Morgunblaðið - 09.06.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 21
Landamæradeila Erítreu og Eþíópíu
Deiluaðilar hvattir til
að leggja niður vopn
Washington, Ouagadougou í Burkina Faso, Mekele í Eþíópíu, Bonn. Reuters.
Rússnesk
skip færð
til hafnar í
Noregi
NORSK varðskip færðu tvo
rússneska togara til hafnar á
sunnudag vegna gruns um
ólöglegar veiðar innan norsku
landhelginnar í Barentshafí.
Annar togaranna var grunaður
um að hafa notað ólöglega
möskva við þorskveiðar, en
talið var að of mikið væri af
grálúðu í afla hins togarans.
Norska landhelgisgæslan
kvaðst líta málið alvarlegum
augum þar sem ólöglegar veið-
ar erlendra skipa innan land-
helginnar væru erfiðustu málin
sem hún þyrfti að takast á við.
Charlton
Heston forseti
NRA
LEIKARINN Charlton Hest-
on, sem frægur er m.a. fyrir að
leika í Ben Húr, Boðorðunum
tíu og Apa-
plánetunni,
var í gær
kjörinn for-
seti samtaka
bandarískra
skotvopna-
eigenda
(NRA). Sam-
tökin vonast
til þess að
frægð
Hestons reynist þeim nota-
drjúg til að berjast gegn frek-
ari hömlum á skotvopnaeign
sem Bill Clinton Bandaríkja-
forseti hyggst beita sér fyrir.
ICE-hraðlest
stöðvuð
ÞÝSK ICE-hraðlest var stöðv-
uð og tekin úr notkun í Bæjara-
landi á sunnudag eftir að lestar-
stjórinn varð var við torkennileg
hljóð í lestinni, sem er sömu
gerðar og hraðlestin sem ók á
vegarbrú í Eschede í vikunni
sem leið. Farþegar, sem komust
lífs af í lestarslysinu í Eschede,
sögðust hafa heyrt skruðning
áður en lestin fór af sporinu og
ók á vegarbrú á 200 km hraða.
Feitum Banda-
ríkjamönnum
fjölgar
OF FEITUM Bandaríkja-
mönnum mun fjölga um 30
milljónir 17. júní þegar banda-
rísk yfírvöld taka upp viðmiðun
Alþjóðaheilbrigðismálastofn-
unarinnar (WHO) við mat á því
hverjir teljist of feitir. Sam-
kvæmt núverandi viðmiðun
bandarískra yfirvalda eru 33%
fullorðinna Bandaríkjamanna
of feit en með nýju viðmiðun-
inni falla 55% Bandaríkja-
manna undir þann flokk.
Tugir Kúrda
vegnir
TYRKNESKAR öryggissveit-
ir hafa drepið 37 kúrdíska
skæruliða til að hefna dráps á
tyrkneskum hermanni í átök-
um í suðausturhluta Tyrklands
síðustu daga. 23 Kúrdanna
féllu í héraðinu Sirnak, 13 í Si-
irt og einn í Diyarbakir-héraði.
TALSMAÐUR Bills Clintons Banda-
ríkjaforseta tilkynnti í gær að Clinton
hefði á sunnudag hi’ingt í forseta Erít-
reu og Eþíópíu og hvatt þá til að binda
endi á átök landanna sem hófust í síð-
ustu viku. Ekki kom fram í máli
Sandys Bergers, öryggisráðgjafa
Clintons, hvað nákvæmlega hefði ver-
ið rætt um í samtölunum en átökin
milli Eþíópíu og Erítreu vörpuðu hins
vegar skugga á upphaf árlegs fundar
leiðtoga Ai'ríkurfkja sem hófst í Burk-
ina Faso í gær.
Blaise Compaore, forseti Samtaka
Afríkuríkja, sagði í ávarpi sínu að Af-
ríkuríkin hlytu að hvetja leiðtoga
Eþíópíu og Erítreu til að láta skyn-
semina ráða í stað vígtóla. Jafnframt
lét Klaus Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, hafa eftir sér í gær að
ekki væri hægt að leyfa tveimur af fá-
tækustu löndum heims berast á bana-
BRESK stjórnvöld gerðu í gær
ljóst að þau hygðust afnema rétt
breskra aðalsmanna til að sitja í lá-
varðadeild breska þingsins. Þessi
réttur aðalsmanna er aldagamall
og hefur gengið í erfðir en um
helmingur fulltrúa í lávarðadeild-
inni nú á sæti sitt þar að þakka
ætterni sitt. Lávarðadeildin missti
formleg áhrif sín árið 1911 en hefur
þó getað frestað gildistöku laga
sem samþykkt hafa verið í neðri
deild breska þingsins.
