Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.06.1998, Blaðsíða 60
Atvinnutryggingar MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5891100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Rolling Stones halda tónleika hér á landi ROKKHL JÓMSVEITIN Rolling Stones mun leika á tónleikum hér á landi 22. ágúst. Ragnheiður Hanson sem stendur að því að fá hljómsveit- ina til landsins segir dagsetningu hafa verið ljósa íyrir þremur mánuð- um og ekkert tengjast því að tónleik- um sveitarinnar í Bretlandi var aflýst. Ragnheiður vonast til að 30 þús- und manns mæti á tónleika sveitar- innar sem verða haldnir í Sundahöfn á plani Eimskipafélagsins. Hún vill ekki gefa upp hver kostnaðurinn við að fá sveitina hingað er en segir að þeir slái ekkert af launakröfum sín- um. Ekki liggur fyrir hvað mun kosta inn á tónleikana. ■ Rolling Stones/30 --------------- Alver Norðuráls Rafmagni hleypt á fyrstu kerin RAFMAGNI var hleypt á fyrstu tvö kerin í álveri Norðuráls á Grundar- tanga í gær og fjögur verða sett í gang fyrir lok þessarar viku. Hleypa á afli á tíu ker á viku þar til öll 60 kerin í fyrri áfanga eru komin i gang, í lok júlí, að sögn Þórðar S. Öskarssonar, framkvæmdastjóra stai-fsmanna- og stjómunarsviðs Norðuráls hf. Samningar Lands- virkjunar og Norðuráls gera ráð fyr- ir að Landsvirkjun afhendi orku til síðari 60 keranna í nóvember nk. Norsk-íslenska sildin farin að veiðast í íslensku lögsögunni í gær Mörg skip á leið á NORSK-ÍSLENSKA síldin er kom- in inn í íslensku lögsöguna og í gær fengu tveir færeyskir bátar fyrstu síldina 15-20 mílur innan við land- helgislínuna milli Islands og Færeyja. Mörg íslensk skip stefndu á miðin í gær eftir landlegu vegna sjómannadags, en hátt í sólar- hringssigling er þangað og ekki gert ráð fyrir að þau fyrstu verði komin þangað fyi'r en undir hádegi í dag. Færeysku bátarnir fengu samtals um tvö þúsund tonn og fóru með aflann til Færeyja. Jón Sigurðsson fékk 800 tonn og Norborg 1.200 tonn. Auk þeirra voru tveir aðrir færeyskir bátar á miðunum í gær samkvæmt upplýsingum Landhelg- isgæslunnar, en höfðu ekld tilkynnt um afla í gærkveldi. Arnarnúpur fór frá Raufarhöfn í gær og var útlit fyrir að hann yrði einna fyrstur íslenskra skipa á mið- in eftir sjómannadaginn. Helgi Jó- hannsson, skipstjóri, sagðist eiga eftir um fjórtán klukkustunda stím á miðin þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gærkveldi og reiknaði með að vera kominn á þær slóðir þar sem færeysku bátarnir fengu síldina skömmu fyrir hádegið í dag. Helgi sagði að það væri gaman að síldin væri komin inn í lögsöguna og ekki skemmdi veðrið fyrir, rjóma- blíða og rennisléttur sjór. Bjarni Sæmundsson á miðin Síldin hefur komið inn í lögsög- una öðru hvoru undanfarin ár, frá því hafrannsóknaskipið Bjarni Sæ- mundsson fann hana innan lögsög- unnar á nýjan leik í fyrsta skipti í rúman aldarfjórðung árið 1994. Fleiri íslensk skip voru á leið á miðin í kjölfar Arnarnúps og má meðal þeirra nefna Júpíter, Hólmaborgina, Jónu Eðvalds og fleiri. Þá er gert ráð fyrir að Bjarni Sæmundsson verði einnig kominn á miðin um hádegisbilið í dag, en hann hefur verið í hefðbundnum vorleiðangri Hafrannsóknastofnun- ar og mun einnig kanna útbreiðslu síldarinnar. Ólafur Ástþórsson, fiskifræðing- ur, sagði að þeir myndu fara yfir svæðið og reyna að meta útbreiðslu sfldarinnar. Þeir vissu að síldin væri í hlýja sjónum austan við kaldsjáv- arskil sem væru þama. Skilin væru sennilega sá veggur sem hindraði sfldina í því að ganga vestar, en eft- ir því sem liði á sumarið hlýnaði sjórinn og ef upphitunin yrði næg ykjust líkurnar á því að hún kæmi vestar. Hann sagði að þarna væru líklega miðin Jan ' Mayen Tvö færeysk skip fengu í gær sildarafla í íslensku fiskveiðilögsögunnui sömu