Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Að brjóta skurðgoð listinni til dýrðar STRANDKASERNEN, 1983/87, blönduð tækni. ----------------------------------------------- EIN af þeim teikningum sem Dieter Roth vann fyrir DAGATAL með flettispjöldum fyrir Hörpu. Lesbók Morgunblaðsins og birtar voru árið 1964. MÉR fmnst spennandi að gera eitthvað sem heppnast ekki,“ sagði Dieter Roth í viðtali sem Ingólfur Margeirsson átti við hann í Þjóðviljanum árið 1978. Erfitt er að staðsetja list Diet- ers þar sem hún spannar óhemju vítt svið er lýtur að myndlist, hönn- un, kvikmyndagerð og tónlist. Segja má að listsköpun hans hafi verið eins konar leikur með ákveðinn fjölda möguleika, - möguleika sem voru sífellt opnir fyrir endurskoðun og breytingum. Dieter hafði enda ekki trú á einhverri endanlegri lausn í myndlist frekar en í lífinu. „Hann var í rauninni stöðugt að brjóta skurðgoð listinni til dýrðar," er haft eftir myndlistarmanninum Kristjáni Guðmundssyni í viðtali í sýningarskrá sem gefin var út í til- efni sýningar á Kjarvalsstöðum árið 1989 á verkum listamanna er til- heyrðu SÚM-hópnum. Þekktastur er Dieter Roth fyrir það frum- kvöðlastarf sem hann vann á sviði bókverkagerðar og með veru sinni hér á landi hafði hann ómetanleg áhrif á íslenska samtímamyndlist. Dieter Roth var af þýsku og svissnesku foreldri, fæddur 1930 í Hannover í Þýskalandi. Frá 13 ára aldri bjó hann í Sviss en þá voru þar engir listaskólar svo Dieter hóf nám í grafískri hönnun. Undirstöðuatriði málaralistar kenndi hann sér sjálfur auk þess að sækja námskeið í graf- íklistum, m.a. hjá þekktum lista- manni þess miðils, Eugen Jordi. Ar- ið 1956 fer hann til Kaupmanna- hafnar og hefur störf hjá stærstu auglýsingastofu og hönnunarmið- stöð þess tíma á Norðurlöndum, í eigu Percy Halling-Knoch. í Dan- mörku kynnist Dieter Sigríði Bjömsdóttur og á árunum 1958- 1984 býr hann ýmist á Islandi, í Sviss eða Þýskalandi. Bókin sem hlutur Fyrstu einkasýningu sína hélt Di- eter á Mokka-kaffi 1958 og fyrstu bókverkin gaf hann út í Reykjavík á árunum 1957-1961. Þessi fyrstu verk Dieters eru eins konar optísk abstraktverk þar sem hver blaðsíða grípur inn í aðra þegar bókinni er flett. í öðrum bókum frá þessu skeiði stendur Dieter nær konkret- ljóðlist þar sem leikið er á mörkum orða og forma. Hann vann hjá Ragnari Kjartanssyni og með Magnúsi Pálssyni og Manfreð Vil- hjálmssyni í húsgagnagerðinni Kúl- unni árið 1960 og um það leyti nálg- ast hann hugmyndina um „ready- made“ og leggur upp frá því megin- áherslu á þykkt, stærð og síðufjölda bókanna. Dieter umbylti þannig við- teknum gildum og skilningi manna á því hvað væri bók og sýndi fram á að bók og texti þyrftu ekki endilega að fara saman. Bókin væri hlutur í sjálfu sér sem innihéldi ótakmarkað rými og þar með tímahugtakið. Og það væru því aldrei takmörk fyrir því hvað hægt væri að gera innan þessa „opna kerfis“. Með svokölluð- um „bókarbjúgum" sem urðu 50 talsins verður ummyndun bókarinn- ar algjör. Dagblaðapappír er soðinn í pappamassa sem blandað er sam- an við límefni, feiti og krydd og úr því búið til bjúga. Bókverk Dieters skipta hundruð- um og vann hann einnig að gerð ritsafna og ritraða, útgáfu póst- kortasería og tímarita á borð við „Tímarit fyrir allt“ sem hann stofn- LYKTARORGELIÐ frá 1965. aði til 1975 en þar var hægt að fá allt útgefíð. Bandarískur listfræð- ingur, Peter Frank, sem rannsakað hefur sérstaklega bókagerð mynd- listarmanna, fullyrðir að enginn nú- tímalistamaður hafi lagt meira af mörkum til þeirrar listgreinar en Dieter Roth. Töluvert safn bóka eftir Dieter er til hér á landi því listamaðurinn gaf Nýlistasafninu eintök af flestum bóka sinna og raunar stórt safn verka sinna í heild. Vill svo til að um næstu helgi verður opnuð í safninu vinnusýning á bókverkum Dieters Roths í um- sjón og undir leiðsögn Ingólfs Arn- arsonar, en sýningin