Morgunblaðið - 11.06.1998, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ
«
FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 47
+ Bjarney Sigríð-
ur Jóhannsdóttir
fæddist í Arnarfirði
6. apríl 1909. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Grund 3.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Guðríður Ein-
arsdóttir ljósmóðir
og Jóhann Guð-
mundsson Asjómað-
ur, sem bjuggu á
Dynjanda í Arnar-
firði. Eignuðust þau
17 börn og náðu tíu
þeirra fullorðins-
aldri en eru öll látin nú.
Bjarney var tvígift, en eigin-
menn báðir látnir. Börn hennar
eru: Erna, Helga, Lilja og Jó-
hann Þórarinsbörn og Ómar Ól-
sen; sem nú er látinn.
Utför Bjarneyjar fer fram
frá Fríkirkjunni f Reykjavík í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Elsku amma okkar
er látin. Við kveðjum
þig með söknuði og
þakklæti fyrir allar
góðu stundimar sem
við áttum saman. Við
geymum margar falleg-
ar minningar um þig
sem eiga eftir að fylgja
okkur um ókomna tíð.
Þú varst ávaJlt svo góð
við okkur krakkana,
alltaf með nýbakaðar
vöfflur eða pönsur þeg-
ar við komum í heim-
sókn. M varst alvön í
eldhúsinu, starfaðir
sem matráðskona í mörg ár. Sér-
staklega er það okkur minnisstætt
þegar við komum til þín í heimsókn
þar sem þú vannst á Flókadeild-
inni. Þá fengum við alltaf eitthvað
gott í gogginn í eldhúsinu sem í
okkar bamsaugum var risastórt.
Efst í okkar huga er ást þín til
alls sem lífsanda dró, hjálpsemi þín
MINNINGAR
og falslaus fómai-lund. Friðarins
guð þig sveipi h'elgri ró, elsku
amma.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Hjartans kveðjur frá bamaböm-
um í Bandaríkjunum, Magneu,
Lee, Esther og Donald.
Camilla, Haukur,
Bjarney, Petrea,
Ágústa og Arnar.
Okkur langar til að minnast
ömmu okkar.
Nú iegg ég augun aftur.
0, guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ,virstmigaðþértaka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Guð blessi minningu þína. Hvíl í
friði, elsku amma.
Ástrídur og Hrafnhildur.
BJARNEY SIGRIÐUR
JÓHANNSDÓTTIR
+ Fanney Jóns-
dóttir, Stella,
fæddist í Keflavík
11. nóvember 1941.
Hún lést á heimili
sínu í Reykjavík 10.
maí síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Bústaða-
kirkju föstudaginn
15. maí.
Það var sunnudag-
inn 10. maí sl. (mæðra-
daginn). Ég var á nám-
skeiði frá kl. 13-16.30.
A leiðinni heim ákvað
ég að koma við í Langagerðinu en
hætti snögglega við og sneri við og
fór í blómabúð til að færa fóstur-
móður minni blóm í tilefni dagsins.
Þau, þ.e. fósturforeldrar mínir
vildu endilega að ég dveldi fram yfir
kvöldmat, sem mér fannst ég með
engu möti geta, ég varð að fara
heim (þar sem enginn beið). Ekki
var ég búin að vera lengi heima,
kannski 10-15 mín. þegar síminn
hringdi. Það var Sigga, systurdóttir
mín, að flytja mér þá harmafregn að
móðir hennar væri látin.
Höggið var svo þungt að ég veit
ekki hvort ég get risið undir því. Enn
var hann kominn maðurinn með ljáinn
og fannst mér hann ganga of langt.
Við vorum fímm systkinin, eru nú
þrjú farin. Foreldrar okkar létust
ung, mamma 37 ára og pabbi 52 ára.
Hafsteinn bróðir okkar lést 49 ára,
Soffia 43 ára og nú
Stella 56 ára. Ég gæti
skrifað heila bók um
þig Stella mín og geri
kannski seinna. Það er
bara svo margt er leitar
á hugann.
Við fengum að alast
upp saman þar til ég
var 7 ára og þú 11 ára.
En þá lést mamma og
pabbi fimm árum síðar.
Hópurinn tvístraðist
eftir lát mömmu, en við
héldum alltaf góðu
sambandi. Þú fórst ung
út í lífið og stóðst þig
vel eins og alltaf. 15 ára held ég að
þú hafir verið þegar þið Siggi
kynntust. Var ekki laust við að ég
væri afbrýðisöm út í hann, sem var
mesti óþarfi, því hann reyndist mér
sem besti bróðir.
