Morgunblaðið - 11.06.1998, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
"Br
Dýraglens
HVAPA SPöTTiVeiNS KOHAI? ) | Oe H VAR. \ ( FTFlR pFSSOfA
ER pETTA? <t/HtNM6RlPURj I 1 BFU GLUGGA- STÓFA GUX33A TfÖLPIN? ywtHIMNlNUAA
M w| I ®
r æ (1
yff SfL í -
Tommi og Jenni
HERE5 THE WORLP WARI FLYINé ACE RETURNIN6T0THE AERODROME... /HE KN0L)5 HI5 FAITHFUL \ / MECHANIC5 101LL JUMP UP \ ANP D0WN ANPCHEER WHEN/ VJHEV 5EE MIM LANP..
' ^3 - ""
4 KI0 7
<?984
OAJIOÖ
♦ Q73
♦ J43 |i 48Z
CAGI07Í3 v/e<?J
0- 5 OQ765Z
♦<1096 *J«54Z
* AQ965
OK52
OK.94-3
♦A,
^ M i,
___r:
Hér er flugkappinn úr Hann veit að dyggu vélvirkjamir
fyrri heimsstyrjöldinni hans munu hoppa upp og niður a
að snúa aftur til f kæti þegar þeir sjá hann lenda.
flugvallarins.
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
„Au pair“
í Þýskalandi
Frá Bimi Ólafí Hallgrímssyni:
í SUNNUDAGSBLAÐI Morgun-
blaðsins, 7. júní sl., var auglýsing
frá þýskri fjölskyldu í Bremen, sem
óskaði þar eftir að ráða „au pair“ til
eins árs frá miðjum ágúst eða 1.
september nk. Auglýsing þessi sker
sig ekki úr öðrum slíkum um sama
efni, sem oft má sjá á síðum fjöl-
miðlanna, nema þá íyrir þær sakir,
að viðkomandi á að vera „reyklaus"
og svo því, að upplýsingar á staðn-
um veitir íslensk stúlka, Eva Björg-
vinsdóttir, sem nú sinnir starfinu.
Þar sem ég þekki til fjölskyid-
unnar, sem ber nafnið Diederich-
sen, vil ég gjarnan koma fyrir al-
menningssjónir nánari upplýsingum
um hana og aðstæður ytra.
Það mun hafa verið vorið 1994
sem dóttir mín, þá í síðasta bekk
menntaskóia, rakst á auglýsingu frá
fjölskyldunni í Mbl. eftir reykiausri
„au pair“ til eins árs til að gæta eins
barns. Hún tók sínar ákvarðanir og
tryggði sér vistina en ég man að
okkur foreldrunum fannst það
óþægileg tilhugsun að sjá á eftir
dóttur okkar til útlanda í starf hjá
fólki, sem við vissum engin deili á.
En væntanlegir vinnuveitendur
hennar virtust hafa næman skilning
á þessum áhyggjum og buðu því að
fyrra bragði að við mættum tala við
þau beint til að fá frekari upplýsing-
ar. Eg hafði því samband við fjöl-
skyldufoðurinn og ræddi um vistina
við hann. Hann reyndist mér af-
skaplega traustur og gaf mér m.a.
upp nafn á íslenskum manni, sem ég
gæti aflað mér upplýsinga hjá, okk-
ur hjónum til hugarhægðar. Þetta
gerði ég og fékk þegar upp var
staðið tilfinningu fyrir að dóttir mín
hefði komist í samband við vandað
og traust fólk þar ytra.
Dóttir mín fór síðan utan á um-
sömdum tíma og var hjá fjölskyld-
unni út sinn ráðningartíma. Reynsla
hennar af dvölinni var mjög góð og
fjölskyldan reyndist henni afar vel.
