Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
129. TBL. 86. ARG.
FIMMTUDAGUR 11. JUNI1998
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Ofbeldið f Kosovo aðalefni á fundi Tengslahópsins í Parfs
Milosevic fái frest
en aðgerðir ella
Washington, París, Brussel. Reuters.
BILL Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, frysti í gær allar eignir og
fjárfestingar Júgóslava í samræmi
við ákvörðun sem tekin var í síð-
asta mánuði. Sagðist Clinton
hrinda ákvörðuninni í framkvæmd
nú vegna aðgerða Serbíuhers gegn
Kosovo-Albönum en henni hafði
verið frestað þegar Slobodan
Milosevic, forseti Júgóslavíu, sam-
þykkti viðræður við Ibrahim Ru-
gova, leiðtoga Kosovo-Albana.
Háttsettir fulltrúar Tengsla-
hópsins svokallaða, sem Bandarík-
in, Bretland, Italía, Þýskaland,
Frakkland og Rússland eiga aðild
að, lögðu í gær til, að Milosevic yrði
veittur ákveðinn frestur til að
binda enda á ofbeldið í Kosovo. Að
öðrum kosti yrði gripið til harðra
aðgerða, hugsanlega hernaðarað-
gerða. Verður tillagan lögð fyrir
fund utanríkisráðherra samstarfs-
ríkjanna sex í London á morgun.
Milosevic skilur
aðeins valdbeitingu
Jacques Blot, háttsettur emb-
ættismaður í franska utanríkis-
ráðuneytinu, sagði á fréttamanna-
fundi, að samstaða hefði verið um
tillögur, sem lagðar yrðu fyrir
Milosevic og fulltrúa albanska
minnihlutans í Kosovo og miðuðu
að því að binda enda á óöldina.
Sagði hann, að rétt væri að veita
ákveðinn frest til að verða við þeim
en yrði það ekki gert, skyldi brugð-
ist við af fullri hörku.
Blot vildi raunar ekki tala um
„úrslitakosti" en sagði, að væntan-
legur frestur yrði ekki langur.
William Cohen, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær,
að vonandi yrði unnt að komast hjá
hernaðaríhlutun vestrænna ríkja í
Kosovo en ekki væri samt hægt að
útiloka hana. Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, tók í líkan
streng er hann sagði á þingi, að
eina leiðin til að hafa áhrif á Milos-
evic Júgóslavíuforseta væri að hóta
honum hernaðaraðgerðum. Kvað
hann Breta vinna að því að afla
stuðnings við slíkar aðgerðh- ef
nauðsyn krefði.
Þetta mál verður aðalumræðu-
efnið á fundi varnarmálaráðherra
NATO-ríkjanna, sem hefst í Bras-
sel í dag, en ekki verður um það að
Reuters
ALBANIR komu saman í
Tírana, höfuðborg landsins, í
gær til að lýsa stuðningi við
Frelsisher Kosovo (KLA) sem
berst fyrir sjálfstæði Kosovo.
ræða, að herafli verði sendur til
Kosovo. Líklegra er, að flugvélar
verði sendar til árása inn yfir
landamæri og NATO-herlið komi
sér fyi-ir við landamærin í Albaníu.
Gínubrúð-
kaup
London. Reuters.
BRESK móðir, sem ekki
komst í brúðkaup dóttur sinn-
ar á afskekktri eyju í Atlants-
hafi, fékk í staðinn lánaðar
tvær gínur og hélt sýndar-
brúðkaup í garðinum heima
hjá sér. Hefði hún ella þurft
að leggja í langt og strangt
ferðalag til eyjunnar.
Brúðkaupið fór fram á St.
Helenueyju þar sem Napóle-
on Bónaparte dó í útlegð, en í
9.650 km fjarlægð í bænum
Middlesbrough á norðaustur
Englandi jusu gestir gínurnar
bréfsnifsum. Faðir brúðarinn-
ar leiddi „dóttur“ sína hönd í
hönd fram kirkjugólfið en
hjúskaparheit hjónanna barst
um síma utan af hafí.
Móðirin kvaðst ekki hafa
viljað missa af brúðkaupinu
og var brúðurin hin ánægð-
asta með þetta uppátæki.
„Mamma sagði mér að það
hefðu allir grátið af gleði þeg-
ar þeir heyrðu okkur strengja
hjúskaparheitin."
GULH
E SER
SILEÍI
iRASIL
Reuters
Hundruð Indverja
farast í hvirfilbyl
Ahmedabad. Reuters.
HUNDRUÐ manna fórust í hvirfil-
byl sem gekk yfir strandhérað í
indverska ríkinu Gujarat í gær og
fyrradag. Margra er enn saknað.
Embættismenn í Gujarat sögðu
að hvirfilbylurinn hefði kostað að
minnsta kosti 411 lífið. Á meðal
þeirra sem fórast vora 300 salt-
vinnslumenn sem urðu fyrir flóð-
bylgju af völdum bylsins.
