Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 21 Landamæradeila Erítreu og Eþíópíu Deiluaðilar hvattir til að leggja niður vopn Washington, Ouagadougou í Burkina Faso, Mekele í Eþíópíu, Bonn. Reuters. Rússnesk skip færð til hafnar í Noregi NORSK varðskip færðu tvo rússneska togara til hafnar á sunnudag vegna gruns um ólöglegar veiðar innan norsku landhelginnar í Barentshafí. Annar togaranna var grunaður um að hafa notað ólöglega möskva við þorskveiðar, en talið var að of mikið væri af grálúðu í afla hins togarans. Norska landhelgisgæslan kvaðst líta málið alvarlegum augum þar sem ólöglegar veið- ar erlendra skipa innan land- helginnar væru erfiðustu málin sem hún þyrfti að takast á við. Charlton Heston forseti NRA LEIKARINN Charlton Hest- on, sem frægur er m.a. fyrir að leika í Ben Húr, Boðorðunum tíu og Apa- plánetunni, var í gær kjörinn for- seti samtaka bandarískra skotvopna- eigenda (NRA). Sam- tökin vonast til þess að frægð Hestons reynist þeim nota- drjúg til að berjast gegn frek- ari hömlum á skotvopnaeign sem Bill Clinton Bandaríkja- forseti hyggst beita sér fyrir. ICE-hraðlest stöðvuð ÞÝSK ICE-hraðlest var stöðv- uð og tekin úr notkun í Bæjara- landi á sunnudag eftir að lestar- stjórinn varð var við torkennileg hljóð í lestinni, sem er sömu gerðar og hraðlestin sem ók á vegarbrú í Eschede í vikunni sem leið. Farþegar, sem komust lífs af í lestarslysinu í Eschede, sögðust hafa heyrt skruðning áður en lestin fór af sporinu og ók á vegarbrú á 200 km hraða. Feitum Banda- ríkjamönnum fjölgar OF FEITUM Bandaríkja- mönnum mun fjölga um 30 milljónir 17. júní þegar banda- rísk yfírvöld taka upp viðmiðun Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO) við mat á því hverjir teljist of feitir. Sam- kvæmt núverandi viðmiðun bandarískra yfirvalda eru 33% fullorðinna Bandaríkjamanna of feit en með nýju viðmiðun- inni falla 55% Bandaríkja- manna undir þann flokk. Tugir Kúrda vegnir TYRKNESKAR öryggissveit- ir hafa drepið 37 kúrdíska skæruliða til að hefna dráps á tyrkneskum hermanni í átök- um í suðausturhluta Tyrklands síðustu daga. 23 Kúrdanna féllu í héraðinu Sirnak, 13 í Si- irt og einn í Diyarbakir-héraði. TALSMAÐUR Bills Clintons Banda- ríkjaforseta tilkynnti í gær að Clinton hefði á sunnudag hi’ingt í forseta Erít- reu og Eþíópíu og hvatt þá til að binda endi á átök landanna sem hófust í síð- ustu viku. Ekki kom fram í máli Sandys Bergers, öryggisráðgjafa Clintons, hvað nákvæmlega hefði ver- ið rætt um í samtölunum en átökin milli Eþíópíu og Erítreu vörpuðu hins vegar skugga á upphaf árlegs fundar leiðtoga Ai'ríkurfkja sem hófst í Burk- ina Faso í gær. Blaise Compaore, forseti Samtaka Afríkuríkja, sagði í ávarpi sínu að Af- ríkuríkin hlytu að hvetja leiðtoga Eþíópíu og Erítreu til að láta skyn- semina ráða í stað vígtóla. Jafnframt lét Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, hafa eftir sér í gær að ekki væri hægt að leyfa tveimur af fá- tækustu löndum heims berast á bana- BRESK stjórnvöld gerðu í gær ljóst að þau hygðust afnema rétt breskra aðalsmanna til að sitja í lá- varðadeild breska þingsins. Þessi réttur aðalsmanna er aldagamall og hefur gengið í erfðir en um helmingur fulltrúa í lávarðadeild- inni nú á sæti sitt þar að þakka ætterni sitt. Lávarðadeildin missti formleg áhrif sín árið 1911 en hefur þó getað frestað gildistöku laga sem samþykkt hafa verið í neðri deild breska þingsins. Cranborne lávarður, leiðtogi Verkamannaflokksins í lávarða- deildinni, tilkynnti breytingarnar í ræðu í gær á ráðstefnu um fram- tíð deildarinnar en tók ekki fram hvenær breytingarnar myndu taka gildi. Cranborne sagði arf- gengan rétt manna til að sitja á efri