Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 46
$6 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GRÍMUR AÐALBJÖRN GRÍMSSON + Grímur Aðal- björn Grímsson fæddist á Svarfhóli í Geiradal í A-Barða- strandarsýslu 27. júli 1951. Hann iést í Reykjavík 31. maí síðastliðinn. Foreld- rar hans eru Svava Þórólfsdóttir, f. 20. júlí 1921, og Grímur Grímsson, f. 16. maí 1903, d. 24. janúar (.-1984. Syskini Gríms eru í aldursröð: Elín Sólveig, Guðmund ur, Sævar Þór og Þórólfur, og var Grímur í miðið. Hinn 5. desember 1970 kvæntist Grímur Sigrúnu Guðjóns- dóttur, f. 19.6. 1950. Börn þeirra eru þijú: 1) Add- björg Erna, f. 24.6 1969, maki Her- mann Þór Erlings- son og eiga þau þrjú börn, Birki Frey, Andra Má og Elísu Sif. 2) Róbert Grímur, f. 3.12. 1972. 3) Elín Sól- veig, f. 20.2. 1981. Utför Gríms verð- ur gerð frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hinsta kveðja til föður, tengdaföður og afa Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í fríði, Mður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Minning þín mun lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Addbjörg Erna, Róbert Grímur, Elín Sólveig, Hermann Þór, Birkir Freyr, Andri Már og Elísa Sif. Jm Nú er hann afi minn Grímur kom- in til Guðs að hitta pabba sinn, langafa minn. Ég man, afí minn, þegar þú tókst mig oft með þér að þrífa og gera við rútuna þína og við tókum okkur góðan tíma í það sam- an, bara við tveir vinirnir. Stundum fékk hún amma mín að vera með okkur. Svo var ég mjög oft hjá ykk- ur ömmu um helgar og ég þurfti ekki annað en að blikka þig, afi inn, og við fórum út í rútu saman, bara við tveir, og settum hana í gang og við fóru saman og keyptum okkur ís og keyrðum við svo smá hring, því allt vildir þú fyrir mig gera. En, afi minn, hver á að grilla fyrir okkur ömmu núna? Því það varst alltaf þú sem grillaðir matinn fyrir okkur. Ég grét mjög mikið þegar ég fékk að vita að þú værir dáinn, afi minn. En ég veit að guð passar þig og þá líður mér betur. Héma er Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokaílaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. í»að eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN JÚLfUSSON fil.kand., Miðleiti 7, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Kristskirkju, Landakoti, á morgun föstudaginn 12. júní kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er vinsamlega bent á Landssamtök hjartasjúklinga. Signý Sen, Erlendur Jónsson, Sigríður Hrafnhildur Jónsdóttir, tengdabörn og barnabörn. t Þakkir skulu færðar öllu því góða fólki sem y sýndi samúð sína og virðingu við andlát og út- för SIGURÐAR HELGASONAR fyrrverandi bæjarfógeta á Seyðisfirði og sýslumanni Norður-Múlasýslu. Hjúkrunarfólki og læknum hans skulu færðar sérstakar þakkir ásamt bæjarstjórn Kópavogs og Landssamtökum hjartasjúklinga. Drottinn blessi ykkur öll. Gyða Stefánsdóttir, Helgi Sigurðsson, Ingunn Vilhjálmsdóttir, Hildur Björg Helgadóttir, Hörður Stefán Helgason, Júlía Sigurðardóttir, Sigurður Grétar, Kári og Þórir Ingi Ólafssynir, Stefán Sigurðsson, Elin Friðbertsdóttir, Stefán Elí, Sigurður Helgi og Bjarki Már Stefánssynir, Grétar Már Sigurðsson, Dóra Guðrún Þorvarðardóttir, Margrét María, Hildur Gyða og Kristfn Birna Grétarsdætur, Guðrún Sigurðardóttir, Guðjón Viðar Valdimarsson, Gyða Fanney, Sara Ragnheiður og Hrafnhildur Júlia Guðjónsdætur, Margrét María Sigurðardóttir, Vignir Sigurólason, Egill og Snorri Vígnissynir. smá bæn sem amma mín kenndi mér: Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. F(Höf. ók.) Ég mun kenna systkinum mínum þessa bæn líka og hjálpa þér að passa þau, afi