Morgunblaðið - 11.06.1998, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sverrir Hermannsson
ÞEIR ætla ekkert að spyija fyrst, bara freta á okkur . . .
Utflutningur hrossa í
þann mund að hefjast
BÚIST er við annasömu tímabili í
útflutningi á íslenskum hrossum á
næstunni, eftir að útflutningsbanni
vegna hrossasóttarinnar sem ný-
lega gekk yfir var aflétt.
„Ég tel fullvíst að það muni
verða nokkur törn núna strax í
upphafi," sagði Kristinn Hugason
hrossaræktarráðunautur Bænda-
samtaka Islands um væntanlegan
útflutning á íslenskum hrossum.
„Það er að hluta til vegna þess að
töluvert af hrossum var selt áður
en bannið var sett á, þannig að þau
hafa beðið útflutnings. I sumum
tilfellum gekk salan reyndar til
baka, en í mörgum tilfellum hafa
menn sætt sig við að bíða eftir
hrossunum. Ég varð þess einnig
áskynja að um leið og það styttist í
að banninu yrði e.t.v. aflétt, fóru
viðskipti að glæðast. Ég held það
fari ekki hjá því að það verði tölu-
verð törn núna í upphafi," sagði
Kristinn.
Kristinn sagði að erfitt væri að
Töluvert af hross-
um selt áður
en útflutnings-
bannið var sett á
meta hversu mikið tap hefði hlotist
af hrossasóttinni, en hann teldi að
tapið væri hvað minnst þar sem
sóttin gekk fyrst yfir: „Það er alveg
ljóst að tapið er gríðarlegt. En ég
vil taka það skýrt fram að ég sé að
tapið er minnst þar sem menn tóku
sóttinni af æðrideysi og þar sem
hún gekk fyrst yfir. Ég á von á því
að Sunnlendingar muni fara best út
úr þessu þegar upp er staðið.“
Hrossin betri markaðsvara
Útflutningur mun hefjast fyrst
þar sem sóttin gekk fyrst yfir og
Kristinn sagðist telja að að sumu
leyti væru hrossin betri mark-
aðsvara nú en áður. Sóttin væri
landlæg erlendis og sárameinlaus
og hrossin sem hefðu fengið sóttina
stæðu betur að vígi og væru tilbúin
á markað erlendis.
Kristinn sagðist vilja ítreka þá
skoðun sína að hann teldi að við-
brögð manna við sóttinni hefðu
verið of ofsafengin og keyrt fram
úr öllu hófi.
Búum í alþjóðlegu
umhverfí
„Það kom í ljós fyrir mörgum
mánuðum að þetta var meinlaus
pest. Við verðum að átta okkur á
því að við búum í alþjóðlegu um-
hverfi þar sem sóttir ganga yfir og
það á líka við um ísland. Hrossa-
rækt er eina landbúnaðargreinin
þar sem við stundum alvöru út-
flutning og íslenski hrossastofninn
er frábær auðlind. Það má aldrei
gerast aftur að við beitum fall-
byssu á flugu, það gengur ekki
upp, en ég treysti hrossabændum
til að vinna sig út úr vandanum,“
sagði Kristinn.
Framkvæmdastjóri NORDINFO
Yill efla
þátttöku jaðar-
þjóðanna
HINN 1. ágúst næst-
komandi tekur dr.
Sigrún Klara
Hannesdóttir við starfi
framkvæmdastjóra hjá
NORDINFO en það er
samnorræn stofnun sem
stýrir samvinnuverkefnum
á sviði rannsóknabókasafna
og upplýsingamála.
„Stofnunin sem er fjár-
mögnuð af norrænu ráð-
herranefndinni var sett á
stofn árið 1977 til að efla og
styrkja samvinnu milli
rannsóknarbókasafna á
Norðurlöndum og hún er
til húsa í Helsinki í Finn-
landi,“ segir Sigrún Klara.
Hún segir að áður en
NORDINFO var sett á
stofn hafi bókasöfnin verið
búin að vinna saman alla
öldina að ýmiskonar verk-
efnum svo sem samræmingu á
vinnulagi og bókaskrárgerð og
þau höfðu einnig samvinnu um að-
fóng.
-1 hverju verður starf þitt fólg-
ið?
„NORDINFO er fyrst og
fremst ætlað að stýra þeim verk-
efnum sem eru fjármögnuð af
stofnuninni en alls hefur hún um
13 milljónir íslenskra króna til
ráðstöfunar í þeim tilgangi. Styrk-
veitingar hljóta ýmis þróunar- og
rannsóknarverkefni sem norræn-
ar stofnanir eða einstaklingar í að
minnsta kosti tveimur eða fleiri
norrænum löndum standa að og
sömuleiðis fjármagnar
NORDINFO ýmiskonar norræn-
ar ráðstefnur, fundi og útgáfur á
fyrirlestrum."