verður aðeins opin á virkurn dögum, nema mánu- dögum, frá 14 til 18 næstu tvær vik- umar. Meðvituð hending í bland við ofumákvæmni Dieter Roth var mjög frumlegur í listsköpun sinni og gerði m.a. til- raunir með margvísleg efni í mynd- verkum, eins og osta, súrmjólk, súkkulaði og kjöt og hann blandaði meðvitað saman faglegum og við- vaningslegum vinnubrögðum. Að mörgu leyti vann hann í anda Flux- us-hreyfíngarinnar svonefndu og átti marga vini innan hennar þó að hann hafi, eins og Aðalsteinn Ing- ólfsson bendir á, verið mjög á skjön við allt hópefli í listsköpun. Á síðari árum hafa verk hans stækkað í nokkurs konar safnmyndir þar sem vitnað er í eyðslu menningarsamfé- lagsins og endurvinnslu verðmæta. Dieter Roth hefur staðið fyrir nokkrum mjög umfangsmiklum list- framkvæmdum, sem sumar hverjar hafa verið mörg ár í vinnslu. Hann lét í tvígang taka litskyggnur af öll- um húsum í Reykjavík, alls um 27.000 myndir, sem skiptast í tvö sjálfstæð verk, hið fyrra er varð- veitt í Þýskalandi og hið síðara er gjöf hans til Nýlistasafnsins og er nú unnið að því að koma verkinu til varðveislu hjá Listasafni Reykja- víkur. Auk bókverka, grafíkverka og skúlptúra vann Dieter með tón- list, oft í samvinnu við annað mynd- listarfólk og hann starfaði með myndlistarmönnum eins og Richard Hamilton, Arnulf Rainer, Gerhard Ruhm, Oswald Wiener og börnum sínum Birni, Karli og Veru. Á íslandsárum sínum kynntist Dieter mörgum leiðandi íslenskum listamönnum og veitti hingað til lands straumi erlendra áhrifa auk þess að greiða götur íslenski’a myndlistamanna á sýningar erlend- is. Hann hafði mikil áhrif á íslenska listamenn, ekki síst þá sem til- heyrðu SÚM-hópnum, og þar með þróun íslenskrar samtímamyndlist- ar á 7. og 8. áratugnum. Hóflaust andhóf gegn viðteknum hugmyndum Aðalsteinn Ingólfsson listfræð- ingur hefur unnið rannsóknarverk- efni um veru og áhrif Dieters Roths á Islandi. Hann segir Dieter án vafa einn frumlegasta myndlista- mann í seinni tíð og órjúfanlegan hluta af nýlistasögu Islands. „Það sem var afskaplega ríkt í honum var það að sætta sig ekki við nein takmörk," segir Aðalsteinn. „Ef menn héldu því fram að listin ætti að vera varanleg og eilíf þá bjó hann til verk sem voru þvert á móti skammlíf. Og ef viðtekið viðhorf var að fara frá A til Ö þá var hann vís með að snúa því við, fara frá Ö til A og reyna þannig á þanþol lista og hugmynda, bara til að vita hvað kæmi út úr því. Og þrátt fyrir tóm- hyggju sína og vantrú á sköpun var Dieter hreint ótrúlega frjór mað- ur.“ Aðalsteinn lýsir Dieter sem sér- kennilegum og erfiðum persónu- leika. „Hann var gróflega heiðar- legur bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum, og hikaði ekki við að senda myndlistheiminum langt nef sem fals eitt og hljóm," segir Aðal- steinn. „Og ég er í raun sannfærður um það að hann hefði sömu stöðu og Joseph Beuys í listheiminum í dag hefði hann ekki verið svona hornóttur.“ Einn af þessum stóru á öldinni Myndlistarmaðurinn Kristján Guðmundsson þekkti vel til Dieter Roths og segir að það hafi skipt sig sköpum að kynnast list hans og per- sónu. „Hann ögraði alltaf sjálfum sér og listinni með því sem hann var að gera og hann var svo hæfur á mörgum sviðum," segir Kristján. „Dieter var mikill listamaður og ég er ekki samur eftir að hafa kynnst honum. Fyrir mér er hann einn af þessum stóru á öldinni.“ Hollenski myndlistarmaðurinn Jan Voss stóð Dieter nærri og segir að hann hafi fyrst og fremst litið á sig sem skáld. „I hans huga snerist skáldskapur ekki bara um orð held- ur ekki síður um myndir og tóna,“ segir Jan. „Hann gat engu að síður unnið á mjög breiðu sviði og það gerði hann allt fram á síðasta dag og var sem fyrr gagntekinn af skrif- um, söfnun, samsetningum og upp- broti ólíkra hluta.“ Dieter Roth lést á föstudag í Basel í Sviss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.