minn. Ég bið góðan Guð að passa ömmu mína, og ég ætla að vera duglegur að vera hjá henni svo hún verði ekki einmana. Þinn Birkir Freyr. Hve allt sem í skóla skeði skin í heillandi ljóma, andvökur, áminningar, ástir og fjárhaldsmenn. Og ýmislegt af þessu stendur ennþá í fullum blóma og jörðin er yndisleg enn. (Tómas Guðm.) Þegar Sigrún hringdi til mín á annan dag hvítasunnu og tilkynnti mér andlát Alla Grims eins og við skólasystkinin kölluðum hann, komu ótal minningarmyndir upp í huga mér. Hugurinn hvarflaði til haustsins 1966 þegar hópur af unglingum víðs vegar að af landinu hóf nám í 1. bekk í Reykjaskóla við Hrútafjörð. Eins og gengur þekktust ein- hverjir innan hópsins, en bekkurinn var ekki samstilltur til að byrja með, en á þessum aldri er fólk fljótt að kynnast, og fyrr en varði var hópurinn orðinn kröftug heild. Þama kynntist ég Alla fyrst og hélst okkar vinátta meðan báðir lifðu. A þeim þremur vetrum sem Reykjaskólanámið stóð yfir, var Alli hrókur alls fagnaðar, tilbúinn að spjalla um öll hugsanleg mál sem tekin voru íyrir og hafði oftar en ekki sínar ákveðnu skoðanir á um- ræðuefninu. Þá hafði hann ánægju af að stunda frjálsar íþróttir og körfu- bolta og var einn af bestu fulltrúum bekkjarins í þeim greinum. Einnig hafði hann gaman af að taka þátt í alls konar sprelli og prakkarastrikum sem stundum voru á dagskrá á þessum árum. Má þar t.d. nefna að hann var einn af okkar hæfustu mönnum að ná mjólk úr eldhúsinu, sem síðan var ef til vill dregin í plastbrúsa upp á efri gang á nýju vistinni, þar var síðan bland- að saman við hana með öruggum handtökum Royal búðingi, hann hristur og síðan var haldin veisla meðal hluthafa. Þegar hópurinn útskrifaðist 1. júní 1969 vorum við 59. Síðan þá hafa verið haldin fjögur ógleyman- leg nemendamót. Fimmta nem- endamótið verður haldið næsta ár, þá mun þeirra Alla Gríms og Bjarna Frímanns verða sárt saknað af okk- ur bekkjarfélögunum, en við erum þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja Alla þessi ár, og allar minn- ingar honum tengdar eru okkur dýrmæt eign. Elsku Sigrún og fjölskylda, við vottum ykkrn- öllum dýpstu samúð okkar og biðjum algóðan Guð að veita ykkur styrk í sorginni. F.h. skólasystkina frá Reykja- skóla, Rafn Benediktsson. Mig langar með fáeinum orðum að kveðja æskuvin minn Grím Aðal- björn Grímsson. Otal minningar- brot koma upp í huga minn er ég hugsa til baka. Við vorum ekki göm- ul er við lékum okkur saman í sveit- inni okkar. Yfirleitt var þetta bú- leikur með kökum skreyttum sól- eyjum og með húsdýrum sem voru leggir, horn og kjálkar. Við fylgd- umst að í bamaskólanum hjá Olínu og síðan í Reykjaskóla þar sem við vorum í þrjá vetur. Það bar aldrei skugga á vináttu okkar og héldum við alltaf sambandi í gegnum árin. Er ég kveð þig að leiðarlokum sendi ég og fjölskylda mín okkar innileg- ustu samúðarkveðjur til eiginkonu, barna, móður og systkina. Bjarney Olafsdóttir. Vinur minn Grímur Aðalbjörn Grímsson er látinn. Hann varð að- eins 46 ára gamall. Aldurinn er sannarlega ekki hár en eigi að síður var Grímur búinn að reyna afskap- lega margt á sinni stuttu ævi og síð- ustu árin þreyttu sálina. Einhvern veginn fór svo margt öðruvísi en það átti að gera og væntingamar létu á sér standa. Hann var þó sann- færður um betri daga sem eflaust hefðu orðið, hefði honum enst ævin lengur. Grímur var afar trúaður maður og minnist ég þess ekki að hafa rætt við óskyldan jafn opinskátt og af meiri einlægni en við Grím. Þykir mér gott að minnast þess nú og mun geyma þá minningu vel. Þetta viðhorf Gríms reyndist mér dýr- mætt er ég sjálfur gekk í gegnum mína erfíðustu