Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Námskeið skólastjóra á Norðurlandi eystra lauk í Stóru-Tjarnaskóla iÆ í ■ MjKnmjfi ú/ Skipulegt umbótastarf í skólum Morgunblaðið/Björn Gíslason Meirihlutaflokkar í sameiginlegu sveitarfélagi við utanverðan Eyjafjörð Hafnasamlögin sameinist NÁMSKEIÐI fyrir skólastjóra á Norðurlandi eystra, sem hófst í mars á síðasta ári, lauk í Stóru- Tjarnaskóla í S-Þingeyjarsýslu í vikunni. Alls tóku 30 manns frá 20 skólum þátt í námskeiðinu, sem bar yfirskriftina: Skipulegt um- bótastarf í skólum. Þar var fjallað um forystuhlutverk skólasljóra, einkum með tilliti til innra starfs skólans og þeirra verkefna sem skólar standa frammi fyrir, m.a. á sviði skólanámskrárgerðar og sjálfsmats. Námskeiðið var haldið að frumkvæði Skólaþjónustu Ey- þings og Félags skólastjóra á Norðurlandi eystra í samvinnu við endurmenntunardeild Kennarahá- skóla íslands og kennaradeild Há- skólans á Akureyri. Á myndinni eru þátttakendur á námskeiðinu við Stóru-Tjarnaskóla. SAMSTARFSSAMNINGUR B- lista framsóknarmanna og S-lista Sameiningar, sem mynda meiri- hluta í sameiginlegu sveitarfélagi Dalvíkur, Svarfaðardals og Ár- skógshrepps, var kynntur á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar í vik- unni. Þar kemur m.a. fram að áfram verði unnið sem best úr þeim fjár- munum sem fást til uppbyggingar Hafnasamlags Eyjafjarðar. Þá verði haldið áfram viðræðum við Hafnasamlag Norðurlands um sameiningu hafnasamlaganna. Einnig kemur fram að fylgst verði með stefnumörkum Iðnþró- unarfélags Eyjafjarðar og unnið markvisst með Ferðamálamiðstöð Eyjafjarðar að eflingu ferðamála og að koma á samstarfi aðila í ferðaþjónustu á svæðinu. Unnið verði að nýju aðalskipu- lagi fyrir sveitarfélagið þar sem gert verði ráð fyrir iðnaðar- og at- vinnusvæði með tilliti til að nýta þær auðlindir sem hvert svæði hef- ur upp á að bjóða. Sveitarfélagið skapi sem best starfsumhverfi og aðstöðu fyrir fjölbreyttan atvinnu- rekstur og þjónustu. Hitaveita á Árskógsströnd Þá er í samstarfssamningnum gert ráð fyrir að lögð verði hita- veita á Árskógsströnd og kannaðir möguleikar á hitaveitu í Svarfaðar- dal. Þau íbúðarhús sem ekki geti tengst hitaveitu njóti niðurgreiðslu á húshitunarkostnaði. Áhersla verður lögð á úrbætur í vegamálum í Svarfaðardal, unnið að lýsingu heimreiða í dreifbýli og aðkeyrslum í þéttbýli. Einnig er stefnt að því að halda þjóðvegum í sveitarfélaginu opn- um alla virka daga í samvinnu við Vegagerðina. Loks vill meirihlutinn að mótuð verði fjölskyldustefna fyrir sveit- arfélagið og að allt nefndarfólk sæki námskeið um verkefnasvið sitt og vinnuaðferðir. 43. landsþing lionshreyfíngarinnar haldið á Akureyri um síðustu helgi Morgunblaðið/Björn Gíslason MEÐAL nýjunga á lionsþinginu á Akureyri var skrúðganga eftir setningu þingsins. Lionsmenn og -konur gengu fylktu liði frá Akureyrarkirkju að íþróttahöllinni, undir dúndrandi lúðrablæstri og trommuslætti. TU sölu jörð í Eyjafjarðarsveit Á jörðinni eru útihús, fjárhús með kjallara fyrir 300 kindur og hlaða við með heydreifikerfi fyrir 1.500 m3. Á jörðinni er gamalt íbúðarhús sem þarfnast lagfæringar og viðgerðar. Mikið land fylgir jörðinni, tún, beitiland og afrétt. Leiga hugsanleg. Enginn fullvirðisréttur (kvóti) er á bújörðinni. Upplýsingar í síma 462 7814. Halldór Krist- jánsson kjör- inn fjölum- dæmisstjóri HALLDÓR Kristjánsson, félagi í Lionsklúbbnum Ásbirni í Hafnar- firði, var kjörinn fjölumdæmis- stjóri lionshreyfingarinnar