Sigrún Klara segir að ennfrem-
ur hafi verið gerð tilraun fyrir
tveimur árum á vegum stofnunar-
innar að styrkja þrjár stofnanir,
svokallaðar „Center of
Excellance", sem fást við að þróa
ákveðin viðfangsefni sem eiga eft-
ir að koma allri norrænni upplýs-
inganotkun til góða. „Ein stofnun-
in er í Finnlandi og hennar við-
fangsefni er rafræn útgáfa, önnur
slík er í tengslum við Þjóðarbóka-
safn Norðmanna og verkefni
hennar er að þróa aðferðir við að
koma gömlu safnefni í rafrænt
form. Hluti af því verkefni var
unninn hér á landi þegar söguleg
kort Landsbókasafnsins voru sett
á rafrænt form.“
Þá segir Sigrún að þriðja stofn-
unin sé í Danmörku, Norræna al-
netsmiðstöðin, og er henni ætlað
að vera ráðgjafarstofnun og vinna
að bættum aðgangi á
Netinu.
- Munt þú koma
með nýjar áherslur
sem framkvæmdastjóri
stofnunarinnar?
„Það er auðvitað
gengið útfrá þvi að nýjum fram-
kvæmdastjóra fylgi nýjar áhersl-
ur og það eru aðallega tvö mál
sem ég vil í þessu sambandi setja
á oddinn.
í fyrsta lagi þá vil ég reyna að
styrkja jaðarþjóðirnar eins og
Færeyjar og Grænland en þau
lönd hafa lítið komið inn í verkefni
á vegum NORDINFO. Ég vil
gjarnan heimsækja stofnanir í
þessum löndum og athuga hvort
ekki er eitthvað sérstakt sem
NORDINFO geti gert fyrir þær.
Þá vil ég einnig auka þátttöku ís-
lendinga í verkefnum hjá stofnun-
inni. Við komum oft of seint inn í
verkefni og höfum því ekki getað
haft áhrif á hvernig verkefnin
► Sigrún Klara Hannesdóttir er
fædd á Seyðisfirði árið 1943.
Hún lauk BA-prófi í ensku frá
Háskóla íslands árið 1967, MA-
prófi í bókasafns- og upplýs-
ingafræði frá Wayne State Uni-
versity í Detroit árið 1968 og
doktorsprófi frá University of
Chicago árið 1987.
Hún hefur kennt bókasafns-
og upplýsingafræði við Háskóla
íslands frá árinu 1975, sem pró-
fessor frá árinu 1992.
Sigrún hefur tekið mikinn þátt
í félagsmálum hérlendis og er-
lendis og er m.a. forseti Alþjóð-
legu skólasafnasamtakanna
(IALS). Hún var fyrsti formaður
Islandsdeildar IBBY.
Eiginmaður Sigrúnar Klöru, Ind-
riði Hallgrímsson bókasafns-
fræðingur, lést árið 1979. Hún á
einn son, Hallgrím Indriðason
blaðamann.
hafa verið byggð upp.
I öðru lagi hef ég áhuga á rann-
sóknarnámi fyrir bókasafnsfræð-
inga og vil gjarnan vinna að þess-
um málum með bókavarðaskólun-
um. Það er grundvallaratriði að
bókasafnsfræðingar séu vel
menntaðir til að bæta og auðvelda
upplýsingastreymi innan samfé-
lagsins og til vísindamanna."
Sigrún segir að nýlega hafi ver-
ið gerð gæðaúttekt á störfum
stofnunarinnar og ein af niður-
stöðum þeirrar úttektar var að
stofnunin þyrfti að verða sýnilegri
en hún er. „Því verður það líklega
eitt af mínum fyrstu verkum að
vinna að öflugri kynningaráætlun
og heimsækja flestar þær stofn-
anir sem hlotið hafa
styrk frá
NORDINFO."
Sigrún bætir við að
hún hafi líka áhuga á
því að stofnunin leiti
uppi verkefni og eigi
því frumkvæði á þessu sviði frek-
ar en að bregðast einungis við að-
stæðum.
-Er stofnunin í samstarfi við
Evrópusambandið?
„Eitt af því sem stendur til að
efla í náinni framtíð er samvinna
við Evrópusambandið og þær
upplýsingastofnanir sem þar eru.
Við eigum við mörg sömu
vandamál að glíma og allar upp-
lýsingastofnanir í heiminum eins
og bættan aðgang að rafrænum
upplýsingum og höfundarréttar-
mál. Upplýsinganotkun er mál
málanna í nútímanum og stofnun
með þetta hlutverk getur því
skipt miklu máli ef vel er að öllu
staðið.“
Norræn stofn
un á sviði
upplýsinga-
mála