daga síðastliðinn vetur. Grímur hafði stórt hjarta þó skelin væri hörð. Þeir sem einu sinni hittu hann gleymdu honum ekki, jafnan kappsfullur, stóð fastur fyrir á eigin skoðunum og nokkuð vel, hávær oft á tíðum, enda skap- stór. Það gustaði vel af honum hvar sem hann var. Vinnuþjarkur mikill og flest fór honum verklega vel úr hendi. Fyrirferðarmiklir einstaklingar eru oftar en ekki umtalaðir og þannig var með Grím. Stundum er betra að loka augunum til að sjá betur. Mér reyndist Grímur góður drengur, þó ekki hafi samband okk- ar verið árekstralaust. Margar góð- ar stundir átti ég með Grími og einnig með þeim hjónum, nú síðast í Portúgal, þar sem þau hjón ásamt dætrum okkar gerðu afmælisdag minn ógleymanlegan. Maður lærir svo lengi sem andann dregur. Fyi-ir mig mun lífshlaup Gríms vera lærdómsríkt og nýtast mér á línudansi lífsins. Þeim sem honum voru kærastir, eiginkonunni Sigrúnu og bömunum, Öddu, Róbert og Ellu votta ég mína samúð. í trúnni fá þau styrkinn og eftir dimma nótt rís bjartur dagur á ný. Örn Reynir Pétursson. Hinsta kveðja til vinar míns Gríms A. Grímssonar. Þá aftur lykjum augum vér, og úti lífs er stundin, þá heimsins leikur liðinn er, og loks vér festum blundinn, í gröf vér hljótum hvíldarstað, þar heimsins glaumur kemst ei að, þar loks er Mður fundinn. Fríða Breiðfjörð Arnardóttir. DAÐI BJÖRNSSON + Daði Björnsson fæddist á Strau- mi á Skógarströnd 2. október 1911. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 2. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Katrín Daða- dóttir og Björn Kri- stjánsson. Systkini Daða voru fjögur, Kristján, María og Ragnheiður, sem öll eru nú látin, en eft- irlifandi er Ragnar. Daði ólst upp á Straumi og var þar til ársins 1927, en þá fluttist hann ásamt ijölskyldu sinni til Stykkis- hólms. Á sínum yngri árum stundaði Daði hin ýmsu störf, svo sem vegavinnu og sjómennsku. Daði lauk hinu minna vélsljóra- prófi og stundaði vélsljómarstörf í mörg ár. Hann gerði siðan hlé á sjómennsku sinni og vann í mörg ár hjá Agli Vilhjálmssyni. Eftir það var hann nokkur ár í sigling- um á fraktskipum. Eftir að hann hætti sjómennsku stund- aði hann byggingar- vinnu til starfsloka. Daði var ókvæntur og baralaus. Utför Daða fer fram frá Foss- vogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. LEGSTEINAR í rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða úr íslenskum og erlendum steintegundum. Verið velkomin til okkar eða hafið samband og fáið myndalista. Sg S.HELGASON HF j IISTEINSMIÐJA 1 SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP.,SÍMI:557-6677/FAX:557-8410 í örfáum orðum langar okkur að minnast föðurbróður okkar Daða Björnssonar sem nú er látinn. Daði var ókvæntur og barnlaus, og var hann okkur systrunum mjög góður frændi. Það hefði verið honum mjög á móti skapi að skrifuð hefði verið löng minningargrein um hann, en okkur langar til að þakka honum fyrir alla þá góðvild og ör- læti sem hann sýndi okkur og fjöl- skyldum okkar. Megi góður guð geyma þig, elsku frændi, og takk fyrir allt. Helga Þóra Ragnarsdóttir, Birna Katrín Ragnarsdóttir. Elsku frændi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í Mði, Mður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kveðja Ragnar Páll, Kristjana Lóa, Ragnar og Daði. Elsku Daði minn. Ég sakna þín, mér finnst svo tómlegt þegar þú ert farinn til Guðs. Þú varst svo góður við okkur systumar. Ég held að Loðbrandur, sem þú varst búinn að hæna að þér, verði aftur að villi- ketti. Ég held líka að hann sakni þín. Mér finnst leiðinlegt að þú ert dáinn. Kristín Hafsteinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.