Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 25 LISTIR Heiðursstyrkir Menningar- og1 styrktarsjóðs SPRON — Ferðafélag Islands og Caput fá hæstu styrkina HEIÐURSSTYRKIR Mennihgar- og styi-ktarsjóðs SPRON voru af- hentir ellefu hópum og einstak- lingum síðastliðinn laugardag. Sex milljónir króna voru til ráðstöfun- ar og að þessu sinni voru Ferðafé- lag Islands og Caput-hópurinn stærstu styrkþegarnir sem fengu eina milljón króna hvor. Að auki voru fímm 400 þúsund króna styrkir veittir og fjórir 500 þúsund króna styrkir. Ferðafélagið bætir aðstöðuna Valgarð Egilsson, varaforseti Ferðafélagsins, veitti styrk SPRON viðtöku úr hendi Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra í fjarveru Hauks Jóhannessonar forseta. I samtali við Hauk kom fram að styrkinn skyldi nota til að lagfæra aðstöðuna í Esju og auka möguleikana á frekari útivist í ná- grenni höfuðborgarinnar. „Það verður byrjað á því í sumar að laga göngustigana þrjá í Esju og gera þá örugga," sagði Haukur. Rök- semd SPRON fyrir styi’kveiting- unni var sú að Ferðafélagið hefði staðið fyiir farsælu starfi að ferða- málum í landinu í 70 ár og enn- fremur að styrkurinn væri veittur með hliðsjón af samstarfssamningi Ferðafélagsins og SPRON frá í maí síðastliðnum. „Samningurinn er margþættur og felur í sér alls- konar samvinnuverkefni og varðar SPRON, okkur og Reykjavíkur- borg,“ sagði Haukur. Samstarfs- samningurinn gildir í fimm ár og mun Ferðafélagið þar að lútandi sjá um tvær gönguferðir fyi’ir SPRON auk þess að sjá um árleg- an Esjudag og útbúa göngukort af náttúruperlum á Reykjavíkur- svæðinu gegn styrk frá SPRON meðal annars. Caput-hópurinn í hljóðveri Fyrir hönd Caput-hópsins tók Guðni Franzson klarínettuleikari við styrknum, en röksemd SPRON fyrir veitingunni var sú að Caput- hópurinn hefði sýnt frumkvæði að flutningi nýn-ar tónlistar og fram- úrskarandi vandaðan hljóðfæra- leik. Guðni Franzson sagði í sam- tali að til stæði að nota milljónina til að greiða fyrir upptökukostnað. Caput-hópurinn hljóðritaði óper- una Fjórða söng Guðrúnar eftir Hauk Tómasson í fyrra og er hún nýlega komin út á geislaplötu í Svíþjóð. „Við munum nýta styrk- inn til að greiða fyrir upptökur á óperunni og einnig til að fjár- magna áframhaldandi upptökur á íslenskri tónlist eftir Hróðmar Sig- urbjörnsson og íleiri,“ sagði Guðni. Skemmtanaskattur afnuminn Björn Bjarnason, menntamála- ráðherra, sagði í ræðu við afhend- inguna að nokkur umræða hefði verið um hvort gera ætti ráðstaf- anir í skattamálum til að hvetja fyrirtæki til enn frekari stuðnings við menningu, menntir, rannsóknir og vísindi. Sagði ráðherra að þeirri stefnu hefði verið íylgt af hálfu ríkisstjórnarinnar að frekar bæri að lækka skatthlutfallið en að veita Morgunblaðið/Þorkell VALGARÐ Egilsson og Guðni Franzson taka við styrkjum fyrir hönd Ferðafélags Islands og Caput-hópsins. Björn Bjarnason menntamála- ráðherra afhenti þá, eina milljón króna hvorn. Fjórar milljónir skipt- ust síðan á milli níu einstaklinga og hópa. frekari undanþágur. Skemmtana- skattur verður afnuminn frá og með 1. júlí og gerði ráðherra hann að umtalsefni. „Þessi skattur hefur með sínum hætti lagst sérstaklega á menningarstarfsemi og verið á forræði menntamálaráðuneytisins. Hann er hins vegar löngu orðinn barn síns tíma og innheimta hans hefur sætt vaxandi gagnrýni. Skattui-inn er nú sögunni og hefði átt að hverfa fyrir löngu,“ sagði ráðherra. Þeir sem fengu styrk að upphæð 500 þúsund krónur voru Sigrún Hjálmtýsdóttir, söngkona, bókaút- gáfan Bjartur, Kammersveit Reykjavíkur og Sumartónleikar í Skálholti. 