Hvirfilbylurinn var í rénun í Gu-
jarat og færðist í átt að nágranna-
ríkinu Rajasthan í gær og heimild-
ir herma að 9 hafi farist þar.
Embættismennimir sögðu að
vegir hefðu skemmst af völdum
flóða og það hefði hamlað björgun-
arstarfinu. Herþyrlur aðstoðuðu
björgunarsveitirnar og dreifðu
matarpökkum á svæðum sem urðu
verst úti. Hvirfilbylurinn olli mikl-
um skemmdum á hafnarmann-
virkjum og nokkur vöruhús gjör-
eyðilögðust. Símasambandslaust
var á mörgum stöðum og því erfitt
að afla upplýsinga um tjónið.
Mesti hiti í 42 ár
Rúmlega 2.500 manns hafa dáið
af völdum mikils hita á Indlandi frá
því í maí. Hitinn hefur orðið allt að
49,5 stig í forsælu, sem er mesti
hiti sem mælst hefúr í landinu frá
1956.
Verð ávaxta og grænmetis hefur
snarhækkað vegna aukinnar eftir-
spurnar og minna framboðs og
hitabylgjan hefur einnig valdið
vatns- og orkuskorti í nokkram
ríkjum.
Beðið fyrir sigri
við upphaf HM
Brasilia, París. Reuters.
Breckmann tryggir
dönsku stjórnina
MARILZA Guimaraes da Silva,
sem er eldheitur aðdáandi
brasilíska knattspyrnulands-
Iiðsins, lét ekki sitt eftir liggja í
gær er Brasilíumenn gerðu sig
líklega til að leika við Skota í
opnunarleik Heimsmeistara-
mótsins í knattspyrnu í Frakk-
landi.
Hún skreytti gervallt hús sitt
með þjóðfána Brasilíu, gullituð-
um teppum, sængurverum,
veggspjöldum og klæddist loks
sjálf íþróttapeysu. Jafnframt
kom hún fyrir hjá sér litlum
minjagripum um átrúnaðargoð
sín á leikvellinum. Að síðustu
lagðist da Silva á bæn og varð
líklega bænheyrð, því Brasilíu-
menn sigruðu Skota 2-1 í fyrsta
leiknum.
Chirac setti hátíðina
Opnunarhátíðin sem fram fór
í París á undan leik Skota og
Brasilíumanna þótti afar glæsi-
leg og urðu 80 þúsund manns
vitni að því þegar 32 fimleika-
menn stungu sér fram af þaki
knattspyrnuvallarins og léku
listir sínar. Á eftir setti Jacques
Chirac, forseti Frakklands, há-
tíðina sem stendur yflr í rúman
mánuð. í gærkvöld gerðu síðan
Norðmenn jafntefli við Mar-
okkó, hvort lið skoraði 2 mörk.
■ Samið við flugmenn/28
■ Heimsmeistaramótið/Cl-C4
ANFINN Kallsberg, lögmaður
Færeyja, kvaðst í gær ekki vilja
ganga svo langt að segja að sam-
komulag það, sem Danir og Færey-
ingar náðu í fyrrinótt um bankamálið
og greiðslu milljarðaskulda Færey-
inga við danska ríkið, væri fyrsta
skrefið í átt að sjálfstæði. Það væri
hins vegar fyrsta skrefið í átt að því
að gera eyjarnar efnahagslega sjálf-
stæðar. Blekið vai' vart þornað á
samningnum er Óli Breckmann, sem
situr á danska þinginu fyrir Færey-
inga, kvaðst myndu sitja hjá í at-
kvæðagreiðslum um frumvörp
dönsku stjórnarinnar og tryggði þar
með framgang þeirra.
Samkomulagið felur í sér að
Færeyingar falla frá málsókn á
hendur danska ríkinu vegna
Færeyjabankamálsins, en fá þess í
stað niðurfellingu skulda að andvirði
um 9 milljarða ísl. kr., skuldbreyt-
ingu lána að andvirði um 5 milljarða
ísl. kr., vaxtalækkun sem nemur
rúmum 7 milljörðum, auk þess sem
framlag Dana tíl Færeyja hækkar
um 1,5 milljarða næstu árin. Alls
nemur þetta tæpum 23 milljörðum
ísl. króna.
Málsókn Færeyinga á hendur Den
Danske Bank stendur hins vegar en
Mogens Lykketoft, fjármálaráðherra
Dana, kvaðst í gær vona að einnig
yrði samið um lok þess máls án þess
að það kæmi fyrir dómstóla.
Peter Straarup, bankastjóri Den
Danske Bank, er ekki trúaður á það
og finnst hugsunin að baki sam-
komulaginu einkennileg. I samtali
við Jyllands-Posten í gær sagði hann
að yrði dæmt í máli Færeyinga á
hendur bankanum og honum yrði
gert að greiða þeim bætur, myndu
þær renna til danska ríkisins, og
skuldir Færeyinga við Dani minnk-
uðu sem því næmi. Því væri það
danska ríkinu í hag að málið færi
fyrir dóm.
■ Fyrsta skrefið/26