Morgunblaðið - 09.06.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 09.06.1998, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/IJorkell PÉTUR Friðriksson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir innsigla samein- inguna með handabandi. Reykjavík Morgunblaðið/RAX NÝTT skilti við Kiðafellsá býður nú ferðalanga velkomna til Reykja- víkur. Kjalarneshrepp- ur sameinast Reykjavík HÁTÍÐARSTEMMNING var í Fólkvangi á Kjalarnesi á sunnudag- inn þegar Kjalameshreppur samein- aðist Reykjavík með formlegum hætti. Mikill mannfjöldi var þar sam- ankominn og var létt yfir viðstödd- um, að sögn Péturs Friðrikssonar, fráfarandi oddvita Kjalameshrepps. Við sameiningarathöfnina flutti Pétur Friðriksson ávarp og þakkaði þeim sem unnið hafa að sameining- unni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavík, flutti einnig ávarp og af þessu tilefni færði hún Kjalnesingum það að gjöf að settar yrðu upp hljóðmanir og vind- brjótar fyrir þéttbýlið á nesinu auk þess sem gróðursettar yrðu plöntur. Gefnar voru fleiri gjafir því Kjal- nesingar færðu Reykjavíkurborg blágrýtisstein úr fjörunni við Móa en á honum eru áfest merki sveitarfé- laganna og útskorin mynd af Esj- unni. í lok dagskrárinnar í Fólk- vangi kynnti síðan Jón Ólafsson ný- útkomna bók um Kjalnesinga og færði borgarstjóra fyrsta eintakið að gjöf. Ný skilti sett upp Á sunnudagsmorgninum voru sett upp ný skilti sem bjóða ferðafólk vel- komið til Reykjavíkur. Kjalames- merkin voru tekin niður og Reykja- víkurskiltin sett upp í staðinn. Ánnað þeirra stendur við veginn við Kiða- fellsá, rétt áður en komið er inn í Tíðaskarð, en hitt er við Leirvogsá. Nýr afgreiðslutími verslana _______ Hagkaups: Skeifan, Smáratorg, Akureyri, Njarðvík: Virka daga til Laugardaga: Sunnudaga: Kringlan Mán. • fim. Föstudaga: Laugardaga: Sunnudaga: 20:00 10:00-18:00 12:00-18:00 2. hæð:------ 10:00-18:30 i 10:00-19:00 ! 10:00-18:00 ! 13:00-17:00 I HAGKAUP Alltaf betrí kaup íslenskur skipstjóri komst lífs af þegar skip hans sökk undan strönd Suður-Georgíu 21 bjargaðist en 17 fórust ÍSLENSKUR skipstjóri, Björgvin Ármannsson frá Hveragerði, bjargaðist ásamt 20 öðrum en 17 fórust þegar línuskipið Sudurhafid sökk undan strönd Suður-Georgíu, ekki langt frá Suðurskautslandinu, sl. laugardag. „Þeir höfðu verið að berjast við ísingu í nokkra daga og mér skilst að það hafi komið ágjöf á skipið, svo það fylltist af ís, fór á hliðina og rétti sig ekki upp aftur. Þeir náðu ekki nema tveimur björgun- arbátum en á hinni hliðinni voru tveir bátar sem fóru strax í sjó- inn,“ sagði Hrönn Bergþórsdóttir, eiginkona Björgvins, í samtali við Morgunblaðið í gær. Björgvin gat hringt heim og látið vita þegar hann og hinir skipverjarnir tutt- ugu voru komnir um borð í spænskt björgunarskip sem tók þá upp þegar þeir höfðu verið í bátun- um í tvo til þrjá klukkutíma. í áhöfn skipsins, sem var gert út frá Höfðaborg af útgerðinni Alus- hip, sem er í 40% eigu Færeyinga, voru 38 manns. Þeir voru á tann- fiskveiðum og vom að sögn Hrannar komnir með fullt skip og áttu að landa í Uruguay eftir tíu daga. Sjópróf í Höfðaborg Björgvin og félagar hans sem