Morgunblaðið - 11.06.1998, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Námskeið skólastjóra á Norðurlandi eystra lauk í Stóru-Tjarnaskóla
iÆ í ■ MjKnmjfi ú/
Skipulegt
umbótastarf
í skólum
Morgunblaðið/Björn Gíslason
Meirihlutaflokkar í sameiginlegu sveitarfélagi
við utanverðan Eyjafjörð
Hafnasamlögin sameinist
NÁMSKEIÐI fyrir skólastjóra á
Norðurlandi eystra, sem hófst í
mars á síðasta ári, lauk í Stóru-
Tjarnaskóla í S-Þingeyjarsýslu í
vikunni. Alls tóku 30 manns frá 20
skólum þátt í námskeiðinu, sem
bar yfirskriftina: Skipulegt um-
bótastarf í skólum. Þar var fjallað
um forystuhlutverk skólasljóra,
einkum með tilliti til innra starfs
skólans og þeirra verkefna sem
skólar standa frammi fyrir, m.a. á
sviði skólanámskrárgerðar og
sjálfsmats. Námskeiðið var haldið
að frumkvæði Skólaþjónustu Ey-
þings og Félags skólastjóra á
Norðurlandi eystra í samvinnu við
endurmenntunardeild Kennarahá-
skóla íslands og kennaradeild Há-
skólans á Akureyri. Á myndinni
eru þátttakendur á námskeiðinu
við Stóru-Tjarnaskóla.
SAMSTARFSSAMNINGUR B-
lista framsóknarmanna og S-lista
Sameiningar, sem mynda meiri-
hluta í sameiginlegu sveitarfélagi
Dalvíkur, Svarfaðardals og Ár-
skógshrepps, var kynntur á fyrsta
fundi nýrrar bæjarstjórnar í vik-
unni.
Þar kemur m.a. fram að áfram
verði unnið sem best úr þeim fjár-
munum sem fást til uppbyggingar
Hafnasamlags Eyjafjarðar. Þá
verði haldið áfram viðræðum við
Hafnasamlag Norðurlands um
sameiningu hafnasamlaganna.
Einnig kemur fram að fylgst
verði með stefnumörkum Iðnþró-
unarfélags Eyjafjarðar og unnið
markvisst með Ferðamálamiðstöð
Eyjafjarðar að eflingu ferðamála
og að koma á samstarfi aðila í
ferðaþjónustu á svæðinu.
Unnið verði að nýju aðalskipu-
lagi fyrir sveitarfélagið þar sem
gert verði ráð fyrir iðnaðar- og at-
vinnusvæði með tilliti til að nýta
þær auðlindir sem hvert svæði hef-
ur upp á að bjóða. Sveitarfélagið
skapi sem best starfsumhverfi og
aðstöðu fyrir fjölbreyttan atvinnu-
rekstur og þjónustu.
Hitaveita á
Árskógsströnd
Þá er í samstarfssamningnum
gert ráð fyrir að lögð verði hita-
veita á Árskógsströnd og kannaðir
möguleikar á hitaveitu í Svarfaðar-
dal. Þau íbúðarhús sem ekki geti
tengst hitaveitu njóti niðurgreiðslu
á húshitunarkostnaði.
Áhersla verður lögð á úrbætur í
vegamálum í Svarfaðardal, unnið
að lýsingu heimreiða í dreifbýli og
aðkeyrslum í þéttbýli.
Einnig er stefnt að því að halda
þjóðvegum í sveitarfélaginu opn-
um alla virka daga í samvinnu við
Vegagerðina.
Loks vill meirihlutinn að mótuð
verði fjölskyldustefna fyrir sveit-
arfélagið og að allt nefndarfólk
sæki námskeið um verkefnasvið
sitt og vinnuaðferðir.
43. landsþing lionshreyfíngarinnar haldið á Akureyri um síðustu helgi
Morgunblaðið/Björn Gíslason
MEÐAL nýjunga á lionsþinginu á Akureyri var skrúðganga eftir setningu þingsins. Lionsmenn og -konur
gengu fylktu liði frá Akureyrarkirkju að íþróttahöllinni, undir dúndrandi lúðrablæstri og trommuslætti.
TU sölu jörð í Eyjafjarðarsveit
Á jörðinni eru útihús, fjárhús með kjallara fyrir 300 kindur og
hlaða við með heydreifikerfi fyrir 1.500 m3.
Á jörðinni er gamalt íbúðarhús sem þarfnast lagfæringar og
viðgerðar. Mikið land fylgir jörðinni, tún, beitiland og afrétt.
Leiga hugsanleg. Enginn fullvirðisréttur (kvóti) er á bújörðinni.
Upplýsingar í síma 462 7814.
