Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/IJorkell PÉTUR Friðriksson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir innsigla samein- inguna með handabandi. Reykjavík Morgunblaðið/RAX NÝTT skilti við Kiðafellsá býður nú ferðalanga velkomna til Reykja- víkur. Kjalarneshrepp- ur sameinast Reykjavík HÁTÍÐARSTEMMNING var í Fólkvangi á Kjalarnesi á sunnudag- inn þegar Kjalameshreppur samein- aðist Reykjavík með formlegum hætti. Mikill mannfjöldi var þar sam- ankominn og var létt yfir viðstödd- um, að sögn Péturs Friðrikssonar, fráfarandi oddvita Kjalameshrepps. Við sameiningarathöfnina flutti Pétur Friðriksson ávarp og þakkaði þeim sem unnið hafa að sameining- unni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, flutti einnig ávarp og af þessu tilefni færði hún Kjalnesingum það að gjöf að settar yrðu upp hljóðmanir og vind- brjótar fyrir þéttbýlið á nesinu auk þess sem gróðursettar yrðu plöntur. Gefnar voru fleiri gjafir því Kjal- nesingar færðu Reykjavíkurborg blágrýtisstein úr fjörunni við Móa en á honum eru áfest merki sveitarfé- laganna og útskorin mynd af Esj- unni. í lok dagskrárinnar í Fólk- vangi kynnti síðan Jón Ólafsson ný- útkomna bók um Kjalnesinga og færði borgarstjóra fyrsta eintakið að gjöf. Ný skilti sett upp Á sunnudagsmorgninum voru sett upp ný skilti sem bjóða ferðafólk vel- komið til Reykjavíkur. Kjalames- merkin voru tekin niður og Reykja- víkurskiltin sett upp í staðinn. Ánnað þeirra stendur við veginn við Kiða- fellsá, rétt áður en komið er inn í Tíðaskarð, en hitt er við Leirvogsá. Nýr afgreiðslutími verslana _______ Hagkaups: Skeifan, Smáratorg, Akureyri, Njarðvík: Virka daga til Laugardaga: Sunnudaga: Kringlan Mán. • fim. Föstudaga: Laugardaga: Sunnudaga: 20:00 10:00-18:00 12:00-18:00 2. hæð:------ 10:00-18:30 i 10:00-19:00 ! 10:00-18:00 ! 13:00-17:00 I HAGKAUP Alltaf betrí kaup íslenskur skipstjóri komst lífs af þegar skip hans sökk undan strönd Suður-Georgíu 21 bjargaðist en 17 fórust ÍSLENSKUR skipstjóri, Björgvin Ármannsson frá Hveragerði, bjargaðist ásamt 20 öðrum en 17 fórust þegar línuskipið Sudurhafid sökk undan strönd Suður-Georgíu, ekki langt frá Suðurskautslandinu, sl. laugardag. „Þeir höfðu verið að berjast við ísingu í nokkra daga og mér skilst að það hafi komið ágjöf á skipið, svo það fylltist af ís, fór á hliðina og rétti sig ekki upp aftur. Þeir náðu ekki nema tveimur björgun- arbátum en á hinni hliðinni voru tveir bátar sem fóru strax í sjó- inn,“ sagði Hrönn Bergþórsdóttir, eiginkona Björgvins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Björgvin gat hringt heim og látið vita þegar hann og hinir skipverjarnir tutt- ugu voru komnir um borð í spænskt björgunarskip sem tók þá upp þegar þeir höfðu verið í bátun- um í tvo til þrjá klukkutíma. í áhöfn skipsins, sem var gert út frá Höfðaborg af útgerðinni Alus- hip, sem er í 40% eigu Færeyinga, voru 38 manns. Þeir voru á tann- fiskveiðum og vom að sögn Hrannar komnir með fullt skip og áttu að landa í Uruguay eftir tíu daga. Sjópróf í Höfðaborg Björgvin og félagar hans sem komust af eru nú um borð í björg- unarskipinu á leið til