A þessu svæði er töluð há-þýska og
því einkar gagnlegt að hressa þarna
upp á þýskukunnáttuna. Heimili
fjölskyldunnar er í góðu húsi við ró-
lega götu nærri miðbænum og með-
an dóttir mín var ytra ráku nokkrar
fjölskyldur saman bamaheimili í
kjallara hússins og var því stutt að
fara með bamið í gæslu þegar það
átti við. Almenningssamgöngukerfi
Bremen er mjög gott. Fljótlega
eignaðist dóttir mín marga vini í
Bremen og upp úr áramótunum var
hún farin að sækja ýmis námskeið,
m.a. í háskólanum og einnig að
kenna nokkrum áhugasömum Þjóð-
verjum íslensku á námskeiði, sem
þýsk vinkona hennar kom á laggim-
ar. Vinnu dóttur minnar var þannig
háttað, að hún gat ferðast talsvert í
frítíma sínum um Þýskaland og
einnig til nálægra landa. Nokkm
eftir að dóttir mín kom svo heim
bárust fréttir af því að þau hjónin
ættu von á tvíburum og því em nú
bömin orðin þrjú.
Það er svo afar athyglisvert og
ánægjulegt að þessi ágæta fjöl-
skylda vill framar öllu íslendinga til
að gegna þessu starfi. Dóttir mín
var númer tvö í röðinni og nú senn
er fimmta íslenska stúlkan í röð að
ljúka vist sinni hjá fjölskyldunni.
Vonandi verður fjölskyldunni að ósk
sinni um að sjötti starfsmaðurinn
verði einnig íslenskur. Og vonandi
höldum við íslendingar enn um sinn
þessum „landvinningi" svo að ís-
lensk ungmenni geti áfram eflt
þýskukunnáttuna og víkkað sjón-
deildarhringinn með dvöl hjá þess-
ari ágætu fjölskyldu.
Hafi einhver áhugasamur farið á
mis við auglýsinguna bendi ég á að
rétt er að hafa samband við: Evu
Björgvinsdóttur, s. 0049 421-
3469898. Utanáskriftin er: Familie
Diederichsen / Benquestr. 15, / D-
28209 - BREMEN.
Með þökk fyrir birtinguna.
BJÖRN ÓLAFUR
HALLGRÍMSSON,
hæstaréttarlögmaður,
Sigluvogi 13, Reykjavík.
Sverrir er minn maður
Frá Guðmundi Sigtryggssyni:
EG undirritaður er fæddur á Langa-
nesinu og alinn upp í Þistilfirðinum á
kreppuámnum.
Þá var það kaupfélagið sem sá um
að fólkið fengi útteknar brýnustu
nauðsynjar.
Árið 1934 var ég kominn í fóstur á
íhaldsheimili eins og það var kallað í
þá daga.
Þá kom til valda vinstri stjórn með
Hermann Jónasson sem forsætisráð-
herra. Ég ákvað þá 12 ára gamall að
ég væri framsóknarmaður og hefi
kosið þann flokk fram að þessu.
í dag er Sverrir Hermannsson
minn maður.
Hann er það vegna þess að þegar
hann var ráðherra, lýsti hann því yf-
ir að Samvinnuhreyfingin hefði unn-
ið stórvirki í uppbyggingu hinna
dreifðu byggða um allt land.
Hann er það vegna þess að hann
gerði upp við þrotabú SÍS á þann
hátt, að allir komust frá því uppgjöri
með óskert mannorð, og til hagsbóta
fyrir alla þjóðina.
Hann er það vegna þess að hann
stendur í dag sterkari en áður eftir
að misheppnaðir stjórnmálamenn og
fylgifiskar þeirra em búnir að fara
hamförum til að svipta hann mann-
orðinu og æranni, þrátt fyrir að
hann sé sennilega besti bankastjóri
sem starfað hefir við Landsbanka ís-
lands.
Nú er ég búinn að segja mig úr
Framsóknarfélaginu og bíð eftir að
geta gengið í nýja frjálslynda flokk-
inn sem hann ætlar að stofna til þess
að berjast fyrir tilvem smærri út-
gerðarmanna og um leið fyrir fram-
tíð ungu bændanna sem í dag sitja
fastir í ranglátu kvótakerfi og þar
með vinna stórvirki í björgun dreifðu
byggðanna í landinu.
Nú skora ég á minn mann að halda
sínu striki og slá hvergi af, og ég hefi
þá tilfinningu, að fleiri standi með
honum en hann granar.
GUÐMUNDUR SIGTRYGGSSON,
Sandbúðum, Kópaskeri.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.