Morgunblaðið - 11.06.1998, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 11.06.1998, Qupperneq 60
60 FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM BJARNI Freyr Björgvinsson bíður tilbúinn við rásmarkið, við hlið hans stendur Einar Óskarsson, rásvörður og Kiwanismaður. Reið- hjóladag- ur í Borg- arnesi Borgarnesi. Morgunblaðið. ► NÝVERIÐ stóðu slysa- varnadeild Þjóðbjargar og lögreglan í Borgarnesi ásamt Kiwanismönnum fyrir skipu- lögðum reiðhjóladegi á gamla íþróttavellinum í Borgarnesi. Sett var upp sérstök reið- hjólabraut með tilheyrandi þrautum fyrir hjólreiðafólk- ið. En áður en börnin fengu að fara í brautina voru reið- hjólin skoðuð af lögreglunni og slysavarnakonurnar hug- uðu að reiðhjólahjálmunum og fékk enginn að fara í þrautabrautina án þess að hafa hjálm. í lokin var slegið upp grill- veislu og tóku krakkarnir hraustlega til matar síns enda sum búin að fara tíu sinnum í gegnum brautina. Morgunblaðið/Theodór LONG biðröð var við rásmark hjólabrautarinnar á gamla íþróttavellinum í Borgarnesi. SLYSAVARNAKONUR huguðu að hjálmunum hjá hjólreiðafólkinu. LEVI’S DAGAR í SAUTJÁN Komdu og fáðu Levi’s 501 gallabuxur frítt! 11.—20. JÚNÍ Komdu á Levi's daga og prófaöu í leiðinni Levi's „Shrink to fit“ gallabuxurnar. „Shrink-to-fit“ er jafn- gömul uppfinning og fyrstu Levi's buxurnar sem voru saumaðar árið 1853. Þá voru allar gallabuxur „hráar“ og óþvegnar. Maður fór í þær í baði og var í þeim þangað til þær þornuðu. Þannig fékk maður gallabux- ur sem pössuðu fullkomlega og voru sérstaklega slitsterkar. Nú getur þú prófað þetta sjálf(ur).Dagana 11.—20.júní verðum við með í búðinni Levi's baðkar oq tvo sérstaka Levi's burrkara. þannig að nú getur þú fengið alveg hráar og óþvegnar Levi's gallabuxur frítt. Skelltu þér í baðið og síðan í þurrkarann og stuttu síðar færðu Levi's gallabuxur frítt. 2.900!- 3.500,- Laugavegi 91 sími 511 1720 Levi s Donr Levi's peysur Levi's hettupeysur MYNDBÖND Stúlka í heimi stráka Bara stelpa (Kun en pige)_____________________ S ö g u 1 e g t d r a m a irkV'á Leikstjórn: Peter Schreder. Handrit: Peter Bay og Jorgen Kastrup. Kvik- myndataka: Kirk Bruel. Tónlist: Jan Glæsel. Aðalhlutverk: Waage Sando, Inge Sofie Skovbe, Birthe Neuman, Puk Scharbau, Amelie Ðollerub og Kristian Halken. lengd 195 mín. Dönsk. Háskólabíó, júní 1998. Leyfð öilum aldurshópum. HÉR er sögð ævisaga danska rit- höfundarins Lise Norregaard, sem m.a. á heiðurinn af hinum stórvin- sælu „Matador" þáttum sem mörg- um eru enn í fersku minni. Lítil stúlka fæðist ár- ið 1917, inn í fjöl- skyldu sem vill dreng. Faðirinn er vel stæður kaupmaður sem verður fyrir hroðalegum von- brigðum með frumburðinn. Hann er alda- mótamaður og húsbóndi á sínu heimili. I hans augum eru karlar sjálfskipaðir stjórnendur, virðulegir hanar í hópi hávaðasamra pútna. „Bara stelpa" fjallar um kúgun kvenna á fyrri hluta 20. aldar. Spurningin hvers vegna karlarnir ráði en konurnar sitji heima, er meginviðfangsefnið og svarið er ein- falt: formgerð samfélagsins miðar markvisst að því fyrirkomulagi. Það þarf sterk bein til að þola stöðuga höfnun, vanmat fjölskyldu og mismunun. En Lise á sér draum, að verða blaðamaður. Með óbilandi þrautseigju og skapfestu tekst henni að ná markmiði sínu, en lendir þó að lokum í hjónabandi og giáðar- legum barneignum. Hún þarf að horfast í augu við líf sitt og aðstæð- ur til að komast að niðurstöðu um framtíðina. I myndinni er sögð löng og mikil saga sem spannar yfir 30 ár. Sjónar- hornið einskorðast við söguhetjuna, enda er myndin unnin upp úr sjálfsævisögu Norregaard. Leikur, kvikmyndataka, tónlist, leikstjórn og tæknivinna er allt til stakrar fyr- irmyndar, og útlit myndarinnar minnir mikið á fyiTnefnda „Mata- dor“ þætti. Lise elst upp í umhverfi hliðstæðu því sem sagt er frá í þátt- unum og myndin ætti að vera feng- ur fyrir sanna aðdáendur þeirra. Fyrir þá sem hvorki hafa áhuga á „Matador" né sögulegri þróun stöðu kvenna á þessari öld, er hún trúlega helst til langdregin og hæg. Nokkuð vantar á að myndin nái flugi sem sjálfstætt verk, því boðskapurinn leyfir ekki styttingar sem hefðu ver- ið nauðsynlegar til að herða á frá- sögninni. Sem söguleg epík stendur hún þó fyrir sínu. Guðmundur Asgeirsson ;inn Laugavegi 60 ♦ Sími 5!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.