Cranborne lávarður, leiðtogi
Verkamannaflokksins í lávarða-
deildinni, tilkynnti breytingarnar
í ræðu í gær á ráðstefnu um fram-
tíð deildarinnar en tók ekki fram
hvenær breytingarnar myndu
taka gildi. Cranborne sagði arf-
gengan rétt manna til að sitja á
efri deild breska þingsins tíma-
ÚTILÍF
Glæsibæ - Álfheimum 74
Sími 581 2922
spjótum vegna landamæradeilu. Erít>
rea heldui' enn landamæraborginni
Zalambessa að sögn Reuters-frétta-
stofunnar en dagblöð í Eþíópíu héldu
hinu gagnstæða fi'am á sunnudag.
A laugardag samþykktu stjórn-
völd í Eþíópíu 13 klukkustunda
vopnahlé til að erlendum borgurum
stöddum í Erítreu gæfist tækifæri til
að yfirgefa landið. Fjöldi manna
nýtti tækifærið en blóðug átök brut-
ust út milli þessara fyrrum banda-
manna í síðustu viku. Deila landanna
snýst um 400 ferkílómetra landsvæði
sem bæði gera kröfu til en það var
ekki fyrr en 6. maí síðastliðinn sem
skarst í odda. Talsmaður Eþíópíu-
stjórnar sagði í gær að deilan ætti
rætur að rekja til efnahagsmála en
Erítrea kom í fyrra á fót eigin gjald-
miðli. „Þeir vildu hafa óheftan að-
gang að efnahagi okkar en við beitt-
skekkju sem þyrfti að leiðrétta. „í
þingræði nútímans er óeðlilegt að
sum þingsætanna hafi verið bókuð
fyrir öldum síðan af forréttinda-
aðilum erfingjum sínum til
handa.“
Að undanfömu hafa verið uppi
þreifingar milli Ihaldsflokksins,
um okkur gegn því. Ef til vill töldu
þeir það réttlæta átök.“
fslendingar í Eþíópíu óhultir
Kjartan Jónsson, framkvæmda-
stjóri Kristniboðssamtakanna, sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær að
þeir íslendingar sem væru í Eþíópíu
væru óhultir eins og stendur í bæki-
stöðvum sínum í Addis Ababa, höfuð-
borg landsins. Ekki er vitað til að
neinn Islendingur sé í Erítreu en
Kjartan sagði að 17 manns væru á
vegum samtakanna í Eþíópíu. Sagðist
Kjartan hafa rætt við einn úr hópnum
á sunnudag og að hópurinn fylgdist
vel með fregnum af átökunum en
væri að öðru leyti í góðu yfirlæti. Að
sögn Kjartans eru í Eþíópíu 3-4 Is-
lendingar til viðbótar fulltrúa Kristni-
boðssamtakanna en hann kvaðst ekki
vita nein frekari deili á þeim.
sem flestir aðalsmannanna í efri
deild þingsins fylgja að málum, og
Verkamannaflokksins um breyt-
ingar á hlutverki lávarðadeildar-
innar en í ræðu sinni gerði Cran-
borne ljóst að þessar breytingai-
væru ekki umsemjanlegar, erfða-
rétturinn yrði afnuminn.
Morðingja
tíu ára
stúlku leitað
DÖNSK lögregla leitar nú
morðingja tíu ára stúlku, sem
fannst látin á föstudag. Stúlkan
hafði verið svívirt kynferðislega
og er nú deilt um hvort hvetja
eigi alla karlmenn í bænum sem
hún bjó í, til að gefa blóðsýni,
þar sem sæði fannst á líki henn-
ar.
Stúlkunnar, Susan R. Ipsen,
hafði verið leitað í viku en hún
fór að heiman til að selja happ-
drættismiða og skilaði sér ekki
aftur heim. Þegar vaknaði grun-
ur um að henni hefði verið rænt,
þar sem faðir hennar hafði sagt
frá því að ókunnur karlmaður
hefði hvað eftir annað hringt á
heimili hennar og haft í hótun-
um við hana. Ekki náðist að
rekja símtölin.
Lögregla telur að Susan hafi
þekkt morðingja sinn og að
hann hafi fylgst vel með ferðum
hennar. Vill lögregla hvetja
karlmenn í Brondby, skammt
frá Kaupmannahöfn, til að
leggja fram blóðprufu, en til
þess verður að fá leyfi ríkissak-
sóknara. Ekki er hægt að
þvinga menn til að leggja fram
blóðprufu gegn vilja sínum, en
dómur féll nýlega í Danmörku í
slíku máli.
Ekki eru allir á eitt sáttir um
ágæti þess að leggja fram slíkt
próf og hefur prófessor í
refsirétti, Bent Unmack Lar-
sen, hvatt menn til þess að
neita því, verði þeir beðnir um
það, þar sem lögreglan sé kom-
in inn á villigötur með slíkri
beiðni.
'Petmmec&
Jurtíilyf -
100 ml.
i
:
SÍs
i
Nú er rétti túniiin!
kr
Verð áður
krjiro
Xlðadddur
3i Itr 1990
31. kr 2290
8> kr2990
Charlton Heston
Stjórnvöld kynna breytingar á lávarðadeild breska þingsins
Erfðaréttur aðalsmanna afnuminn
London. Reuters.