12 ára gömul var ég send í sveit
sem oftar norður í land og þið Siggi
komuð og heimsóttuð mig sælla
minninga. Seinna þegar ég var í
Miðbæjarskólanum og þú flutt til
Sigga þíns og hans foreldra átti ég
oft athvarf þar þegar ég þurfti á þér
að halda, sem var æði oft. Við syst-
urnar vorum samrýmdar mjög og
alltaf var hún boðin og búin til þess
að hjálpa, hugga og hlusta á mig.
Ég hafði selt minn hlut í fyrirtæki
sem ég átti helming í og þá sagði
hún: „Ertu nú ekki of fljótfær eins
og svo oft.“ En þegar ég keypti aðra
stofu 1. febr. sl. komu þau hjón strax
til þess að hjálpa mér og þá sérstak-
lega hún. Hún kenndi mér margt þó
svo að ég kæmist aldrei með tæmar
þar sem hún hafði hælana.
Elsku systir mín, ég veit að vel
var tekið á móti þér og að þér líður
vel. Sárt er að sætta sig við að þú
sért farin, eins lífsglöð og full af
orku og þú alltaf varst. En enginn
veit hvenær kallið kemur.
„Við áttum dálítið út af fyrir okk-
ur. Bemskuárin með vonum sínum
og skelfingum, leyndarmálum sínum
og fyrirætlunum. Aðeins við vitum
hvað gerir okkur að því sem við vor-
um. Aðeins við munum litlu ávinn-
ingana og vonbrigðin því enginn
annar veit hvað að baki lá. Við
þekktum það sem bjó innra með
okkur.“ (Pam Brown.)
Elsku Siggi, Dóra, Soffia, Ragn-
ar, Sigga, Einar, Angantýr, Ella og
bamaböm, missir okkar er mikill
og bið ég góðan guð að gefa okkur
Persónuteg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn.
FANNEY (STELLA)
JÓNSDÓTTIR
Le9“
, ' ■s*2ÉiU v/Nýbýlaveg
SÓLSTEINAR 564 4566
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
HOTEL LOFTLEIÐIR
i (~ II > » » » I »_MOTi l »
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
^niii iii xx^g
H
H
H
Erfidiykkjur
LEGSTEINAR t Marmari
Islensk framleiðsla Granít
Vönduð vinna, gott verð Blágrvti
Sendum myndalista Gabbró
MOSAIK Líparít
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími 5871960, fax 5871986
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
UNNUR JÓNA GEIRSDÓTTIR,
Sléttuvegi 15,
lést á heimili sínu 9. júní.
Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir, Karl Hjartarson,
Margrét Beta Gunnarsdóttir, Benedikt Eyjólfsson,
Ágústína Gunnarsdóttir, Kári Bjarnason,
Sigurgeir Snorri Gunnarsson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, systir og amma,
ANNA SÆBJÖRNSDÓTTIR,
Bakka,
Seltjarnarnesi,
sem lést föstudaginn 5. júní sl., verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstu-
daginn 12. júní kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hennar, er
góðfúslega bent á heimahlynningu krabbameinssjúkra.
Rúrík Haraldsson,
Björn Rúriksson, Guðfinna Karlsdóttir,
Haraldur Steinn Rúriksson, Susan Palfreeman,
Ragnhildur Rúriksdóttir, Jón Raymond Miller,
Elín Sæbjörnsdóttir, Guðmundur Árnason
og barnabörn.
t
ÓLI JÓHANNES SIGMUNDSSON
fyrrv. byggingameistari og kaupmaður
á ísafirði,
sem andaðist á Hrafnistu í Reykjavík sunnu-
daginn 7. júní, verður jarðsunginn frá Digra-
neskirkju föstudaginn 12. júní kl. 13.30.
Aðstandendur.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför ástkærrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
UNNAR ERLENDSDÓTTUR
frá Vatnsdal.
Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki
Kristnesspítala fyrir mjög góða umönnun og
hlýhug.
Kristbjörg Guðmundsdóttir, Haraldur Jóhannsson,
Ólína Guðmundsdóttir,
Egilína Guðmundsdóttir, Eggert Haraldsson,
Gyða Guðmundsdóttir, Marías Sveinsson,
Kristinn Guðmundsson, Margrét Ingvadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Birting afmælis- og
• •
minnmgargrema
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr-
inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina
inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfílegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við
eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar
um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öi-yggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverkn-
að. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali
eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og
Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.