldrei lengra en inn- um þín eyru. Þú gafst mér ráð og hvattir mig áfram. Ég mun aldrei gleyma því hvað þú hjálpaðir mér mikið og varst mín hægri hönd þeg- ar ég setti upp sýninguna. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa öðrum en gleymdir stundum sjálfri þér. Það var ekki ósjaldan sem þú gafst vin- um þínum stórar gjafir, bauðst þeim út að borða og í bíó frekar en að nota peninginn til að kaupa fót handa sjálfri þér. Þú varst gott dæmi um það að fótin skapa ekki manninn því þú varst í því sem þér leið best í og þá næstum því undantekningarlaust í svörtu, dökk yfirlitum eins og indjáni og fegurðin geislaði jafnt ut- an sem innan. Hrafnhildur mín, þær stundir sem ég átti með þér eru ómetanleg- ar. Þú varst einstök vinkona. Eg sakna þín og það er erfitt að sleppa þér en ég veit ég verð að leyfa þér að fara og halda áfram á þeirri braut sem þú ert núna komin á. Ég minnist okkar síðustu stundar er við gengum út úr Perlunni, þú tókst ut- an um mig, kvaddir mig og ég óskaði þér góðrar ferðar. Minninguna um þig mun ég ætíð varðveita í huga mínum og hjarta. Ég bið góðan guð um að styrkja yndislega soninn þinn, Axel Óla. Ég votta Axel Óla, Rannveigu, Gullu, Úlfari, Adda og Flosa mína innilegustu samúð. ■*" Þín vinkona, Brynja Grétarsdóttir. Ekki hélt ég að veröldin gæti fi'osið, en það upplifði ég snemma að morgni hinn 1. júní sl. þegar ég var vakin með þeim fréttum að frænkui' mínar hefðu lent í bílslysi fyrr um nóttina og að Hrafnhildur væri dáin. Ég sem hafði kvatt hana nokkrum klukkustundum fyrr. Hún var svo sæl yfir því að hafa komið vestur til að sjá frænda sinn fermdan og ekki síður til að hitta ömmu sína og afa. Pabbi var svo ánægður að sjá þær systur þegar ég kom með þeim til hans á sjúkra- húsið á laugardeginum og ég veit að það var honum og mömmu mikils virði að hafa fengið að eyða þessari helgi með Hrafnhildi. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann. Það voru ekki nema 7 ár á milli mín og Hrafnhildar og voram við í nánum tengslum fyrstu æviárin hennar á Isafirði og svo síðar í Reykjanesskóla. Við Hrafnhildur vora ófrískar á sama tíma og þegar sonur minn fædd- ist í janúar 1992 var hún með þeim fyrstu að koma í heimsókn til Kefla- víkur. Hún þurfti aðeins að fá tilfinn- ingu fyrir þessu. Nokkram mánuðum seinna eignaðist hún svo Axel Óla. Það var svo gaman að hittast og bera frænduma saman og taka af þeim myndir. Þegar ég eignaðist tvíburana í septembei' sl. linnti hún ekki látum á fæðingardeildinni fyrr en hún fékk að koma til mín, hún varð að sjá tví- burana strax. Það var mér ómetanlegt að fá hana til mín þá. Þegar svona hörmulegir atburðir gerast vakna svo margar spurningar. Hvers vegna er ung kona sem er rétt að hefja lífið hrifsuð í 0101? Hrafnhild- ur og Gulla hafa alltaf verið svo sam- ** rýndar systur og ég held að sjaldan hafi maður talað um aðra án þess að neftia hina líka. Elsku Rannveig og Gulla, þið hafið báðar misst svo mikið. Hrafnhildur var kletturinn ykkar, hún var alltaf tilbúin að styðja og aðstoða. Ég vil trúa því að hún verði áfram kletturinn í huga ykkar. Mér finnst svo gott að vita að Hrafnhildur var glöð í hjarta sinu þegar hún dó. Hún var búin að koma vestur, hitta ömmu sína og afa og ann- að skyldfólk, sjá frænda sinn fermdan og taka fullt af myndum því hún vildi deila þessum degi með mömmu sinni. Elsku Rannveig, Gulla, Axel Óli, Addi, mamma og pabbi, tíminn framundan á eftir að verða erfiður en ég bið Guð að fylgja okkur öllum og veita styrk. Einnig sendum við Siggi, mamma og pabbi okkar innilegustu samúðarkveðjur til Flosa Jónssonar og fjölskyldu hans. Hrefna Höskuldsdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, JÓNAS ÞÓR JÓNASSON kjötverkandi, lést á heimili sínu aðfaranótt 7. júní. Katrin Þ. Hreinsdóttir, Hreinn Rúnar, Jónas Þór, Sandra Björk, Guðbjörg H. Beck, Páll Þórir Beck og systkini hins látna. t Ástkær faðir okkar, tengafaðir og afi, EIRÍKUR HELGASON stórkaupmaður, andaðist á Landakotsspítala mánudaginn 8. júni. Anna Eiríksdóttir, Jóhanna Eirfksdóttir, Jóhannes Eirfksson, Bjarni Hákonarson, Jón Wendel, Kolbrún Steingrímsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.