Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Ný hafnarvog á Suðureyri Suðureyri. Morgunblaðið. BYLTING hefur nú orðið í löndun- ar- og vigtarþjónustu hjá Suður- eyrarhöfn eftir að ný hafnarvog var tekin í notkun fyrir skemmstu. Um er að ræða 80 tonna bílavog auk tveggja tonna karavogar. Þá hefur verið bætt við þriðja lönd- unnarkrananum. Þetta er stórt framfaraspor frá því sem áður var, þegar notast var við gám sem vigt- arhús með einni karavog. Þá hefur einnig verið innréttuð glæsileg aðstaða í áhaldahúsi bæj- arins fyrir hafnarverði og farand- sjómenn. A efri hæð er björt og góð skrifstofu- og vigtaraðstaða fyrir hafnai-verði auk kaffístofu. Á neðri hæð er salernis- og sturtuað- staða fyrir sjómenn auk símasjálf- sala, en þar verður opið f'yrir sjó- menn allan sólarhringinn. Að sögn Hermanns Skúlasonar hafnar- stjóra þá var farið að bráðvanta slíka þjónustu fyrir trillukarla sem koma og róa yfír sumartímann frá Suðureyri og búa þá gjarnan um borð í bátum sínum við misjafnan aðbúnað. En slíkum sjómönnum hefur farið íjölgandi ár frá ári á Suðureyri. Aðstaða hafnarvarð- anna í áhaldahúsinu þar sem lesið er af vogunum er í 150 metra fjar- lægð frá vogunum. Það kemur þó ekki að sök þar sem tæknin er nýtt til þess að brúa það bil. Fjarvigtun með tölvum og myndavélum Myndavélum hefur verið komið íyrir yfír báðum vogunum og hefur hafnarvörður því fulla yfírsýn yfir allt það sem fram fer á skjá í að- stöðu sinni. Þá hefur verið komið fyrir talstöðvum í löndunartækjun- um svo hægt er að hafa talsam- band milli hafnarvarðar og löndun- armanna. Þessi nýja aðstaða, auk þriðja löndunarkranans, mun gera alla löndun mun fljótvirkari og þar með minnka iíkurnar á langri lönd- unarbið eins og oft hefur viljað myndast á sumrin þegar margir bátar koma að landi á sama tíma. Hinn 8. maí síðastliðinn var nýja aðstaðan formlega opnuð og tekin í notkun. Hafnarstjóm ísafjarðar- Vöm gegn áhriíum álags streitu ► bætir meltinguna og * kemur jafnvægi a hana studlar að vellídan í daglegu lífi verður fólk fyrir ýmsum áreitum sem hafa skaðleg áhrif á heilsuna. Þetta eru þættir eins og vinnuálag, streita, mengun og svefnleysi. Afleiðingamar geta verið veikara ónæmiskerfi og ójafnvægi í meltingu. LGG+ er styrkjandi dagskammtur unninn úr fitulausri mjólk og inniheldur LGG-gerla auk annarra heilnæmra gerla og trefjacfna sem m.a. bæta og koma jafnvægi á meltinguna. LGG-gerlarnir eru þeir mjólkursýrugerlar sem hvað mest hafa verið rannsakaðir í heiminum. Þeir búa yfir einna mestu mótstöðuafli allra þekktra mjólkursýrugerla, hafa margþætta vamarverkun sé þeirra neytt reglubundið, bæta meltinguna og auka velliðan. LGG+ er náttúmleg vara sérsniðin að nútímalífshátlum. Strangt gæðaeftirlit er með framleiðslu á LGG+ og framleiðsluaðferðin tryggir að gerlamagnið sé alltaf hæfilegt svo drykkurinn hafi tilætluð áhrif. styrkjandi dagskammtur ffrá Morgunblaðið/Sturla Páll Sturluson HER sér yfir nýju pallavogina á Suðureyrarhöfn ásamt löndunarkrön- unum. Aðstaða hafnarvarðanna er í áhaldahúsinu sem er í baksýn. bæjar