Falklandseyja og eru þeir væntan- legir þangað á fimmtudag eða fóstudag. Þaðan fljúga þeir svo til Höfðaborgar þar sem sjópróf fara fram. „Þeir eru eitthvað kalnir en eng- inn þó alvarlega, held ég. Það er fimbulkuldi og vetur á þessum slóð- um núna,“ segir Hrönn. Hún segist hafa fengið símbréf frá manni sín- um sl. fimmtudag. Þá hafi þeir ver- ið að brjóta ís af skipinu en menn- irnir, sem flestir eru frá Afríku, hafi ekld verið vanir því. Hrönn var að vonum slegin yfir tíðindunum en jafnframt fegin að heyra að bóndi hennar væri heill á húfi. Hann hefur stundað sjóinn síðastliðin 27 ár en ekki frá jafn- fjarlægum stöðum og Höfðaborg fyrr en nú, en hann tók við skipinu í apríl sl. Hrönn er nú að reyna að komast út til hans en segir það þó ganga heldur treglega að koma út- gerðinni í skilning um nauðsyn þess. Vandamál sem tengjast ártalinu 2000 í upplýsingakerfum og tækjabúnaði Lausn vandans fær ekki nægan forgang GEIR H. Haarde fjármálaráðherra opnaði í gær upplýsingavef Ríkis- kaupa um vandamál sem tengjast ár- talinu 2000 í upplýsingakerfum og tækjabúnaði. Fjármálaráðherra sagði á blaðamannafundi sem hald- inn var af því tilefni að vandamálið væri leysanlegt. Það væri hins vegar mikil vinna framundan og nefnd um vandamál sem tengjast ártalinu 2000 í upplýsingakerfum og tækjabúnaði hefði það hlutverk að vera á verði gagnvart þessum vandamálum. Á fundinum kom fram að erfitt væri að fá stjórnendur fyrirtækja til að gera lausn vandans að forgangsatriði. Haukur Ingibergsson, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, er for- maður nefndarinnar. Haukur sagði að í raun hefði enginn yfirsýn yfir hve stór vandinn væri og hve mikill kostnaður fylgdi því að búa tölvu- kerfi undir árið 2000. Hann sagði að vandinn sem við blasir um aldamótin væri leysanlegur. Það væri hins veg- ar afar mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir hæfu undirbúning sem fyrst. Ekki væri vænlegt að bíða síð- ustu stundar. „Þetta er mikil vinna og tímafrek og vandinn er að oft reynist erfitt að fá hana í forgang hjá fyrirtækjum.“ Haukur sagði aðalatriði að greina vandann. „Það þarf að fara í gegnum tækin og greina tölvukerfin sem eru í notkun.“ Haukur lagði áherslu á að hver og einn sem ætti einhvers konar búnað sem sýslar með tíma bæri ábyrgð á honum. Vandinn felst í því að fram á þennan áratug tíðkaðist að tákna öld í dagsetningum með tveimur stöfum í stað fjöguiTa. Þess vegna er fyrir- sjáanlegt að ýmis vandamál munu koma upp í upphafi ársins 2000 verði ekki brugðist við. Þetta á ekki ein- göngu við um hefðbundin tölvukerfi heldur einnig búnað eins og rann- sóknartæki, heimilistæki og fleira. Haukur kynnti starfsáætlun nefndarinnar sem skiptist í fjóra þætti. í fyrsta lagi er það sem snýr að innviðum þjóðfélagsins. Hann sagði það forgangsverkefni nefndar- innar að fylgjast með því að þeir yrðu í lagi þegar árið 2000 gengi í garð. Innviðimir eru í fyrsta lagi framleiðsla og dreifing á raforku, heitu vatni, olíu og bensíni. í öðru lagi fjarskipti og í þriðja lagi fjár- málastarfsemi og hvers konar greiðslumiðlun. Annað atriði starfsáætlunar nefndarinnar miðar