Halldór Krist-
jánsson kjör-
inn fjölum-
dæmisstjóri
HALLDÓR Kristjánsson, félagi í
Lionsklúbbnum Ásbirni í Hafnar-
firði, var kjörinn fjölumdæmis-
stjóri lionshreyfingarinnar á ís-
landi, á 43. Lionsþinginu á Akur-
eyri um helgina. Elías R. Elías-
son úr Lionsklúbbnum Munanum
í Kópavogi, var kjörinn umdæm-
isstjóri í umdæmi 109 A og Þór
Steinarsson, úr Lionsklúbbnum
Fjörgyn í Reykjavík, umdæmis-
stjóri í umdæmi 109 B.
Lionsmenn og konur fjöl-
menntu til Akureyrar en rétt til
setu á þinginu áttu tæplega 200
manns og voru margir þeirra
með maka sinn með í för. Gestir
þingsins komu frá Noregi, Finn-
landi, Svíþjóð og Danmörku og
einnig fyrrverandi alþjóðaforseti
og núverandi alþjóðastjórnar-
maður lionshreyfíngarinnar.
Undirbúningur þinghaldsins
hefur staðið yfir í mjög langan
tíma en að sögn Kristins Hannes-
sonar, unglingaskiptasljóra
Lions, tókst þinghaldið mjög vel
og var Akureyringum til mikils
sóma í alla staði.
Áfram vímuvarnadagur í maí
Á þinginu var samþykkt að
halda áfram með vímuvarnadag-
inn fyrsta laugardag í maí næstu
fimm árin. Slíkur dagur hefur
verið haldinn sl. fimm ár. Þá var
Jón Bjami Þorsteinsson, úr
Lionsklúbbi Mosfellsbæjar, kjör-
inn fulltrúi fyrir Islands hönd í al-
þjóðastjóm lionshreyfingarinnar.
Framkvæmdir við
Síðuskóla
Tréborg
smíðar
FRAMKVÆMDANEFND
hefur lagt til að gengið verði
til samninga við Tréborg ehf.
á Akureyri um smíði færan-
legra kennslustofa við Síðu-
skóla en fyrirtækið átti lægsta
tilboð í verkið.
Alls bárust fjögur tilboð og
bauðst Tréborg til að vinna
verkið fyi’ir rúmar 8,4 milljón-
ir króna, eða 87,5% af kostn-
aðaráætlun, sem hljóðaði upp
á rúmar 9,6 milljónir króna.
Tilboð frá Páli Alfreðssyni og
S.G. húsum voru bæði yfir
kostnaðaráætlun.
Þá samþykkti fram-
kvæmdanefnd að taka tilboði
frá Möl og sandi hf. í jarðvegs-
skipti vegna álmu 4 við Síðu-
skóla. Möl og sandur átti
lægsta tilboð í verkið, tæpar
3,9 milljónir króna, sem er um
63% af kostnaðaráætlun og
hljóðaði upp á rúmar 6,1 millj-
ón króna.
Hafnarverk ehf. bauð tæpar
4 milljónir króna, eða um
64,5%, G. Hálmarsson hf. bauð
rúmar 4,4 milljónir króna, eða
tæp 72% og Afl ehf. bauð 7,6
milljónir króna, eða rúmlega
123% af kostnaðaráætlun.
Ferðafélag Akureyr-
ar í nýtt húsnæði
Gönguferð á
Þverbrekku-
hnjúk
FERÐAFÉLAG Akureyrar
fer í gönguferð á Þverbrekku-
hnjúk í Oxnadal laugardaginn
13. júní. Þverbrekkuhnjúkur
er 1142 metra yfir sjó, gnæfir í
suðvestri yfir bænum Þver-
brekku sem var vestan ár í
Oxnadal, nokkru fyrir framan
Hóla.
Þverbrekka, sem nú er í
eyði, var fyrrum bænhússetur
og þar bjó Víga-Glúmur síð-
ustu ár ævi sinnar. Leiðsögu-
maður í þessari gönguferð er
Bjarni Guðleifsson.
Ferðafélag Akureyrar hefur
flutt starfsemi sína í nýtt og
glæsilegt húsnæði að Strand-
götu 23, skrifstofan er opin
alla virka daga milli kl. 16 og
19. Þar eru veittar upplýsing-
ar um ferðir félagsins ásamt
skráningu í þær. Síminn er
462-2720.
Yfirmannsstöður
hjá Akureyrarbæ
Atta umsókn-
ir um tvær
stöður
FJÓRAR umsóknir bárust um
starf sviðsstjóra fjármála og
stjórnsýslu hjá Akureyrarbæ
og aðrar fjórar umsóknir um
starf forstöðumanns Skíða-
staða í Hlíðarfjalli til eins árs.
Umsækjendur um starf
sviðsstjóra fjármála- og
stjórnsýslu eru: Baldur Dýr-
fjörð, Benedikt Sigurðai'son
og Dan Jens Brynjarsson frá
Akureyri og Ottó Magnússon
úr Reykjavík.
Ivar Sigmundsson hefur
fengið ársleyfi hjá Skíðastöð-
um en umsækjendur um starf
forstöðumanns eru: Haukur
Stefánsson, Valdemar Valde-
marsson, Valur Þór Hilmars-
son og Þröstur Guðjónsson,
allir búsettir á Akureyri.