og verktakinn Árni Amason buðu þá til opnunarhófs öllum þeim er unnu að verkinu og komu að því á annan hátt, auk sjómanna og ým- issa frammámanna. Þar voru flutt- ar stuttar ræður og ávörp og fögn- uðu menn þar merkum áfanga. Fram kom að áætlaður kostnaður við verkið sé um 8 milljónir króna og var það unnið á þremur mánuð- um. Það var Elísabet Gunnarsdótt- ir arkitekt á ísafirði sem teiknaði aðstöðuna en Árni Amason bygg- ingarverktaki sá um verklegar framkvæmdir. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Suðureyrarhöfn að færa allar aflatölur beint inn á alnetið um leið og afli hefur borist á land. Að sögn hafnarvarðanna er þetta eina höfnin á landinu sem býður upp á slíka þjónustu. Aðrar hafnir sem færa aflatölur inn á alnetið hafa gert það nokkru seinna, þ.e. eftir að gögnin hafa farið um Fiski- stofu. Þeim sem hafa áhuga á að nálgast aflatölur frá Suðureyrar- höfn er bent á slóðina www.Isa- fjordur.is sem síðan vísar á hafn- irnar. Góð humar- veiði sunn- anlands HUMARVEIÐAR undan Suður- landi ganga vel á meðan þungt hljóð er j sjómönnum austanlands. Helgi Ágústsson, skipstjóri á Danska Pétri VE, segir veiðina miklu betri á vertíðini nú en í fyrra, enda hafí tíðin verið mun betri nú í upphafi vertíðar en þá. „Við höfum einkum verið að toga í Háfadýpi og suður af Vestmanna- eyjum. Við höfum verið að fá allt upp í 200 kíló af humri í hali en veiðin hefur verið nokkra lakari svona síðustu dag og farið allt nið- ur í 30 kíló,“ sagði Helgi. Hann sagði humarinn stóran og góðan, einkum á syðstu svæðunum, við Súlnasker og við Skerin eins og kallað er. Búið að taka á móti jafn miklu og alla síðustu vertíð Hjá Isfélagi Vestmannaeyja er búið að taka á móti um 9 tonnum af humri frá því að vertíðin hófst 15. maí sl. en það er afli af aðeins ein- um bát, Álsey VE. Að sögn Einars Bjamasonar hjá Isfélaginu er það jafn mikill afli og tekið var á móti alla humarvertíð- ina á síðasta ári. „Þetta er miklu skáira en í íýrra, humarinn er mun betri, einkum humarinn sem fæst á svæðunum hér syðra.“ Einar segir humarinn einkum unninn fyrir Ameríkumarkað en einnig talsvert íyrir Danmörku. Hjá Borgey hf. á Hornafírði fengust þær upplýsingar að búið væri að taka á móti 26 tonnum af humri sem sé ívið skárra en á sama tíma á síðustu vertíð. Alls landa 6 bátar humri hjá Borgey og era þeir allir með eitt troll. Humarinn þykir smár líkt og í fyrra og fara um 74% í fyrsta og annan flokk. www.mbl.is Erlend verðbréf Strategic Global Themes Fund* Greater Europe Fund** 4/$6 3 SCUDDER 1 Global Opportunities I Funds I •fí iW; 3 Greater Europe F\md og Strategic Global Themes Fund skarta hæstu £ einkunn hjá hinu virta matsfyrirtæki Momingstar eða fimm stjömum. | «1 *Hjá Strategic Global Themes Fund var ávöxtun 25% 1997 'z og hœkkun áfyrsta ársfjórðungi 1998 12%. | g **Ávöxtun hjá Greater Europe Fund var 41 % árið 1997 f og hœkkun 26% áfyrsta ársfjórðungi 1998. I VÍB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Kirkjusandi ■ Sími 560 89 00 Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.