að því að ekki verði truflun á starfsemi opinberra aðila vegna ártalsins 2000 í tölvu- og tækjabúnaði. En m.a. hefur verið samið við Skýrr um að samhæfa öll Andlát JÓNASÞÓR JÓNASSON JÓNAS Þór Jónasson kjötverkandi lést á heimili sínu í Reykjavík aðfaranótt síðastliðins sunnudags fimmtugur að aldri. Jónas Þór var fædd- ur í Reykjavík 15. apríl 1948. Hann fór til sjós 15 ára gamall eftir nám í Kársnesskóla í Kópa- vogi og gagnfræðaskól- anum á Höfn. Hann fékkst við ýmis störf á sjó og landi til ársins 1978. Þá réð hann sig sem matsvein á Hrafn- istu í Reykjavík þar sem hann var til ársins 1981 er hann söðlaði um og fór að starfa við Tommaham- borgara. Árið 1983 hóf hann ásamt fleirum rekstur Kjöt- og matvæla- vinnslu Jónasar Þórs. Hann var síð'an einn af stofnendum Kjöts hf. og opnaði verslunina Gallerí Kjöt í október 1994. Jónas Þór hafði mik- inn áhuga á stjómmál- um, ekki síst landbún- aðar- og útvegsmálum. Hann var virkur í Al- þýðuflokknum og sat um árabil í stjóm flokksins. Jónas hafði einnig mikinn áhuga á sjóstangaveiði og end- urvakti Sjóstangaveiði- félag Reykjavíkur árið 1991 og var formaður þess um árabil. Eftirlifandi eiginkona Jónasar Þórs er Katrín Þ. Hreinsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn. upplýsingakerfi ríkisins að undan- skildum nokkrum upplýsingakerfum sem verða flutt í annað umhverfi. Þriðja atriðið snýr að fyrirtækjum og félögum en nefndin stefnir að því að vekja athygli þeirra á vandamál- inu. Fjórða atriði starfsáætlunarinn- ar snýr að upplýsingagjöf og fellur vefsíða Ríkiskaupa undir það. Net- fang síðunnar er www.2000.stjr.is -------------------- Líklega íkveikja í Austurbergi SLÖKKVILIÐINU í Reykjavík gekk greiðlega að slökkva eld sem kom upp á miili klæðninga á suðurenda íþrótta- hússins við Austurberg í Reykjavík síðdegis á sunnudag. Nokkrar skemmdir urðu á ytri klæðningum hússins sem og á þakinu, en svo virð- ist sem ekki hafi orðið neinar skemmdir innandyra, að sögn aðal- varðstjóra hjá Slökkviliðinu í Reykja- vik. Nokkur reykur myndaðist, en húsið var mannlaust þegar eldsins varð vart. Talið er lfldegt að um íkveikju hafi verið að ræða, sam- kvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu. Þá var Slökkviliðið í Reykjavík kallað út síðdegis á sunnudag vegna ótta um að eldur hefði kviknað í húsakynnum Listasafns íslands við Fríkirkjuveg. Þegar slökkviliðið kom á staðinn reyndist hins vegar hafa verið kveikt í rusli rétt við Listasafn- ið, en við það barst nokkur reykur inn í húsið. ------♦ ♦ ♦ Eftirskjálfti á Hellisheiði JARÐSKÁLFTI sem mældist 3,6 stig á Richter varð rétt fyrir klukkan fimm í gærmorgun. Upptök skjálft- ans voru norðan við Skálafell á Hell- isheiði, í sömu sprungu og stærstu skjálftarnir urðu í síðustu viku. Einar Kjartansson, jarðeðlisfræð- ingur á Veðurstofu Islands, sagði skjálftann í gærmorgun eftirskjálfta og að gera megi ráð fyrir fleiri slík- um í þessari sprungu. „Nokkuð var um að Reykvíkingar vöknuðu við skjálftann og gera má ráð fyrir að hann hafi einnig fundist fyrir austan fjall,“ sagði Einar Kjartansson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.