á ís- landi, á 43. Lionsþinginu á Akur- eyri um helgina. Elías R. Elías- son úr Lionsklúbbnum Munanum í Kópavogi, var kjörinn umdæm- isstjóri í umdæmi 109 A og Þór Steinarsson, úr Lionsklúbbnum Fjörgyn í Reykjavík, umdæmis- stjóri í umdæmi 109 B. Lionsmenn og konur fjöl- menntu til Akureyrar en rétt til setu á þinginu áttu tæplega 200 manns og voru margir þeirra með maka sinn með í för. Gestir þingsins komu frá Noregi, Finn- landi, Svíþjóð og Danmörku og einnig fyrrverandi alþjóðaforseti og núverandi alþjóðastjórnar- maður lionshreyfíngarinnar. Undirbúningur þinghaldsins hefur staðið yfir í mjög langan tíma en að sögn Kristins Hannes- sonar, unglingaskiptasljóra Lions, tókst þinghaldið mjög vel og var Akureyringum til mikils sóma í alla staði. Áfram vímuvarnadagur í maí Á þinginu var samþykkt að halda áfram með vímuvarnadag- inn fyrsta laugardag í maí næstu fimm árin. Slíkur dagur hefur verið haldinn sl. fimm ár. Þá var Jón Bjami Þorsteinsson, úr Lionsklúbbi Mosfellsbæjar, kjör- inn fulltrúi fyrir Islands hönd í al- þjóðastjóm lionshreyfingarinnar. Framkvæmdir við Síðuskóla Tréborg smíðar FRAMKVÆMDANEFND hefur lagt til að gengið verði til samninga við Tréborg ehf. á Akureyri um smíði færan- legra kennslustofa við Síðu- skóla en fyrirtækið átti lægsta tilboð í verkið. Alls bárust fjögur tilboð og bauðst Tréborg til að vinna verkið fyi’ir rúmar 8,4 milljón- ir króna, eða 87,5% af kostn- aðaráætlun, sem hljóðaði upp á rúmar 9,6 milljónir króna. Tilboð frá Páli Alfreðssyni og S.G. húsum voru bæði yfir kostnaðaráætlun. Þá samþykkti fram- kvæmdanefnd að taka tilboði frá Möl og sandi hf. í jarðvegs- skipti vegna álmu 4 við Síðu- skóla. Möl og sandur átti lægsta tilboð í verkið, tæpar 3,9 milljónir króna, sem er um 63% af kostnaðaráætlun og hljóðaði upp á rúmar 6,1 millj- ón króna. Hafnarverk ehf. bauð tæpar 4 milljónir króna, eða um 64,5%, G. Hálmarsson hf. bauð rúmar 4,4 milljónir króna, eða tæp 72% og Afl ehf. bauð 7,6 milljónir króna, eða rúmlega 123% af kostnaðaráætlun. Ferðafélag Akureyr- ar í nýtt húsnæði Gönguferð á Þverbrekku- hnjúk FERÐAFÉLAG Akureyrar fer í gönguferð á Þverbrekku- hnjúk í Oxnadal laugardaginn 13. júní. Þverbrekkuhnjúkur er 1142 metra yfir sjó, gnæfir í suðvestri yfir bænum Þver- brekku sem var vestan ár í Oxnadal, nokkru fyrir framan Hóla. Þverbrekka, sem nú er í eyði, var fyrrum bænhússetur og þar bjó Víga-Glúmur síð- ustu ár ævi sinnar. Leiðsögu- maður í þessari gönguferð er Bjarni Guðleifsson. Ferðafélag Akureyrar hefur flutt starfsemi sína í nýtt og glæsilegt húsnæði að Strand- götu 23, skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 16 og 19. Þar eru veittar upplýsing- ar um ferðir félagsins ásamt skráningu í þær. Síminn er 462-2720. Yfirmannsstöður hjá Akureyrarbæ Atta umsókn- ir um tvær stöður FJÓRAR umsóknir bárust um starf sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu hjá Akureyrarbæ og aðrar fjórar umsóknir um starf forstöðumanns Skíða- staða í Hlíðarfjalli til eins árs. Umsækjendur um starf sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslu eru: Baldur Dýr- fjörð, Benedikt Sigurðai'son og Dan Jens Brynjarsson frá Akureyri og Ottó Magnússon úr Reykjavík. Ivar Sigmundsson hefur fengið ársleyfi hjá Skíðastöð- um en umsækjendur um starf forstöðumanns eru: Haukur Stefánsson, Valdemar Valde- marsson, Valur Þór Hilmars- son og Þröstur Guðjónsson, allir búsettir á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.