komust af eru nú um borð í björg- unarskipinu á leið til Falklandseyja og eru þeir væntan- legir þangað á fimmtudag eða fóstudag. Þaðan fljúga þeir svo til Höfðaborgar þar sem sjópróf fara fram. „Þeir eru eitthvað kalnir en eng- inn þó alvarlega, held ég. Það er fimbulkuldi og vetur á þessum slóð- um núna,“ segir Hrönn. Hún segist hafa fengið símbréf frá manni sín- um sl. fimmtudag. Þá hafi þeir ver- ið að brjóta ís af skipinu en menn- irnir, sem flestir eru frá Afríku, hafi ekld verið vanir því. Hrönn var að vonum slegin yfir tíðindunum en jafnframt fegin að heyra að bóndi hennar væri heill á húfi. Hann hefur stundað sjóinn síðastliðin 27 ár en ekki frá jafn- fjarlægum stöðum og Höfðaborg fyrr en nú, en hann tók við skipinu í apríl sl. Hrönn er nú að reyna að komast út til hans en segir það þó ganga heldur treglega að koma út- gerðinni í skilning um nauðsyn þess. Vandamál sem tengjast ártalinu 2000 í upplýsingakerfum og tækjabúnaði Lausn vandans fær ekki nægan forgang GEIR H. Haarde fjármálaráðherra opnaði í gær upplýsingavef Ríkis- kaupa um vandamál sem tengjast ár- talinu 2000 í upplýsingakerfum og tækjabúnaði. Fjármálaráðherra sagði á blaðamannafundi sem hald- inn var af því tilefni að vandamálið væri leysanlegt. Það væri hins vegar mikil vinna framundan og nefnd um vandamál sem tengjast ártalinu 2000 í upplýsingakerfum og tækjabúnaði hefði það hlutverk að vera á verði gagnvart þessum vandamálum. Á fundinum kom fram að erfitt væri að fá stjórnendur fyrirtækja til að gera lausn vandans að forgangsatriði. Haukur Ingibergsson, skrifstofu- stjóri í fjármálaráðuneytinu, er for- maður nefndarinnar. Haukur sagði að í raun hefði enginn yfirsýn yfir hve stór vandinn væri og hve mikill kostnaður fylgdi því að búa tölvu- kerfi undir árið 2000. Hann sagði að vandinn sem við blasir um aldamótin væri leysanlegur. Það væri hins veg- ar afar mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir hæfu undirbúning sem fyrst. Ekki væri vænlegt að bíða síð- ustu stundar. „Þetta er mikil vinna og tímafrek og vandinn er að oft reynist erfitt að fá hana í forgang hjá fyrirtækjum.“ Haukur sagði aðalatriði að greina vandann. „Það þarf að fara í gegnum tækin og greina tölvukerfin sem eru í notkun.“ Haukur lagði áherslu á að hver og einn sem ætti einhvers konar búnað sem sýslar með tíma bæri ábyrgð á honum. Vandinn felst í því að fram á þennan áratug tíðkaðist að tákna öld í dagsetningum með tveimur stöfum í stað fjöguiTa. Þess vegna er fyrir- sjáanlegt að ýmis vandamál munu koma upp í upphafi ársins 2000 verði ekki brugðist við. Þetta á ekki ein- göngu við um hefðbundin tölvukerfi heldur einnig búnað eins og rann- sóknartæki, heimilistæki og fleira. Haukur kynnti starfsáætlun nefndarinnar sem skiptist í fjóra þætti. í fyrsta lagi er það sem snýr að innviðum þjóðfélagsins. Hann sagði það forgangsverkefni nefndar- innar að fylgjast með því að þeir yrðu í lagi þegar árið 2000 gengi í garð. Innviðimir eru í fyrsta lagi framleiðsla og dreifing á raforku, heitu vatni, olíu og bensíni. í öðru lagi fjarskipti og í þriðja lagi fjár- málastarfsemi og hvers konar greiðslumiðlun. Annað