Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 60
Atvinnutryggingar
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5891100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Rolling
Stones halda
tónleika hér
á landi
ROKKHL JÓMSVEITIN Rolling
Stones mun leika á tónleikum hér á
landi 22. ágúst. Ragnheiður Hanson
sem stendur að því að fá hljómsveit-
ina til landsins segir dagsetningu
hafa verið ljósa íyrir þremur mánuð-
um og ekkert tengjast því að tónleik-
um sveitarinnar í Bretlandi var aflýst.
Ragnheiður vonast til að 30 þús-
und manns mæti á tónleika sveitar-
innar sem verða haldnir í Sundahöfn
á plani Eimskipafélagsins. Hún vill
ekki gefa upp hver kostnaðurinn við
að fá sveitina hingað er en segir að
þeir slái ekkert af launakröfum sín-
um. Ekki liggur fyrir hvað mun
kosta inn á tónleikana.
■ Rolling Stones/30
---------------
Alver Norðuráls
Rafmagni
hleypt á
fyrstu kerin
RAFMAGNI var hleypt á fyrstu tvö
kerin í álveri Norðuráls á Grundar-
tanga í gær og fjögur verða sett í
gang fyrir lok þessarar viku.
Hleypa á afli á tíu ker á viku þar til
öll 60 kerin í fyrri áfanga eru komin i
gang, í lok júlí, að sögn Þórðar S.
Öskarssonar, framkvæmdastjóra
stai-fsmanna- og stjómunarsviðs
Norðuráls hf. Samningar Lands-
virkjunar og Norðuráls gera ráð fyr-
ir að Landsvirkjun afhendi orku til
síðari 60 keranna í nóvember nk.
Norsk-íslenska sildin farin að veiðast í íslensku lögsögunni í gær
Mörg skip á leið á
NORSK-ÍSLENSKA síldin er kom-
in inn í íslensku lögsöguna og í gær
fengu tveir færeyskir bátar fyrstu
síldina 15-20 mílur innan við land-
helgislínuna milli Islands og
Færeyja. Mörg íslensk skip stefndu
á miðin í gær eftir landlegu vegna
sjómannadags, en hátt í sólar-
hringssigling er þangað og ekki
gert ráð fyrir að þau fyrstu verði
komin þangað fyi'r en undir hádegi í
dag.
Færeysku bátarnir fengu samtals
um tvö þúsund tonn og fóru með
aflann til Færeyja. Jón Sigurðsson
fékk 800 tonn og Norborg 1.200
tonn. Auk þeirra voru tveir aðrir
færeyskir bátar á miðunum í gær
samkvæmt upplýsingum Landhelg-
isgæslunnar, en höfðu ekld tilkynnt
um afla í gærkveldi.
Arnarnúpur fór frá Raufarhöfn í
gær og var útlit fyrir að hann yrði
einna fyrstur íslenskra skipa á mið-
in eftir sjómannadaginn. Helgi Jó-
hannsson, skipstjóri, sagðist eiga
eftir um fjórtán klukkustunda stím
á miðin þegar Morgunblaðið ræddi
við hann í gærkveldi og reiknaði
með að vera kominn á þær slóðir
þar sem færeysku bátarnir fengu
síldina skömmu fyrir hádegið í dag.
Helgi sagði að það væri gaman að
síldin væri komin inn í lögsöguna og
ekki skemmdi veðrið fyrir, rjóma-
blíða og rennisléttur sjór.
Bjarni Sæmundsson
á miðin
Síldin hefur komið inn í lögsög-
una öðru hvoru undanfarin ár, frá
því hafrannsóknaskipið Bjarni Sæ-
mundsson fann hana innan lögsög-
unnar á nýjan leik í fyrsta skipti í
rúman aldarfjórðung árið 1994.
Fleiri íslensk skip voru á leið á
miðin í kjölfar Arnarnúps og má
meðal þeirra nefna Júpíter,
Hólmaborgina, Jónu Eðvalds og
fleiri. Þá er gert ráð fyrir að Bjarni
Sæmundsson verði einnig kominn á
miðin um hádegisbilið í dag, en
hann hefur verið í hefðbundnum
vorleiðangri Hafrannsóknastofnun-
ar og mun einnig kanna útbreiðslu
síldarinnar.
Ólafur Ástþórsson, fiskifræðing-
ur, sagði að þeir myndu fara yfir
svæðið og reyna að meta útbreiðslu
sfldarinnar. Þeir vissu að síldin væri
í hlýja sjónum austan við kaldsjáv-
arskil sem væru þama. Skilin væru
sennilega sá veggur sem hindraði
sfldina í því að ganga vestar, en eft-
ir því sem liði á sumarið hlýnaði
sjórinn og ef upphitunin yrði næg
ykjust líkurnar á því að hún kæmi
vestar.
Hann sagði að þarna væru líklega
miðin
Jan '
Mayen
Tvö færeysk skip fengu
í gær sildarafla í íslensku
fiskveiðilögsögunnui
sömu tox-fur á ferðinni og bátarnir
hefðu verið að veiða úr 50-100 sjó-
mflum norðar fyrir sjómannadag.