deild breska þingsins tíma- ÚTILÍF Glæsibæ - Álfheimum 74 Sími 581 2922 spjótum vegna landamæradeilu. Erít> rea heldui' enn landamæraborginni Zalambessa að sögn Reuters-frétta- stofunnar en dagblöð í Eþíópíu héldu hinu gagnstæða fi'am á sunnudag. A laugardag samþykktu stjórn- völd í Eþíópíu 13 klukkustunda vopnahlé til að erlendum borgurum stöddum í Erítreu gæfist tækifæri til að yfirgefa landið. Fjöldi manna nýtti tækifærið en blóðug átök brut- ust út milli þessara fyrrum banda- manna í síðustu viku. Deila landanna snýst um 400 ferkílómetra landsvæði sem bæði gera kröfu til en það var ekki fyrr en 6. maí síðastliðinn sem skarst í odda. Talsmaður Eþíópíu- stjórnar sagði í gær að deilan ætti rætur að rekja til efnahagsmála en Erítrea kom í fyrra á fót eigin gjald- miðli. „Þeir vildu hafa óheftan að- gang að efnahagi okkar en við beitt- skekkju sem þyrfti að leiðrétta. „í þingræði nútímans er óeðlilegt að sum þingsætanna hafi verið bókuð fyrir öldum síðan af forréttinda- aðilum erfingjum sínum til handa.“ Að undanfömu hafa verið uppi þreifingar milli Ihaldsflokksins, um okkur gegn því. Ef til vill töldu þeir það réttlæta átök.“ fslendingar í Eþíópíu óhultir Kjartan Jónsson, framkvæmda- stjóri Kristniboðssamtakanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þeir íslendingar sem væru í Eþíópíu væru óhultir eins og stendur í bæki- stöðvum sínum í Addis Ababa, höfuð- borg landsins. Ekki er vitað til að neinn Islendingur sé í Erítreu en Kjartan sagði að 17 manns væru á vegum samtakanna í Eþíópíu. Sagðist Kjartan hafa rætt við einn úr hópnum á sunnudag og að hópurinn fylgdist vel með fregnum af átökunum en væri að öðru leyti í góðu yfirlæti. Að sögn Kjartans eru í Eþíópíu 3-4 Is- lendingar til viðbótar fulltrúa Kristni- boðssamtakanna en hann kvaðst ekki vita nein frekari deili á þeim. sem flestir aðalsmannanna í efri deild þingsins fylgja að málum, og Verkamannaflokksins um breyt- ingar á hlutverki lávarðadeildar- innar en í ræðu sinni gerði Cran- borne ljóst að þessar breytingai- væru ekki umsemjanlegar, erfða- rétturinn yrði afnuminn. Morðingja tíu ára stúlku leitað DÖNSK lögregla leitar nú morðingja tíu ára stúlku, sem fannst látin á föstudag. Stúlkan hafði verið svívirt kynferðislega og er nú deilt um hvort hvetja eigi alla karlmenn í bænum sem hún bjó í, til að gefa blóðsýni, þar sem sæði fannst á líki henn- ar. Stúlkunnar, Susan R. Ipsen, hafði verið leitað í viku en hún fór að heiman til að selja happ- drættismiða og skilaði sér ekki aftur heim. Þegar vaknaði grun- ur um að henni hefði verið rænt, þar sem faðir hennar hafði sagt frá því að ókunnur karlmaður hefði hvað eftir annað hringt á heimili hennar og haft í hótun- um við hana. Ekki náðist að rekja símtölin. Lögregla telur að Susan hafi þekkt morðingja sinn og að hann hafi fylgst vel með ferðum hennar. Vill lögregla hvetja karlmenn í Brondby, skammt frá Kaupmannahöfn, til að leggja fram blóðprufu, en til þess verður að fá leyfi ríkissak- sóknara. Ekki er hægt að þvinga menn til að leggja fram blóðprufu gegn vilja sínum, en dómur féll nýlega í Danmörku í slíku máli. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þess að leggja fram slíkt próf og hefur prófessor í refsirétti, Bent Unmack Lar- sen, hvatt menn til þess að neita því, verði þeir beðnir um það, þar sem lögreglan sé kom- in inn á villigötur með slíkri beiðni. 'Petmmec& Jurtíilyf - 100 ml. i : SÍs i Nú er rétti túniiin! kr Verð áður krjiro Xlðadddur 3i Itr 1990 31. kr 2290 8> kr2990 Charlton Heston Stjórnvöld kynna breytingar á lávarðadeild breska þingsins Erfðaréttur aðalsmanna afnuminn London. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.