atriði starfsáætlunar nefndarinnar miðar að því að ekki verði truflun á starfsemi opinberra aðila vegna ártalsins 2000 í tölvu- og tækjabúnaði. En m.a. hefur verið samið við Skýrr um að samhæfa öll Andlát JÓNASÞÓR JÓNASSON JÓNAS Þór Jónasson kjötverkandi lést á heimili sínu í Reykjavík aðfaranótt síðastliðins sunnudags fimmtugur að aldri. Jónas Þór var fædd- ur í Reykjavík 15. apríl 1948. Hann fór til sjós 15 ára gamall eftir nám í Kársnesskóla í Kópa- vogi og gagnfræðaskól- anum á Höfn. Hann fékkst við ýmis störf á sjó og landi til ársins 1978. Þá réð hann sig sem matsvein á Hrafn- istu í Reykjavík þar sem hann var til ársins 1981 er hann söðlaði um og fór að starfa við Tommaham- borgara. Árið 1983 hóf hann ásamt fleirum rekstur Kjöt- og matvæla- vinnslu Jónasar Þórs. Hann var síð'an einn af stofnendum Kjöts hf. og opnaði verslunina Gallerí Kjöt í október 1994. Jónas Þór hafði mik- inn áhuga á stjómmál- um, ekki síst landbún- aðar- og útvegsmálum. Hann var virkur í Al- þýðuflokknum og sat um árabil í stjóm flokksins. Jónas hafði einnig mikinn áhuga á sjóstangaveiði og end- urvakti Sjóstangaveiði- félag Reykjavíkur árið 1991 og var formaður þess um árabil. Eftirlifandi eiginkona Jónasar Þórs er Katrín Þ. Hreinsdóttir. Þau eignuðust þrjú börn. upplýsingakerfi ríkisins að undan- skildum nokkrum upplýsingakerfum sem verða flutt í annað umhverfi. Þriðja atriðið snýr að fyrirtækjum og félögum en nefndin stefnir að því að vekja athygli þeirra á vandamál- inu. Fjórða atriði starfsáætlunarinn- ar snýr að upplýsingagjöf og fellur vefsíða Ríkiskaupa undir það. Net- fang síðunnar er www.2000.stjr.is -------------------- Líklega íkveikja í Austurbergi SLÖKKVILIÐINU í Reykjavík gekk greiðlega að slökkva eld sem kom upp á miili klæðninga á suðurenda íþrótta- hússins við Austurberg í Reykjavík síðdegis á sunnudag. Nokkrar skemmdir urðu á ytri klæðningum hússins sem og á þakinu, en svo virð- ist sem ekki hafi orðið neinar skemmdir innandyra, að sögn aðal- varðstjóra hjá Slökkviliðinu í Reykja- vik. Nokkur reykur myndaðist, en húsið var mannlaust þegar eldsins varð vart. Talið er lfldegt að um íkveikju hafi verið að ræða, sam- kvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu. Þá var Slökkviliðið í Reykjavík kallað út síðdegis á sunnudag vegna ótta um að eldur hefði kviknað í húsakynnum Listasafns íslands við Fríkirkjuveg. Þegar slökkviliðið kom á staðinn reyndist hins vegar hafa verið kveikt í rusli rétt við Listasafn- ið, en við það barst nokkur reykur inn í húsið. ------♦ ♦ ♦ Eftirskjálfti á Hellisheiði JARÐSKÁLFTI sem mældist 3,6 stig á Richter varð rétt fyrir klukkan fimm í gærmorgun. Upptök skjálft- ans voru norðan við Skálafell á Hell- isheiði, í sömu sprungu og stærstu skjálftarnir urðu í síðustu viku. Einar Kjartansson, jarðeðlisfræð- ingur á Veðurstofu Islands, sagði skjálftann í gærmorgun eftirskjálfta og að gera megi ráð fyrir fleiri slík- um í þessari sprungu. „Nokkuð var um að Reykvíkingar vöknuðu við skjálftann og gera má ráð fyrir að hann hafi einnig fundist fyrir austan fjall,“ sagði Einar Kjartansson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.