Morgunblaðið/Ásdís
Forseta-
hjónin í
Eistlandi
ÓLAFUR Ragnar Gn'msson, for-
seti Islands, og Guðrún Katrín
Þorbergsdóttir forsetafrú komu
í gær til Tallinn, höfuðborgar
Eistlands. Þau lentu klukkan
14.15 að staðartíma eftir fyrsta
beina flugið milli íslands og Eist-
lands. Lennart Meri, forseti Eist-
lands, tók á móti þeim og hér út-
skýrir hann útsýnið yfír Tallinn
fyrir íslensku forsetahjónunum.
Með forsetahjónunum í för er
meðal annarra Halldór Asgríms-
son utanríkisráðherra og ræddi
hann við Toomas Hendrik Ilves,
utanríkisráðherra Eistlands, í
gær.
Mikið var fjallað um heim-
sóknina í eistneskum fjölmiðlum
í gær.
Forsetahjónin hyggjast fara
um öll Eystrasaltsríkin þijú og
lýkur ferðinni 15. júní.
■ Hlýhugur Eista/22
Yfírdýralæknir skilar áliti til ráðherra
Mælir ekki gegn
flutningi Keikos
EMBÆTTI yfirdýralæknis sér
ekki ástæðu til að mæla gegn
flutningi háhymingsins Keikos
til Islands og skilaði því áliti til
landbúnaðarráðherra í gær. Er
sú niðurstaða embættisins byggð
á rannsóknum sem fram fói-u á
vegum Frelsum Willy Keiko
stofnunarinnar og viðbótarrann-
sóknum sem yfirdýralæknisemb-
ættið fór fram á.
Sigurður Öm Hansson, dýra-
læknir hjá embætti yfirdýralækn-
is, tjáði Morgunblaðinu í gær-
kvöld að fyrir síðustu helgi hefðu
borist síðustu niðurstöður þeirra
viðbótarrannsókna sem óskað var
eftir til viðbótar þeim sem þegai-
höfðu farið fram. Umsögn emb-
ættisins var afhent landbúnaðar-
ráðherra í gærmorgun.
Sigurður segir að miðað við
lög um dýrasjúkdóma og vamir
gegn þeim sjái embættið ekki
meinbugi á því að Keiko verði
fluttur til Islands. Landbúnaðar-
ráðherra óskaði eftir áliti yfir-
dýralæknis á málinu.
Fulltrúar Frelsum Willy Keiko
stofnunarinnar ræða í dag við
forsætisráðherra og landbúnað-
arráðherra og munu heimsækja
þá staði sem helst hafa þótt
koma til greina sem heimkynni
Keikos, þ.e. Eskifjörð og Vest-
mannaeyjar.
Landssambönd ASI undirbúa félagsmannatryggingar
Hugmyndir um rekstur
á tryggingafélagi
LANDSSAMBOND Alþýðusam-
bandsins hafa ákveðið að hefja í
sumar undfrbúningsvinnu að því að
koma á svonefndum „félagsmanna-
tryggingum“ í þeim tilgangi að
bæta tryggingavernd félagsmanna
innan ASI og ná hagkvæmari
tryggingaiðgjöldum fyrir launafólk
innan raða ASI. Fyrirmynd slíkra
alhliða tryggingapakka á vegum
launþegasamtaka er m.a. sótt til
Svíþjóðar. Hefur umræðan aðallega
verið um ýmiss konar tryggingar-
möguleika til viðbótar lögbundnum
og samningsbundnum tryggingum,
s.s. heimilis-, slysa-, veikinda- og líf-
og húseigendatryggingar. Félags-
menn í ASÍ í dag eru tæplega 69
þúsund talsins.
Rætt um að bjóða
slysa-, líf- og veik-
indatrygg'ingar
Halldór Grönvold, skrifstofustjóri
ASÍ, segir ljóst að á ýmsum sviðum
sé mjög takmörkuð tryggingavernd
á íslenska tryggingamarkaðinum.
„Við erum að hluta til að tala um að
stækka markaðinn verulega og
koma með einhverjar aðrar víddir
en ei-u fyrir,“ segir hann.
Trygging tannlæknakostnaðar
Gylfi Arnbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins
Alþýðubankinn hf. og fyrrv. hag-
fræðingur ASÍ, hefur unnið að und-
irbúningi vei'kefnisins ásamt Guð-
mundi Gunnarssyni, formanni Raf-
iðnaðarsambandsins. Gylfi bendir
m.a. á að opna megi möguleika á að
bjóða tx-yggingar vegna sjúkdóma
barna, slysa sem fólk verður fyrir í
frítímum og tannlækningakostnað-
ar.
Aðspurður segist Gylfi telja vel
koma til greina að stofnað yrði sér-
hæft félag sem fengist við þessa
tryggingastarfsemi. „Eg sé alveg
fyrir mér að svona verkefni yi'ði al-
menningshlutafélag, sem yrði með
dreifðri eignaraðild og ski'áð á verð-
bréfaþingi,“ segir hann.
■ Launþegar/31