400 þúsund króna styrk fengu Islenska óperan, myndlist- arkonan Rúrí, Bergljót Ai’nalds, rithöfundur og leikkona, Kristín Jóhannesdóttir, kvikmyndahöf- undur og leikstjóri og samtökin Gróður fyrir fólk í Landnámi Ing- ólfs. Morgunblaðið/Gunnlaugur FORSVARSMENN Gallerís Lunda: Kristborg Haraldsdóttir, Oddfríð- ur Traustadóttir, Inguim Alda Gissurardóttir og Alma Diegó. Gallerí opnað Stykkishólmi. Morgunblaðið. I VETUR hittust nokkrir einstak- lingar í Stykkishólmi sem áhuga hafa á handverki. Var ákveðið að stofna gallerí sem opið verður yfir sumartímann, þar sem boðnir eru til sölu handunnir munir. Um hvíta- sunnuna var svo opnuð hand- verksverslun sem hefur hlotið nafn- ið Gallerí Lundi, en lundi er einn af einkennisfuglum Breiðafjarðar. Verslunin er til húsa í Freyjulundi, húsi kvenfélagsins Hringsins, sem er við Aðalgötuna. I Galleríi Lunda í Hólminum sýna 23 einstaklingar, allir búsettir í Stykkishólmi, handunna hluti sem þeir hafa framleitt sjálfir. A boðstólum er mjög fjölbreytt fram- leiðsla, sem sýnir að ótrúlega margir hér í bæ fást við að skapa listmuni og er það ánægjulegt. Galleríið er opið í sumar fóstu- daga og laugardaga frá kl 13-18 og sunnudaga frá kl. 10-15. Upplýs- ingamiðstöð ferðamanna í Stykkis- hólmi getur útvegað annan opnun- artíma, ef þess er óskað. Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Dómnefnd lýkur störfum BÓKMENNTAVERÐLAUN Hall- dórs Laxness, sem Vaka-Helgafell stofnaði til í samráði við fjölskyldu skáldsins, verða veitt í þriðja sinn í haust. Efnt var til samkeppni um besta handritið að skáldsögu eða safni smásagna og var skilafrestur til 1. maí sl. Dómnefnd um verðlaun- in hefur nú lokið störfum. Ails bárust um tuttugu handrit í keppnina og voru þau merkt dulnefni en rétt nafn höfundar látið fylgja með í lokuðu umslagi. Úrslit verða tilkynnt í haust og sama dag kemur verðlaunahand- ritið út hjá Vöku-Helgafelli. Verð- launin nema 500.000 kr. en venjuleg höfundarlaun bætast við þá upphæð. Þá fær höfundurinn verðlaunapen- ing og skrautritað verðlaunaskjal. Formaður dómnefndar var Pétur Már Ólafsson, bókmenntafræðingur og útgáfustjóri Vöku-Helgafells, en með honum í nefndinni voru Þorleif- ur Hauksson íslenskufræðingur og Valgerðui’ Benediktsdóttir bók- menntafræðingur. Skúli Björn Gunnarsson hlaut fyrstur Bókmenntaverðlaun Hall- dórs Laxness árið 1996 fyrir smá- sagnasafn Lífsklukkan tifar en það var frumraun hans á rithöfundar- sviði. I fyrra féllu verðlaunin í skaut Eyvindi P. Ein'kssyni fyrir skáldsög- una Landið handan fjarskans. Megintilgangur Bókmenntaverð- launa Halldórs Laxness er að efla ís- lenskan sagnaskáldskap og stuðla þannig að endurnýjun íslenski’ar frá- sagnarlistar. Vaka-Helgafell leggur fram verðlaunaféð. Verðlaunin eru veitt fyrir nýja og áður óbirta ís- lenska skáldsögu eða safn smásagna að undangenginni samkeppni sem er öllum opin. ÆVINTYRALEGT INNGONGUTILBOÐ 1 "RHUH Disneyklúbburinn - Bókaklúbbur bamanna opnar ungu kynslóðinni ^ töfrandi œvintýraheim. Mónaðarlega fœr barnið senda 'Sjm heim nýja og spennandi Disneybók ósamt Góska, litprentuðu blaði |f klúbbsins. í Við inngöngu í klúbbinn fœrðu fyrstu tvœr bœkurnar ó verði einnar, aðeins 925 krónur, og ef þú svarar innan tíu daga fœrum við þér að auki skemmti- lega Bangsímon-buddu að gjöf! Tryggðu barninu þínu vandaðar bœkur og góðar gjafir - bœkurnar eru ekki ó boðstólum ó almennum markaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.