tox-fur á ferðinni og bátarnir hefðu verið að veiða úr 50-100 sjó- mflum norðar fyrir sjómannadag. Morgunblaðið/Ásdís Forseta- hjónin í Eistlandi ÓLAFUR Ragnar Gn'msson, for- seti Islands, og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú komu í gær til Tallinn, höfuðborgar Eistlands. Þau lentu klukkan 14.15 að staðartíma eftir fyrsta beina flugið milli íslands og Eist- lands. Lennart Meri, forseti Eist- lands, tók á móti þeim og hér út- skýrir hann útsýnið yfír Tallinn fyrir íslensku forsetahjónunum. Með forsetahjónunum í för er meðal annarra Halldór Asgríms- son utanríkisráðherra og ræddi hann við Toomas Hendrik Ilves, utanríkisráðherra Eistlands, í gær. Mikið var fjallað um heim- sóknina í eistneskum fjölmiðlum í gær. Forsetahjónin hyggjast fara um öll Eystrasaltsríkin þijú og lýkur ferðinni 15. júní. ■ Hlýhugur Eista/22 Yfírdýralæknir skilar áliti til ráðherra Mælir ekki gegn flutningi Keikos EMBÆTTI yfirdýralæknis sér ekki ástæðu til að mæla gegn flutningi háhymingsins Keikos til Islands og skilaði því áliti til landbúnaðarráðherra í gær. Er sú niðurstaða embættisins byggð á rannsóknum sem fram fói-u á vegum Frelsum Willy Keiko stofnunarinnar og viðbótarrann- sóknum sem yfirdýralæknisemb- ættið fór fram á. Sigurður Öm Hansson, dýra- læknir hjá embætti yfirdýralækn- is, tjáði Morgunblaðinu í gær- kvöld að fyrir síðustu helgi hefðu borist síðustu niðurstöður þeirra viðbótarrannsókna sem óskað var eftir til viðbótar þeim sem þegai- höfðu farið fram. Umsögn emb- ættisins var afhent landbúnaðar- ráðherra í gærmorgun. Sigurður segir að miðað við lög um dýrasjúkdóma og vamir gegn þeim sjái embættið ekki meinbugi á því að Keiko verði fluttur til Islands. Landbúnaðar- ráðherra óskaði eftir áliti yfir- dýralæknis á málinu. Fulltrúar Frelsum Willy Keiko stofnunarinnar ræða í dag við forsætisráðherra og landbúnað- arráðherra og munu heimsækja þá staði sem helst hafa þótt koma til greina sem heimkynni Keikos, þ.e. Eskifjörð og Vest- mannaeyjar. Landssambönd ASI undirbúa félagsmannatryggingar Hugmyndir um rekstur á tryggingafélagi LANDSSAMBOND Alþýðusam- bandsins hafa ákveðið að hefja í sumar undfrbúningsvinnu að því að koma á svonefndum „félagsmanna- tryggingum“ í þeim tilgangi að bæta tryggingavernd félagsmanna innan ASI og ná hagkvæmari tryggingaiðgjöldum fyrir launafólk innan raða ASI. Fyrirmynd slíkra alhliða tryggingapakka á vegum launþegasamtaka er m.a. sótt til Svíþjóðar. Hefur umræðan aðallega verið um ýmiss konar tryggingar- möguleika til viðbótar lögbundnum og samningsbundnum tryggingum, s.s. heimilis-, slysa-, veikinda- og líf- og húseigendatryggingar. Félags- menn í ASÍ í dag eru tæplega 69 þúsund talsins. Rætt um að bjóða slysa-, líf- og veik- indatrygg'ingar Halldór Grönvold, skrifstofustjóri ASÍ, segir ljóst að á ýmsum sviðum sé mjög takmörkuð tryggingavernd á íslenska tryggingamarkaðinum. „Við erum að hluta til að tala um að stækka markaðinn verulega og koma með einhverjar aðrar víddir en ei-u fyrir,“ segir hann. Trygging tannlæknakostnaðar Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Eignarhaldsfélagsins Alþýðubankinn hf. og fyrrv. hag- fræðingur ASÍ, hefur unnið að und- irbúningi vei'kefnisins ásamt Guð- mundi Gunnarssyni, formanni Raf- iðnaðarsambandsins. Gylfi bendir m.a. á að opna megi möguleika á að bjóða tx-yggingar vegna sjúkdóma barna, slysa sem fólk verður fyrir í frítímum og tannlækningakostnað- ar. Aðspurður segist Gylfi telja vel koma til greina að stofnað yrði sér- hæft félag sem fengist við þessa tryggingastarfsemi. „Eg sé alveg fyrir mér að svona verkefni yi'ði al- menningshlutafélag, sem yrði með dreifðri eignaraðild og ski'áð á verð- bréfaþingi,“ segir hann. ■ Launþegar/31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.